Orkuauðlind þjóðarinnar var afhent fjárfestum.

 

Sem þýðir að einn daginn mun launafólk þurfa að fara útí skóg til að ná í eldivið til að kynda hús sín þegar norðanáttin bítur.

Að ekki sé minnst á arðinn og gróðann sem fer frá almenningi í vasa fjárfestana.

 

Allan þann tíma heyrðist ekki múkk í Sólveigu Önnu Jónsdóttir.

En í dag agnúast hún við niðurstöðu lýðræðislegra kosninga hjá stærsta og voldugasta bandamanni þjóðarinnar.

 

Ef eitthvað afhjúpar fólk, og raunverulegan tilgang þess.

Þá er það augnablikið sem það gáir ekki að sér, og sýnir sitt rétta andlit.

 

Frasar um kjör láglaunafólks afla fylgis.

En það þarf alvöru að baki til að það fylgi sé í raun hjá fólki sem vill berjast fyrir bættum kjörum og betri heim.

 

Og raunveruleikinn afhjúpar frasana.

Sólveig Anna Jónsdóttir afhjúpaði sig í dag.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sýni lokunum engan skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tek undir hvert orð í þessum pistli. Hræsnin uppmáluð hjá þessum verkalýðsforkólfi. Afhjúpunin alger.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.9.2019 kl. 13:41

2 identicon

Þú átt hrós skilið fyrir að segja það sem ég læt mér nægja að hugsa.

"Orkuauðlind þjóðarinnar var afhent fjárfestum [s]em þýðir að einn daginn mun launafólk fara útí skóg til að ná í eldivið til að kynda hús sín[. Þá] heyrðist ekki múkk í Sólveigu Önnu Jónsdóttur."

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 4.9.2019 kl. 14:31

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, þú hittir naglann á höfuðið að venju.

Það er ekki nóg að losna við Gylfa og fá þessi í stað marghöfða þurs, jafnvel þó það hafi samið um sautjánþúsundkall, sem þursið sjálft og ríkið skipta á milli sín, og jú skattlækkanir "einhverntíma" seinna.

Tek undir hvert orð, þó þessi séu slagkrafturinn. "Ef eitthvað afhjúpar fólk, og raunverulegan tilgang þess. Þá er það augnablikið sem það gáir ekki að sér, og sýnir sitt rétta andlit."

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 4.9.2019 kl. 15:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Kosturinn þó við hina sögulegu landsölu síðastliðinn mánudag var sá að víglínur almennings gagnvar auðnum og græðgivæðingunni hafa skýrst.

Því margir hafa afhjúpast.

Þess sjást merki í bloggpistlum mínum, vettlingatökin voru skilin eftir heima.

Efinn snýr að rebellunum, ég held reyndar að hluti af þeim sé okkar megin, en það er þeirra að skera úr um.

Þjóna þeir flokk eða þjóð??

Um brandarann á Bessastöðum þarf hins vegar ekki að efast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2019 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 1525
  • Frá upphafi: 1321533

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1300
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband