Afsakanir vanhæfra.

 

Eru á engan hátt betri þó hægt sé að benda á aðra jafnvanhæfa, eða vanhæfari.

Af öllum löndum Evrópu, átti Ísland auðveldast með að stöðva samskipti við Ítalíu, eftir að ljóst var að stjórnlaus faraldur hafði brotist út í landinu.

 

Í Kína sáu vanhæfir sóma sinn til að segja af sér.

Á Íslandi er okkur sagt að treysta dómgreindarlausum mönnum.

Eins og það sé kvóti á dómgreindarskort, og þeir hafi klárað hann.

 

En er það svo?

Kveðja að austan.


mbl.is „Stífari reglur en hjá nágrannaþjóðum okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Á Íslandi er viðkvæðið "þetta reddast". Líka þótt það reddist ekki neitt!

Ég heyrði í fréttum fyrir fáeinum dögum einhvern stubbinn staðhæfa að gagnrýnin hugsun fælist í því að hlusta ekki á gagnrýni á stofnanir og yfirvöld. En það er alveg öfugt.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.3.2020 kl. 21:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja Þorsteinn, þetta er bara svona, við getum hvorugur að þessu gert, en við erum bara sammála í kjarna þó orðlag og nálgun er eins og hún er.

Hef séð nokkrar athugasemdir þína við pistla um þessi mál, bendir alltaf réttilega á skynsemi rökhugsunarinnar.

Hjarðhegðun meðvirkninnar er komin langt yfir öll velsæmismörk, og á engan hátt réttlætanleg eftir að sóttvarnarlæknir, með þegjandi samþykki landslæknis, sagði ef ekkert yrði gert, miðað við tölur frá Hubei héraði, að þá mætti búast við " 300 til­fell­um. 20 af þeim yrðu gjör­gæslu­til­felli og dauðsföll upp und­ir tíu ".

Þá þegar var ljóst að á Ítalíu var sóttin miklu alvarlegri og í dag eru 34 fallnir af tæplega 1600 greindum smituðum, og málið enn alvarlegra þegar á móti þessum 34 látnum eru aðeins 84 taldir hafa náð bata.

Sem er auðvitað grafalvarlegt, samt er hættan töluð niður, og engin ástæða talin til að bregðast við útbreiðslu veirunnar.

Og fjöldinn kaupir þetta, og fjölmiðlar dansa með.

Auðvitað vonar maður það besta, og vonar að þetta sé aðeins tilfallandi á Ítalíu. 

En guð hjálpi okkur ef svo er ekki.

Og í þessu samhengi má ekki gleyma, að því lengur sem hægt er að hafa hemil á útbreiðslu veirunnar hér á Íslandi, því styttra er í þá stund þegar fyrstu bóluefni koma á markað.

Þau munu koma, það er öruggt, en það veit enginn hvenær.

Þess vegna þarf að verjast, en dómgreindarlaust fólk er ekki hæft til að leiða þá vörn.

Það eitt er víst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2020 kl. 21:41

3 identicon

Að stöðva samskipti við Ítalíu gerir ekki mikið þegar flogið er frá Munchen í Þýskalandi. Það er dómgreindarleysi að halda að hægt sé að loka landinu fyrir tugum þúsunda Íslendinga sem staddir eru erlendis. Og það að halda að fólk ferðist ekki á milli landa áður en flogið er til Íslands er barnaskapur. Almennt kallað heimskra manna ráð og eru byggð á brengluðu raunveruleikaskyni og í besta falli gagnslaus.

Vagn (IP-tala skráð) 1.3.2020 kl. 22:50

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Kæri Vagn minn.

Þó þú haldir að við lifum öll saman í rafeindaheimi, þá er heimska þín hér að ofan ekki jafnvel rafeind bjóðandi.

Þegar stjórnvöld setja sýkt svæði í sóttkví og banna ferðalög til og frá þeim, þá loka þau líka fyrir ferðalög bakdyramegin.

Það er einfaldlega gert með því að skýlaus krafa er gerð um að fólk sem komi til landsins, gefi það upp ef það hafi ferðast til Ítalíu eða verið á Ítalíu, eða önnur landsvæði á sóttkví, síðustu 14-20 dagana, og ef svo er þá fái það ekki ferðaleyfi.

Það er einfalt að fá menn til að hlýða, reikningurinn frá öllu þeim saklausu sem lenda í sóttkví, á að vera sendur í heimabanka brotfólks.

Á að skilja fólk eftir á vergangi??, nei og það er einfalt úrlausnarefni.

Mundu svo Vagn minn að þú ert að tala við lifandi fólk og hefur dauðans alvöru í flimtingum.

Skemmtu þér frekar við þessa ljúfu tóna.

https://youtu.be/PE1lzqJCeJ0?list=RDPE1lzqJCeJ0

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2020 kl. 07:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Ps, liknurinn opnast ekki hjá mér, hægri smelltu bara.

Sama kveðjan.

https://www.youtube.com/watch?v=PE1lzqJCeJ0&list=RDPE1lzqJCeJ0&start_radio=1&t=0

Ómar Geirsson, 2.3.2020 kl. 07:10

6 identicon

Það er lítið vit í því að setja hvata fyrir fólk að leyna því hvar það var að ferðast, eins og þú leggur til. Einfaldar lausnir heimskra manna skapa bara vandræði og vesen.

Vagn (IP-tala skráð) 2.3.2020 kl. 07:49

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ-i Vagn minn, ég hélt að þú værir nú hamingjusamur í rafeindaveröld, og létir hina lifandi í friði.

Flestir hugsa sinn gang þegar þeim er gert ljóst að þeir geta ekki komið kostnaði af veruleikafirringu sinni yfir á aðra, taki þeir áhættu og sitja í súpunni, þá eru það vítin sem vara hin lifandi fíflin við.

Engar varnir eru fullkomnar, en það er ekki gagnrök fyrir að grípa ekki til varna.

Farðu nú og njóttu tónlistarinnar í þínu tilbúna öryggi, og láttu það ekki bögga þig þó einhver forritari þinn hafi áhyggjur af skerðingunni á flæði ódýrs vinnuafls sem hann getur níðst á.

Það er hans vandamál, ekki þitt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2020 kl. 08:36

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vagn skilur ekki málið. Það snýst um að draga úr hættunni eins og kostur er. Það að ekki er hægt að útiloka hættuna alveg er engin röksemd gegn því markmiði að draga úr henni eins og hægt er.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.3.2020 kl. 09:03

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Sem er kjarni málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2020 kl. 09:15

10 identicon

Aðgerðir sem gera ekkert nema auka smithættu, fjölga smituðum og leyna stjórnvöld upplýsingum eru einfaldlega ekki vitrænar, jafnvel þó þær friði einhverja þekkingarlausa hrædda afdalamenn.

Vagn (IP-tala skráð) 2.3.2020 kl. 10:06

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Á allri heimsku, jafnvel hjá rafeindum, eru takmörk Vagn minn.

Og því miður þín vegna, þá ertu ekki svo illa forritaður, að þú gerir þér ekki grein fyrir hvað þessi athugasemd þín er heimskuleg.

Það er nú bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2020 kl. 10:16

12 identicon

Þér finnst semsagt að aðgerðir sem gera ekkert nema auka smithættu, fjölga smituðum og leyna stjórnvöld upplýsingum séu gáfulegar. Það er gott að fá staðfestingu á gáfnafari þínu.

Vagn (IP-tala skráð) 2.3.2020 kl. 12:30

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku Vagn.

Bæði þeir sem lesa þetta blogg, sem og þú sjálfur, vita hvað þessi fullyrðing þín er heimskuleg, svo ég held að gagnaforrit þitt hafi eitthvað misskilið orðatiltækið "að vera eins og naut í flagi".

Það var ekki verið að vísa í Ferdinand, enda ekki teiknaður þegar þessi viska komst í málið.

Trúðu mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2020 kl. 12:42

14 identicon

Hvað er heimnskulegt við það að segja aðgerðir sem gera ekkert nema auka smithættu, fjölga smituðum og leyna stjórnvöld upplýsingum ekki vitrænar? Settu nú hina heilaselluna í gang, láttu renna af þér og hættu að pósta bulli og vitleysu.

Vagn (IP-tala skráð) 2.3.2020 kl. 13:43

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvaða aðgerðir eru það sem auka smithættu og leyna stjórnvöld upplýsingum. Hver hefur mælt með slíkum aðgerðum?

Þorsteinn Siglaugsson, 2.3.2020 kl. 15:10

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Þú ert það gamall þegar það var kennt að setja gagnaforrit í lykkju.

Vagn ræður ekkert við þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2020 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 218
  • Sl. viku: 1601
  • Frá upphafi: 1321493

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1361
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband