5.1.2020 | 18:50
Launmorð eru alltaf háalvarleg.
Sérstaklega þegar sjálfstæð þjóð sér meintan bandamann sinn standa fyrir ódæðinu í skjóli friðhelgi síns.
Þess vegna er eðlilegt að stjórnvöld í Írak kvarti til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem og að þau fordæmi árásina.
Þó það væri ekki til annars en að draga úr líkum á að hinar óhjákvæmilegu hefndaraðgerðir bitni ekki á íröskum stjórnvöldum eða almenningi þar í landi.
Síðan er ekki hægt að grínast með afleiðingar slíkra árása, fátt er líklegra en að sameina keppinauta Bandaríkjanna um völd og áhrif í heiminum, gegn þeim, að vopn og drápstól flæði til Írans í þeim tilgangi að auðvelda harðlínumönnum þar í landi að verjast árásum Bandaríkjamanna, sem og að valda olíuríkjunum við Persaflóa skráveifu.
Líklegt er að það munu eldar loga á fleiri stöðum en Ástralíu næstu dagana.
En þó eru til grínarar meðal leiðtoga heimsins, og ljóst er að Boris Johnsson hefur húmor fyrir ástandinu og fíflast með það.
"Bresk stjórnvöld hafa hins vegar hvatt ráðamenn í Íran til þess að nota tækifærið til þess að bæta samskiptin við vestræn ríki og taka þátt í því að draga úr spennu í Mið-Austurlöndum".
Þetta er svona svipaður húmor og að Sádar hefðu brugðist við skemmdarverkum liðsmanna Íslamska ríkisins á menningarverðmætum, með því að leggja til að Kalífadæmið fengi sérstakan fulltrúa hjá UNESCO sökum sérþekkingar sinnar á menningarverðmætum (þeir voru ekki að eyðileggja eftirlíkingar eða leikmyndir úr Indiana Jones).
Væri bara ekki ráð að stúta Kínaforseta til að binda enda á viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína og skjóta Kimminn í leiðinni svo deilan á Kóreuskaganum fjari út??
Samt eru þessi öfugmæli ekki fyndin, eiginlega frekar sorgleg, því þau afhjúpa svo mikla firringu og heimsku núverandi ráðamanna vestrænna ríkja.
En munum samt, ekkert toppar þá fávisku að bregðast við víðsjárverðum tímum með því að ráðast á tilveru matvælaframleiðslu eyþjóðar líkt og íslensk stjórnvöld gera með innleiðingu regluverks Evrópusambandsins um frjálst flæði á sýklum og búfjársjúkdómum.
Sú fáviska eða réttara sagt þau fáráð beinast að tilveru okkar sem þjóðar.
Að gera okkur algjörlega háð glóbalhagkerfinu sem virðist vera að springa í loft upp þessa dagana.
Og vegna þessa eiga Kata og Gulli ekki að komast upp með að tjá áhyggjur sínar af atburðum í fjarlægðum löndum, þau eiga vera spurð útí viðbrögð sín heima fyrir.
Spurð hvort þau séu algjörir blábjánar, fáráðar eða þaðan af verra.
Við þurfum nefnilega að líta okkur nær.
Áður en skaðinn er óbætanlegur.
Áður en varnaleysi okkar er algjört.
Fæða er forsenda lífsins.
Aðeins úrkynjunin ræðst af uppsprettu hennar.
Á Íslandi í dag.
Kveðja að austan.
Telja árásina brot gegn fullveldi Íraks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar Geirsson.
Hér vil ég aðeins bæta við, að Albert Jónsson fyrrv. sendiherra sagði í viðtali á Stöð2 að Soleimani hafi verið drepinn í kjölfar þess að aðför var gerð að sendiráði USA í Bagdad á gamlárskvöld, að undirlagi Írana.
Einnig kom fram seinna, í viðtali við Guðlaug Þór utanríkisráðherra, að Íranir, undir stjórn Soleimani(?) stóðu fyrir árás á sendiráð USA í Libýu árið 2012 þar sem sendiherrann var drepinn. (Myrtur þýðir laundráp). Viðbrögð Bandaríkjamanna við þeirri árás voru furðu lítil.
Með kveðju austur.
Hörður Þormar, 5.1.2020 kl. 22:12
Blessaður Hörður.
Veistu það er eiginlega ekki til meiri gjaldfelling en að vitna í Guðlaug Þór utanríkisráðherra. Það er í góðu lagi að hann spili sig fífl, en árásin á sendiráð USA í Líbýu 2012 var að undirlagi íslamskra samtaka. Að tengja Íran við það er brandari sem ekki einu sinni Bandaríkjamönnum dytti í hug. Líbýa er súnni ríki og til að vera öruggur þá fann ég þetta á Wikipediu um sjíta minnihlutann; " Libya has a small presence of Ahmadis and Shias consisting of Pakistani immigrants, though unrecognized by the state".
Islamistar starfa ekki með sjítum, þeir drepa þá ekki síður en kristna fái þeir færi á.
Það dregur enginn það í efa að árásin á bandaríska sendiráðið í Bagdad sé liður í ögrunum íranskra harðlínumanna og á einhvern hátt þarf stórveldið að láta vita að því sé misboðið.
En að viðbrögð þeirra verði kennd í skólum hryðjuverkamanna í framtíðinni, það er ekki til eftirbreytni.
Vegna þess Hörður, og þetta er eitthvað sem þú átt erfitt með að skilja, það er munur á okkur, siðmenntuðu fólki, og þeim, barbörunum.
Það er ekki sama hvernig ríki haga sér í svona aðstæðum, og það er ekki valkostur að haga sér eins og ótýnd hryðjuverkasamtök, hvað þá í kjölfarið að hóta að haga sér eins og alræðisríki sem við kennum við nasisma eða kommúnisma.
Alræðisríki sem telur sig engar leikreglur þurfa að virða.
En þú vanvirðir ekki leikreglur siðaðs fólks, sem mynda siðuð samfélög, þú færð það alltaf í bakið fyrr eða síðar.
Á þetta bentu meðlimir Hvítu Rósarinnar í dreifbréfum sínum sem þau dreifðu á háskólasvæðinu í Munchen, þá hlógu margir af rökfræði þeirra, en sá hlátur var löngu þagnaður vorið 1945..
Allt gekk eftir sem varað var við.
Það er ekki gáfulegt Hörður að gefa skít í siðmenninguna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.1.2020 kl. 23:25
Blessaður aftur Hörður.
Eigi skal Guðlaug fyrir rangri sök hafa, og það var Sindri fréttamaður sem bullaði í spurningu sinni í viðtalinu við Guðlaug, og ekki víst að hann hafi í raun áttað sig á tengingunni við sendiráðstökuna 2012, svo hvað það atriði varðar, þá er ekki hægt að segja að Guðlaugur hafi spilað sig fífl.
En blessaður drengurinn gekk frá öllum trúverðugleika sínum í orkupakkaumræðunni svo ekki verður endurheimtur.
Stend því við fullyrðinguna um gjaldfellinguna en óþarfi að bera á hann sakir þar sem vafi lék á hvort hann tók undir eður ei.
En ef þú vilt lesa furðufrétt, lestu þá nýjasta pistil Björns Bjarnasonar um þetta mál.
Og ég greyið hélt að Björn vissi sínu viti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.1.2020 kl. 23:54
Sæll aftur, Ómar Geirsson.
Þarna skýtur þú sendiboðann, Bj.Bj., sem þýddi þessa grein: Trump Kills Iran’s Most Overrated WarriorSuleimani pushed his country to build an empire, but drove it into the ground instead.By Thomas L. Friedman
Með bestu kveðjum austur.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.1.2020 kl. 00:26
Eiginlega ekki því Björn tekur undir þessa vitleysu sem jafnvel hefði þótt til vansa í menntaskólaritgerð í nútímasögu.
En ég vísaði að sjálfsögðu í þessi skrif Friedman þegar ég talaði um furður.
En ég er ánægður með að við skulum ekki lengur kenna Gulla um fleipurnar varðandi árásina á sendiráðið 2012.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2020 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.