Jamm og jæja.

 

Það eru víst tvær hliðar á peningnum, og önnur kemur fram í þessari fréttatilkynningu Síldarvinnslunnar.

Voru meint áform um uppbyggingu í Afríku blekking, eða voru það tölur á blaði, byggðar á raunsæju mati?

 

Eiginlega ber bæði Morgunblaðinu og Ruv skylda til að kanna það mál nánar, og ef þau fá gögn þar um, að eitthvað hefi verið spáð í uppbyggingu vinnslu, og grófar kostnaðaráætlanir settar á blað, þá eru miðlarnir ekki í svo góðum málum.

Því þá er ekki verið að leita sannleikans, heldur að safna tréverki í krossa, í þeim tilgangi að krossfesta menn og fyrirtæki.

Að valda skaða, sem ekki bara bitnar á þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem um ræðir, heldur líka öllu því fólki sem vinnur hjá viðkomandi fyrirtækjum og því fólki sem vinnur undir stjórn viðkomandi manna.

 

Það er auðvelt að gagnrýna.

Það er erfiðara að takast á við gagnrýni.

 

Nú reynir á fréttamiðlana, hvort þeir séu í slúðri eins og Metoo hreyfingin, eða hvort þeir axli ábyrgð á fréttaflutningi sínum og hafi það sem sannara reynist.

Sjáum hvað gerist.

Kveðja að austan.


mbl.is Síldarvinnslan segir frétt ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í tilvitnuðum texta í mbl.is sem er beint upp úr bréfi Gunnþórs Ingvasonar frkvstj. Síldarvinnslunnar segir:

"„Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, held­ur eru ein­hverj­ir heima­menn í Græn­landi með ein­hverja með sér í því að reyna ná kvót­um og goodwill af stjórn­völd­um með því að þykj­ast vera [að] fara [að] byggja upp á Aust­ur Græn­landi,“ und­ir­strik­ar Gunnþór í pósti sín­um."

Það þarf sterkan vilja til að lesa eitthvað annað út úr þessum texta en það sem í honum stendur.

 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/11/15/vildi_adstod_vid_ad_blekkja_graenlendinga/

Es (IP-tala skráð) 15.11.2019 kl. 20:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já og ES, hefur einhver reynt að halda öðru fram??

Í fyrstu frétt var því haldið fram að Gunnþór hafi staðið fyrir meintum blekkingarleik, og hvað gerum við bláeygðir??, allavega tók ég því þannig.  Og þar sem ég eins og aðrir Norðfirðingar þekki til geranda, þá pistlaði ég út frá ákveðinni nálgun þar sem ég tók það fram að sveitungur minn væri ekki í góðum málum, en benti á að hann ætti sína góðu punkta, reyndar án þess að taka fram að það færi honum vel að vera apótekarafrú.

Í tilkynningu Gunnþórs, sem er studd vitnisburði, kemur skýrt fram að milliliðurinn, framkvæmdarstjóri Polars eitthvað hefði haft samband við Gunnþór, vegna einstaklinga sem hann taldi að hefðu ákveðnar hugmyndir um uppbyggingu vinnslu á Austur Grænlandi. 

Og það er framkvæmdarstjóri Polars sem hefur orð á efasemdum um tilgang þeirra.

Ekki Gunnþór, hann hefur hans orð aðeins eftir.

Og biður síðan um gögn um útreikninga Samherja á landvinnslu í Afríku, því hann vissi að Samherji hefði látið vinna fyrir sig slíka athugun og það á fleiri en einum stað.

Mér varð það á að láta blekkjast við fyrstu frétt, samt átti ég að kveikja þegar ég las tilvitnaðan tölvupóst.

En það þarf einhvern vilja, og það annarlegan til að lesa eitthvað annað út úr þessum pósti þegar samhengið hefur verið útskýrt.

Þó apótekarinn sé virkilega flott kona og hæf í sínu starfi, það er á sínum tíma því hún hætti að vinna fast eftir barn númer tuttugu og eitthvað, eða því sem næst, þá dugar gúdvill hennar ekki til þess að ég beri blak af Gunnþóri þegar honum hefur orðið á, enda þekki ég hann ekki og hef enga hagsmuna að gæta.

En þó það sé gaman að kóa með múgæsingu þá bullar maður ekki ES, bara til þess að toppa vitleysuna í hinum vitleysingunum.

Ef Ruv og Morgunblaðið geta ekki bæði sýnt fram á að athuganir Samherja á forsendum landvinnslu í Afríku hafi bara verið sýndin ein eða djókið, og síðan sannað að Gunnþór hafi vitað af innihaldsleysi slíkra athugana, þá er fyrsta fréttin um hann níðfrétt.

Í anda níðstanga til forna.

Og það sama gildir um aðra sem kjósa að hafa rangt eftir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2019 kl. 22:38

3 identicon

Þakka þér fyrir þessa sögu um apótekarafrú þótt ég átti mig ekki á hlutverki frúarinnar í umræðu um email frkvstj. Síldarvinnslunnar til Samherja. En nóg um það.

Texti Gunnþórs skv. frétt mbl.is fylgir hér með. Í þeim texta er engu "haldið fram" um orð hans heldur fá hans eigin orð að njóta sín.

Sæl­ir fé­lag­ar. Þannig er mál með vexti að vin­ir [sic] okk­ar í Græn­landi, Henrik Leth, var að biðja mig að setja niður fyr­ir sig hvað þyrfti til í fjár­fest­ing­um, veiðum, vinnslu og hafn­ar­mann­virkj­um ef menn myndu vera [að] setja upp fiski­mjöls og upp­sjáv­ar­verk­smiðju í Amma­salik [á] aust­ur­strönd Græn­lands,“ út­skýr­ir Gunnþór í tölvu­skeyti til Aðal­steins Helga­son­ar, Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar og manns hjá Sam­herja sem hef­ur net­fangið siggi@sam­herji.is.

„Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, held­ur eru ein­hverj­ir heima­menn í Græn­landi með ein­hverja með sér í því að reyna ná kvót­um og goodwill af stjórn­völd­um með því að þykj­ast vera [að] fara [að] byggja upp á Aust­ur Græn­landi,“ und­ir­strik­ar Gunnþór í pósti sín­um. „Eigið þið ekki til­búna ein­hverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afr­íku?“

Afskaplega skýr texti hverjum læsum manni.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 15.11.2019 kl. 23:11

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm og jæja Esja minn, fiskurinn undir steini ES varst þá þú.

Hvað viltu að ég segi, alveg sammála þér að textinn er afskaplega skýr hverjum læsum manni.

Vegna þess að Gunnþór veit að sá aðili sem á að fá upplýsingarnar um áætlaðan kostnað við uppbyggingu á landvinnslu, er ekki alvara, þá biður hann um tölur án þess að mikil vinna sé lögð í að afla þeirra.

Sbr Esja minn að ef nágranni þinn á Kjalarnesi er nýbúinn að byggja fjós, án hátækni, en nothæft engu að síður, og einhver kemur að máli við þig og segist vera spá í að hefja búskap á eyðijörð í sveitinni, og spyr þig hvort þú vitir hver kostnaðurinn við nýbyggingu á fjósi, svona hátækni eða eitthvað svipuðu, þá leggur þú ekki þig mikla vinnu við að afla upplýsinga þar um.

Þú ert ekki að tala við arkitekt eða verkfræðistofu eða eitthvað svoleiðis, en þú bjallar kannski í nágranna þinn og slærð síðan fram tölu.

Ef náunganum er síðan alvara, og þú sérð einhvern hag af samskiptum við hann, þá vinnur þú kannski málið eitthvað frekar.

En alvara hans eða skortur á henni, er aldrei þitt mál.

Hins vegar get ég trúað þér fyrir að sögur að apótekurum og apótekarafrúm, eru alltaf háalvarlegar sögur í litlum byggðarlögum, því þegar engar slíkar sögur er að segja, þá er ástæðan aðeins ein.

Skortur, eða þurrð.

Samt ekki skortur á heilbrigðri skynsemi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2019 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband