"Fremst meðal jafningja í peningaþvætti!".

 

Þessi tilvitnuð orð úr eldmessu formanns VR á dögunum er lýsandi fyrir það andrúmsloft múgæsingar, og þó ljóst sé að segja það, botnlausa heimsku sem tröllríður  umræðu Andófsins í dag.

Tilefnið orðanna, held ég, er sú staðreynd að norskur banki hafði milligöngu fyrir meintar mútugreiðslur Samherja til ráðamanna í Namibíu í gegnum þekkt skattaskjól undir skjólvæng regluverks Evrópusambandsins, Kýpur.

Ég beið eftir að leggja út frá þeim þangað til ég hefði frétt um peningaþvætti Skandínavísks banka til að tengja við.  Vissi að sú frétt kæmi á næstu dögum því slík mál þar sem norrænir bankar eru berir að peningaþvætti dúkka reglulega upp.

 

En ef ég hefði ákveðið að bíða eftir frétt um íslenskan banka, sem væri þá tilefni þessarar fullyrðingar, þá vissi ég að ég þyrfti að bíða lengi, því ennþá hafa svona mál ekki komið upp á Íslandi, og ekkert sem bendir til þess að svo verði.

Íslenskir bankar hafa hins vegar verið duglegir að tilkynna grunsemdir um peningaþvætti, erlendum glæpahópum til lítillar gleði.

 

Samt erum við sögð fremst meðal jafningja og fólk trúir þessum þvættingi, lepur hann upp og deilir á samfélagsmiðlum.

Hugsanlega er stífur áróður málaliða auðsins þar um einhver afsökun.

 

Ríkisútvarpið náði að gera frétt um peningaþvætti þar sem norskur sérfræðingur var fenginn til að kommentera á hið meinta hjá Samherja. Og þessi sérfræðingur fjallaði vel og ítarlega um ábyrgð hins norska banka og kvað slíka þjónustu vera meinsemd meðal norrænna banka.

Meðal norrænna banka og jafnvel gáfnaljósin hjá Ruv föttuðu að hún var ekki að tala um íslenska banka, eða að Íslendingar á einhvern hátt þjónuðustu peningaþvætti..

Bleik brugðið, misheppnað níð, og því var næst náð í rússneskan sérfræðing sem sagði "you ain´t see nothing yet" og var þá ekki að vísa í sögu sýrurokksins.  Heldur reynslu sína af spillingu þarlendra og hvernig mafían þar í landi starfaði.

 

Hvað kom það Íslandi eða raunveruleikanum á Íslandi nokkuð við??

 

Svo hristum við hausinn yfir fáfróðu sveitarfólki á Indlandi sem þarf aðeins að lesa gróusögu á samskiptaforriti til að misþyrma eða drepa fólk fyrir einhverja meinta glæpi þess.

En svipað álit virðist hið skítuga fjármagn hafa á okkur fyrst hann gerir út fjölmiðla eins og Ruv, Stundina eða Kjarnann til að æsa hér upp múgæsingu ruglandans og forheimskunnar.

Þar sem gengið er út frá að ef eitthvað er nógu heimskt, þá er það lapið upp, og endar yfirleitt á Austurvelli, jafnt þar fyrir innan sem utan.

 

Í því erum við kannski fremst meðal jafningja.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sænskur banki bendlaður við peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Den Danske Bank,

Den Norske Bank,

Den Svenske Bank.

Hvað veldur því að sjónum er nú svo mjög beint að Norrænum bönku?  Ekki trúi ég því að þeir séu spilltari en aðrir bankar. 

Hvað veldur þessari aðför að Norrænum bönkum? 

Ég er vantrúaður á að þar ráði tilviljanir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.11.2019 kl. 13:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha, ég vona að þér hafi ekki orðið bumbult af lyktinni af innyflunum Símon minn, ég held að ég hafi sjaldan lesið innslag sem er eins mikið út úr kú út frá efni pistla minna eða þær fréttir sem ég tengi við.  Hvarflar jafnvel að mér að einhver hafi stolið auðkennum þínum og mæli í þínu nafni.

En þar sem þetta birtist í athugasemdarkerfi mínu þá neyðist ég til að svara þessu.

Líklegast skýringin er sú að þessir bankar hafa stundað peningaþvætti, allavega varðandi Danska bankann með velvilja stjórnkerfisins, því þetta var á allra vitorði en ekkert gert fyrr en uppljóstrari lagði fram gögn sem ekki var hægt að hundsa. Þá sáust hræsnararnir í stjórnmálunum koma niður af fjöllum, líklegast fóru þeir til Grænlands til að finna nógu há fjöll, og þóttust ekkert vita, svona líkt og var með hér á Íslandi með meintar mútur Samherja.

Peningaþvætti er ólöglegt víðast hvar í heiminum og eftirlitskerfi viðkomandi landa ber að sjá til þess að farið sé eftir lögum. 

Að kalla slíkt aðför, það er svona Píratanálgun á hugtökum líkt og ég fjallaði um í pistli mínum í gær.

Hinsvegar má spyrja af hverju er fyrst núna verið að upplýsa þessi mál, það vita allir hvað gengur á þarna í Eystrasaltslöndunum, mafían er stór hluti af hagkerfinu og hún þarf að þvo peninga.  Og ekki eru bankarnir í eigu heimamanna nema að litlu leiti.

Svarið er samkrull stjórnmála og hins skítuga fjármagns og hin yfirgengilega hræsni sem einkennir vestræn stjórnmál undanfarin ár, og einhverja 2-3 áratugi aftur í tímann. 

Hræsni sem eykst eftir því sem viðkomandi lönd þykjast vera skinheilagri.

Ætli besti brandarinn sé ekki að bretar fara fyrir hópnum sem berst gegn peningaþvætti, svona í ljósi þess að flestar þvottstöðvarnar heyra undir lögsögu bresku krúnunnar.  Svona eins og þjófurinn sé ráðinn til að setja upp varnir gegn innbrotum.

Mafíustarfsemin er ekki bara bundin við norræna banka, það eru athyglisverðar upplýsingarnar sem koma fram í viðtali Morgunblaðsins við Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor þar sem hann andmælir skjólkenningu ESB trúboðans, Baldurs  Þórhallssonar.  En þetta segir Hilmar um kúgun sænskra stjórnvalda;

"Í fyrsta lagi hafi Eist­ar orðið fyr­ir von­brigðum þegar Evr­ópu­sam­bandið neitaði að sýna sveigj­an­leika í rík­is­fjár­mál­un­um. Eist­ar hafi ekki getað fellt gengið til að örva út­flutn­ing í niður­sveifl­unni, held­ur verið bundn­ir af fast­geng­is­stefnu, vegna skil­yrða um upp­töku evr­unn­ar. Þessi óánægja hafi birst í gögn­um sem lekið var. Þau bendi til að Eist­ar hafi verið und­ir þrýst­ingi frá Sví­um, sem áttu stór­an hluta banka­kerf­is­ins í land­inu, um að grípa ekki til geng­is­fell­ing­ar. Því hafi verið hótað að ef Eist­land viki frá Ma­astricht-regl­um yrðu mögu­leik­ar þeirra á upp­töku úr sög­unni.

Í öðru lagi hafi Lett­ar einnig tekið á sig mik­inn niður­skurð til að geta síðar upp­fyllt skil­yrði evr­unn­ar. Vald­is Dom­brovskis, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, hafi leitt Lett­land inn í harka­leg­an niður­skurð. Eft­ir að hann lét af embætti hafi hann farið með mál­efni evru­svæðis­ins í fram­kvæmda­stjórn ESB. „Menn fá verðlaun ef þeir standa sig vel fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið þótt þeir svíki sína eig­in þjóð,“ seg­ir Hilm­ar Þór.

„Dom­brovskis kvartaði und­an því að And­ers Borg hefði verið harður í horn að taka gagn­vart Lett­landi sem fjár­málaráðherra Svíþjóðar. Seðlabanka­stjóri Lett­lands flutti 12. júlí sl. er­indi á ráðstefnu hjá Seðlabanka Íslands. Það kom skýrt fram í er­ind­inu að hann hafði fyrst og fremst áhyggj­ur af bönk­un­um í Lett­landi, að það hefði ekki mátt fella gengið því svo marg­ir bank­ar færu á haus­inn. Þetta voru fyrst og fremst er­lend­ir bank­ar, flest­ir frá Svíþjóð.

Hann sýndi eng­ar töl­ur um hvaða áhrif þetta hafði á mennta­kerfið eða heil­brigðis­kerfið eða töl­ur um hvað þeir hefðu misst gríðarlega margt fólk úr landi. Hann fjallaði aðallega um bank­ana og það var ljóst að þeir voru hon­um efst í huga.“."

Það er nefnilega víða glæpahyskið eins og við fengum að kenna á okkar eigin skinni í ICEsave deilunni.

Og það er fólk sem kallar sig gott fólk, jafnaðarfólk sem berst í þágu þessa ófagnaðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2019 kl. 13:56

3 identicon

Takk fyrir efnismikið og mjög gott svar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.11.2019 kl. 16:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Mín var ángæjan félagi Símon.

Kveðja að austan.

Ps. Ert þetta annars ekki þú??

Ómar Geirsson, 27.11.2019 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 49
  • Sl. sólarhring: 775
  • Sl. viku: 5588
  • Frá upphafi: 1400345

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 4802
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband