Kötturinn sem væflar kringum grautinn.

 

Þarf að átta sig á að lög ráða.

Að lögum þarf að lúta.

 

Ennþá er hluti Sjálfstæðisflokksins og ritstjóri Morgunblaðsins að reyna réttlæta lögbrot Sigríðar Andersen fyrrum dómsmálaráðherra þegar hún skipaði vildarvini og flokksvini í Landsrétt, og notað um leið tækifærið að hefna harma á pólitískum andstæðingi sínum.

Ásamt því að gera upp einhverjan kíting innan dómarastéttarinnar.

Ekkert annað gat skýrt þá sem hún handvaldi út, og þá sem hún handvaldi inn.

Uppgefnar forsendur hennar stóðust ekki skoðun, kurteisi að kalla þær rangar, og til að bíta höfuð að skömminni, þá vísaði hún í meintan kynjahalla sem hún sjálf hafði talað gegn þegar hún breytti lögunum 2017.

 

Dómsmálaráðherra braut nefnilega sín eigin lög.

Hefði hún talið það rangt að svokölluð hæfnisnefnd hefði það hlutverk að skila inn tillögum til ráðherra, eða að aðferðafræði hæfnisnefndar væri óljós, eða jafnvel röng að hennar mati, þá var það hennar að koma breytingum þar um í hin endurskoðuð lög.

Og enn og aftur, það var hún sem stóð að endurskoðun laganna.

 

Kettirnir sem mjálma nú um að grautinn sé heitur, að núna sé það upplýst að hæfnisnefnd hafi þróað áfram vinnubrögð sín, hvort sem það er fram á við eða skref aftur á bak, virðast ekki skilja að núverandi fyrirkomulag er vegna þess að það er kveðið á um það í lögum.

Og ef framkvæmdarvaldið er ósátt við lögin, þá breytir það lögunum fyrst, áður en það hagar sér á annan hátt.

Annað er andstætt lögum og reglu, kallast lögbrot, og það er dómsstóla að skera úr um það og kveða upp dóma sína.

Það er hvergi gert ráð fyrir því í réttarreglum að slíkt sé hlutverk ritstjóra Morgunblaðsins, barnadeildar Sjálfstæðisflokksins, eiginmanna flokksvina, eða biturra lögmanna út í bæ, sem grípa gæsina til að viðhalda deilum sínum við alla hina dómarana.

 

Það er ömurlegt að vera vitni af svona gengisfellingu bæði trúverðugleika Morgunblaðsins og þess vits sem stýrir pennum blaðsins.

Það er ömurlegt að upplifa íslensk stjórnvöld að draga lappirnar í svona máli í stað þess a gyrða sig i brók, og gera einu sinni það sem rétt er.

Að fara að lögum, og virða dóma.

 

Það má ekkert lengur sagði fyrrverandi ráðherra i föstum pistli sínum í Morgunblaðinu, og það er ótækt að dómur komi að utan.  Hvar er sjálfstæðið??

Þetta sagði líka þjófurinn sem var gripinn glóðvolgur með sjónvarpstæki í hendinni og brotin glugga að baki sér, nema hann kvartaði reyndar ekki yfir dóm að utan.

Og þeir sem kvarta yfir dómi að utan, geta hreinlega lagt til að landið segi sig frá Evrópuráðinu, segi bless við samfélag evrópskra lýðræðisríkja.

En á meðan það er ekki gert, þá virða menn þær skuldbindingar sem þeir hafa gengist undir.

 

Í þessu samhengi megum við ekki gleyma að sagan segir að alræðisöfl, hvort sem þau eru fasísk eða kommísk byrja oft atlögu sína að lýðræðinu með því að vega að sjálfstæði dómsstóla.

Þess sjást nú þegar teikn, bæði í USA og Evrópu.

Ekki að slíku hafi verið að dreifa hér, aðeins gamaldags vildarvina og flokksspilling.

En það skýrir dóminn að utan, sjálfstæði dómsstóla á að verja.

 

Einn daginn munum við þakka fyrir þennan dóm.

Það er ef við höldum sjálfstæði okkar og lýðræði.

Stjórnmálastétt okkar er þegar í stríði við hvorutveggja.

Það sást á afgreiðslu orkupakka 3 síðasta sumar.

 

Þá vorum við svo aum að við höfðum ekki kraft til að láta reyna á sjálfstæði dómsstóla með því að sækja þá til saka sem brutu bæði lög og stjórnarskrá.

Og ljóst er á svona fréttaflutningi að styrkur Morgunblaðsins er lítill annar en að tuða yfir heimi sem var, þegar ráðherrar riðu um héruð, og verk þeirra voru hafin yfir vafa.

Af er sá tími þegar blaðið stóð vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, eða þar á undan, barðist gegn erlendum yfirráðum og ritstjórar blaðsins eggjuðum menn til dáða.

Reykjavíkurbréfið er að verða lítið annað en einkamálgagn Donalds Trumps og Borisar Johnsson, þægileg leið þegar ekkert er að segja um sitt eigið samfélag, eða það sem kannski verra er, að ekkert má segja um sitt eigið samfélag.

 

Mjá, mjá.

Mjá, mjá.

 

Grauturinn er heitur.

Kveðja að austan.


mbl.is Horfið frá reiknileið í dómaravali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Endemis rugl er  allt þetta Ómar minn. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar í heild sinni. Sannaðu til að hún verður sýknuð af ákæru prófasvindlarans enda er  hún alsaklaus. Og þessar hæfisnefndir eiga ekki að vera opinberar heldur bara ráðgefandi fyrir ráðherra sem á að ráða öllu svona. Þetta samráðskjaftæði er löngu komið út í Hróa

Halldór Jónsson, 17.12.2019 kl. 10:43

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Þú þarft nú ekki að taka þetta svona til þín, ég var að tala um ketti sem væflast, en ekki hunda sem gelta tæpitungulaust.

En þú veist ósköp vel Halldór minn að ég rugla aldrei, það er bara misjafnt hvenær þú ert sammála mér.

Legg til að þú lesir texta minn til enda, sérð að ég er aðallega að skammast í þeim sem á að rísa upp og leiða, en hvergi minnist ég á að Sigga hafi gert eitthvað rangt með því að virða þingræðið.  Og hún er saklaus af þeim áburði, sem ég reyndar veit ekki til að nokkur sé að bera upp á hana.

Annað veist þú að er rétt, enda eru hár þín orðin það grá, að þú manst að á árum fyrr og árum þá greindi það íhaldsmenn frá kommum að þeir síðarnefndu voru litt hrifnir að lögum og rétti, töldu oft handaflið rétthærra.

Og í þá gömlu góðu daga máttu ráðherrar skipa þvers og kruss vildarvini og flokksvini í embætti, þóttu reyndar skrýtnir, vart heilir á sönsum, ef þeir gerðu það ekki.

En það var þá, eftir að mörg vötn runnu til sjávar, þá setti Ólöf heitin Nordal það í lög að einhver hæfnisnefnd átti að hafa eitthvað samráðskjaftæði, eins og kaffidrykkja í óhófi sé eitthvað holl, og hún Sigga bætti um betur, og passaði þó uppá að eitthvað femínista rugl yrði ekki ruglað saman í þá reiti sem hæfni til að gegna dómarastarfi yrði metin.

Og vissulega virti hún það ákvæði Ólafar að ábyrgðin væri að engu síður ráðherra, en hún gleymdi bara að kippa því úr sambandi að hæfni og menntun eigi að ráða við ráðningu opinberra starfsmanna, samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Og þess vegna sat hún í súpunni Halldór, jafnvel lúslesnasti sjálfstæðismaður í Hæstarétti gat hvergi fundið sérákvæði í þeim lagabálki að það væri hæfni ígildi menntunar og reynslu, að vera vinur hennar Siggu, eða vinur vina hennar, og það væri vanhæfni að vera óvinur hennar, eða óvinur vina hennar.

Fyrir það var hún dæmd Halldór, fyrir geðþótta, fyrir aðför að sjálfstæði dómsstóla.

Því ef stjórnvald virðir ekki lög, hvernig er hægt að gera kröfu á þegnana um slíka virðingu.  Þó það væri ekki annað þá er það brot á jafnræðisreglu stjórnarskráarinnar.

Þess vegna skrifaði ég um kettina, þeir vita þetta alveg, þeir eru bara ósáttir við lögin og gera því allt til að grafa undan þeim líkt og fréttaflutningur Morgunblaðsins er dæmi um.

Það mætti halda að þeir hafi tekið skyndinámskeið í sögu Tékkóslóvakíu, nánar tiltekið árin 1945-1947, ár sem voru gegnsýrð af þeirri áráttu ósáttra valdsmanna að grafa undan réttaríki og lýðræði.

Kommúnistar að vísu, en sérfræðingar engu að síður.

En þér að segja Halldór, finnst mér þeir samt ekki til eftirbreytni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2019 kl. 11:59

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alþingi fór ekki að lögum við atkvæðagreiðslu um dómarana. Aðeins voru greidd atkvæði einu sinni en á huldu er um hvaða dómara. Forsetinn skipaði svo alla fimmtán án lagaheimildar.

Þeir sem kvarta undan "dómi að utan" virðast hafa gleymt því að Mannréttindasáttmáli Evrópu er hluti af íslenskum lögum og Mannréttindadómstóll Evrópu starfar í samræmi við þau lög. Flutningsmaður frumvarps til þeirra laga árið 1993 var þáverandi dómsmálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, Sjálfstæðisflokki.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2019 kl. 14:11

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Eins og svo oft áður, og miklu oftar en sjaldnar, þá dregur þú upp staðreyndir málsins.

En ég játa að ég trúi að Davíð sé latur, og nenni ekki að vinna vinnu sína, og sé því að vafra á Moggablogginu.

Og Sigga lögbrjótur var svona aðdragandi að þeirri eggjun að þjóðin þyrfti leiðsögn og leiðtoga.

Sem verði sjálfstæði hennar og auðlindir.

Ekki að það skipti máli hvað ég segi eða pistla, en maður má aldrei missa sjónir af því að af ef allir gefast upp, þá mannar enginn skotgrafir mennskunnar og mannúðarinnar.

Sem ég reyndar er búinn, loksins, að skilja að skiptir engu máli, en það má alltaf hafa gaman af andófinu.

Svo eru alltaf kraftaverkin eftir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2019 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 256
  • Sl. sólarhring: 692
  • Sl. viku: 5840
  • Frá upphafi: 1399779

Annað

  • Innlit í dag: 225
  • Innlit sl. viku: 4989
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 221

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband