Ætlar Trump að hersetja Írak?

 

Það er eins og manngreyinu sé ekki sjálfrátt um hvernig siðaðar þjóðir haga sér.

Þekkir ekki muninn á hegðun lýðræðisþjóða og alræðisríkja.

Eiginlega hefur heimsbyggðin ekki hlustað á svona tal frá því að lítill maður með hlægilegt yfirvaraskegg hrópaði hótanir á múgæsingarfundum.

 

Þetta fer eiginlega að vera galið, en ennþá galnara er að vera vitni að meðvirkni þeirra sem hlusta á svona tal og sjá ekki fáránleikann við það.

Eða kóa með vitleysunni og bulla út í eitt.

 

I kvöldfréttum Stöðvar 2 spurði Sindri fréttamaður utanríkisráðherra hvort launmorðið á herforingja sjálfstæðs ríkis sem Bandaríkjamenn eiga ekki í stríði við og var myrtur í öðru landi sem á að heita bandalagsþjóð Bandaríkjanna, hafi ekki verið skiljanlegt vegna þess að viðkomandi fórnarlamb hafði skipulagt tvær aðfarir að bandarískum sendiráðum, í annarri hefði sendiherra látist.

Sindri er þá að vísa í morðin í Benghazi þegar Islamistar í Líbýu hertóku bandaríska sendiráðið og drápu sendiherrann og annan háttsettan stjórnarerindreka.  Það eru engin tengsl milli Islamista og Íran, þeir fyrri eru öfgasúnnar þar sem allar rætur fjármögnunar og stuðnings liggja til Sádi Arabíu, ekki Írans, enda er kennt í skólum Sáda að sjitar séu jafn réttdræpir og kristnir.

Svona er logið til og síðan tekið undir að viðkomandi herforingi hafi skipulagt aðförin að bandaríska sendiráðinu í Bagdad, en hvaða sannanir liggja þar að baki aðrar en fullyrðingar morðingja hans?? 

 

Bandaríkjamenn misstu trúverðugleika sinn þegar þeir lugu til um ástæður þegar þeir réðust á Írak og reyndu að sprengja landið aftur á steinöld.  Það voru ekki gjöreyðingarvopn í Írak, og Saddam Hussein fjármagnaði ekki Islamista, það voru Sádar og svo Katar af einhverju leiti.

Þegar þeir fullyrða að Íranar fjármagni hryðjuverk, þá geta þeir ekki nefnt dæmi þar um.  Þeir sívitna í ógnar og hryðjuverk Islamista sem eru súnnar eins og áður sagði, og vagga öfga þeirra er ofsatrú sem vill svo til er ríkistrúin í Sádi Arabíu.  Allar moskurnar, þar á meðal sú sem á að rísa hér í Reykjavík, sem boða hatursboðskapinn gegn fólki af öðrum trúarbrögðum, gegn vestrænni menningu og vestrænu fólki, eru fjármagnaðar af Sádum.

Og Sádar eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, og svo er illvirkjum þeirra logið uppá Írana.

 

Hvernig getur fullorðið fólk tekið þátt í svona lygaþvættingi, fengu menn ekki nóg af lygum og blekkingum kommúnismans að ekki sé minnst á mannsins með skeggið??

Það er ákaflega líklegt að Íranar séu að auka á þrýstinn á Bandaríkjamenn í Írak, enda þeim auðvelt verk, það voru Bandaríkjamenn sem komu sjítum til valda í landinu og þurfa núna að bíta úr því að þegar þeir koma einræðisherra frá, einræðisherra sem kúgaði meirihluta þjóðarinnar, að þá nýtir meirihluti þjóðarinnar sér þann lýðræðislega rétt sinn að velja sér þann bandamann sem hún kýs.

Og geti þjóðir ekki tryggt öryggi erlendra sendiráðsmanna, þá yfirgefa viðkomandi sendiráðsmenn landið og samskipti þjóðanna verður eftir því.

 

Það er ekkert sem gefur taparanum rétt á að myrða og drepa í hefndarskyni, að hóta viðkomandi þjóð eld og brennisteini.

Það er ákaflega eðlilegt að sjálfstæð þjóð krefjist þess að erlendir morðingjar yfirgefi landið eða hverjir myndu sætta sig við svona framkomu??

Við Íslendingar??

Nei, aðeins leppar myndu gera það.

 

Bandaríkjamönnum varð mikið á.

Heimurinn fer fljótt á hliðina ef fleiri þjóðir taka upp svona samskiptareglur.

Það er ótrúlegt að upplifa að alræðisríki eins og Kína geti sett niður við forystuþjóð vestrænna lýðræðisríkja.

Má segja að nú sé Snorrabúð stekkur hvað það varðar.

 

Við höfum áður upplifað að menningarþjóð, kjarnaríki í Evrópu, fór út af striki siðmenningarinnar og fór að láta dólgslega við nágrannaríki sín.

Þá eins og núna voru margir sem sáu ekkert athugavert við dólgslætin, fundu ýmislegt til réttlætingar, eins og til dæmis að aðrar alræðisstefnur hegðuðu sér með svipuðum hætti.

Eins og að hægt sé að réttlæta slæmt með því að benda á annað slæmt.

Eins og það sé hægt að réttlæta hryðjuverk og launmorð með því að benda á aðra hryðjuverkamenn.

Eins og það sé hægt að réttlæta yfirgang og kúgun stórra ríkja gagnvart öðrum minni með vísan í að einræðisríki hefðu örugglega gert það sama.

 

Það gengur ekki því þá verða allir eins.

BAD.

Kveðja að austan.


mbl.is Trump hótar Írökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru margir sem gera sig núna að fíflum,

en mér virðist sem þú sért einn af fáum sem fjallar um þessi mál af viti.

Hafðu þakkir fyrir að hafa kjark til að segja satt og rétt frá.  Það er nú allt of fáum gefið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.1.2020 kl. 10:23

2 identicon

Mér þykir dapurlegt að sjá Trump gerast nú handrukkara þess "djúpríkis" sem hann taldi kjósendum sínum trú um að hann ætlaði að drena, drena mýrar þess.

Sprengja önnur ríki í tætlur, koma svo með stórverktaka (s.s. Halliburton) sem skuldsetja hið sundurtætta ríki til heljar og krefjast hæstu taxta fyrir uppbygginguna.  En það virðist nú ljóst að með þessu ávinnur Trump sér stuðning allra helstu fjármögnunraðila og kostunaraðila bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins.

Bad?  Alla vega er það Sad.  Mjög dapurlegt að verða vitni að því að Trump sé endanlega að afhjúpa sig sem handrukkara djúpríkisins alls.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.1.2020 kl. 10:52

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Takk fyrir þetta.

Trump karlinn hann er ólíkindatól, og þrátt fyrir allt fór hann í stríð við djúpríkið og þrælastefnu þess kennda við glóbalisma.

En hann er maður stóru orðanna sem á vel heima í samkeppni um áhorf í raunveruleikaþáttum, en hæfir ekki leiðtoga risaveldis á víðsjárverðum tímum.

Eins og þú veist Símon þá hef ég ekkert skautað framhjá því í pistlum mínum að ögranir Írana hafa kallað á viðbrögð, bæði drónaárásin á Sáda, helsta bandamann Bandaríkjanna á þessum slóðum, sem og dundið við að sprengja gat á olíuflutningaskip.

Það skiptir engu máli hvaða viðhorf við höfum til Bandaríkjamanna, Írana eða stórveldispólitík yfirhöfuð, sá sem lætur ögra sér án þess að svara, hann er talinn veikur og þá fyrst er fjandinn laus.

En eins og ég sagði í spjalli mínu við Hörð á öðrum þræði, þá er aldrei hægt að réttlæta mótaðgerðir sem örugglega verða kenndar í skólum hryðjuverkamanna um hvernig á að fremja launmorð með drónum.  Og það er algjör óþarfi að fólk sé um borð í farþegaflugvélum sem verða fyrir slíkri árás til að það skilji hvað þetta er rangt.

Að missa alla siðferðislega réttlætingu og koma sér á bás með þeim hryðjuverkaöflum sem þú þykist berjast við, eru ófyrirgefanleg afglöp manna sem hafa misst öll tengsl við þann siðaboðskap og hugmyndafræði sem ríki þeirra grundvallast á.

Trump er verkfæri í þessu dæmi, ég er alveg öruggur á því.  Ábyrgðin er þeirra sem hvísla í eyrun hans og það eru þeir sem eru áhyggjuefnið.

En Trump er andlitið út á við, og það er ekki fallegt andlit.

Minnir einna helst á fordekraða krakkann í Arnarvirkinu í Krúnuleikunum.

Þetta endar ekki vel ef engin breyting verður á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2020 kl. 11:47

4 identicon

Það sem við höfum báðir verið ánægðir með hvað Donald Trump varðar er að hann skoraði um tíma glóbalismann á hólm og fór þar, a.m.k. að nafninu til, gegn djúpríkinu.

En um leið og kemur að imperialisma, að herraríkið skuli drottna yfir öðrum þjóðríkjum, þá virðist hann núna vera orðinn puntudúkka þess djúpríkis sem hann í orði kveðnu skoraði á hólm.

Það er virkilega SAD að þannig færi fyrir Donaldi Trump, að telja sig að lokum keisara yfir heimsbyggðinni, í stað þess að efla baráttuna gegn glóbalismanum og fylkja þannig frjálsbornum þjóðríkjum saman til hagsbóta fyrir þau öll.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.1.2020 kl. 12:09

5 identicon

Það var styrkur Bandaríkjanna

að vera viðurkennd sem fremst meðal jafningja, enda er það margfalt betra og farsælla,

en að drottna frekur og yfirgangssamur yfir öðrum og verða við það illa liðinn.

Ég vil trúa því að Bandaríkin vilji varðveita sinn góða orðstí, í stað þess að stefna að imperialískri drottnun og með keisara í stað forseta.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.1.2020 kl. 12:21

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, auðvitað var Solemanei í friðsamlegum erindagerðum í Irak. Æðsti hershöfðingi Iran í ólöglegri og leyfisleusri heimsókn í öðru ríki. Hvað vafr hann að gera? Skipuleggja friðsama heimsókn í sendiráð Bandaríkjanna á græna svæðinu? Blessaður öðlingurinn, vildi auðvitað aðeins það besta.

Halldór Jónsson, 6.1.2020 kl. 13:40

7 identicon

@ Halldór Jónsson 

Vafalaust var hann þar til að efla áhrif Írana þar og í Sýrlandi og m.a. að ráðast gegn hryðjuverkasveitum, s.s. Isis, sem drepið hafa þar kristna og jasíta af miklum djöfulmóð.   Það hefur ekki farið framhjá neinum sem hafa fylgst vel með fréttum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.1.2020 kl. 14:11

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Ég held að heimsókn hins launmyrta hafi bæði verið lögleg og með leyfi bandamanna hans í írösku ríkisstjórninni.  Og þér að segja þá þurfa menn ekki að skreppa bæjarleið til að skipuleggja mótmæli eða aðsúg, en menn skreppa oft bæjarleið til að spjalla.

Fyrir menn í hans stöðu kallast það annað hvort opinber eða óopinber heimsókn.

Var ekki Trump þarna nýlega, eða var það í Afganistan??, man það ekki en mér hefði þótt það verra ef einhver hefði skotið hann á færi.  Þessi einhver hefði verið þá einhver rumpulýður, réttdræpur.

Því það er bara þar til nýlega þar sem launmorðingjar voru ekki aflífaðir á staðnum í öllum siðmenntuðum löndum.

Og þetta veistu allt saman Halldór, stundum verða menn að viðurkenna að vinum manns hafi orðið á, og þá er sá sannur vinur sem til vamms segir.

Hinir hugsa flátt og eru lítt vinir þegar á reynir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2020 kl. 20:26

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hef verið í mikilli sorg síðan mér barst frétt um morðið á Soleimani hershöfðingja og get ekki stoppað grát.

þessi öðlingur og góðmenni sem hefur verið heiðraður víða um heiminn og náði að vera settur á hryðjuverkamannalista í U.S.A. Og Sameiuðu þjóðana ásamt annara ríkja og hafði verið settur i farbann.

Þessi öðlingur og góðmenni sem stóð að þvi að drepa að minstakosti 603 Bandaríkjamenn og særa þúsundir sem mistu útlimi fætur og eða handleggi, þar á meðal konur.

þessi öðlingur og góðmenni sem hefur planað og staðið að hryðjuverkum   víðsvegar um heiminn og drepið fjöldan allan af flóki, þar á meðal konur og börn t.d. i Sýrlandi, Írak, Lebanon, Jemen, Sádi Arabíu og Lýbíu svo að einhver lönd séu nefnd.

Ég skil ykkur alla sem syrgja norðið á Soleimani hershöfðingja, ég get ekki hætt að grenja að missa þennan öðling og góðmenni.

MAGA

Með kveðju frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 8.1.2020 kl. 17:46

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Það er gott að einhverjir fleiri gráti kallinn en vinir hans og ættingjar, fáir eru það slæmir að þeir eigi ekki skilið að einhverjir gráti þá.  Mér skilst til dæmis að hundur Hitlers hefði grátið hann, hefði hann lifað.

En  ég græt þá tíma þegar var munur á okkur og þeim, og við vissum hverjir voru í góða liðinu.  Þegar var munur á lýðræðisþjóðum og alræðisþjóðum, á hryðjuverkamönnum og vestrænum ríkisstjórnum.

Sem og ég græt þá tíma þegar vestræn fjölmiðlun hafði þann stall að ekki var reynt að mata fólk á bulli.

Bulli eins og þú étur upp hérna að ofan;

" .. að drepa að minstakosti 603 Bandaríkjamenn og særa þúsundir sem misstu útlimi fætur og eða handleggi, þar á meðal konur.  ...sem hefur planað og staðið að hryðjuverkum   víðsvegar um heiminn og drepið fjöldann allan af flóki, þar á meðal konur og börn t.d. i Sýrlandi, Írak, Lebanon, Jemen, Sádi Arabíu og Lýbíu svo að einhver lönd séu nefnd".

Ég skora á þig Jóhann að leggjast í smá netleit, settu inn leitarorðin Sýrland, þrælamarkaður, kynlífsþrælkun, dráp á samkynhneigðum, kristnum, Yasítum, pyntingar, afhausanir, og athugaðu hvað þú færð út.  Lykilorðið í öllum greinum er Islamistar, sem eru sunnítar, ekki sjítar.  Settu inn loftárásir Yemen, glæpi gegn mannkyni, og þú færð ekki Írani, heldur Sádi Arabíu.

Settu inn sprengjur í moskum, á markaðstorgi, og þú færð út fórnarlömb sem eru sjítar, gerendur sem eru Islamistar, settu inn sprengju í kirkjum, ofsóknir á kristnum, dráp, morð, nauðganir í Norður Afríku, Miðausturlöndum, og þú færð út gerendur Islamistar.

Þetta góðmenni sem þú grætur má þó eiga það að hann hefur komið trúbræðrum sínum til varnar, meira en þú og þínir sem lepjið upp bullið í Trump, viðskiptafélaga Sáda, hafið gert.

Taktu síðan lokanetleit, og settu inn ættingjar fórnarlamba, Tvíburaturninn, og þú færð orðið málsókn, ekki á hendur Írönum heldur Sádi Arabíu, en allar rætur þess hryðjuverks lágu þangað.

Samt átuð þið upp bullið þegar Saddam Hussein var kennt um það ódæði, sem og önnur hryðjuverk Íslamista.  Maðurinn sem lét drepa alla Íslamista þar sem til þeirra náðist.

Og Jóhann, ef þú færð upp eitt dæmi þar sem sjítar tengjast viðbjóðnum, láttu mig vita.

En þú gerir það ekki, það er betra að lifa í fáfræði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2020 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 1537
  • Frá upphafi: 1321545

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1310
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband