20.12.2019 | 15:51
Þú ert þjófur.
Það er eins og Þórhildur Sunna sem og aðrir Píratar gleymi að það stendur hvergi í einhverri bók að aðeins Píratar megi slíkt um aðra.
Píratar eru félagskapur misgefinna einstaklinga sem eiga biturð og heift sameiginlega. Fram að þessu vega þeir hvorn annan með skítyrðum þar sem ekkert eitt illmælgi hefur forgang fram yfir annað.
Svo eru hæfastir of the fittnest í leirburði og skítkasti settir fremst á framboðslista Pírata, og fjölmiðlar auðsins sem gera út á tómhyggju og heimsku, sjá til þess að Píratar eru kosnir á þing.
Og þar kalla þeir aðra þingmenn þjófa þó þeir geti ekki á nokkurn hátt sannað mál sitt. En mættu hinsvegar vekja athygli á brotalöm á reglum Alþingis, og það er önnur saga.
Þingmaður sem kallaður var þjófur, var ósáttur við þá nafngift, og klagaði út í hinn stóra heim.
Að félagsskapur misgefinna einstaklinga sem eiga biturð og heift sameiginlega, megi ekki kalla annað fólk þjófa, án þess að geta sannað sitt mál. Í þessu samhengi er gott að muna að grunur um að náunginn sé þjófur ekki það sama og að hann sé þjófur, enda yrðu þá þjófarnir fleiri en við hin.
Stóri heimurinn sendi skeyti á móti.
Að konur ættu undir högg að sækja, og því yrði una misgáfulegri hegðun þeirra.
Þú sækir ekki að konu þegar nóg er af köllum sem liggja við höggi.
Hvað sú heimska og lítilsvirðing gagnvart hinu kyninu út í hinum stóra heimi kemur okkur hinum við er önnur saga.
Er ekki eiginlega öllum sama um neistana sem glóa milli Ásmundar og Þórhildar.
Þarf bara ekki að senda þau uppí sumarbústað eina helgi eða svo.
Sem og að takast á við regluverkið sem upphaflega skóp ástarhaturssamband þeirra.
Veit ekki.
En veit samt að ég er ekki Pírati.
Og þú sem lest ert ekki þjófur.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
Lagði til að Þórhildur yrði svipt réttindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 259
- Sl. sólarhring: 691
- Sl. viku: 5843
- Frá upphafi: 1399782
Annað
- Innlit í dag: 228
- Innlit sl. viku: 4992
- Gestir í dag: 224
- IP-tölur í dag: 224
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vandinn er hvað það eru fáir, ef nokkrir, þingmenn sem hugsa um annað en eigin botna. Ég vil meina að þar ríki samtryggingin ein um samsektina.
Megintími allra 63 þingmanna fer í að setja í landslög tilskipanir og pakka frá Brussel, með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir íbúa hjálendurinnar. Röfla svo eitthvað til málamynda og mest um keisarans skegg. Og hækka svo eigin laun, sporslur og fríðindi og samþykkja einróma. Trúðleikur gnarrismans einkennir alka flokka á þingi.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.12.2019 kl. 17:13
Ónákvæmni Ásmundar í frásögn af því sem stendur í bréfinu frá honum gæti skýrst af því að Ásmundur hafi ekki athugað textann til fulls eða skilið hann til fulls þar sem ljóst er að sá sem samdi bréfið er mjög fær enskumaður og ekki endilega víst að Ásmundur búi fyrir svo djúpri enskuþekkingu að honum geti ekki hafa yfirsést atriðið um sviptingu réttinda. En kannski er þetta bara eins og Ásmundur segir, ónákvæmni
Halldór Jónsson, 20.12.2019 kl. 17:22
Lausnin er að afleggja þessa siðanefnd Alþingis og spara pening. Hver á svosem að taka mark á henni?
Kolbrún Hilmars, 20.12.2019 kl. 17:34
Í athugasemd minni hér að ofan slæddist eitt k inn fyrir l. Leiðrétt hér með:
Trúðleikur gnarrismans einkennor alla flokka á þingi.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.12.2019 kl. 17:47
Fín hugmynd að senda þau 2 upp í sumarbústað næst þegar veðurviðvörunin verður rauð.
Þar geta þau án efa útkláð sín mál með ásættanlegri niðurstöðu.
Ég legg til að Ásmundur keyri í sumarbústaðinn, hann er vanur
SUN (IP-tala skráð) 20.12.2019 kl. 18:31
Eða LEVí keiri þeim og standi siðavörð meðan þau funda
Óskar Kristinsson, 20.12.2019 kl. 20:25
Sæll Ómar
Eins og með alla stjórnmálaflokka er hugsunin að baki stofnunar Pírata göfug. Fáum stjórnmálaflokkum hefur þó tekist að afskræma þá hugsun sína jafn rækilega og Pírötum og er þá mikið sagt.
Þegar hópur fólks ákveður að stofna stjórnmálaflokk um sín hugðarefni, er ekki nema allt gott um það að segja. Það er jú grundvöllurinn undir lýðræðinu og hornsteinn þess. Þegar fólk hins vegar ákveður að stofna stjórnmálaflokk um falleg málefni, en ætlar sér að nýta þann flokk til annarra og verri gerða, er ekki hægt að tala um annað en loddara.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 21.12.2019 kl. 08:30
Takk fyrir innlitið kæra fólk
Eins og pistillinn ber með sér þá er ég ekki ýkja hrifinn af Pírötum, það er eins og eitthvað hafi safnast fyrir í kokinu og ég held að það hafi fyllst þegar þau stóðu með spjöldin við ræðupúltið í miðju Klaustur hraglandanum þegar skít og drullu rigndi um þingsal. Þó mörgu sé að taka, þá líklegast lágpunktur Alþingis, ekki gjörðin sem slík, þetta eru óvitar, heldur að þeim skyldi vera leyft þetta, en ekki vísað út þingsal, og úthlutað áminningum í kjölfarið.
Orkupakkamálið sannfærði mig endanlega um þetta eru útsendarar, þannig að tilgangur þeirra er ekki einu sinni góður eða göfugur, eða ég sé ekkert fallegt við að þjóna hrægömmum og þeirra líkum.
Síðan kallar þú mann ekki þjóf nema þú getur fært sönnur á það, eitthvað sem þeim tókst ekki að gera.
Sama hvað annað, álit á viðkomandi, stjórnmálaskoðunum hans, stjórnmálaflokknum sem hann er í, frjálslyndu athæfi hans á túlkun reglna eða nýtingu þeirra, mörk þarf að virða, annars er ekki vært í stjórnmálum fyrir hinu lægsta í mannlegu atferli, rógi, skítkasti, mannorðsmeiðingum og svo framvegis.
Og persónulega finnst mér fólk dálítið afhjúpa þroskastig sitt þegar það gerir ekki greinarmun á þessu tvennu, það er að kalla samþingmann sinn þjóf, og frjálslyndu framferði Ásmundar í bílaakstri sínum.
Menn geta talað um spillingu, sjálftöku, eða eins og ég geri, natni sem ætti að heiðra fyrir á þeim tímum þegar valdið er orðið svo fjarrænt og ópersónulegt að fólk upplifir algjöra firringu þess gagnvar lífi sínu og umhverfi.
En ég geri mér grein fyrir að ekki myndu margir taka undir að Ásmundur fái Fálkaorðuna fyrir akstur sinn.
Hvað sem öðru líður þá þakka ég fyrir umræðuna hér að ofan, ég sé á IP töluna að umferð hefur verið vegna þessa pistils.
Satt að segja þá hef ég skrifað betur um merkilegri mál, og reynda líka betur um ómerkilegri mál.
Legg enn og aftur að málið verði leyst með þvingaðri sumarbústaðaferð þar sem skilyrði er að þau komi ekki til byggða fyrr en þau hafi pissað saman í kross út í skurði.
Það leysti allavega allar deilur í Atlavíkinni forðum daga svo þær hátíðir, allavega þær tvær sem ég mætti á, voru einstaklega friðsamar.
Á meðan er það friðurinn og kveðjan,
að austan.
Ómar Geirsson, 21.12.2019 kl. 11:43
Af þrasgirni Þórhildur Sunna
bar þjófsorð á valmennið kunna,
sem ófædd börn
vill að öll hafi vörn,
en um rök er hún tóm sem tunna.
Jón Valur Jensson, 22.12.2019 kl. 08:19
Blessaður Jón Valur.
Hér er dýrt kveðið og slíku er alltaf fagnað.
Ég sé að þú notar sömu taktík og ég, tengja frá umfjöllunarefni í efnið sem þú vilt ræða eða er hugleikið.
Virkilega vel gert hjá þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.12.2019 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.