29.8.2019 | 09:58
Fer utanríkisráðherra viljandi rangt með??
Þegar hann segir að "enginn umsagnaraðili haldið því fram að Íslendingar væru að falla í sömu gryfju og Belgar."
Sem eru andmæli hans við þeirri ábendingu formanns Miðflokksins að frá því að málin voru síðast rædd á þingi, þá hefði framkvæmdarstjórn ESB hafið samningsbrotamál gegn Belgíu vegna orkupakka 3.
Vísum í greinargerð okkar helsta sérfræðings í Evrópurétti, prófessors Stefán Má Stefánssonar og Friðriks Árna Hirts lögmanns.
"Fram hefur komið, að ekki standi til að innleiða 8. grein reglugerðar nr 713/2009 í landsrétt, jafnvel þótt þriðji orkupakkinn væri tekinn upp í EES-samninginn (að undangengnu samþykki Alþingis á fyrirliggjandi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017), þar sem Ísland sé ekki tengt við innri orkumarkað ESB (t.d. gegnum sæstreng).
Að mati höfunda er þó til þess að líta, að samþykki Alþingi umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar óbreytta (og aflétti þar með stjórnskipulegum fyrirvara við hana), þá bakar Ísland sér þjóðréttarlega skuldbindingu til að innleiða reglugerð nr 713/2009 í landsrétt með þeim breytingum/aðlögunum, sem leiða af umræddri ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, sbr 7. grein EES-samningsins. Myndi Íslandi því bera skylda til að innleiða reglugerðina í landsrétt með aðlögunum, sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.".
Lesum svo aftur orð Guðlaugs Þórs í heild í frétt Mbl.is.
"Guðlaugur Þór sagði Sigmund Davíð rugla saman ólíkum málum með því að tengja þetta mál við innleiðingu Íslands á orkupakkanum. Hann segir Belga ekki hafa innleitt reglurnar með réttum hætti, en að það hafi enginn umsagnaraðili haldið því fram að Íslendingar væru að falla í sömu gryfju og Belgar. Það stenst ekki eina einustu skoðun, sagði utanríkisráðherra.".
Þetta er það sem Arnar Páll Hauksson segir í Speglinum í gær að "Ja ný atriði, þetta hefur líka verið hrakið af stuðningsmönnum orkupakkans, þetta tengist ekki þriðja orkupakkanum".
Eina rökréttan skýringin, önnur en lygar og rangfærslur, er að bæði Guðlaugur Þór og Arnar Páll hafi í sameiningu skýrt þá Stefán og Friðrik skemmri skírn, og eftirleiðis heiti þeir ENGINN.
Hvort það er trúverðugt er önnur saga.
En ef geta fjölmiðla til að leiðrétta rangfærslur er ekki meira en þetta, og að þeir séu jafnvel þátttakendur í blekkingarleiknum líkt og Ruv hefur ítrekað sýnt í umræðunni um orkupakkann, þá er ljóst að fáar eru varnirnar gagnvart ásælni auðmanna í auðlindir landsins.
Við lifum þá tíma að stjórnmálamenn geta með bulli sakað þá þingmenn sem rétt fara með, um bull og staðleysur.
Af hverju var Þorgerður Katrín ekki hýdd opinberlega þegar hún afneitaði því að raforkuverð hefði hækkað í kjölfar innleiðingu orkupakka 1 þegar Landsvirkjun var skipt uppí virkjunarhlutann og dreifingarhlutann. Valgerður Sverrisdóttir neitaði þessu staðfastlega, en þegar opinberar tölur staðfestu 10% hækkun, þá hætti hún að láta ná í sig. En í sveitunum allt að tvöfaldaðist raforkuverðið, og það er staðreynd sem ótal einstaklingar hafa staðfest.
Samt segir Þorgerður þetta samkvæmt frétt Mbl.is; "Ekki koma með enn eitt bullið hingað upp í ræðustól. Þetta er ekkert annað en bull sem er sett fram til þess að reyna að draga úr því hvað staðreyndirnar einfaldlega bera með sér,".
Var blaðmanni ekki í lófa lagi að fletta uppí gagnasafni blaðsins og staðfestingu á 10% hækkuninni, eða taka upp tólið og hringja í næsta bónda?? Að ekki sé minnst á garðyrkjubónda.
Rangfærslurnar, sem er fínt orð yfir lygar, eru nefnilega í boði þeirra sem aðhald eiga að veita.
Það er skýring á því að fyrsta verk einræðisstjórna er að ná valdi á fjölmiðlum til að stjórna fréttaflutningi, og það er skýring á því að frjálsir fjölmiðlar eru taldir nauðsynlegir í lýðræðisríkjum.
Hlutverk þeirra er ekki bara að segja fréttir, þeir eiga að upplýsa, og sjá til þess að valdsmenn komist ekki upp með lygar og blekkingar.
Eitthvað sem íslenskir ráðamenn þurfa ekki að óttast í dag.
Svo mikill er máttur peninganna sem vilja eignast orku þjóðarinnar í nafni frelsis og samkeppni.
En við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta.
Kveðja að austan.
Orkupakkinn ræddur fram og til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þótt belgíska innleiðingin á OP#3 sé að forminu til ólík hinni íslenzku, er gallinn sá sami, þ.e. völd Landsreglarans eru takmörkuð með valdboði stjórnvalda. Það er kýrskýrt, að þetta má ekki, sbr EES-samninginn gr. 7, og tilskipun 72/2009 um sjálfstæði Landsreglarans frá öllum, nema ACER. Bíræfni stjórnarflokkanna, Samfylkingar og pírata er ótrúleg, því að yfirvofandi atburðir í kjölfar innleiðingar OP#3 mun senda alla þingmenn, sem styðja munu OP#3, á ruslahauga sögunnar.
Bjarni Jónsson, 29.8.2019 kl. 10:55
Takk fyrir þessa athugasemd þína Bjarni.
Mig langar að gefa upp slóð á pistil þinn þar sem þú fjallar um blekkinguna sem ofin er í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra.
Mjög áhugaverð lesning fyrir alla sem vilja setja sig nánar inní málið.
Þingsályktunartillaga í blekkingahjúpi
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.8.2019 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.