8.3.2020 | 13:11
Fíflin sjá ástæðu til að fagna.
Fjölmiðlar fundu loksins manninn sem sagði að þetta væri stormur í vatnsglasi.
Norskan prófessor í veirufræði sem segir að "kórónuveiran er venjuleg veira sem er vægari en hefðbundin flensa." og að "vandamálin byrja þegar yfirvöld fá móðursýkiskast, þá öpum við eftir þeim". Klikkir svo út með að "lítið höfum við lært og erum fljót að gleyma því að við höfum lent í þessu oft áður án þess að stórhætta sé á ferð".
Þessu slær Mbl.is upp kinnroðalaust, loksins þegar stjórnvöld virðast átta sig á alvöru málsins, og nú þegar þar maður að lækka niður hljóðið vegna glasaglaums fíflanna á samfélagsmiðlum.
Það er rangt hjá prófessornum að við höfum lenti í þessu áður, það er rangt hjá honum að kórónaveiran sé vægari en hefðbundin flensa, og það eru einmitt viðbrögðin sem hann gagnrýnir, sem skýra að alvarlegir vírusar hafa ekki breiðst út, ásamt þeirri breytu sem við ráðum ekki yfir, að smitleiðir hafa ekki verið öflugar.
Einfaldar staðreyndir sem blaðamaður Mbl.is hefði getað kynnst sér áður en hann hóf skurðgröftinn gegn viðleitni stjórnvalda að hemja útbreiðslu farsóttarinnar.
Norski prófessorinn minnist á Ebólu veiruna, það eru tvær ástæður að hún varð ekki að farsótt, hún kom fyrst upp í strjálbýli og hún hún var ekki með öflugar smitleiðir, líkt og flærnar sem dreifðu Svarta dauða eða með úða í andrúmslofti eins og kvefið. Þess vegna tókst að hamla útbreiðslu hennar í tíma eða þar til bóluefni fannst.
HIV veiran drap ekki eins marga og menn óttuðust upphaflega, ekki vegna þess að hún væri ekki bráðsmitandi, heldur vegna þess að það var ekki hlustað á fífl sem töluðu niður alvarleik málsins. Menn stöðvuðu smitleiðir hennar, bæði með því að herða reglur um blóðgjöf, og dreifa smokkum, með því að uppfræða um smitleiðir og svo framvegis.
Hún var stöðvuð vegna varnarviðbragða, ekki vegna þess að hún væri ekki eins skæð og aðvaranir heilbrigðisyfirvalda hváðu á um.
Síðan vitnar prófessorinn í svínainflúensuna, og kveðst hafa varað við ýktum viðbrögðum.
Gott og vel,hún drap ekki eins marga og menn óttuðust, eða var það vegna þess að það var gripið til varnarviðbragða sem dugðu, eða var það vegna þess að hún var hættulítil veira sem var blásin upp af athyglissjúkum sóttvarnaryfirvöldum??
Í þessu samhengi megum við ekki gleyma að það er nokkurn vegin ein skýring á drepsóttum fortíðar, og það var þekkingarskortur á smitleiðum þeirra, sem og menn höfðu þá ekki lækningu.
Kóleran næstum hvarf í Evrópu við það eitt að menn hættu að sækja vatn í sýkt vatnsbóla eða brunna, og hvorki Stóra Bóla eða Svarti dauði eru heimsfaraldrar í dag, þó þessi sjúkdómar séu ennþá til í umhverfinu á vissum svæðum heims.
Að letja til varnarviðbragða, og monta sig síðan af því að það hafi verið lítil ástæða fyrir þeim, vegna þess að þær virkuðu, þá hafi það sem óttast var, ekki gengið eftir, er ekki aðeins eitt af hámörkum heimskunnar, heldur líka siðlaust þegar mannslíf eru undir.
Þetta er svipað að einhver færi að hneykslast á fjárveitingum til Slysavarnarskóla sjómanna með rökum að slysum hafi fækkað og engin séu dauðsföllin eins og var á árum áður.
Þetta er heimskan, en alvarlegri er sú fullyrðing að þessi veira sé hættuminni en venjuleg inflúensuveira.
Eitthvað svona viðhorf skýrði sinnuleysi kínverskra stjórnvalda þegar þau brugðust seint og illa við sýkingum sem dreifðust um Whuhan borg og Hubei hérað. En svo lokuðu þau á allt, og lögðu í raun kínverskt efnahagslíf undir.
Hvaða erkifífl og fáviti heldur að þau hafi gripið til slíkra ráðstafana út af venjulegri saklausir veiru sem gerði jafnvel inflúensuveiru hættulega í samanburðinum??
Viðkomandi hafa allavega engan rétt að kenna sig við Homo sapiens, hinn vitiborna mann.
Viðbrögð kínverskra stjórnvalda, og síðan í kjölfarið ákall WHO til heimsbyggðarinnar um að taka veirufaraldurinn alvarlega, er ekki eitthvað sem við höfum oft lent í áður, þetta er fordæmalaust, og sjálfsagt eitthvað sem ekki hefur sést áður frá dögum spænsku veikinnar.
Skýringar á því, og af hverju þessi veira er svona hættuleg, má fá í góðu viðtali á Channel 4 í Bretlandi þar sem fréttamaður ræðir við "Dr. Richard Hatchett, sérfræðingur í faraldsfræði og smitsjúkdómum og ráðgjafi breskra og bandarískra stjórnvalda í heimsfaröldrum" svo ég vitni á frétt á Viljanum.
https://viljinn.is/frettaveita/mesta-heimsogn-fra-spaensku-veikinni-koronaveiran-gaeti-smitad-50-75-mannkyns/
Eftir 4 mínútur og 50 sekúndur er dr. Hatchett spurður um þennan samanburð, og svarið ætti að þýðast og birta í öllum fjölmiðlum heimsins. Hann útskýrir af hverju veiran er svona hættuleg, og það er vegna hinnar alvarlegu lungnasýkingar sem hún getur valdið, og síðan bendir hann á að sterk rök hafi verið færð fyrir að sú tölfræði sem við höfum um dánarhlutföll séu eins og toppurinn á píramídanum, sérfræðingar hafi fært sterk rök fyrir að í raun sé það mun hærra í Kína, sem aftur skýrir hin harkalegu viðbrögð þar í landi.
Ekkert í svörum eða málflutningi dr. Richard Hatchett má kenna við að það sé verið að ala á ótta eða gera of mikið af hættunni sem fylgir þessum vírusfaraldri. Hann ræðir málið skynsamlega um faraldur sem þegar er ljóst að geti verið sá hættulegasti sem við höfum séð frá dögum spænsku veikinnar, um hvað við vitum og hvað er hægt að gera.
Þetta er ekki maður sem er að hrópa úlfur, úlfur.
Þess vegna er það dálítið skrýtið að það er jaðarmiðill eins og Viljinn sem vekur athygli á orðum hans.
Á meðan er mest úbreiddi netmiðill landsins að veikja viðbrögð þjóðarinnar með því að vitna gagnrýnislaust í mann sem fóðrar fíflin og lætur út úr sér rangar staðhæfingar um kórónavírusinn.
Það hefur áður hvarflað að mér að fjárskortur skýri þessa blaðamennsku Mbl.is, að þar telji menn sig á þeim aldri, við þá heilsu, að þeir þurfi ekki að óttast kórónuvírusinn, en hann gæti flýtt fyrir ótímabærum arfi.
Af hverju geta menn ekki lært af því sem er að gerast í kringum mann??
Það er mál að linni því mannslíf eru í húfi.
Menn fíflast ekki með dauðans alvöru.
Menn berjast við hana.
Kveðja að austan.
Segir yfirvöld ala á óþarfa ótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 447
- Sl. sólarhring: 726
- Sl. viku: 6178
- Frá upphafi: 1399346
Annað
- Innlit í dag: 376
- Innlit sl. viku: 5231
- Gestir í dag: 345
- IP-tölur í dag: 340
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, og takk fyrir kjarnyrtan pistil ú neðra. Þú ferð hamförum að vanda enda ákvæða penni.
Norski veiru prófessorinn bendir réttilega á, að sjálfsögðu þurfi að fara varlega og stöðva smitleiðir því "hvern einasta bæjarbruna hefði mátt slökkva með einu vatnsglasi á réttum tímapunkt".
Það verður að segjast eins og er að íslensk yfirvöld völdu ekki vatnsglasið, tóku móðursýkiskastið fram yfir með því að heykjast á því að beina þeim tilmælum til fólks að láta af óþarfa flandri.
Úr því sem komið er ætla ég að leifa mér að vona að annað sem prófessorinn hefur um þessa veiru að segja reynist rétt, þó fíflalegt sé.
Með kveðju úr efra.
Magnús Sigurðsson, 8.3.2020 kl. 14:25
Það kann að vera rétt hjá þessum manni að færri muni deyja vegna veirunnar en úr venjulegri flensu. En að verður þá einmitt vegna ráðstafana til að hefta útbreiðsluna. Það er því óábyrgt að tala um varúðarráðstafanirnar eins og menn séu að hrópa "úlfur, úlfur".
Þorsteinn Siglaugsson, 8.3.2020 kl. 15:58
Blessaðir félagar.
Í millitíðinni frá því að ég las athugasemdir ykkar, og ég settist niður við tölvuna til að svara, þá las ég frétt á Mbl.is þar sem viðtal var tekið við ungan strák í sérfræðinámi sem andmælti vitleysunni lið fyrir lið, í lengra og kurteisar máli en ég.
Það er vissulega rétt að það gætu færri dáið úr þessari sótt en venjulegri flensu, eins og virðist vera raunin í Kína.
En það er vegna varúðarráðstafananna, en ekki vegna þess veiran sé hættulítil.
Það er rétt hjá prófessornum að það þarf aðeins eitt vatnsglas til að stöðva flesta húsbruna (þú stöðvar ekki sprengingar, til dæmis í sjónvörpum með vatnsglasi), en það eru varúðarorð sem hann setur fram undir lok viðtalsins eftir að hann lagði sig fram við að gera litið úr brunavörnum.
Þar liggur alvarleikinn, menn sem trúa honum hætta við að kaupa slökkvitæki, setja ekki upp eldföst skilrúm í iðnaðarhúsnæði eða endursenda slökkvikerfin sem áttu að hindra brunann.
Keyptu sér hins vegar vatnsglas í staðinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2020 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.