3.9.2019 | 17:14
Stofnanavæðing verkalýðshreyfingarinnar.
Firring hennar frá kjörum félagsmanna sinna.
Skömm hennar og smán.
Er ekki ávarp Katrínar Jakobsdóttir, heldur að hálaunafólkið sem fyrir margt svo löngu yfirtók skrifstofur verkalýðshreyfingarinnar, skuli yfir höfuð láta sér detta í hug að bjóða böðli íslenskra heimila, böðli sem vann beint fyrir siðlausasta fjármagn frjálshyggjunnar, vogunarsjóði, til að halda ávarp á ársþingi sínu.
Ógnarstjórn Robespierre og Marats hefði verið söm, engu skárri, í engu réttlætanlegri, þó þeir hefðu verið yfirlýstir femínistar, og jafnvel konur.
Það er nauðsynlegt fyrir mennskuna, mannúðina og réttlæti þessa heims, að ógnarverkin sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir vann fyrir hrægammana, gleymist ekki.
Þess vegna er gott að vitna í opið bréf sem formaður og varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna sendu að gefnu tilefni eins að málaliðum hrægammanna, Þórðar Júlíussonar ritstjóra Kjarnans, eftir beinar rangfærslur hans um afrek ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
"Samstaðan eða samráðið sem fór í gegnum allt kerfið og alla leið inn í Hæstarétt sjálfan um að brjóta þennan grundvallarrétt neytenda og fórna hagsmunum þeirra fyrir fjármálakerfið, er ein ljótasta aðför gegn heimilum landsins sem um getur. Í raun er hér um hreinan og kláran glæp að ræða, sem líkja má við landráð, enda liggja þúsundir heimila í valnum VEGNA þessara ráðstafana.
Það var nákvæmlega með þessu sem lántakendur voru reknir inn í skjaldborgina og henni skellt í lás. Bönkunum voru svo afhent skotvopnin og hafa í rólegheitum leikið sér að því að taka niður heimili landsins eitt af öðru. Þeim liggur ekkert á því fólkið á sér ekki undankomu auðið. Reyni það að leita réttlætis er því vísað á dómstóla sem eru hluti af gerendum málsins og sendir það því bara beint aftur í kaldan faðm bankanna.
Þúsundir heimila hafa fallið í valinn og tugþúsundir einstaklinga um leið verið sviptir framtíðarvonum sínum og möguleikum.
Hér var um leiki í Excel að ræða og jú kannski hefðu bankarnir nælt sér í fleiri en þessi 15.000 heimili sem þeir hafa þegar fengið á silfurfati ef lánin hefðu ekki verið ólögleg. En það voru bankarnir sem frömdu fjármálaglæp. Lántakendur voru fórnarlömb þessa glæps.
Réttarríkið Ísland hefur núna í nær 10 ára refsað fórnarlömbum fjármálaglæps af hörku fyrir glæp sem þau ekki frömdu. Gerendurnir hafa hins vegar hagnast stórkostlega á lögbrotum sínum.
Frá hruni hafa 10.000 fjölskyldur misst heimili sín á uppboðum og sennilega eru þær a.m.k. jafnmargar sem hafa misst heimili sín án þess að til uppboðs hafi komið. Varlega áætlað hafa því fleiri en 15.000 fjölskyldur misst heimili sín eða á bilinu 45.000 60.000 einstaklingar sem samsvarar öllum íbúum Kópavogs og helmingnum af Garðabæ. Á sama tíma hafa verið gerð 164.000 fjárnám hjá þessari 360.000 manna þjóð. Þar af voru 127.000 fjárnám árangurslaus. Þessar tölur tala sínu máli um aðgerðir stjórnvalda eftir hrun.".
Fimmtánþúsund fjölskyldur, hátt í sextíuþúsund einstaklingar, 164.000 fjárnám hjá 360.000 manna þjóð, ef dráp seinni heimsstyrjaldar eru dregin frá, þá hefur engin þjóð sætt slíkri aðför glæpahyskis eins og íslenska þjóðin.
Og böðlunum, verkfærum hins siðlausa fjármagns vogunarsjóðanna, er hampað af rebellum íslensku verkalýðshreyfingarinnar og hinnar norrænu skrifborðselítu sem þiggur hærri laun en nokkur launamaður getur gert sér vonir um að þéna, þó hann vinni dag og nótt.
Ef eitthvað afhjúpar verkfæri VinstriGrænna, Drífu Snædal, þá er það þetta boð sem hún ber beina ábyrgð á.
Enda finnst ekki eitt dæmi um að Drífa, sem þá var framkvæmdarstjóri Starfsgreinastarfsambandsins, hafi gagnrýnt aðfarirnar, eða sagt styggðaryrði um þau Katrínu, Jóhönnu og Steingrím.
Hún hins vegar yfirgaf skútu böðlanna þegar femínískar tilfinningar hennar urðu fyrir einhverju áfalli.
Það er ekki tilviljun að ekki hefur heyrst múkk frá ASÍ í allt sumar, eða í aðdraganda landsölunnar sem handsöluð var á þingi í gær.
Hrægammurinn, hið skítuga fjármagn sígræðgi og sjálftöku stjórnar ekki bara foringjum VinstriGrænna, heldur líka Alþýðusambandinu.
Eftir standa rebellarnir, Sólveig, Ragnar og Vilhjálmur, síþegjandi nema röflandi um eitthvað sem engu skiptir þegar íslensk þjóð og alþýða er vegin.
Hver er þeirra ábyrgð, hver er þeirra samsekt??
Þögnin segir allt.
En samt.
Maður trúði öðru.
En ekki mikið lengur.
Kveðja að austan.
Katrín fjallaði um lífskjarasamninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, inntakið í þessum pistli er svo svakalegt að fábjáni getur ekki einu sinni flissað sig frá því.
Með kveðju úr efra.
Magnús Sigurðsson, 3.9.2019 kl. 19:25
Sæll Ómar - sem og Magnús, og aðrir gestir, þínir !
Ég tók mér það Bessaleyfi: fyrr í dag, að senda þeim : Drífu / Vilhjálmi / Ragnari Þór og Sólveigu Önnu þessa þörfu lexíu þína, í Tölvupósti frá mér.
Það er orðið tímabært - að þau, sem aðrir landsmenn fari að rumska til almennilegrar vitundar til aðgerða, í þessu ört hrörnandi samfélagi.
Katrín Jakobsdóttir: hefur ekki Marglyttu vitsmuni til að bera, á nokkrum sköpuðum hlut, enda LÖNGU viðurkennd sprellidúkka, í lúkum Steingríms J. Sigfússonar og Svavars (Gestssonar) fjölskyldunnar:: prívat eigenda hinna Austur- Þýzku Vinstri Grænu, og þess illþýðis, sem sem innheldur þann Engeyinga útgáfu söfnuð.
Með baráttu kveðjum - sem oftar, austur í fjörðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2019 kl. 19:58
Heyr, heyr Ómar.
Algjörlega sammála inntaki þessa magnaða pistils.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.9.2019 kl. 20:13
Frábær pistill og þarfur- Það þarf að minna á þessa aðför gegn heimilum landsins í boði Vinstri Grænna og Samfylkingar.
Þessar tölur eru sláandi-
Eggert Guðmundsson, 3.9.2019 kl. 21:40
Halldór Jónsson, verkfræðingur, upplýsti sl. vetur að Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir, hefði kostað valdatökuna í Eflingu. Og þar mep var bróðir hans, Viðar Þorsteinsson, gerður að framkvæmdastjóra Eflingar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.9.2019 kl. 23:38
Á meðan ég las þennann pistil leitaði hgurinn í sífellu í orð Thomas Jefferson "If the American people ever allow private banks to control the issue of their money, first by inflation and then by deflation, the banks and corporations that will grow up around them , will deprive the people of their property until their children will wake up homeless on the continent their fathers conquered." Þá fór ég einnig að velta því fyrir mér hversvegna okkur takist ekki að breita þessu okkur í hag, þá kom Tommi upp í huga mér eina ferðina en."The whole commerce between master and slave is a perpetual exercise of the most boisterous passions, the most unremitting despotism on the one part, and degrading submissions on the other. Our children see this, and learn to imitate it."
Alexander Smári Gjöveraa (IP-tala skráð) 4.9.2019 kl. 10:13
Blessaðir félagar og takk fyrir innlitið.
Í raun er fátt alvarlegra, eða skiptir okkur meira máli en þær staðreyndir sem koma fram í grein þeirra forsvarsfólks Hagsmunasamtaka Heimilanna.
Aðeins geðbilun eða erlent ofríkisvald útskýrir það sem gerðist eftir Hrun.
En þjóðinni sem slíkri er alveg sama, líkt og hún er gagnvart regluverkinu sem kennt er við orkupakka 3.
Katrín er nefnilega afleiðing, ekki orsök.
Og við breytum engu ef við áttum okkur ekki á þeim alvarleik.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.9.2019 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.