17.12.2019 | 16:32
Brandarakona tjáir sig.
Lofar það eina sem ekki hefur orðið græðgivæðingu hins frjálsa flæðis að bráð.
Eða hefur sloppið við niðurskurðarhníf frjálshyggjunnar sem telur hvern þann aur sem eytt er í samfélag og fólk, vera glataðan aur.
Eigum við að rifja upp hræsnarana sem voru grýttir eggjum þegar þeir mættu í minningarathafnir í New Orleans og tjáðu samúð sína vegna fórnarlamba fellibyljarins Katrínar.
Nýbúnir að leggjast gegn öllum fjárveitingum í endurnýjun stíflu- og flóðvarnargarða.
Samanber að glataður er aur sem eytt er í forvarnir eða uppbyggingu innviða.
En það er skortur á eggjum á Íslandi.
Það kunna þeir að meta sem ábyrgðina bera.
En aum er sú þjóð sem hlustar á mærð þeirra og hræsni.
Það eina sem vann kraftaverk, var fólkið.
Fólkið sem vann allt í sjálfboðavinnu.
Fólkið sem hafði ekki verið markaðsvætt.
Líkt og orkuauðlindin sem Katrín knúði í gegnum þingið.
Það fólk situr núna uppi með það að það hafi verið frábært.
Að óveðrið hafi verið svo slæmt.
En ég man eftir byl sem stóð yfir í þrjá daga, ekki hálfan sólarhring.
Þá unnu gegnar kynslóðir sjálfboðaliða kraftaverk.
Og hlut hrós fyrir.
Hjá fólki sem vildi vel.
Og lagði fjármuni í að bæta kerfið, að gera dreifikerfið öruggara.
Það trúði á betri heim.
En ekki markaðsvæðingu hans.
Þar er diffinn.
Það var heilt.
En Katrín ekki.,
Kveðja að austan.
![]() |
Viðbragðsaðilar unnu kraftaverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Beiskja í röddinni,ég deili henni með þér.
Helga Kristjánsdóttir, 17.12.2019 kl. 18:57
Takk fyrir þetta Ómar.
Óbragðsaðilinn Katrín lætur óbragðið eftir sitt útópíska rugl ekki eftir liggja.
Meira að segja gat dísilvaraaflstöðin á Siglufirði annað fullum rekstri SR46 og frystihúsa og stórum hluta heimila á sama tíma, er línan inn að Skeiðsfossvirkjun bæjarfélagsins (já bæjarfélagsins) varð fyrir einmitt svona áhlaupum og ísingu. Rafmagnið var þá skammtað á milli hverfa þegar slíkt gerðist. Og síminn virkaði alltaf að minnsta kosti innanbæjar hjá okkur.
En nú hefur varaaflinu verið hent út, ásamt flestu öðru og tóminu einu verið troðið inn í þess stað. Aðilatóminu. Og ofan í það erum við með versta sveitarfélagafellir Íslandssögunnar í ríkisstjórn með fósturbananum henni, ásamt Bjarna bókara.
Kveðja að vestan
Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2019 kl. 19:06
Já, Ómar
og enn er það eina sem Katrínu dettur í hug að gera, að setja saman enn einn ráðuneyta starfshópinn. Það er jafn tragíkómískt og þegar hún og fjórir aðrir ráðherrar flugu norður og voru sem silkihúfur að ota örsmáum prikum að margra þumlunga ísbrynjuðum föllnum rafstrengjum. Það þarf ekki fleiri "starfshópa" af þeirri gerð, það sem þarf hins vegar að gera, er að veita fé í kaup og uppsetningu varaaflstöðva. Og það ætti þingið, fjárveitingarvaldið, a.m.k. að sjá sóma sinn í að samþykkja strax, og það áður en það fer í fríið með alla sína feitu jólabónusa.
En það er forðast að ræða um það sem skiptir meginmáli og varðar Orkupakka 1, 2 og 3, sem kveða á um að bæjar- og sveitarfélög megi ekki sjá um rekstur og dreifingu rafmagns. Og að brátt skuli bæði rekstur og dreifing markaðsvædd, einkavinavædd. Jarm Katrínar vinstri grænu er hjákátlegt, hvernig svo sem á það er hlustað, eða horft á.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2019 kl. 19:42
Gleymið hér ekki þætti "Sjálfstæðisflokksins" sem vegur ítrekað í knérunn sjálfstæðis og fullveldis lands og þjóðar. Brusselsku júgurkratarnir sem innleiða allar reglugerðir, lög og ESB tilskipanir og stimpla í djöfulmóð sem væru þeir í kappi við Jóhönnu Sig., Össur og Steingrím Joð. að þóknast enn meira en þau, Brusselvaldinu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.12.2019 kl. 22:14
Blessuð Helga.
Ætli ég sé ekki meira svona svekktur yfir undirlægjuhætti fólks, að láta ábyrgðaraðila komast upp með falska samúð sína.
Eiginlega fannst mér stjórnmálastéttin rjúfa öll grið með samþykkt orkupakka 3 og ég get hreinlega ekki, allavega í bili, látið þetta fólk njóta vafans.
En kannski eru þetta bara óvitar sem vita ekki hvað þau gera.
Það ætti samt ekki að gera okkur hin að ómálga óvitum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.12.2019 kl. 22:26
Blessaður Gunnar.
Ég held að þetta sé rétt greining, það er allt tómt, fólk er fast í gerviheimi sem er ótengdur náttúruöflum.
Samt er þetta búið að vera fyrirséð svo lengi, einhvern tímann hlaut að koma vetur, og þá er eins og allir séu fastir í táningamynd sem á að gerast í Bererly Hills.
Svona eins og unglingarnir sem klæða sig að þarlendra hætti, þó úti sé slydda eða snjókoma.
Gerviheimur, gerviveröld.
Svo ég segi bara, back til basic.
Svona svipað eins og þú leggur til að við endurheimtum þjóðríkið aftur.
Eitthvað sem ég tók undir í öðrum pistli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.12.2019 kl. 22:31
Blessaður Pétur Örn.
Þetta er allt eitthvað hjáræmulegt, svona miðað við forsöguna.
Vissulega má meta, og á að meta, vilja til að koma og kynna sér málin.
Ég man eftir Geir Hallgrímssyni hérna yfir austan ´74, það skipti miklu máli, og þá var vottuð samúð, og einhverju lofað, og við það var staðið.
Ég man líka eftir Davíð Oddssyni fyrir vestan í Súðavík, þá var vottuð samúð, harmur tjáður, og einhverju lofað. Og staðið við það.
Ekki man ég til þess að maður hafi þá skynjað eitthvað fals.
Núna, þá trúi ég ekki þessu fólki,.
Alveg óháð flokkum, ég trúi því ekki.
Kannski vegna þess að hrörnun kerfisins og niðurskurður innviða hefur staðið svo lengi yfir. Og mér er það til efs að á síðustu 10 árum eða svo, hafi einhver flokkur látið sig málið varða, lagt fram tillögur á þingi til úrbóta, og síðan gert eitthvað í málinu þegar hann komst í ríkisstjórn.
Og allir flokkar hafa verið í stjórn á þessum tíma.
Og markaðsvæðing orkunnar þýðir einmitt þetta, að engin ber ábyrgð á örygginu, bæði að það sé tiltæk næg orka í kerfinu, eða að dreifing hennar þoli veður og vinda. Og þegar það bregst, að þá sé eitthvað plan b til staðar.
Þetta var allt útlistað í skýrslunni hjá Orkunni okkar, og þetta lið gat varla einu sinni hlegið að henni. Heldur þagði það, kannaðist ekkert við það sem það var að gera.
Það er ekki hægt að virða svona fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.12.2019 kl. 22:39
Blessaður Símon Pétur.
Ég er allavega ekki að benda á einn fram yfir annan, heldur alla. Nema varðandi orkupakkann þá má Miðflokkurinn njóta vafans.
Ég held því fram að stjórnmálastéttin sé komin í ESB, og stend við það.
Nema ég læt Miðflokkinn njóta vafans.
En þér að segja, þá eru margir verri en íhaldið í dag, þar innanborðs er allavega taug sem ennþá er óslitin við sjálfstæði lands og þjóðar.
Og á sinn hátt er Bjarni sterkur stjórnmálaleiðtogi.
En ég veit ekki alveg um hina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.12.2019 kl. 22:43
Hið þjóðlega íhald er það skásta, vandamálið er að það er nú umkomulaust, því flokki þeirra hefur verið rænt innan frá. Sammála að við skulum leyfa Miðflokknum einum njóta vafans. Það gerum við nú hinir þjóðlegu íhaldsmenn og væntum þess skásta frá þeim flokki, enda er hann nú hinn eini flokkur sem sannir sjálfstæðismenn finna hljómgrunn.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.12.2019 kl. 23:09
Hvernig er hægt að tala um sterkan stjórnmálaleiðtoga sem að sníst eins og brotinn vindhani eða hálfgeltur hundur.
Og stendur ekki við nánast neitt sem að hann segir eða lofar.
Bara skandall að svona fólk fá að standa við einhvern stjórnvöl stundinni lengur.
Óskar Kristinsson, 18.12.2019 kl. 20:42
Sjálfsagt Óskar vegna þess að hann er það, hefur ekkert að gera hvort maður sé sammála honum eður ei.
Stalín var sterkur stjórnmálaleiðtogi, fyrir utan margt annað.
En það sem ég er að vísa í að við lifum þá tíma að það illskásta er margfalt betra en skrumið og hálfvitahátturinn sem tekur við.
Og varðandi Sjálfstæðisflokkinn eiga menn eftir að sjá það þegar Bjarni fer, að hann er síðasti málafylgjumaðurinn þar innanborðs, það besta um hans kynslóð má segja að það sé svona la la, en sú næsta, núna koma tákn um þann hálsríg sem ég fékk þegar ég hristi hausinn.
Málið er Óskar að menn treysta sér ekki að segja það sem þeir hugsa, eða hafa viljann til að berjast fyrir því sem þeir vilja. Þess vegna upplifa menn svikin og hringlandaháttinn.
Bjarni vildi í ESB í byrjun árs 2009, augljóst öllum mönnum, og menn skipta ekki um þá grundvallarskoðun þó þeir nái ekki að virkja pólitíska vinda með sér.
En Bjarni er ekki einn um þetta, ég fæ ekki betur séð en að VG sé alfarið orðinn ESB flokkur, finna þar samkennd og samhljóman með lofslagsskattastefnu sinni á meðaljónan.
Áhrifafólk í Framsókn líkt og vonarstjarnan, og restin er ESB flokkar.
Þess vegna kallaði ég eftir forystu í pistli hér rétt á undan, andstaðan við ESB er ráfandi um túnin, með meirihluta þjóðar að baki sér, en vigt í pólitík eins og Logi Einarsson.
Það er bara svo, og ástandið batnar lítt þó við tölum niður andstæðinga okkar, við þurfum sjálf leiðsögn sem hægt er að fylkja sér um.
Bjarni væri fínn í því, ef hann væri bara ekki innvinklaður í hagsmuni auðs og fjármagns, og það vill evru og ESB.
Og þar með er Bjarni andstæðingur fullveldis, en við sigrum ekki andstæðinga okkar með því að vanmeta þá.
Það er nú bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2019 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.