8.9.2019 | 17:20
Sæstrengur í kortunum.
Líkt og enginn taki mark á íslenskum stjórnvöldum.
Sem er reyndar ekki skrýtið, þau gera það ekki heldur.
Hinir meintu fyrirvarar eru lýðskrum, ætlaðir til þess eins að blekkja sína eigin stuðningsmenn.
Að því gefnu að það verði ekki umtalsverðar breytingar í framleiðslu á rafmagni, það er ný tækni eða nýir orkugjafar, sem stórauka framboðið á endurnýjanlegri orku á viðráðanlegu verðir, þá verður lagður sæstrengur milli Íslands og Evrópu.
Eina spurningin er hvernig umgjörðin verður, og þessi frétt er dæmi um þras þar um.
Regluverkið ætlast til slíkra tengingar, og regluverkið ræður, ekki íslenskir stjórnmálamenn.
Einn daginn verðum við tengd.
Kveðja að austan.
Hótar að færa sæstrengsverkefni til Þýskalands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Miðað við yfirlýsingar talsmanna ríkisstjórnar um svokallaða fyrirvara um sæstreng, hlýtur að verða að gera þá kröfu til þeirra að þau upplýsi Edmund Truell og aðra forsvarsmenn sæstrengsverkefnisins Atlantic SuperConnection um að þeim standi ekki til boða að leggja hingað sæstreng. Það er ekki síst mikilvægt að slíkum upplýsingum sé komið á framfæri við hlutaðeigandi með skjalfestum hætti áður en þeir leggja út í einhvern kostnað vegna slíks verkefnis, til þess að fyrirbyggja að þeir verði fyrir (hugsanlega bótaskyldu) tjóni.
Ef ég vissi að nágranni minn ætlaði að ráðast í dýrar framkvæmdir sem ég ætlaði að grípa til lagalegra aðgerða í því skyni að stöðva, þá myndi ég telja það lágmarks kurteisi að láta hann vita af því áður en hann stofnar til kostnaðar vegna þeirra framkvæmda, svo hann verði ekki fyrir tjóni ef framkvæmdin nær ekki fram að ganga af mínum völdum.
Þetta er ekki aðeins spurning um takmörkun tjóns og þar með bótaskyldu, heldur líka bara heilbrigða stjórnsýsluhætti og almenna háttvísi.
En kannski eru önnur sjónarmið ofar í hugum talsmanna ríkisstjórnarinnar en takmörkun tjóns, heilbrigð stjórnsýsla og almenn háttvísi?
Guðmundur Ásgeirsson, 8.9.2019 kl. 18:02
Blessaður Guðmundur.
Allt alveg hárrétt, en mig grunar að þú sért nærri lagi í síðustu setningu þinni; "En kannski eru önnur sjónarmið ofar í hugum talsmanna ríkisstjórnarinnar en takmörkun tjóns, heilbrigð stjórnsýsla og almenn háttvísi?".
Til dæmis bein tengsl, bæði fjárhagsleg og önnur, við þá aðila sem standa að undirbúningi þessa verkefnis, sem og þeirra sem eru komnir á fullt við að undirbúa virkjanir sem eiga að selja inná Evrópunetið.
Gömul saga og ný, fylgdu slóð peninganna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.9.2019 kl. 19:21
Við ættum kannski að gæta þess að taka ekki of sterkt til orða um hvar hagsmunir ráðamanna kunna að liggja í þessu máli, til að lenda ekki í lögreglurannsókn eins og sumir... ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 8.9.2019 kl. 19:42
Ja, það er nú ekki hægt að vera framsóknarlegri en ég hér að ofan, þessi önnur eru ákaflega loðnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.9.2019 kl. 20:41
Sæll Ómar æfinlega - sem og Guðmundur, og aðrir gestir Ómars !
Ómar !
Nákvæmlega mun fram fara: eins og þú lýsir hér í inngangi þínum, nema glæpahyskið (alþingi og Guðni Th. Jóhannesson og lið þeirra) verði stöðvað / eða aftengt, með einhverjum AFGERANDI hætti, svo fyrirætlanir Brussel og Berlínar stjóra Fjórða ríkisins (Evrópusambandsins) nái EKKI fram að ganga, gagnvart frekari uppivöðzlu þess, hér á landi.
Mörgum gleymizt að vísu - að við gætum kallað eftir aðstoð Rússneska Sambandslýðveldisins og annarra vinveittra ríkja, færðist skör : EFTA/EES/ESB/ACER og NATÓ samsteypunnar hér eitthvað frekar, upp á bekkinn.
Rússar: hafa allt frá Miðöldum haft góða þjálfun í, að berja Þýzkan yfirgang og frekju niður sem kunnugt er, og þakka má tilvist Rúss lands (austan Úralfjalla - sem og vestan þeirra) því, að Þjóðverjar skuli nú ekki:: nú þegar, ráðskazt með meginhluta Evrópu en orðið er, í hinu víðasta samhengi, reyndar.
Guðmundur minn !
Hvar í ósköpunum - sérð þú fyrir þér, heilbrigða stjórnsýsluhætti og almenna háttvísi, í fari alþingismannanna 46 og annarra áhangenda Orkupakka III, eftir atburðarás liðinna missera, sem og vikna og daga, fornvinur mæti ?
Eins: og staðan er í dag, ættu Borgaralegar handtökur, á 46 menning unum, sem og á Guðna Th. Jóhannessyni og öðrum ámóta (með eða án aðstoðar Lögreglu / Tollheimtumanna (Tollgæzlu), sem og Landhelgisgæzluliða), að vera ÞEGAR HAFNAR, væri hin svonefnda þjóðarsál með almennilega Jarðtengingu veruleikans, piltar !
Með baráttu kveðjum - engu að síður af Suðurlandi, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2019 kl. 22:07
Ég hef ekki skilið allt þetta tal um einhverja fyrirvara, um að ekki verði lagður strengur hingað nema með samþykki alþingis og þess háttar, það bara skiptir ekki máli, alþingi var aldrei að fara segja nei við neinn um að leggja hingað streng, ekki frekar en þau ætluðu að segja nei við orkupakka 3.
Allt tal um fyrirvara þess eðlis var einfaldlega froðusnakk.
Halldór (IP-tala skráð) 8.9.2019 kl. 22:55
Mikið rétt Halldór, eða eins og segir í pistli mínum; "Hinir meintu fyrirvarar eru lýðskrum, ætlaðir til þess eins að blekkja sína eigin stuðningsmenn.".
Þetta er félegt fólk sem fólk hefur stutt dyggilega í gegnum tíðina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.9.2019 kl. 22:59
Blessaður Óskar.
Það er hart í heimi, en ennþá harðara ef við þurfum ytri aðstoð við þetta gustukaverk sem þú nefndir. Ég held hins vegar að Guðmundur hafi verið að hæða þetta fólk á sinn hátt, jafnframt því að benda á kjarna málsins.
En um hitt getum við ekki deilt, hvorki við guð eða góða menn, það vantar vissulega jarðtengingu við raunveruleikann þessa dagana.
Ekki hjá þessu ágæta fólki á þingi, heldur hjá þjóð sem telur það í hæsta máta eðlilegt, að samþykkt sé regluverk sem flytur stjórn og forræði orkunnar erlendis, og að þeir sem samþykkja kannast ekki við innihald þess.
Þar hefur eitthvað slegið saman.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.9.2019 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.