9.3.2020 | 07:05
"Ekki á skilgreindu hættusvæði".
Er afsökun hjúkrunarráðs Landspítala Íslands vegna hins vítaverðs kæruleysis að hjúkrunarfræðingur hafi komið frá smitsvæðum og mætt strax til vinnu, á gjörgæslu.
Hið vítaverða kæruleysi er annars vegar það hafa mætt í vinnu og hins vegar að henni hafi verið leyft það.
Ef fagfólk tekur ekki þessa veirusýkingu alvarlega, hvernig á þá almenningur að geta gert það, hvað þá hinn forheimski hluti hans sem hefur þennan faraldur í flimtingum og trúir þeim áróðri að sóttin sé meinlausari en venjulegur inflúensufaraldur.
Það veit enginn af hverju sóttvarnarlæknir og almannavarnarráð lýsti pestarbæli Ítalíu ekki strax hættusvæði eftir að ljóst var að veiran var að dreifast þar stjórnlaust út.
Líklegast má skrifa þá röngu ákvörðun á sambland af kjarkleysi og þjónkun við hið frjálsa flæði á dreifingu sýkla um Evrópu.
Að baki bjó allavega engin fagleg þekking eða skortur á upplýsingum.
Ítalía var að sýkjast, það vissu það allir og kemur engum á óvart að þar stráfellur fólk í dag.
En að leyfa kærulausu fólki að leika sér á smitsvæði og sýkja svo samborgara sína eftir heimkomuna er hins vegar það sem sagt er á mannamáli, tilraun til fjöldamorða.
Og þeir sem taka þátt í því vísvitandi, eru sekir.
Og þeir sem hafa þekkingu til að vita betur, sekastir.
Kellingavæl mun ekki sigra þessa veiru, mun ekki vernda samborgara okkar sem eru í áhættuhópi.
Og gleymum aldrei að þessi veira er líka að drepa fullfrískt fólk, þó ennþá sjaldgæfara sé, enda hún réttnýbyrjuð að þreifa fyrir sig gagnvart varnarkerfi líkamans. Hún stökkbreytist, og margt bendir til að hún verði illvígari við hverja stökkbreytingu.
Ástandið er því grafalvarlegt og vís ósigur í stríðinu við hana ef fólk getur ekki viðurkennt mistök sin og beðist afsökunar á þeim.
Því annars eru þau endurtekin aftur og aftur.
Ráðafólk okkar virðist vera að vakna.
Og er jafnvel farið að tjá sig á fesbók, þvílík er samtalssnilld þeirra til þjóðarinnar á þessum grafalvarlegum tímum.
Guðni forseti segir meir að segja, milli þess sem hann segir af sér ferðasögur, að við vinnum ekki þetta stríð nema við stöndum saman sem þjóð.
En heimska og vanvitaháttur, ásamt hinni æpandi þögn leiðsagnarinnar er ekki leiðin til að sameina þjóðina núna þegar smitið frá Ítalíuförum virðist ætla að dreifa sér út um samfélagið.
Hvað þá sú árátta að geta ekki játað mistök sín.
Forsetanum væri nær að benda á þessa einföldu staðreynd í stað þess að leika fígúru sem ekkert segir nema almenna frasa sem má læra í næstu Disney teiknimynd.
Leiðsögn er að segja satt, hvetja til raunhæfra aðgerða, stappa stáli í fólk, og útdeila trú.
Trú á þetta sé hægt, að það sé hægt að vernda líf samborgara okkar.
Slíka leiðsögn skortir í dag.
Í raun er hún engin.
Og þegar horft er til hafs, þá sést ekki í hana út við ystu sjónarrönd.
Á meðan er engin von í þessu stríði.
Kveðja að austan.
Hjúkrunarfræðingur var ekki á hættusvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:39 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Við þvoum hendur okkar ..." segir í færslunni. Það eru vissulega orð að sönnu.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.3.2020 kl. 09:51
Æ ég brosti og hálfhló þegar ég las athugasemd þína Þorsteinn.
Svo eitthvað lýsandi og grátbrosleg.
Það er reynt að gera rosalega margt vel en það er bara svo, það er sama hvað fjárfest er í góðum dælubúnaði á skipi, ef leki er ekki þéttur, þá endar það alltaf á einn veg.
Og þá held ég að útgerðarmaðurinn komist ekki upp með handarþvott sinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2020 kl. 11:22
Þakka þér fyrir granni, það þarfa að hrista upp í þessu stelpna og kerlinga geri þarna í stjórnar ráðinu sem sýnist stjórnlaust, enda hefur skynsamt fólk, bæði karlmenn og konur vitað frá ör hófi alda að skynsemi og axlir þarf til að bera uppi bjarg ráðin og bægja frá hörmungum. En nú er öldin önnur, öld gufumenna, sem alltaf eru svo loppnir að jafnvel gulleggjum þjóðarinnar glutra þessi leti líður í götuna.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.3.2020 kl. 17:15
Takk Hrólfur.
Vitna í mætan mann; " Hik fum og fát er ekki uppskrift sem dugar".
Það eru orð að sönnu.
Kveðja að utan, inneftir.
Ómar Geirsson, 9.3.2020 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.