29.12.2019 | 11:53
Björgunarsveitirnar lifa ekki án flugelda.
Við lifum ekki án þeirra.
Svo hvert er hið raunverulega val??
Að styðja gróðapunginn og skjóta upp aðeins fleirum og stærri, eða styðja þjóðþrifasamtökin og menga minn.
Það er nefnilega ekki hægt að horfa framhjá að flugeldar mengar, og margir hafa ama af þeim.
Þeir eru löstur sem við leyfum okkur aðeins einu sinni á ári.
Syndlausir kasta mörgum steinum þessa dagana og vilja banna löstinn, sem og aðra lesti, vilja heim án lasta.
Eða réttara sagt heim án þeirra lasta.
Í kjarna hafa þeir rétt fyrir sér.
Óhóf í löstum er ekki hollt fyrir einn eða neinn.
Vissulega er gott að skála við forsætisráðherra á gamlárskvöld í koníaki, en verra að gera slíkt alla daga.
Og oft þarf minna ekki að vera verra en meira.
Það er þetta fína jafnvægi sem er heilladrýgst.
Göngum því mishratt um gleðinnar dyr.
En höldum þeim samt opnum.
Líf hinna syndlausu er hvort sem er hundleiðinlegt, annars eyddi þetta fólk ekki svona miklum tíma í að hafa vit fyrir öðrum.
Tuðið sjálfsagt það eina sem forðar því að deyja úr leiðindum.
Munum bara að við hjálpum okkur sem og samfélagi okkar með því að styðja björgunarsveitirnar.
Ef við viljum ekki skjóta, gaukum samt að þeim pening.
Þetta eru hetjurnar, menn ársins, fólkið sem er alltaf til staðar.
Megi hinir syndlausu finna sér annað til að grýta.
Og megi sem flestir koma við hjá þeim ef þeir á annað borð kaupa flugelda.
Þeir eiga það skilið.
Kveðja að austan.
Björgunarsveitir lifa ekki án flugelda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 77
- Sl. sólarhring: 593
- Sl. viku: 5661
- Frá upphafi: 1399600
Annað
- Innlit í dag: 67
- Innlit sl. viku: 4831
- Gestir í dag: 66
- IP-tölur í dag: 66
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.