Við höfum ekkert að fela.

 

Segir Samherji.

 

Málið er að sá sem notar aflandsreikninga, skattaskjól og önnur leikföng hins frjálsa flæðis, hefur eitthvað að fela.

Annars væri hann ekki í feluleik.

 

Þess vegna minni ég enn og aftur á orð Lilju Mósesdóttur;

"... að verður ekki komið í veg fyrir undanskot og peningaþvætti fyrr en auður, sem nýtur verndar í gegnum falið eignarhald á fyrirtækjum og reikningum í skattaskjólum, verður skattlagður! Fyrsta skrefið í þá átt er að skattyfirvöld fái víðtækar heimildir og fjármagn til að rannsaka sölu og leigu á kvóta aftur í tímann með það fyrir augum að afhjúpa og sekta skattaundanskot. Næsta skref er að innleiða í lög ákvæði um að gefa verði upp nöfn eigenda fyrirtækja og reikninga í skattaskjólum, þegar fjármagn er fært frá Íslandi inn á þessa reikninga. Jafnframt þarf að vinna að því alþjóðlega að banna fjármagnsfærslur til þekktra skattaskjólslanda.".

 

Við skulum taka eftir hvaða stjórnmálamenn taka undir þau.

Því þeir sem gera það ekki, hafa mikið að fela.

 

Til dæmis tengsl sín við þá sem ástunda feluleik.

Að ekki sé minnst á tengsl þeirra við hrægamma og efnahagsböðla.

 

Það er ekki að ástæðulausu að það glymur hátt í tómum tunnum.

Í íslenska andófinu, í íslensku stjórnarandstöðunni.

Það er eitthvað verið að fela.

 

Og hin æpandi þögn stjórnflokkanna sem vilja allt gera annað en það sem þarf að gera.

Segir líka allt um tengslin.

Þeir hafa eitthvað að fela.

 

Aðeins hið feluleikur skýrir að hið augljósa er ekki sagt.

Að meinsemdin, skattaskjól og gervieignarhald sé liðið.

 

Og það eru stjórnmálamenn sem setja reglurnar.

Ekki fyrirtækin sem nýta sér þær.

 

Þeirra er ábyrgðin.

Þeir eiga að svara til saka.

 

Af hverju, af hverju??!!??

Kveðja að austan.

 

Þ


mbl.is Bankar skoða Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að sá sem notar aflandsreikninga, svokölluð skattaskjól og önnur verkfæri alþjóðlegra viðskipta, og gefur það allt upp skilmerkilega upp á aur á skattaframtali hefur ekkert að fela. Feluleikurinn er enginn feluleikur. En það er hægt að gera alla erlenda reikninga og viðskipti grunsamleg ef maður er liðugur penni.

Vagn (IP-tala skráð) 19.11.2019 kl. 09:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er svo sem alveg rétt Vagn minn, nema kannski það síðastnefnda.

Maður getur líka verið skeggjaður, hlaðið niður myndböndum frá ISIS, stundað grimmt moskur wahhabisa klerka, keypt sér efni til sprengjugerðar, án þess að hafa nokkuð illt í huga.

En ef maður hefur illt í huga, þá er þetta með sprengjuefnið hintið sem kveikir þær aðvörunarbjöllur að viðkomandi er stöðvaður.

Það gera sko sporin sem hræða.

Ekki skeggið og jafnvel ekki moskan, sem og ekki erlendir reikningar eða erlend viðskipti.

Heldur það sem sprengir sem og þau tæki og tól sem eru notuð til að fela spor.

Og þau spor hafa ekkert með liðuga penna að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2019 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 628
  • Sl. viku: 5605
  • Frá upphafi: 1399544

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 4778
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband