368 dánir á Ítalíu í gær.

 

Fórnarlömb lungnasjúkdóms sem kæfir fólk.

Fórnarlömb sérfræðinga sem ætluðu að stýra dreifingu veirunnar.

Fórnarlömb sérfræðinga sem löttu stjórnvöld að grípa til aðgerða sem dugðu.

Að skera á smitleiðir þegar ljóst var hverslags ógnarsjúkdómur var á ferðinni.

 

Sömu sérfræðingar riðu röftum í fjölmiðlum, sögðu að miðað við smittölur frá Hubei héraði í Kína, væri þetta ekki mjög smitandi og alls ekki bráðdrepandi, og fólk trúði þeim á meðan veiran virtist meinlaus, flestir sem smituðust með væg flensueinkenni.

Fólk sem dó var hvort sem er á leiðinni að deyja.

Eða þannig.

 

Svo liðu dagarnir, hátt í þrjár vikur, og veiran sprakk út, heilt samfélag var að sýkjast og þeir dóu ekki bara sem voru hvort sem er á leiðinni að deyja.

Og við dánartölur bætast fljótlega við þeir sem hefðu fengið lækningu við lífshættulegum sjúkdómum, það er ef þeir eru ekki meðhöndlaðir rétt, en fá hana ekki því heilbrigðiskerfið er sprungið.

 

Í dag vogar enginn sérfræðingur á Ítalíu sér að vitna í dánatölur Hubei héraðs, enda myndi enginn fjölmiðlamaður láta þá komast upp með slíkt tal.

Í Hubei var gripið til sóttvarna sem dugðu, tölur þaðan, hvort sem þær eru falsaðar eða ekki, því í engu sambærilegar við tölur frá landi þar sem veiran fékk að breiða úr sér stjórnlaust, þó sérfræðingarnir segðu að henni væri stýrt.

Og veiran stökkbreytt, miklu skæðari en þegar hún smitaði fyrst í Kína.

 

Þetta útskýrir hið svokallað panik í Evrópu í dag.

Stjórnvöld sem brugðust of seint við, eru að reyna að bæta úr afglöpum sínum.

 

Höfum þetta í huga næst þegar við hlustum á sérfræðinga hér heima.

Talandi sömu tungur og dró allt þetta fólk að óþörfu til dauða á Ítalíu.

Við erum með sömu veiruna, sömu tímalínu, en vissulega harðari sóttvarnir.

 

En hver er munurinn á dauðaveiru sem dreifir sér undir kontról og dauðaveiru sem dreifir sér stjórnlaust?

Enginn fyrir þann sem féll.

 

Höfum það í huga.

Kveðja að austan.


mbl.is 368 dauðsföll á Ítalíu á einum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er spurning hvort það hafi verið sérfræðingarnir sem hafi latt stjórnvöld, eða hvort stjórnvöld latt sérfræðingana.

Eina sem er ljóst er að einhverjir verða dregnir til ábyrgðar fyrir afleiðingar þess að hafa þjónað fremur sérhagsmunum stundargræðgi massatúrismans en almannahagsmuni og almannaheill.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.3.2020 kl. 08:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Það að ekkert væri hægt að gera annað en að láta þessa meintu vægu flensu ganga yfir, en reyna að hægja á henni með því að setja smitaða og þá sem umgengust þá í sóttkví, var opinber stefna ESB, EES ríkja og Stóra Bretlands.

Ég hef hvergi lesið að sú stefna hafi ekki notið stuðnings sóttvarnaryfirvalda viðkomandi landa, og hef því ekki ástæðu til að ætla að menn hafi ekki talað á svipuðum nótum á Ítalíu, og gert er hér í dag.

Núna er hvert landið á fætur öðru að yfirgefa þessa stefnu og grípa til harkalegra aðgerða til að hemja útbreiðslu veirunnar, þó ekkert Evrópuland hafi ennþá ákveðið að gera það sem þarf að gera, og var gert í Hubei héraði í Kína, Ítalir komast þó næst því.

En það er sagt hér á Íslandi að aðgerðir viðkomandi stjórnvalda séu pólitískar, ekki samkvæmt ráðum sóttvarnaryfirvalda sem ég kalla sérfræðinga.

Ókey, vita sérfræðingarnir ekki betur??

En eins og ég hef ítrekað bent á í pistlum mínum, þá gripu lönd í Austur Asíu til miklu harðari aðgerða strax í upphafi veirusmitsins, þau lokuðu á smitleiðir frá sýktum löndum.

Þeirra sérfræðingar eru ekki minna menntaðir en okkar sérfræðingar, en hugarfarið er annað, þar er hvert mannslát talið einu mannslífi of mikið, og frelsi til ferðalaga á veirusýkt svæði léttvæg fundin í samanburði við virði mannslífa.

Þessi lönd hafa náð að stöðva útbreiðslu veirunnar því þau ætluðu sér að gera það, dánartölur sýna það.

Þannig að Kári klári er bara ekki alvitur, en vissulega sérfræðingur.

En í hverju??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2020 kl. 08:56

3 identicon

Tek undir orð þín Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.3.2020 kl. 10:12

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Má ég spyrja!

Ef Þórólfur hefði nú lokað íslandi um áramótin og engin smit væru á íslandi í dag . Hvenær áætlið þið að hefði þá verið hægt að opna aftur ?

Guðmundur Jónsson, 16.3.2020 kl. 12:35

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ég ætla nú að byrja á að hrósa þér fyrir að koma ekki með flensutölfræði þína, en ég veit að þú hugsar hana svo ég ætla að linka þessu viðtali á þig;

https://viljinn.is/a-skjanum/tiu-til-fimmtan-sinnum-skaedari-en-hefdbundin-influensa-myndband/

Þar sem Michael Osterholm, einn þekktasti smitsjúkdómafræðingur heims sem árum saman hefur varað heimsbyggðina við aðsteðjandi heimsfaraldri á borð við Kórónaveiruna, segir að faraldurinn nú sé rétt að byrja. Hann geti orðið tíu til fimmtán sinnum skæðari en hefðbundin árstíðabundin inflúensa með tilliti til fjölda sýktra og látinna í heiminum og flest ríki heims séu vanmáttug til að takast á við afleiðingar þess sem koma skal.

Þetta er skýring þess að menn loka á smitleiðir.

Varðandi að Þórólfur hafi lokað um áramót, þá hefði hann þurft að vera skyggn og getað lokað á smit sem er ekki þessa heims.

Hins vegar hefði hann átt líkt og starfsbræður hans í Austur Asíu að loka á smit frá sýktum svæðum um leið og ljóst hvers eðlis þessi faraldur væri.

Hann hefði getað notað svipaðar dagsetningar og Singapúr sem til dæmis lokaði á Norður Ítalíu og Íran 3 mars.

Jafnvel fyrr ef hann hefði lesið fréttina í Guardian frá 28. feb.

"The new coronavirus may have circulated in northern Italy for weeks before it was detected, seriously complicating efforts to track and control its rapid spread across Europe.

 

The claim follows laboratory tests that isolated a strain of the virus from an Italian patient, which showed genetic differences compared with the original strain isolated in China and two Chinese tourists who became sick in Rome.

 

Massimo Galli, professor of infectious diseases at the University of Milan and director of infectious diseases at the Luigi Sacco hospital in Milan, said preliminary evidence suggested the virus could have been spreading below the radar in the quarantined areas.".

Þetta passaði við að tölfræðilega átti það að vera útilokað að skíðafólk í ítölsku Ölpunum kæmi heim smitað, veiran hlaut að vera miklu útbreiddari en opinberar tölur gáfu upp.

En það að loka á sýkt svæði er ekki það sama og að loka Íslandi, þó það hefði kannski verið endirinn ef aðrar vestrænar þjóðir hefðu haldið sig við stýrt smit með þekktum afleiðingum.

En það væri ekki lokað á okkur og samskipti við ríki Austur Asíu ætti því að vera örugg, bæði fyrir okkur og þau.  Það hefði til dæmis getað bjargað ferðamannaiðnaðinum, svo dæmi sé tekið í stað þess að hafa hann rjúkandi rúst eins og hann er í dag.

Hvenær sýkt svæði koma inn, hef ég ekki hugmynd.

Sóttvörn virkar á 6-8 vikum miðað við reynsluna frá Hubei. Hvenær Evrópa stígur það skref veit ég ekki, en þar er ekkert val. Kári klári og Þórólfur eru að verða síðustu geirfuglarnir sem vilja vísvitandi smita þjóðir sínar.

Og Guðmundur, mundu að það var ekki mikið að gera á bráðamóttökum Norður Ítalíu fyrstu 30 daga sýkingarinnar eða svo, örfáir sem mega missa sig að þínu áliti, en flestir bara með væga flensu.

Svo sprakk veiran út.

Það er það sem er að gerast í Evrópu í dag, veiran er búin að grassera lengur þar en hér.

Ég er ekki viss um að Kári klári verði kallaður Kári klári þegar hún springur framan í okkur, það er 10-14 dagar í það miðað við ferlið í Evrópu.

En við skulum ekki útiloka kraftaverk, það fór gamall trébátur í Reykjanesröst með allar lúgur opnar og bala uppá dekki, óskorðaða.  Hann komst í land, þess vegna er það vitað, reyndar línulaus og laskaður, en í land engu að síður og engin dó.

Það þótti samt ekki til eftirbreytni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2020 kl. 13:31

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Vandamálið er, að menn taka menn eins og Adólf Hitler, Mússólíni, Stalín, Máo og Xi Jing Ping á orðinu. Allir þessir menn, voru að gera góðverk í eigin huga. Allir duldu þeir fjölda dauðra ... til að "koma ekki á paník".

"The Road to hell, is paved with good intentions".

Nákvæmlega EKKERT af því sem kommúnistar í Kína, segja þér um Hubei á við staðreyndir að styðjast.

Örn Einar Hansen, 16.3.2020 kl. 15:40

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú það Bjarne.

En þó kommarnir í Kína séu guðir í þínum huga, þá er það bara svo að þeir fundu ekki upp sóttvörnina.

Fræðin að baki hennar eru þekkt, og duga gagnvart nýjum smitsjúkdómum.

Að því gefnu að smit sleppi ekki út úr sóttkvínni, til dæmis með dýrum eða berist með andrúmsloftinu um langar leiðir.

Þetta vissu menn þegar á Nýmiðöldum og þessi þekking bjargaði mörgum mannslífum á Ítalíu þegar hafnarborgir eins og Feneyjar og Genúa voru harðar á sóttkví.

Vissulega voru sjómenn á pestarskiptum ekki kátir með að þurfa að dvelja um borð á meðan pestin gekk yfir, en ef þeir smygluðu sér í land, þá voru þeir hengdir uppí næsta tré.

Það hafa verið færð sterk rök fyrir því að dánartölur frá Hubei séu falsaðar líkt og Kína er siður, þess vegna hálfvitaháttur að vitna í þær sem einhver rök fyrir því að láta drepsóttir dreifa sér út í samfélög, en niðurstaðan, aflétting hennar er staðreynd, því þar geta stjórnvöld ekki logið, bæði nema loftmyndir aukin umsvif, sem og hinn mikli fjöldi útlendinga sem þar er, staðfestir umbreytinguna.

En sá sem fellur á kné, og ákallar guðina, hvort sem það er til hrós eða last, hann hlustar ekki á rök.

Það er bara svo, en hefur ekkert með staðreyndir máls að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2020 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband