25.2.2020 | 17:35
Sýklar hafa ekki tilkynningarskyldu.
Þeir eru jafnvel svo einfaldir að þeir þekkja hvorki eyðublöð eða regluverk Evrópusambandsins.
Sem þýðir að stimpluð eyðublöð skriffinna hefta ekki útbreiðslu þeirra.
Þetta vissu menn í gamla daga af biturri reynslu.
Sem dæmi má nefna að rétt fyrir utan höfnina í Feneyjum er eyja sem notuð var sem sóttkví þegar vitað var að drepsóttir voru í nánd.
Samt voru þá til eyðublöð, en of mikið var í húfi að láta fífl stjórna.
Því drepsóttir drepa.
Og því miður falla fíflin ekki fyrst,.
Kveðja að austan.
Enginn sérstakur viðbúnaður við heimkomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 163
- Sl. sólarhring: 639
- Sl. viku: 5747
- Frá upphafi: 1399686
Annað
- Innlit í dag: 139
- Innlit sl. viku: 4903
- Gestir í dag: 138
- IP-tölur í dag: 138
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á hverjum degi eru tug þúsundir Íslendinga erlendis og stór hluti þeirra í löndum þar sem veiran hefur greinst. Á Tenerife eru núna hátt í tvö þúsund Íslendingar. En Íslendingar eru einnig fjölmennir á Ítalíu, í Bretlandi og Svíþjóð.
Í ljósi þess að einangrun Feneyjabúa var gagnslaus er heppilegt að ekki er um drepsótt að ræða. Og að viðbrögðin hér eru ekki öfgakennd og byggð á ofsaótta fáfræði og heimsku fífla.
Vagn (IP-tala skráð) 25.2.2020 kl. 20:09
Með Schengen misstum við sjálfstæðið til að skella í lás. Undirgengumst að ganga berfætt með buxurnar á hælunum í gegnum vopnaleit í hvert skipti sem við förum úr landi, en tökum þess í stað á móti öllum af Schengen athugasemdalaust. Þetta er sjálfstæði fullveldisins, eða þannig, -þangað til andskotinn hittir ömmu sína.
Magnús Sigurðsson, 25.2.2020 kl. 21:28
Kæri Vagn minn.
Aðeins eitt getur réttlætt heimsku þína hér að ofan, og það er sú staðreynd að sýklar drepa ekki rafeindir svo sýndarforrit þitt lifir á meðan einhver uppfærir forrit þitt, og sér því fyrir orku.
En þessi einhver þarf samt að vera á lífi.
Hafðu það í huga, og ef þú heldur að Kínverjar loki helsta iðnaðarsvæði sínu vegna flensu, þá sannar það aðeins eitt; Að heimska er svo bráðsmitandi að hún getur líka sýkt rafeindir.
Og það kalla ég smit.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.2.2020 kl. 22:17
Blessaður Magnús.
Það er erfitt að skella í lás af mörgum ástæðum.
En evrópska regluverkið er aðeins afsökun fífla, réttlætir ekki aðgerðaleysi, eða skýrir aðgerðir.
Viðbrögð okkar er okkar, engra annarra.
Og það er tími til kominn að stjórnvöld feisi það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.2.2020 kl. 22:21
Tek undir orð þín Ómar að ekkert réttlætir heimsku íslenskra stjórnvalda og stofnana, nema þeirra eigin heimska. En alverst er heimskan að leyfa hér innflutning á hráu kjóti. Allir veirufræðingar með sómakennd og vit hafa sagt það vera aumingjahátt og beinlínis stofna hér fólki og fénaði lífshættu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.2.2020 kl. 22:43
Ómar hvaða viðbrögð telur þú æskileg úr því sem komið er?
Það er ekki það að ég sé ekki hjartanlagega sammála um að sýklar hafa ekki tilkynningaskyldu við pappírsverkið og hefðu aldrei átt fá aðgang.
En að búast endalaust við einhverju vitrænu af hálfu fífla er að berja hausnum við steininn og það er sárt til lengdar.
Magnús Sigurðsson, 26.2.2020 kl. 06:37
Veit það ekki alveg Magnús.
Fyrstu varnirnar brustu þegar ekki var lokað strax á kínverska ferðamenn, það er líklegra en hitt að veira sé þegar komin í þögla dreifingu.
En menn eiga ekki að hundsa alvarleika mála, og menn eiga að láta færustu sérfræðinga í sóttvörnum leggja línurnar.
Sem við höfum til dæmis ekki gert í kjötinnflutningsmálinu, þar hafa fávís börn ráðið ferðinni.
Þessa athugasemd rakst ég á hjá Pétri, það er feisbók hans, höfundur hennar er doktor í drápssýklum;
Ómar Geirsson, 26.2.2020 kl. 06:59
Nákvæmlega Pétur, nákvæmlega.
Og okkur ber skylda gagnvart lífinu sem við ólum að snúast til varnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2020 kl. 07:00
Það er úr vöndu að ráða Ómar. Og ekki er minnkar vandinn við að vitna í WHO sem lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu 30. janúar s.l. en þess var getið um leið að sú stofnun sá "enga ástæðu til þess að setja hömlur á ferðalög til Kína eða viðskipti við landið vegna kórónavírusins." https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/01/30/lyst_yfir_neydarastandi_a_heimsvisu/
Það er nefnilega svo með heimsmálin, almenning, sérfræðingana og veðurfréttirnar, velja það sem hentar og sitja svo í óvissustiginu.
Nema að maður takið bóndann á Brú á stöðuna, og geri eins og hann um árið. Þegar hann setti sig og sína í sjálfskipaða tveggja ára sóttkví með því að flytja inn á Arnardal með úrvals útsýni á fjalladrottninguna Herðubreið og slapp þannig við Svartadauða eða stóru bólu, -hvort sem það nú var.
Nú hafa verið fréttir af fólki í sóttkví hér í efra, og óstaðfestar fréttir á kaffistofunni segja að svo sé líka ástatt í neðra, en í þessu gildir sjálfsagt það sama og í öðrum, það að vera fyrstur með fréttina, eftir það er fátt merkilegt við málið.
Varðandi innflutning á landbúnaðarafurðum þá dettur mér ekki annað í hug úr því sem komið er en sjálfskipuð sóttkví á allt innflutt með sniðgöngu. Krafan á stjórnmálamennina ætti náttúrulega að vera um fullt sjálfstæði eða þá úrsögn úr hvort sem það heitir EES eða Schengen.
En það þarf þá einhver að þora að segja það hreint út.
Með kveðju úr efra.
Magnús Sigurðsson, 26.2.2020 kl. 13:13
Hef ekki ennþá heyrt af sóttkví hér í neðra Magnús, en sagan dreifist oft hraðar en fréttirnar, og fer ekki síður rétt með.
Ég held að varðandi kórónuvírusinn séu þessi orð mín í fullu gildi; "Uppgefinn ástæða er hagur ferðaþjónustunnar, og ekki skal gert lítið úr þeim hag, en hversu margir mega deyja til að vernda þann hag?? Er ekki lágmarkið að sú tala sé gefin út??".
Ég er því miður hræddur um að aðeins sé tímaspursmál að hún banki upp og vilji fá gistingu með tilheyrandi mannfalli. Við erum á hnífseggi, annars vegar gætu læknavísindin náð tökum á núverandi sýkingum, og batahlutfallið snarhækki. Eða að hún stökkbreyti sér, dreifist hraðar og verði illvígari. Það er hin óþekkta vá sem sóttvarnarlæknar óttast.
En váin varðandi innflutning á sýklum er hins vegar ekki óþekkt, þetta las ég áðan á bloggi Vilhjálms Ara Arasonar;
"Nýútkomin er skýrsla bandaríska landlæknisembættisins/sóttvarnalæknisins CDC um sýklalyfjaónæmið þar í landi 2019 og dreifingu, meðal annars erlendis frá og milli landa. Umhverfis- og heilbrigðisógn sem skilgreind er mesta heilbrigðisógn mannkyns í af Alþjóða heilbrigðisstofnunni, WHO. Á myndinni að ofan er sýndur meðal annars flutningur á fjölónæmum sýklastofnum frá Spáni til Íslands sem gæti hafa verið spænski-íslenski 6B pneumókokkastofninn sem við rannsökuðum vel um árið og náði gífurlegri útbreiðslu, m.a. meðal barna og ollu í mörgum tilvikum erfiðum sýkingum. Meðal annars eyrnabólgum, lungnabólgum og heilahimnubólgum sem aðeins var hægt að meðhöndla með sterkustu sýklalyfjum sem völ var á og sem gefa þurfti í æð á sjúkrahúsi.
Fókusinn er á smit milli manna og eins frá dýrum og landbúnaðarvörum í menn. Á sama tíma og við ætlum að fara að flytja inn ófrosið kjöt frá smituðm svæðum erlendis frá um áramótin, af sýklalyfjaónæmum sameiginlegum flórubakteríum manna og dýra (m.a. colibakteríur/ESBL og klasakokka/MÓSAr) !!!!".
Fávitahátturinn er sem sagt algjör og illmennskan sem knýr áfram þennan innflutning takmarkalaus. Og því miður Magnús þá dugar lítt fyrir einstaklinginn, jafnvel þó hann myndi fjölda, að sniðganga þennan innflutning. Það voru ekki margir hrútarnir sem komu með mænuveikina á sínum tíma. Það er eins með smit, það dugar eitt.
Já þjóðin þarf rödd, og hún þarf að endurheimta sjálfstæði sitt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2020 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.