Við getum ekki stöðvað útbreiðslu veirunnar.

 

Segir sóttvarnalæknir og hæðir þar með þjóðir sem hafa gert það.

Milljónaþjóðir sem fengu veiruna á fyrstu stigum og hafa náð tökum á útbreiðslu hennar.

Besta dæmið er Kína með sína 1,4 milljarða sem er með skráð 25 nýsmit meðan íslenska þjóðin undir öruggri stjórn sóttvarnarlæknis er með 10 nýsmit.

Þeim fer fækkandi í Kína, en fjölgandi hjá okkur, meinið er að við erum aðeins 360 þúsund.

 

Taivan er með 24 milljónir íbúa, nýsmit 6, Singapúr er 5,9 milljónir, nýsmit 14, Japan 126 milljónir, nýsmit 35, allt lönd sem lokuðu í tíma á innflutningi á smiti.

Og slógust svo líkt og íslensk sóttvarnaryfirvöld, en náðu stjórn á útbreiðslunni því hugarfarið var, eitt smit er einu smiti of mikið.

Fólkið þarna austur frá er jafn vel menntað, í það minnsta og okkar fólk, það kaus einfaldlega að sætta sig ekki við útbreiðslu veirunnar, vill gera allt til að hindra mannfall.

Og árangur þess er á skjön við fullyrðingar sóttvarnarlæknis, það hefur stöðvað útbreiðslu veirunnar.

 

Það hefur stöðvað útbreiðslu veirunnar.

 

Annars vegar orð, hins vegar staðreynd.

En rétt er það að þessi aðferðafræði, að loka á innflutningi á smiti, sem við gerðum ekki, en Japanir, Suður Kóreumenn, Taivanar og Singapúrar gerðu, dugar ekki þegar veiran er farin að lifa sjálfstæðu lífi, þá dugar aðeins allsherjarlokun.

Útgöngubann líkt og Kínverjar gripu til.

Og það er kaldhæðni að einræðisríki, kommúnistaríki hafi kosið að fara þá leið, að bjarga fólki á kostnað efnahags.

 

Þeir sem ætla að stjórna útbreiðslu veirunnar, líta hins vegar á mannfall áhættuhópa sem óhjákvæmilegan fórnarkostnað, það sé leiðin svo við hin getum fljótlega farið að lifa aftur eðlilegu lífi.

Áhættan sem þau taka er gífurleg, engin veit hvernig veiran stökkbreytir sér, það er engin trygging að hún finni ekki leiðir framhjá varnarviðbrögðum hinna yngri og heilbrigðari, hefur þegar náð árangri í þá átt á Ítalíu.  Og hún er aðeins rétt að byrja.

Síðan vita menn ekkert um dánartölur þar sem hún fær að smita heilu samfélögin, það er rangt að vitna í tölur frá Kína, þar var gripið til sóttvarna til að hindra slíka dreifingu.

 

Nærtækar er að vitna í dánartölur frá Ítalíu.

Þar er dánarhlutfallið um 7% af skráðum fjölda smitaðra, um 77% þegar fjöldi dauðsfalla er borinn saman við fjölda þeirra sem hafa náð bata.

Ekkert lýðræðisríki þolir slíkt mannfall án þess að snúast til varnar.

Kínverska leiðin, að loka á allt mannlíf á smituðum svæðum, sem er nota bene öll Ítalía, var loks valin, hætt var við að reyna að stýra útbreiðslu veirunnar.

Spánn er að fara svipaða leið, aðeins dagaspursmál hvenær Frakkland og Þýskaland grípa til sömu aðgerða.

 

Hérna á Íslandi er reynt að telja okkur í trú um að þetta sé pólitík, ekki sóttvörn.

Forsendan er þá að afneita staðreyndum um árangur þeirra þjóða sem kusu að slást við útbreiðslu veirunnar frá fyrsta degi.

Afneita árangri kínverska stjórnvalda í að stöðva nýsmit frá Hubei héraði, sem og smit innan héraðsins.

Að fólkið þarna austur frá séu molbúar, en við sérfræðingarnir viti betur.

 

Þetta kallast að leika rússneska rúllettu með líf og limi samlanda sinna.

Það er alls ekki hægt að útiloka að það takist að halda smiti frá áhættuhópum, en hvernig??

 

Heilsugæslan í Mosfellsbæ tilkynnir lokun því einn starfsmaður greindist með smit.

Hvernig með alla aðra starfsmenn í heilbrigðiskerfinu, á það bara að reka sig sjálft án starfsfólks þegar allir eru komnir í sóttkví??

Hver á að þrífa, hver á að gefa mat, hver sér um umönnun að ekki sé minnst á hjúkrun og lækningar??

Ef þjóðin á að sýkjast hægt og hljótt, en samt öllu lokað þegar fyrsta smit greinist, hvernig á þá þjóðlífið að ganga þegar smitið er orðið útbreitt??

 

Þessi aðferðafræði er full af mótsögnum þar sem hvert rekur sig á annað.

Að halda að það sé hægt að leyfa þjóðinni að sýkjast, án þess að smit beristi til áhættuhópa er ekki óraunhæft, það er ekki hægt.

Ekki nema að veiran sé miklu mildari hér en annars staðar í heiminum.

Sé ekki eins smitandi, sé ekki eins banvæn.

 

Tapi sóttvarnaryfirvöld þessari rúllettu, hver er þá ábyrgð þeirra??

Hver er ábyrgð stjórnvalda sem gripu ekki inni??

 

Munum að þetta er ekki geimvísindi, þetta eru ekki fávísir aular sem reyna að hindra smit á milli fólks, og láta þannig veiruna deyja út.

Það hefur skilað árangri án teljandi mannfalls hjá miklu fjölmennari þjóðum en okkar.

Stýrð útbreiðsla endaði í stjórnlausu mannfalli á Norður-Ítalíu, þar sem heilbrigðiskerfið er ekki síðra en okkar.

Veiran var einfaldlega öflugri og banvænni en þarlendir sérfræðingar reiknuðu með.

 

Segjum við þá bara Úps, sorrý Stína.

Eða látum við menn sæta ábyrgð??

Eða getur ábyrgðin orðið alvarlegri en sú sem menn sitja uppi með á Ítalíu??

 

Veit ekki.

Veit bara að menn eiga ekki að spila rússneska rúllettu.

Hvorki með sitt líf eða annarra.

 

Hvað þá með þjóð sína.

Kveðja að austan.

 


mbl.is 60% þurfa að smitast til að mynda hjarðónæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

´Ég held að við stöðvum hana ekki án lyfja sem eru ekki enn uppfundin. annars heldur hún áfram að hjakka og hún er þolinmóð

Halldór Jónsson, 15.3.2020 kl. 19:48

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Ómar.

Það er vel hægt að stöðva veiruna. 

Þetta væri þá eina hættulega farsóttin í sögunni sem ekki er hægt að stöðva. 

En því fullkomnari sem við höldum að við séum, því erfiðara er að taka réttar og viðeigandi ofsafegnar ákvarðanir, sem eru þær einu sem duga. 

Donald J. Trump er jakkafataútgáfan af George S. Patton, þannig að ég hef trú á þeim þar vestra. Því meira sem menn hér heima æsa sig yfir þeim þar vestra, því meira eru Vesturfararnir að gera rétt.

Kveðja 

Gunnar Rögnvaldsson, 15.3.2020 kl. 20:59

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Smitveira lifir ekki án hýsils, og ef það eru ekki dýr, þá erum það við.

Þetta er ný veira svo það er ólíklegt að einhver hluti mannkyns hafi myndað ónæmi gegn henni, sé því einkennalaus, en getur borið smit í þann hluta sem hefur ekki þróað ónæmi.

Þess vegna virka sóttvarnir á þessa veiru, ef smitleið er rofin þá deyr hún út á nokkrum vikum innan sóttvarnarsvæða.

Þá er það spurning um nýsmit að utan, eitthvað sem Kínverjar eru að glíma við í dag, og í minna mæli yfirvöld í Singapúr. 

Við því er eitt gott ráð, sem er að setja þá sem koma frá þekktum smitsvæðum í 14 daga sóttkví við landamæri, og það virkar. 

Þá eru undantekningarnar það fáar að þær er hægt að rekja, og sóttkvía líkt og hér hefur verið gert, og hefði tekist ef skorið hefði verið á innstreymi smitaðra.

Þetta virkar eins og dæmin í Austur Asíu sýna.

Spurningin er um pólitískan vilja, Kínverjar höfðu hann, við ekki.

Þetta er val, en það er ekki góð ákvörðun sem réttlætir sig með lygi um hina gagnstæðu.

Þú hefur látið blekkjast og fullt af öðrum eldri borgurum hér á Moggablogginu.

Það er val og kannski dregur úr óttanum við drepsóttina.

En það dregur ekki úr sóttinni sjálfri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2020 kl. 22:42

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hér hjá Tómasi, sjáum við hvað gengur á netinu, hann skrifar,  

 

 

Hér á landi sjáum við íslensk stjórnvöld fara eftir þessum áætlunum og mun halda áfram næstu mánuði og ár að leggja óbærilegar álögur á landsmenn.

Blog:    Tómas Ibsen Halldórsson

2.11.2019 | 23:14

Ann Bressington frá Ástralíu flettir ofan af áætlun Sameinuðu þjóðanna það sem á ensku er kallað Agenda 21 og Agenda 2030. 

https://youtu.be/-1XNjh5k9TY

 

Hér á landi sjáum við íslensk stjórnvöld fara eftir þessum áætlunum og mun halda áfram næstu mánuði og ár að leggja óbærilegar álögur á landsmenn.

Á jörðinni búa yfir 7milljarðar manna. Áætlun SÞ er að fækka þeim niður í 500milljónir eða ca. 95% -níutíu og fimm prósent-.

Í ræðu Ann kemur glöggt fram löngu áformuð áætlun um loftslagsmál sem öllu kollríður þessa dagana.

000

Egilsstaðir, 15.03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 15.3.2020 kl. 22:54

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Ég hef ekki þessa trú á Trump sem þú hefur, finnst hann hafa sýnt vingulshátt fram að þessu.

En hann er maður framkvæmdanna og hinna stóru ákvarðana þegar svo vill æxlast.

Ég óttast hins vegar að tímaglasi sé því sem næst útrunnið og vísa máli mínu til stuðnings í grein Tomas Pueyo sem ég náði í eftir tilvísun þína.

Hvað veiruvarnir bandaríkjahers geta gert er hins vegar annað mál, þær áttu tilbúið bóluefni gegn ebólaveirunni, og ég er illa svikinn ef þær vita ekki allt um frænkur þessarar veiru, þær sem voru áður búnar að gera atlögu að mannkyni.

Þar liggur vonin og lausnin að mínum dómi en  mér finnst alveg óþarfi að ekki sé reynt að verjast henni á meðan með þeim vopnum sem duga.

Það má ekki trufla daglegt líf fólks, ferðalög þess eða annað sem er talin lífsnauðsyn í dag.

En bíddu við, hvar er hið daglega líf á smitsvæðum??, hvar eru ferðalög fólks í dag, á ekki að senda gripaflutningavélar eftir strönduðu fólki sem hafði dauðans alvöru í flimtingum??

Það er eins og menn gleymi að það sem fólk telur lífsnauðsynlegan hluta nútímalífs, er engin nauðsyn, hvorki lífsnauðsyn, mikil nauðsyn, lítil nauðsyn eða engin nauðsyn, ef forsendan sjálf er ekki til staðar.

Lífið sjálft.

Það er eins og það gleymist i allri þessari umræðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2020 kl. 22:58

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Ég trúi þessu ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2020 kl. 22:59

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Fyrirgefðu, ef þú getur hent þessu, vertu þá svo vænn að gera það.

Jónas Gunnlaugsson, 15.3.2020 kl. 23:19

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Smá viðbót um af hverju mér finnst sóttvarnarlæknir út á túni í rökfærslu sinni um að veiran sé ekki svo alvarleg.

Þetta er haft eftir honum á Ruv í dag;

"Varar við villandi upplýsingum.

Sóttvarnalæknir varar við undarlegum útreikningum sem birst hafa á samfélagsmiðlum um hátt hlutfall sem gæti smitast hér. Hlutfallslega miðað við Hubei-hérað í Kína megi kannski búast við að 30 manns fari á gjörgæsludeild ef faraldurinn yrði svipaður hér og þar. ".

Í viðtali á Channel 4 í Bretlandi við Dr. Richard Hatchett, sérfræðing í faraldsfræði og smitsjúkdómum og ráðgjafi breskra og bandarískra stjórnvalda í heimsfaröldrum, sem Viljinn birti, sagði Dr. Hatchett að sterkar líkur væru á að ekki væri að marka uppgefnar dánartölur frá kínverskum stjórnvöldum, útskýrði það svo nánar.

Síðan geta menn spurt sig hefðu Kínverjar lokað mikilvægasta iðnaðarhéraði sínu vegna veirusýkingar sem er í raun svona meinlaus??

Það er marka má Þórólf Guðnason sóttvarnarlæknir.

Síðan er Kári búinn að staðfesta að við séum með L stofn veirunnar sem er mun skæðari en sá sem herjaði á Hubei hérað.

Og dánartölur frá Ítalíu í engu sambærilegar.

Einföld staðreynd, samt logið.

Vísvitandi.

Þetta á að kveikja á viðvörunarbjöllum fólks um allt annað sem sagt er.

Því góð ákvörðun þarfnast ekki lyga og blekkinga sér til stuðnings.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2020 kl. 23:28

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Ef þú lest fullyrðingu eins og þessa; ". Áætlun SÞ er að fækka þeim niður í 500milljónir eða ca. 95% -níutíu og fimm prósent-.", þá þarftu ekki að lesa meira.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2020 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 282
  • Sl. sólarhring: 818
  • Sl. viku: 6013
  • Frá upphafi: 1399181

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 5095
  • Gestir í dag: 229
  • IP-tölur í dag: 226

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband