10.12.2019 | 15:47
Götustrákar á þingi
Kallandi "tíkur" í tíma og ótíma væru fyndnir ef eina hlutverk þeirra væri að vera mótvægi við virðuleikann, við valdið, við forréttindin.
Hlutverk sem Píratar hafa gefið sig út fyrir að sinna, og á vissan hátt er slíkt nauðsynlegt aðhald lýðræðinu, svona eins og hirðfíflin voru á tímum konunga miðalda.
Sögðu það sem aðrir veigruðu sig kannski við að segja.
Ekki skal ég leggja dóm á hvort kirkjujarðasamkomulagið sé bitch eða ekki, en þó veit ég að einn þarf að ráða í þingsal, og dónaskapur í garð hans er ekki háttur götustráka.
Heldur dóna.
Upphlaup og æsingur virðist æ meir einkenna framgöngu Pírata á þingi, og í umræðunni út í þjóðfélaginu.
Íslenskt globalfyrirtæki staðið af spillingu í Afríku, þá hlýtur þjóðin, stjórnvöld og fiskiveiðistjórnarkerfið vera gjörspillt, og múgurinn æstur upp til að trúa því samhengi.
Í Svíþjóð þar sem bankar eru staðnir að peningaþvætti og globalfyrirtæki að spillingu, þá benda menn á að kerfið virkar, og þar sæti menn ábyrgð eftir gjörðum og lögum.
Þar hefur ekkert það fífl fundist sem setur samasemmerki milli spillingar globalfyrirtækja og íslenska kvótakerfisins.
En framboðið er nóg af þeim hér á Íslandi, og áberandi er hvað Píratar róa undir.
Píratar róa nefnilega undir upplausn og múgæsingu.
Margoft afhjúpað sig í þá veru en síðasta og alvarlegasta þjónusta þeirra við innlenda og erlenda hrægamma eða braskara er afstaða þeirra í orkupakkaumræðunni.
Þar riðu þeir um héruð og sannfærðu stuðningsfólk sitt um styðja orkupakkann, og að það væri ekki einu sinni þörf á að slá varnagla til að hindra algjör yfirráð Evrópusambandsins yfir orkuauðlindum þjóðarinnar.
Orkuauðlindum sem á að markaðsvæða og hleypa hæstbjóðanda á jötuna með tilheyrandi hækkun rafmagnsverðs fyrir almenning.
Slíkt gera aðeins þeir sem þjóna.
Þeir sem eru á mála.
Og til að átta okkur betur á hve rotnir Píratar eru og hve aumkunarvert fólkið er sem ljær þeim stuðning sinn undir merkinu barátta gegn spillingu, þá er gott að hafa þessi orð huldumannsins Kára í huga, en hann er löglærður maður sem í nokkrum greinum hefur afhjúpað rökleysu og blekkingar stjórnvalda í orkupakkamálinu.
"Enda er þeim sama markaði ætlað að stýra verðinu. Aðildarríkin eiga hins vegar að opna allt upp á gátt. Það er raunar svo að ríkin hafa ákaflega lítið um þetta að segja, eftir að þau hafa innleitt orkupakka þrjú og fjögur. Þá gilda einfaldlega reglur Evrópuréttarins. Í 3. mgr. 3. gr. kemur fram að aðildarríkin skulu tryggja hindrunarlausan aðgang á innri raforkumarkaðnum. Hér duga heldur engin rök í þá veru að einstök ríki geti haft áhrif á lagasetninguna. Markaðsöflin hafa fyrir löngu valtað yfir allt lýðræði í þessu sem öðru og keyra sameiginlegu orkustefnuna bæði í gegnum þjóðþing og stofnanir Evrópusambandsins. Nærtækt dæmi er orkupakki þrjú í meðförum Alþingis. Þar sást greinilega, hafi menn verið í vafa, hvernig jarðýta markaðsaflanna vinnur. Hún mylur undir sig þjóðþingin. Vilji kjósenda er hafður að engu. Stjórnarþingmenn voru eins og tuskubrúður í því máli öllu saman algerlega viljalaus verkfæri. Sýndu fullkominn undirlægjuhátt. Sjaldan hefur vanhæfni Alþingis afhjúpast betur en einmitt þá.
Það sem einkennir orkupakkana alla, er áróðurinn sem í þeim er borinn fram. Þetta er einn samfelldur lofsöngur um ágæti frjálshyggjunnar, markaðsvæðingarinnar og einkaframtaksins. Alls staðar skín í gegn, hversu slæmt sé að opinber þjónusta þvælist fyrir einkaframtakinu. Sannast sagna á texti þessara tilskipana og reglugerða meira skylt við trúarrit [strangtrúaðra] en lögfræði. Svo innblásinn er textinn af fræðum frjálshyggjunnar og kenningum Milton Friedman um óheft frelsi braskaranna. ".
Af öllum þjónum auðvaldsins eru Píratarnir sekastir.
Þeir taka "taka hagsmuni braskara og fjárglæframanna fram yfir hagsmuni þjóðarinnar (neytenda)." svo ég vitni aftur í Kára, og þeirra hlutverk er að afvegleiða umræðuna.
Sjá til þess að Andófið breytist í heilalausan múg sem öskrar á torgum og heldur að leifarnar af borgarastéttinni sé sekt um alþjóðavæðinguna, hið frjálsa flæði Evrópusambandsins, skattaskjólin, einkavæðinguna, þegar allt þetta er markað í regluverk Evrópusambandsins og markaðsöflin sem knýja þetta áfram eru hluti af alþjóðlegu meini, eru sammannlegt vandamál sem þarf að sigrast á ef siðmenningin ætlar að lifa af.
Heilalaus múgur ógnar ekki markaðsöflunum.
Það eitt er víst.
Þar þjóna Píratar vel.
Kveðja að austan.
Hótaði að slíta þingfundi vegna framíkalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 623
- Sl. sólarhring: 627
- Sl. viku: 6354
- Frá upphafi: 1399522
Annað
- Innlit í dag: 534
- Innlit sl. viku: 5389
- Gestir í dag: 488
- IP-tölur í dag: 482
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Götustrákar götustelpur fyndið hvað orðin hafa enn mismunandi merkingu þrátt fyrir jafnréttið
En það er lítil munur á ofsa og ókurteisi píratadrengja píratastúlkna
Grímur (IP-tala skráð) 10.12.2019 kl. 18:31
Blessaður Grímur.
Geta stúlkur ekki verið götustrákar líkt og drengir góðir??
En Helgi er skeggjaður svo ég bekenni það ekki ef hann segist vera stúlka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.12.2019 kl. 23:09
Þegar ´´þingmaður´´ kemur í ræðustól Alþingis og fer að tala um ´´bitches´´ tapar hann öllum trúverðuleika sínum um aldur og ævi. Á aldrei aftur afturkvæmt sem málsmetandi maður, hvað þá þingmaður.
´´Röggsamur forseti þingsins´´ ávítar viðkomandi fyrir sóðakjaft og hótar að slíta þingfundi.
Púff...veit varla hvernig svona gerningur skal meltast, en báðir urðu þeir ómerkir allra sinna orða í sjónarspili dagsins. Sá fýrri fyrir kjaft og skrumskælingu. Hinn seinni fyrir að hafa ekki efni á því að hirta aðra fyrir ummæli sín, því þar fer einn mesti svikari orða sinna og eilíflega talinn versti óvinur hins vinnandi íslenska manns, með tunguna í skónum á auðvaldinu, þegar hentaði fyrir stól.
Má varla á milli sjá, hvor er meiri sóðakjaftur.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.12.2019 kl. 23:32
Hann notaði ekki orðið 'bitch' enda passar það ekkert mjög vel inn í þetta samhengi.. Hið rétta er að hann sagði kirkjujarðarsamkomulags-bix
Tómas (IP-tala skráð) 11.12.2019 kl. 00:20
Mokaðu út úr eyrunum á þér Tómas. ;-)
Halldór Egill Guðnason, 11.12.2019 kl. 00:40
Blessaður Tómas.
Ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti, en þú sérð að það orðalag er aðeins aðfaraorð af því sem ég er að pistla um.
Sem er ekki hröðunin á dónaskap og dólgshætti þingmanna Pírata, heldur hverjum þeir þjóna, hjá hverjum þeir eru á mála.
Og ég skal með ánægju draga fram kjarna þess; "taka hagsmuni braskara og fjárglæframanna fram yfir hagsmuni þjóðarinnar".
Og að það sé til ennþá velmeinandi fólk sem styður Pírata á þeim forsendum að þeir séu á móti auðræðinu, það er mér með öllu óskiljanlegt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.12.2019 kl. 08:25
Blessaður Halldór.
Um Steingrím má margt segja.
Og vissulega má deila um þessi orð þín; "einn mesti svikari orða sinna", og þá hvort orðið "mesti" eigi eitthvað erindi inní lýsingu þína.
En þarna er hann forseti Alþingis, kosinn til þess að meirihluta þingheims.
Honum ber því að stjórna óháð því hvað hann hefur sjálfur á sinni köflóttu samvisku.
Persóna Steingríms er engin afsökun fyrir aðra sem vilja feta svipaða stigu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.12.2019 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.