Ástralía brennur.

 

Og þetta er aðeins forsmekkur þess sem koma skal.

Á næsta ári á aðeins eftir að hlýna, þurrkar aukast og spurning hvort landið verði byggilegt í mestu hitum.

Svo kemur aðeins næsta ár, og næsta, og næsta.

Og sama hvað margir fara út á götu og segja að heimurinn sé ekki að hlýna af mannavöldum, þá er hann að hlýna, og það er ljóst að við erum að upplifa stigmögnun þess ástands.

 

Hvort sem Ástralía verður óbyggileg eða ekki þá er ljóst að land sem er að skrælna er ekki líklegt að dæla matvælum á heimsmarkað líkt og verið hefur.

Og ruglandinn í veðurfarinn almennt kemur niður á matvælaframleiðslu heimsins.

Aðeins eitt orð nær að lýsa ástandinu í náinni framtíð.

ÓÖRYGGI.

 

Og hver eru viðbrögð íslenskra stjórnvalda og íslensku stjórnmálastéttarinnar?

Jú, innleiða evrópska regluverkið um frjálsan innflutning á sýklum, búfjársjúkdómum og afurðum ómennskra stóriðjubúa.

Með einni öruggri afleiðingu.

Ekki óöruggri, engin óvissa í því dæmi, heldur öruggri.

 

Auðn íslensks landbúnaðar eins og við þekkjum hann í dag.

 

Svo ég spyr það bara hreint út, fyrir utan siðblinduna að ætla sér slík illvirki gagnvart náunga sínum.

Eru þetta fávitar sem stjórna landinu??

 

Svona að gefnu tilefni.

Kveðja að austan.


mbl.is „Of seint að flýja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Viltu ekki aðeins hugsa þinn gang varðandi "heimshlýnunina" vísindamannanna Kötu Jakobs og Grétu Thunberg  bæði í Ástralíu og annarsstaðar.

http://www.bom.gov.au/climate/change/index.shtml#tabs=Tracker&tracker=timeseries&tQ=graph%3Drranom%26area%3Dnsw%26season%3D0911%26ave_yr%3D0

Halldór Jónsson, 30.12.2019 kl. 12:15

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar og gleðilega hátíð.

Víst er að nokkuð hefur hlýnað á jörðinni, frá lokum litlu ísaldar. Hvaða orsakir eru fyrir þeirri hlýnun og yfirleitt hvort sú hlýnun sé af hinu slæma, eru vísindamenn ekki sammála og á ég þá við vísindamenn með sérþekkingu á loftlagsmálum. Allir vita hvaða skoðun aðrir vísindamenn hafa, sérstaklega þeir sem sérhæft sig hafa í vísindum um lygar, þ.e. stjórnmálamenn.

Eldarnir í Ástralíu eru með því mesta sem þar hefur þekkts til þessa, með því mesta en ekki þeir mestu, ekki enn. Það sem gerir þessa elda sérstaka er að þeir eru nú í NSW, þéttbýlu fylki. Fyrri eldar og þeir alstærstu, hafa hins vegar yfirleitt verið í strjálbyggðum fylkjum.

Eldar kvikna ekki af sjálfu sér. Skógareldar af völdum náttúrunnar kvikna hellst vegna eldinga, en eldingum fylgir jú oftast rigning, sem ekki hefur verið mikið af í NSW, síðustu mánuði. Því er nokkuð víst að þessir eldar eru fyrst og fremst af mannavöldum. Þar eru nokkrar ástæður nefndar. Fyrst er að telja íkveikju, þar sem menn vísvitandi kveikja eld og geta verið ýmsar ástæður þess, sem ég ætla ekki að telja. Talið er að flestir þessara elda hafi hins vegar kviknað út frá raflínum, sem sannarlega eru mannanna verk. En hvers vegna kviknar í út frá raflínum?

Í fréttaskýringu frá Ástralíu, sem mér auðnaðist því miður ekki að afrita link af, var sagt frá því að lítið sem ekkert hefði verið unnið í að grisja skóga við raflínur landsins, þannig að þær væru fríar frá trjám. Ástæður þessa væri að umhverfissamtök hefðu lagst gegn slíkum grisjunum og því sé staðan sem hún er. Hvort þetta er rétt eða ekki get ég auðvitað ekki fullyrt.

Varðandi matvælaframleiðslu Ástrala er ljóst að sum landbúnaðarhéruðin hafa orðið fyrir skaða. Stærstu landbúnaðarhéruð Ástrala eru hins vegar á vestari hluta landsins, um 3.000km frá eldunum, eða svipað og leiðin frá Egilstöðum til Rómar eða Moskvu. Því mun verða einhver minnkun á landbúnaðarframleiðslu Ástrala, en langt frá því að sjálfbærni þeirra sé í hættu.

Um síðari hluta þíns pistils þarf ekki að hafa nein orð.

Með kveðju um gleðilegt nýtt ár

Gunnar Heiðarsson, 30.12.2019 kl. 21:03

3 Smámynd: Ómar Geirsson

He, he Halldór, ég hélt að þú ætlaðir að senda mér graf yfir að í raun væri ísöld í Ástralíu, en mér skilst að slíkar staðreyndir innan gæsalappa séu núna framleiddar í tröllabúum. 

En hvað kemur meðalrigning á vorin í Nýju Suður Wales og frávik frá henni þeirri staðreynd að heimurinn sé að hlýna??

Kommon Halldór, þú ert raunvísindamaður, þú hefðir ekki náð verkfræðiprófi þínu ef þú hefðir reiknað burðaþol bygginga á prófi með afneitun þeirrar stærðfræði sem að baki býr slíkum útreikningum.

Og hvað ertu alltaf að böggast út í hana Grétu, ég veit ekki betur en að nýkommúnistar vinir þínir sem þú ert alltaf að telja mér í trú um að þú sért í hjáverkum þegar þú nennir ekki að vera borgarlegt íhald, hafi nýtt sér Grétu til að gera skítlegt bandalag við gamalkommúnista um að skattleggja vestræn samfélög aftur á hestöld eða þaðan af lengra aftur á bak.  Þú ættir freka að benda Jóni Gunnarssyni vini þínum á nytsemi Grétu, hún gæti hjálpað honum að ofurskattleggja bíleigendur og síðan má fá hana til að sannfæra þjóðina um ofurskatt á útgerðina og annað sem þið nýkommúnistarnir eru svo hrifnir af.

Verra þykir mér hálmstrá þitt til að verjast rökum mínum í pistlinum og þeirri niðurstöðu sem ég leiddi af þeim.

Þessi orð mín lýsa einfaldri staðreynd;

"Hvort sem Ástralía verður óbyggileg eða ekki þá er ljóst að land sem er að skrælna er ekki líklegt að dæla matvælum á heimsmarkað líkt og verið hefur.

Og ruglandinn í veðurfarinn almennt kemur niður á matvælaframleiðslu heimsins.

Aðeins eitt orð nær að lýsa ástandinu í náinni framtíð.

ÓÖRYGGI.".

Síðan lýsi ég viðbrögðum stjórnvalda sem eru líka staðreynd;

"Og hver eru viðbrögð íslenskra stjórnvalda og íslensku stjórnmálastéttarinnar?

Jú, innleiða evrópska regluverkið um frjálsan innflutning á sýklum, búfjársjúkdómum og afurðum ómennskra stóriðjubúa.

Með einni öruggri afleiðingu.

Ekki óöruggri, engin óvissa í því dæmi, heldur öruggri.".

Og afleiðingunum sem eru óhjákvæmilegar;

"Auðn íslensks landbúnaðar eins og við þekkjum hann í dag.".

Og spyr síðan einfaldrar spurningar sem blasir við af viðbrögðum stjórnvalda og ég skal alveg endurtaka spurninguna.

Eru þetta fávitar sem stjórna landinu?

Orðalag sem ég hef aldrei áður notað í pistlum mínum, og þó var tilefnið ærið þegar Jóhanna og Steingrímur tjáðu sig í nokkur ár.

Þó eru pistlar mínir orðnir 3.953, plúss mjög öflugt athugasemdarkerfi.

Þetta veistu Halldór, og ég skil það vel að þú viljir skauta framhjá spurningunni minni.

En ég hefði samt ekki trúað uppá þig að afneita staðreyndum á þann hátt að lítilsvirða forsendur raunvísinda, tölurnar og samspil þeirra.

Heimurinn er að hlýna í augnablikinu og ekkert sem bendir til þess að hann haldi því ekki áfram. 

Í því samhengi skiptir ekki máli hvort það er vegna þess að við mennirnir leysum of mikinn vind, eða hvort Seifur fékk hnerra, eða sólin hafi þurft að losa sig við umframhita eða við séum að fara inní hlýjan geira í vetrarbrautinni, eða vegna þess að við höfum brennt of miklu af jarðeldsneyti, eða vegna þess og margir gengu af trúnni og því upplifum við harmageddon guðanna eða eitthvað, hún er að hlýna.

Og vegna þess að hún er að hlýna, þá eykst óvissan í matvælaframleiðslu heimsins.  Landsvæði sem hundruð milljóna byggja eru að verða uppiskroppa með grunnvatn, matvælaforðabúr eins og Ástralía er að þorna upp, öflugir vindar með óheyrilegri úrkomu spilla uppskeru sem milljarðar reiða sig á.

Ef eitthvað orð lýsir framtíðinni, þá er það Óöryggi.

Þetta er ekki tímapunkturinn til að vega að innlendri matvælaframleiðslu.

Og ég skal vera hreinskilinn og draga spurningu mína til baka.  Það er gróf móðgun við alla fávita heimsins að ætla þeim svona heimsku.

Hún er af þeirri stærð að tungumálið á ekki orð til að lýsa henni.

Og persónulega held ég að veðurstofa Ástralíu eigi heldur ekki graf sem mælir hana.

En kannski mælieiningar.

Var ekki annars til tákn sem var stærra en óendanleikinn??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2019 kl. 21:28

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er ekki að neita því Ómar að heimurinn hefur hlýnað.Okkur greinir á um orsökina hugsanlega. Ég held að sólin sé primus motor í þessu en ekki eitthvert CO2 sem menn freta út í loftið, hvað þá Katla garmurinn.Jörðin hefur kólnað og hitnað á víxl í milljónir ára.

Heimska íslenskra ESB sinna sem vilja rústa íslenskum landbúnaði og flytja in fjölónæma sýkla er sú sem við erum sammála um algerlega.

 

"Hvort sem Ástralía verður óbyggileg eða ekki þá er ljóst að land sem er að skrælna er ekki líklegt að dæla matvælum á heimsmarkað líkt og verið hefur.

Og ruglandinn í veðurfarinn almennt kemur niður á matvælaframleiðslu heimsins.

Aðeins eitt orð nær að lýsa ástandinu í náinni framtíð.

ÓÖRYGGI.".

Síðan lýsi ég viðbrögðum stjórnvalda sem eru líka staðreynd;

"Og hver eru viðbrögð íslenskra stjórnvalda og íslensku stjórnmálastéttarinnar?

Jú, innleiða evrópska regluverkið um frjálsan innflutning á sýklum, búfjársjúkdómum og afurðum ómennskra stóriðjubúa.

Með einni öruggri afleiðingu.

Ekki óöruggri, engin óvissa í því dæmi, heldur öruggri.".

Og afleiðingunum sem eru óhjákvæmilegar;

"Auðn íslensks landbúnaðar eins og við þekkjum hann í dag.".

Og spyr síðan einfaldrar spurningar sem blasir við af viðbrögðum stjórnvalda og ég skal alveg endurtaka spurninguna.

Eru þetta fávitar sem stjórna landinu?

Orðalag sem ég hef aldrei áður notað í pistlum mínum, og þó var tilefnið ærið þegar Jóhanna og Steingrímur tjáðu sig í nokkur ár.

Þó eru pistlar mínir orðnir 3.953, plúss mjög öflugt athugasemdarkerfi.

Þetta veistu Halldór, og ég skil það vel að þú viljir skauta framhjá spurningunni minni.

En ég hefði samt ekki trúað uppá þig að afneita staðreyndum á þann hátt að lítilsvirða forsendur raunvísinda, tölurnar og samspil þeirra.

Heimurinn er að hlýna í augnablikinu og ekkert sem bendir til þess að hann haldi því ekki áfram. 

Í því samhengi skiptir ekki máli hvort það er vegna þess að við mennirnir leysum of mikinn vind, eða hvort Seifur fékk hnerra, eða sólin hafi þurft að losa sig við umframhita eða við séum að fara inní hlýjan geira í vetrarbrautinni, eða vegna þess að við höfum brennt of miklu af jarðeldsneyti, eða vegna þess og margir gengu af trúnni og því upplifum við harmageddon guðanna eða eitthvað, hún er að hlýna.

Og vegna þess að hún er að hlýna, þá eykst óvissan í matvælaframleiðslu heimsins.  Landsvæði sem hundruð milljóna byggja eru að verða uppiskroppa með grunnvatn, matvælaforðabúr eins og Ástralía er að þorna upp, öflugir vindar með óheyrilegri úrkomu spilla uppskeru sem milljarðar reiða sig á.

Ef eitthvað orð lýsir framtíðinni, þá er það Óöryggi.

Þetta er ekki tímapunkturinn til að vega að innlendri matvælaframleiðslu.

Og ég skal vera hreinskilinn og draga spurningu mína til baka.  Það er gróf móðgun við alla fávita heimsins að ætla þeim svona heimsku.

Hún er af þeirri stærð að tungumálið á ekki orð til að lýsa henni.

Og persónulega held ég að veðurstofa Ástralíu eigi heldur ekki graf sem mælir hana.

En kannski mælieiningar.

Var ekki annars til tákn sem var stærra en óendanleikinn??"

Af hverju segirðu að ég neiti því að jörðin sé að hlýna? Okkur greinir aðeins á um orsakirnar og líklega afeliðingarnar fyrir Ísland líklega. Ísland verður grænna ef OK hverfur og Vatnajökull fer í landnámshorf sem Klofajökull.Ég vil ekki borga fyrir að berjast gegn vindmyllum við að reyna að aftra þessu. Sólin mun sjá um að ná jafnvægi í hita jarðar, ekki Asberger heilkennið eða VG.

Sólin er >en átta á hvolfi.

Halldór Jónsson, 30.12.2019 kl. 21:44

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Áður en lengra er haldið þá verð ég að játa að ég skyldi viljandi eftir tvíræðni í upphafi pistils míns, þar sem þú varst eiginlega hafður í huga. 

"Og sama hvað margir fara út á götu og segja að heimurinn sé ekki að hlýna af mannavöldum, þá er hann að hlýna, og það er ljóst að við erum að upplifa stigmögnun þess ástands.".

Jörðin er að hlýna, hver svo sem skýringin er, en ég gat alveg sleppt þessu með að byrja að vísa í fólkið sem afneitar hlýnun af mannavöldum. 

En ég er bara eins og ég er, og mér leiðist háalvaran, þó ég vissi að niðurstaða mín yrði slík, heimskan er ekki einleikin.

Það er ekkert í þessari tvíræðu setningu minni sem ræðir orsök, ég bendi aðeins á staðreynd, og afleiðingar fyrir Íslandi, og þær afleiðingar eru beinharðar fyrir eyþjóð, utanaðkomandi fæða er ótrygg.

Og ég skyldi þig alveg Halldór, þú varst að benda á að áður hafi komið ár þar sem lítið hefur rignt, og ég reikna með að vitum báðir að slík ár hafa komið, óháð annars meintu hitastigi í viðkomandi löndum.  Það eru önnur og stærri öfl sem stýra rigningu.

Hins vegar þá er það bara svo, að þegar hitinn er meiri en minni, þá eru áhrif rigningarleysis alvarlegri, og það held ég að þú hafir ekki íhugað þegar þú sendir mér graf þitt.  Ég hefði alveg getað bætt við, að ég veit að frumbyggjar Ástralíu gerðu gæfumuninn fyrir sakafólkið sem flutt var í árdaga breska landnámsins til Ástralíu, því þó árin rétt fyrir 1800 hundruð hafið verið köld á heimsvísu þá komu þurrkar í Ástralíu sem hefði drepið hvítu landnemanna umvörpum ef Ástralíufólkið sem fyrir var hefði ekki kunnað ráð til að finna vatn þar sem það var ekki að finna á yfirborðinu, ogdeilt þeirri þekkingu sinni með aðkomufólkinu.

En þú sem raunvísindamaður veist alveg eins og ég, að eftir því sem hitastigið er hærra, þá minnkar raki í umhverfinu, jafnt í gróðri sem og andrúmsloftinu, og slíkt ástand eykur líkur á bruna.  Og það er það sem er að gera Ástralíu óbyggilegt í dag.

En ég er eins og ég er í andsvörum mínum Halldór minn, notaði guðslifandi feginn tækifærið til að prjóna við, og vekja athygli á því sem ég vildi sagt hafa.  En þar sem það kemur sjaldnast fram fyrr en eftir miðjan pistil, og stundum varla þá og helst má lesa milli lína, þá nýti ég athugasemdarkerfið til að svona hnykkja á eins og sagt er á þeirri forníslensku sem strákarnir mínir segi að ég tali.

Fékk þennan gullmola þinn, og þetta er gullmoli því flokkstryggari og gegnheilla íhald þekki ég vart, og það var löngu áður en ég las pistla þína á Moggablogginu, ég byrjaði nefnilega fljótlega að lesa Moggann eftir að ég var fulllæs um 1970, og ég hef alltaf haft sens fyrir góðum pennum.

Og ég veit að svona setning er þér ekki auðveld, en hún er heiðarleg;

"Heimska íslenskra ESB sinna sem vilja rústa íslenskum landbúnaði og flytja inn fjölónæma sýkla er sú sem við erum sammála um algerlega".

Þetta eru hörð orð um gjörðir stjórnmálastéttarinnar sem flokkur þinn er því miður hluti af.

Ég hef oft sagt um bloggið mitt að gæðin koma í athugasemdarkerfinu, að umræðan þar bæði upplýsi sem og hún nái fram átakapunktum sem endurspegli mismunandi sjónarmið, og lesendur verði ja veit ekki alveg hvernig á að orða, þeim finnst lesturinn vera þess virði að lesa.  Það er eitthvað sem gerir það að verkum að menn lesa athugasemdirnar, jafnvel þó margar séu og sumar hverjar mjög langar.

Ég hef sjálfur lesið innlegg sem hafa ekki bara aukið við þekkingu mína, það er um það sem ég ekki vissi, sem og um hin andstæðu sjónarmið, heldur líka hreinlega snortið mig, svona hreyft við mér sem manni eða persónu eða hvernig á að orða það.

Ég segi þetta Halldór bara vegna þess að ég veit að ég er ekki að blogga um málefni múgæsingarinnar, hverjum í hávaðanum er ekki sama um örlög sveitabyggða okkar, eða hugsanlega ógn sem er ekki alveg í nánustu framtíð.

Mér finnst þetta skipta máli, og það er sú hvöt sem rekur mig áfram, reyndar fyrir utan galgopaháttinn, en það er ættarfylgja úr Vaðlavíkinni sem ég ræð ekki alveg við.

Og ég er alltaf stoltur af því þegar The Grand Old Man sér ástæðu til að ræða skrif mín.

Allavega ég verð vísari á eftir.

Áramótakveðjur til þín Halldór.

Megi gæfa umræðunnar og þjóðarinnar vera sú að næsti áratugur verði þér gjöfull í skrifum, hvert ár er vel þegið ,og vel metið.

Með kveðjum að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2019 kl. 00:13

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Það er eins og það er, og ekki leiðist mér umræða sem fær mig til að vaka fyrir daginn sem ég vaki þar til jákvæð áhrif whiský og koníaksdrykkja fær mig til að loka augum.

Ekki rífumst við um það að heimurinn hafi hlýnað og ég tel að þú sért sammála mér um það að þau hlýindi hafi þau áhrif á matvælaframleiðslu að í nánustu framtíð megi lýsa ástandinu sem ótryggu.  Sem er annað orð yfir ÓÖRYGGI.

Ég er hins vegar ekki sammála þessari setningu þinni; "Allir vita hvaða skoðun aðrir vísindamenn hafa, sérstaklega þeir sem sérhæft sig hafa í vísindum um lygar, þ.e. stjórnmálamenn.", þarna veit ég að þú veist betur, stjórnmálamenn eru ekki vísindamenn.

Um fyrri hlutann sem ég endurbirti ekki erum við hins vegar sammála um, vísindamenn eru ekki sammála, en þeir sem afneita hlýnun jarðar vegna brennslu jarðeldsneytis, eru ekki vísindamenn, svo einfalt er það.

Þetta er ákveðin þekking sem þeir sem þekkingu hafa, rífast ekki um.

Hve mikil þessi áhrif eru, eða hvort önnur áhrif komi til mótvægis, eða hvort enn aðrir þættir sem við höfum ekki hugmynd um, það er einfaldlega annað dæmi, og um það dæmi deila vísindamenn.

Með rökum og það er þannig með rök, að sá sem hefur rökin með sér, hann sigrar að lokum.

Ég reikna ekki með því að við upplifum þá stund.

Hins vegar er það þannig, að þeir sem spáðu um og uppúr 1995, að spár þeirra hafa í megindráttum gengið eftir.  Þekkt frávik tengist hitajöfnun sjávar, og þó margt bendi til þess að barmur þess hitastillis sé í það að fyllast, þá veit samt ekki nokkur sálu nákvæmlega um það. Reynslan er ekki þekkt sem gefur að skilja, og breyturnar í stærðfræðilíkani eru of margar óþekktar, þó vissulega megi færa líkindi til ákveðinna niðurstöðu.

Hvort aðrir þættir valdi hitun jarðar, þá er það í fyrsta lagi athyglisvert að spár þar um eru seinni tíma skýringar, sem er dupíus, sem og að í raun skiptir það ekki máli.

Við breytum aðeins því sem við fáum breytt.

Eitthvað sem er svo augljóst að það á ekki að þurfa að nefna þá staðreynd.

Dugar það til??, það má guð vita, ekki veit ég það og eftir því sem ég best veit, þá veit það ekki nokkur lifandi maður, og allavega enginn sem þegar er dauður.

En að slást ekki á móti, er hin algjöra heimska.

Heimska sem manninum er ekki eðlislæg þó hið svarta fjármagn kjósi annars vegar að fóðra öfl gegn slíkum slagsmálum, sem og að nýta sér óttann til að ná algjörum tökum á samfélögum okkar í gegnum annars vegar skattlagningu vestrænna samfélaga til steinaldar, sem tryggir að ekki sé aur eftir í hina raunverulegu barátttu, sem og að ofurskattlagningin færir framleiðsluna í þrælabú hins sama svarta fjármagns.

Ég veit ekki hvar þú ert staddur í þessu ferli Gunnar, en ég veit að þú vilt vel.

Sem ég tel skipta mestu máli.

Varðandi Ástralíu, þá sá ég kort af hinu brennandi landi, og ég veit að þetta er aðeins upphafið.

Svona tímaskeið hafa örugglega komið áður, og maðurinn lífið þau af.

En sá maður var ekki að framleiða mat handa okkur hinum.

Svo við skulum enda þessa umræðu á það sem sameinar; "Um síðari hluta þíns pistils þarf ekki að hafa nein orð.".

Svona orð eru ástæða þess að ég blogga.

Áramótakveðjur til þín.

Með kveðjum að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2019 kl. 00:53

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll aftur Ómar

Mig rekur í rogastans að lesa þetta svar frá þér. Það er einmitt um áhrif co2 sem vísindamenn í loftlagsmálum deila hvort áhrif hafa til hlýnunar jarðar, eða hvort þar liggur annað að baki. Ég er ekki vísindamaður, en margir virtir vísindamenn hafa lýst yfir að þeir telji verulegan vafa leika á þessari skýringu. Reyndar voru margir vísindamenn sammála um að mengun leiddi til enn frekari kólnunar, meðan kaldast var á síðari hluta síðustu aldar. En svo hlýnaði og eins og sönnum vísindamönnum sæmir viðurkenndu þeir sín mistök.

Þá fullyrðir þú að flestar spár frá miðjum síðasta áratug síðustu aldar hafi gengið eftir. Ekki veit ég hvar þú leitar sannleikans, a.m.k. þarf ekki að grafa djúpt til að sjá að svo er alls ekki. Reyndar fæstar ræst og engar nema að litlum hluta!

Svo ráðlegg ég þér að leita frekari upplýsinga um skógaelda og matvælaframleiðslu í Ástralíu. Af nægu er að taka á netinu, þó reyndar sé nokkuð erfiðara að finna eldri gögn þessa stundina, þar sem atburðir nú eru að fylla þar allar síður. Ekki þarf að leita langt aftur í tímann til að finna svipaða skógarelda og nú. Matvælaframleiðsla Ástrala hefur lítið breyst frá þeim tíma, enda hún að stærstum hluta stunduð langt utan þess svæðis sem skógareldar þekkjast.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 31.12.2019 kl. 01:31

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Það er ekki tilviljun að stærstu borgir Ástralíu eru á austurströndinni, að hún sé þéttbýlust og þegar ég lærði fræðin uppúr miðri síðustu öld, þar sem megnið af matvælaframleiðslu þjóðarinnar átti sér stað.

En vissulega rámar mig í nýrri greinar þar sem eitthvað var minnst á að Vestur Ástralía hefði sótt á, og það er rétt.

En að sækja á, þýðir ekki að þú hafir tekið yfir.

Og Perth er ennþá langt á eftir stóru borgunum á vesturströndinni þó vissulega hafi fjölgað þar hraðast seinni árin eftir að innflytjendur frá Asíu fóru að setja mark sitt á íbúaþróunina.

Sem og að matvælaframleiðslan er mest megin á vestanverðri Ástralíu þar sem brennur í dag, en bruninn er ekki bundinn þar, hann teygir sig yfir svæði þar sem gróður er.  Í raun brennur víðast þar sem ekki er eyðimörk.

Og það er rétt að Vestur Ástralía sleppur að hluta ennþá, en restin af byggilegum svæðum Ástralíu er undir. 

Og Gunnar, ég get peistað kort fyrir allar fullyrðingar  mínar, jafnt um matvælaframleiðsluna, eldana eða þéttbýlið.  Aðeins eldarnir eru ný þekking, hitt eiginlega vissi ég.

Ég held að heimildin sem þú vitnir í, sé eins og oft áður þar sem framsetning staðreyndar mótast af skoðun, sé ófullkomin.

Varðandi áhrif CO2 á loftslag, þá rífst ekki nokkur vísindamaður yfir því, vísindin þar að baki eru skýr.

Hve mikil áhrifin eru, og þá hvort önnur áhrif komi til mótvægis (lífeldsneytið), sem og hvort aðrir áhrifavaldar ráði meiru, um það er deilt.

Góður og gegn áróðursmaður hér á Moggablogginu, sem samviskulega passar sig á að vanvirða staðreyndir, Páll Vilhjálmsson vitnar reglulega í sólarkenningarmennina, og það er vel, nema að í fyrsta lagi þá eru þeir eftirá spámenn, sem er miður, sem og að þeir vísa ekki í gögn, vísindaleg gögn máli sínu til stuðnings. 

Það er engin þekkt breyting á virkni sólar sem útskýrir hina snöggu hitabreytingu sem varð um og uppúr aldamótunum.  Ekki frekar en að menn geti útskýrt kuldaskeiðið sem þú vitnar í. 

Hins vegar má rekja mörg kuldaskeið til eldvirkni, og það er þekkt líkindi.  En koma sólinni ekkert við.

Ef Páll hefði þekkingu og staðreyndir að leiðarljósi, þá hefði hann örugglega minnst á kenningar um stöðu sólkerfisins í stærra samhengi í Vetrarbrautinni, að það er sterk fylgni á milli hitasveiflna og og hvar við erum stödd miðað við eitthvað og eitthvað sem ég man ekki glóru um hvað er.  Enda er ég ekki áhugamaður um loftslagsbreytingar, en ég þekki hins vegar bábiljur þegar ég les þær.

Í þessu samhengi má bæta við að það eru kenningar um stöðu okkar innan sólkerfisins sem geta útskýrt þekktar hitasveiflur jarðar.

Þegar þetta er tekið saman Gunnar þá er þetta grautur, en svo ég ítreka þá rífst enginn um áhrif gróðurshúsloftegunda, þar að baki eru einföld vísindi.

Frá þeim vísindum yfir í reiknilíkönin er svo önnur fræði. 

En ég las ekki þær spár um miðja síðustu öld, enda varla fæddur þá.  Og þegar ég var læs, þá las ég kenningar um skyndiísöld.

Svo las ég spár um hlýnun jarðar, og stigmögnunin í því ferli var útskýrð.'

Megnið hefur gengið eftir, með vísan í áhrif sjávar, sem allavega fyrstu reiknilíkön sáu ekki fyrir, enda aðeins líkön, með ekki svo mörgum þekktum breytum.

Ég las hins vegar ekki spár sólarvirknikenningarinnar, sem þýðir náttúrulega ekki að þær hafi ekki verið til.  En þá er svo auðvelt að upplýsa mig, og ég hef leitað eftir þeirri upplýsingu.  Ég las góðan pistil eftir Ágúst Bjarnason á sínum tíma, og það var mér mikil vonbrigði að sá mæti maður vísaði í bábiljur og keypta gervivísindamenn.

Sem segir svo sem ekki neitt annað en um dómgreind hans.

Eftir það leitaði ég að rökum, og því miður Gunnar, þá hef ég aðeins rekist á eftirá skýringar sólarkenningarmanna, sem útilokar ekki að þeir geti ekki haft rétt fyrir sér, en samt er það fyrsta skrefið að fara rétt með.

Einföld staðreynd sem ég virði, ég segi svo ótrúlega margt, og fátt að því er eins og guð hafi sagt það.  En þegar ég vísa í staðreyndir, þá fer ég allavega ekki viljandi rangt með.

Og trúðu mér Gunnar, ég blogga þannig að margur hefur ekki bara reynt að reka ofaní mig rangfærslur, ég held hreinlega að viðkomandi annað hvort þrái slíkt, eða séu jafnvel haldnir þráhyggju þar um.

Það er ekkert sem ég segi hér að ofan sem ég get ekki útskýrt eða staðið við, ég hef þegar seifað gröfin um Ástralíu, og varðandi CO2 fræðin þá eru þau þekkt.  Ágreiningurinn um orsök og afleiðingar er líka þekktur.

Það er fullt af vísindamönnum sem fara rétt með á báða bóga, en ég hef upplifað þekkta leitni hjá afneitunarsinnum um að fara rangt með í þágu málstaðarins.  Sem reyndar hefur ekkert með málflutning gildandi vísindamanna að gera.

En það sem er vitað er að heimurinn á mikið undir að við tökumst á við vandann og náum að þróa orkugjafa sem framleiða ekki gróðurshúsloftegundir, þó það væri ekki annað en að færa eyðimörkina á Arabíu aftur á það tímaskeið sem hún annars er í menningar og félagslegu tilliti, til miðalda.

Það er tær illska sem telur fólki í trú um að það eigi ekki að berjast fyrir tilveru sinni, en önnur birtingarmynd hennar er hið vanheilaga bandalag um skattlagningu til svörtustu miðalda.

Óvinurinn er aðeins einn, og honum er ekki mætt.

Og það er bara svo, skiptir ekki máli hvernig við upplifum hann og hvernig við tjáum andstöðu okkar við hann.

Honum er bara ekki mætt, og ég er alveg hættur að skilja í tilgangi skrifa minna.

Það eina sem ég veit að ég hélt þessu bloggi á lífi þessi dægrin því ég er svo ósáttur við uppgjöfina við regluverkið.'

Ég vil það burt, en ofsalega erum við fáir sem tökum undir þá kröfu.

Á meðan getur maður ekki gefist upp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2019 kl. 02:34

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er leitt að þú skulir væna þá sem eru á annari skoðun en þú, um fáfræði, dómgreindarleysi og að trúa á falsspámenn. Hélt reyndar að þú værir maður rökræðunnar!

Gunnar Heiðarsson, 31.12.2019 kl. 05:12

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það má raunar með ágætum rökum kenna iðnbyltingunni 20 öld um skógareldana í Ástralíu einfaldlega vegna þess að gróðurmassi hefur aukist þar sem og víðast annarstaðar vegna hærra CO2 gildis í andrúmslofti. En að halda því fram að hlýnun um minna en hálfa celsíusgráðu á hálfri öld,  manngerð eða ekki skipti einhverju máli er einfaldleg mjög barnalegt. 

Guðmundur Jónsson, 31.12.2019 kl. 13:17

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar, ég er ekki að því.

Þetta eru þín orð, heimild þín um Vestur Ástralíu er ófullkomin, og þeir sem ábyrgðina bera eru keyptir, þú féllst í þá gryfju að trúa þeim.

Lofthjúpur jarðar var síðan ekki til af sjálfu sér, það eru lofttegundir sem mynda hann, og þær gegna ákveðnu hlutverki.  Varðandi lífskilyrði þá á koltvísýringur stóran þátt í því jafnvægi.  Mólekúlafræðin sem vara við aukningu koltvísýrings byggja á sterkum fræðilegum grunni, og sá afneitar þeim fræðum, er jú í besta falli falsvísindamaður.

Það eru engin rök að segja að himinhvolfið sé víðáttumikið og því skiptir aukning engu máli, rökin er að sýna fram á slíkt.  Og ég hef til dæmis hlustað á Youtube bönd (linkar frá Palla) þar sem menn slá þessu fram og fá undirtektir, en skýra svo ekki mál sitt frekar.  Slík rökræða er fölsk.

Ég hef líka lesið rökstudda gagnrýni sem ég hef allavega ekki þekkingu til annars en að sjá að hún er byggð á heiðarlegum forsendum. 

Í allri minni umfjöllun hef ég tekið fram að það sé vafi og að reiknilíkön séu ófullkomin.  Hins vegar get ég ekki annað en tekið eftir að spár hafa gengið eftir í meginatriðum, með fráviki sem má tengja við temprun sjávar.  Og þegar ég er að tala um spár, þá er ég ekki að vísa í Al Gore eða Grétu eða annað, ég er að vísa í vísindi en ekki túlkun þeirra.

Ég hef ekki sneytt að þér Gunnar á nokkurn hátt, það eina sem ég hef sagt er að Páll fer frjálslega með staðreyndir, enda í áróðri, og ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Ágúst Bjarnason, því þeir sem hann vísaði i voru augljós feik.  Eitthvað sem raunvísindamaður átti að fatta og skilja.

En þú heitir Gunnar, ekki Páll eða Ágúst.

Rökfastur með þína skoðun.

Ég bað þig ekki að vera sammála mér Gunnar og það stendur hvergi í hausnum á bloggi mínu að hér sé sagt það sem Guð hefur sagt.

Ég hef aldrei vænt þá sem eru ósammála mér um fáfræði, dómgreinarleysi og að trúa á falsspámenn. 

Ég færi rök fyrir mínu máli og þegar menn koma til tals sem augljóslega fara rangt með, þá bendi ég á það.

Annað er jú rökleysa. 

Telji andmælandi minn sig vita betur, þá andmælir hann því.

Ekki með þeim orðum sem þú kýst Gunnar, enda ætla ég þér að hafa verið ennþá syfjaðri en ég þegar ég fór að sofa.

Pistlar þínir eru eitt það besta, og stundum um ákveðin málefni, það besta sem ég les um þau, og þá undanskil ég ekki mína eigin pistla.  Hef alveg vit til að bera  saman og greina á milli.

Það er bara svo.

Hafðu það sem best Gunnar á nýju ári, þakka fyrir samskipti á liðnu ári, það mun reyna á rökhugsun þína og orðfimi þegar kemur að því að verja þjóð okkar.

Þar ert þú betri en enginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2019 kl. 21:28

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Skil þig ekki alveg, en það er staðreynd að heimurinn er heitur í dag, og þá brennur.

Þetta hefur með hitastigið að gera en ekki magn gróðurs, nema að því leitinu að það brennur lítt í eyðimörk.  Enda eru regnskógar að brenna, og þeir væru ekki regnskógar ef það væri ekki gróður í þeim.

Í því samhengi skiptir ekki máli hvað veldur hitanum, hann er staðreynd.

En vísir menn í skýrslu til bandarískra stjórnvalda vöruðu við þessari hættu um og uppúr miðja síðustu öld.  Vegna þess að þeir kunnu eðlisfræði.  Og föttuðu samspilið í lofthjúpnum.

Þeir voru reyndar ekki að mæla með einhverju aðgerðum, sáu ekki alveg hvernig hægt væri að stöðva framþróun mannsins, en þeir bentu á að þarlend stjórnvöld yrðu að vera viðbúin breytingunum, sem gætu haft margvíslega áhrif.

Persónulega Guðmundur finnst mér þú vera barnalegri en þessir gegnu menn.

En það er jú bara mín skoðun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2019 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 74
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 1633
  • Frá upphafi: 1321525

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1391
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband