1.3.2020 | 18:21
Smitdreifing í boði almannavarna.
Og ekkert stjórnvald grípur inní.
Vil vitna í Jón Bjarnason, orð sem segja allt.
"Maður fær á tilfinninguna að þetta sé nú ekki svo alvarlegt því dauðsföllin séu aðallega hjá sjúku fólki og þeim sem eru yfir sjötugt osfrv. Að sjálfssögðu gerum við sem erum yfir sjötugt okkur grein fyrir að við höfum minna mótstöðuafl gegn sjúkdómum en þau sem yngri eru.
Mér finnst samt skrýtið að ekki skuli beitt formlegum takmörkunum á hópferðum til fyrirfram sýktra svæða erlendis og íslensk landamæravarsla virkjuð. Látið er að því liggja að það sé á ábyrgð þeirra einstaklinga sem taka þá persónulegu áhættu að fara í þessar hópferðir m.a. inn á sýkt svæði.
En þetta fólk kemur aftur til landsins og þá eru þessar ferðir ekki lengur einkamál þeirra. Heimkomið eru allir aðrir undir, vinnufélagarnir, öll félagsleg samskipti, börnin í skólunum, en líka þeir sem eru aldraðir og með skert ónæmiskerfi.
Ábyrgðin er svo sett á Almannavarnir, sóttvarna og heilbrigðiseftirlit sem vantar mannskap til að svara í símann ".
Hve lengi enn??
Hve lengi geta óábyrgir einstaklingar komið ábyrgðina yfir á aðra.
Í boði almannavarna, sóttvarnarlæknis og íslenskra stjórnvalda.
Er ekki mál að linni.
Kveðja að austan.
Annað tilvik af kórónuveiru greinist á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.