28.12.2019 | 11:47
Víst er til "free lunch".
Svo ég vitni í frægan frasa Milton Freedman sem benti á að það þyrfti alltaf einhver að borga.
Hluti samborgara okkar er þannig gerður að hann vill fá allt en láta sem minnst af hendi.
Og þá er ég ekki að vísa í kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins á gullöld frjálshyggjunnar sem við vitum hvernig endaði.
Og ekki er ég að vísa í manninn sem talar um fuss þegar gróðafíkn hans er annars vegar.
Þó ég reikni með að hann fljótur að hringja í björgunarsveitirnar þegar á bjátar.
Heldur er ég að vísa í þennan sprengjuóða sem vill alltaf aðeins stærri köku, aðeins fleiri kökur, en tímir ekki að borga fyrir þetta meira og fer þangað þar sem besti díllinn býðst.
Hvað stendur þá eftir hávaðann, mengunina, sóðaskapinn??
Að ekki sé minnst á fjárútlátin.
Ef enginn er samfélagslegur ávinningur.
Björgunarsveitir okkar gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki.
Þær aðstoða alla óháð stétt, stöðu eða fjárhags.
Og þær þurfa að fjármagna sig.
Þær fjármagna sig vegna þess að stór hluti borgara landsins axlar ábyrgð og beinir viðskiptum sínum um áramótin til þeirra.
Sníkjudýrin fljóta með og fátt við því að gera.
Fjölgi þeim úr hófi þá hrynur kerfið líkt og lífvera sem er undirlögð sníkjudýrum.
Gömul saga og ný.
Við sem einstaklingar höfum stjórn á okkar gjörðum.
Ráðum hverja við styrkjum, gerum okkar til að kerfið gangi.
Við bætum ekki heiminn með því að benda á náungann, við bætum heiminn með fordæmi okkar.
Höfum þetta í huga og sprengjum og sprengjum.
Og biðjum þess að kverúlantar umræðunnar nái ekki að kæfa þennan ósið okkar.
Eitthvað verða vondir að fá að gera.
Heimurinn er ekki bara til fyrir fullkomna fólkið.
Við hin megum líka vera memm.
Kveðja að austan.
Kúnninn ræður hvar hann kaupir flugelda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 1412826
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.