ASÍ á hálum ís heimskunnar.

 

Samherji var að öllum líkindum staðinn að því að greiða hluta af kvótaafgjaldi sínu inná reikninga ráðamanna í Namibíu.

Um það er ekki deilt.

 

En sú gjörð afsakar samt ekki alla þá heimsku sem vellur uppúr fólki í kjölfarið hér á Íslandi.

Við Íslendingar fundum ekki upp múturnar, samkvæmt alþjóðlegum skýrslum er leitun að viðskiptum í Afríku þar sem mútugreiðslur koma ekki við sögu.  Ef það væri birtur listi yfir til dæmis öll norræn fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Afríku þá teldist það stórtíðindi að ef eitt fyrirtæki fyndist á listanum sem kæmi ekki nálægt þóknunum og milliliða greiðslum af einhverju tagi.

Og það voru ekki íslenskir bankar sem komu nálægt hinu meinta peningaþvætti, milligönguna hafði norskur banki, og felufélögin voru skráð á Kýpur.

 

Alþýðusambandið hefur blandað sér í þessa umræðu undir forystu Drífu Snædal.

Munum í þessu samhengi að Drífa Snædal sagði ekki orð allan tímann þegar hrægammar rifu í sig heimili landsins, eða lyfti litla fingur til að hjálpa Hagsmunasamtökum heimilanna í málsókn sinni út af ólögmæti gengislánanna, en sú gjörð ásamt Nei-inu á ICEsave, baráttu sem Drífa Snædal kom heldur ekki nálægt, bjargaði því sem bjargað varð fyrir íslenskan almenning.

En Drífu þykir vænt um náungann í fjarlægum löndum, og er það vel, samkvæmt kristnum sið eigum við að elska náungann, þó það skaði ekki að elska líka þann sem stendur nær þér en fjær.

 

Í vikupistli sínum á vef ASÍ minnist hún á arðrán Samherja í Namibíu, og sú afstaða er áréttuð í þessari yfirlýsingu ASÍ.

"„Það er hroll­vekj­andi að sjá hvernig Sam­herji virðist hafa nýtt sér ár­ang­urs­ríkt þró­un­ar­starf ís­lenska rík­is­ins í Namib­íu, siglt í kjöl­far þess góða starfs og arðrænt fá­tækt sam­fé­lag,“ seg­ir meðal ann­ars í yf­ir­lýs­ing­unni, þar sem „arðránið sem af­hjúpað var í um­fjöll­un­inni“ er for­dæmt".

En spurningin er hvert er hið meinta arðrán?

 

Í þessu samhengi verðum að hafa í huga hvers eðlis fiskveiðikerfið er í Namibíu.

Vitnum í Sighvat Björgvinsson, fyrrum framkvæmdarstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, en hann kom mjög að málum í Namibíu.

"Auk þess hafi namibískum stjórnvöldum verið útvegaður sjávarútvegsráðgjafi, sem Sighvatur segir að hafi í raun teiknað upp kvótakerfi fyrir Namibíumenn. „Hann býr til það sem við kratarnir dreymdum alltaf um og komum ekki einu sinni í gegn á Íslandi: Markaðsverð á kvóta.“".

Og í útvarpsviðtali heyrði ég Sighvat segja að ólíkt hér á Íslandi hefði veiðirétturinn verið seldur hæstbjóðanda.

 

Hvernig sem þessi orð Sighvats eru lesin, eða annað sem hann hefur sagt um þetta mál, þá er hvergi minnst á að íslenska ráðgjöfin, sem Namibíumenn fóru eftir, hefði falið í sér einhverja samfélags ábyrgð, eða skilyrta samvinnu við heimamenn.

"Markaðsverð á kvóta", þýðir einfaldlega markaðsverð á kvóta, og ef í því felst eitthvað arðrán, þá er allavega ekki ljóst að það er ekki við þau fyrirtæki að sakast sem bjóða í kvótann.

Hið meinta arðrán Samherja hlýtur þá að hafa falist í því að hluti af kvótagreiðslunum fóru ekki í ríkiskassann heldur í einkavasa, en hver þá í raun að arðræna?'

Sá sem greiðir, eða sá sem stingur undan??

 

ASÍ segist standa með namibísku verkafólki og rétti þess til mannsæmandi kjara. 

Á skipum Samherja unnu margir Namibíumenn og þeir voru örugglega ekki á íslenskum launum.  En þeir voru líklegast á mannsæmandi launum miðað við namibískan mælikvarða, allavega hef ég það frá fyrstu hendi að namibísku sjómennirnir virtust vera ánægðir með kjör sín og störfin um borð í togurum Samherja voru eftirsótt.

Að halda öðru fram þarf að rökstyðja.  Til dæmis eru mörg verktakaskip á lista samtaka sem berjast gegn nútíma þrælahaldi, Thailenskar útgerðir sem veiða eða veiddu því nokkur ár eru síðan ég las þetta, kvótann við Nýja Sjáland í verktöku, voru illræmdar fyrir meðferðina á sjómönnum sínum, barsmíðar, ónógur matur, svik og prettir varðandi kjör sem voru þó á skala þræla, og svo framvegis.

Það þarf ekki að taka fram að svona verktakaútgerðir geta boðið vel í kvóta sem er boðinn hæstbjóðanda, en enginn hefur sýnt fram á að Samherji sé á slíkum þrælahaldaralista.

Samt er fullyrt út í eitt.

 

Öllu alvarlega er sá hluti ályktunar ASÍ sem snýr að íslensku launafóli og vitnað er í fyrirsögn fréttar Mbl.is ; ".. hvet­ur launa­fólk til að láta í sér heyra gegn spill­ingu og arðráni".

Hvaða aðdróttanir eru þetta gagnvart Samherja og öðrum fyrirtækjum í íslenskum sjávarútvegi??

Menn setja ekki svona fram nema að hafa eitthvað fyrir sér, annað en fréttir frá fjarlægum löndum.

 

Er Alþýðusambandið að meina að fyrirtæki í sjávarútvegi standi ekki við gerða kjarasamninga og arðræni þannig verkafólk sitt?

Eða er verið að gefa í skyn að íslenskir kjarasamningar séu svo lélegir að í raun sé um arðrán að ræða þegar fyrirtæki fara eftir þeim.

Er þá verið að vísa í laun sjómanna eða verkafólks? Er það þá tilfellið að laun í sjávarútvegi séu lægri en í öðrum atvinnugreinum á Íslandi??

Og af hverju gerir þá Alþýðusambandið ekkert í því??

 

Svona málflutningur er fyrir neðan virðingu Alþýðusambandsins, hann er skaðlegur, og hann lítillækkar sambandið og er lítillækkandi fyrir núverandi forystufólk þess.

Það er engum samtökum hollt að fólk fái það á tilfinninguna að bjánar stýri því.

Að magna upp bull til að skaða fyrirtæki er um leið skaði fyrir það fólk sem þiggur laun sín frá viðkomandi fyrirtæki.

Rógur og slúður er alltaf til þess fallinn að skaða.

 

Það er rétt hjá ASÍ að það er skýlaus krafa að "farið sé vel með hana (sjávarauðlindina) og allt sam­fé­lagið njóti arðs af henni".

Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem gerist í heiminum.  Þó sjávarútvegurinn sé ekki lengur eina undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar, þá er hann ákaflega mikilvægur í tekjuöflun þjóðarinnar, svo einhverju hlýtur hann að skila.

Hann er sjálfbær og hann er í fremstu röð í heiminum.

Spjótin sem standa á honum eru því fáránleg í alla staði, og til þess eins fallin að skaða, að draga úr arðsemi hans og hagkvæmni, með öðrum orðum, þau vinna gegn bættum lífskjörum, og jafnvel ef lýðskrumið nær hæstum hæðum, stuðla að verri lífskjörum þjóðarinnar.

Þess vegna, ef menn vilja spila sig fífl, þá verða menn að finna annan vettvang en Alþýðusambandið til þess.

 

Hins vegar geta menn haft skoðun á skiptingu þjóðarkökunnar og hversu réttlát hún er.

En það er önnur umræða, og á meðan ekki er sýnt fram á að hegðun fyrirtækja í sjávarútvegi er önnur en hjá öðrum atvinnugreinum landsins, þá eiga spjótin ekki að standa á honum vegna þess að þar eru stór vel rekin fyrirtæki sem skila eigendum sínum arði, sem síðan er ráðstafað eftir þeim reglum sem gilda hér á landinu.

Þeim reglum má breyta, en það er ekki gert með róginum og lýðskruminu.

Það eitt er víst.

 

Það er mál að linni.

Kveðja að austan.


mbl.is Launafólk láti í sér heyra gegn spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Launafólk heyri sannleikann í orðsnilld þeirra frómu og hegði sér eftir þeim(:-

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2019 kl. 01:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú það Helga.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.11.2019 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband