Þing gegn þjóð.

 

Með undantekningum þó sem er einörð andstaða þingmanna Miðflokksins gegn þessu regluverki sem mun færa Brussel yfirstjórn orkumála þjóðarinnar.

Þar sem þrennt hangir á spýtunni, tenging milli landa, einn raforkumarkaður, markaðsvæðing.

 

Vinstrið í nafni Vinstrigræna er tilvísun í andstöðu gegn markaðsvæðingu grunnstoða samfélagsins.

Sjálfstæði í innri sem ytri málum er meitlað í grunnstefnu flokksins sem kennir sig við sjálfstæði.

Byggð og búseta hefur verið samofin stefnu Framsóknarflokksins frá því í árdaga flokksins, fyrri orkupakkar hafa þegar vegið með stórhækkun orkuverðs, hið frjálsa flæði orkunnar á einum sameiginlegum samkeppnismarkaði þar sem öll niðurgreiðsla og byggðastyrkir eru bannaðir mun rústa því mannlífi sem þó hefur þraukað í hinum dreifðu byggðum.

 

Gegn sínum helgu véum ætla stjórnarflokkarnir þrír samt að keyra regluverkið í gegnum Alþingi.

Gegn vilja þjóðarinnar, gegn vilja almennra flokksmanna, gegn öllu því sem þeir standa fyrir.

 

Til hvers??

Kveðja að austan.


mbl.is Ræða orkupakkann á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, til hvers? 

Mig langar mest að segja, fari þeir þá allir til helvítis.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.8.2019 kl. 09:19

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi orð þín, Ómar, eru eins og töluð út úr mínu hjarta. Gangi þér og öðrum landvarnarmönnum vel að sannfæra allan almenning um að þrýsta Alþingi til mannsæmandi afstöðu í þessu afar nikilvæga  máli.

Jón Valur Jensson, 28.8.2019 kl. 09:52

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikilvæga!

Jón Valur Jensson, 28.8.2019 kl. 09:56

4 identicon

Sæll Ómar: líka sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Ég heyrði: í Snorra Magnússyni, formannni Landssambands Lögreglumanna (26. Ágúst s.l.) símleiðis:: hvar ég hvatti hann eindregið til að undirbúa samstilltan fund, með Landhelgisgæzlu mönnum svo og Tollheimtu (Tollgæzluliðum) með þann möguleika, að farið yrði:: persónulega að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, hver skreytir sig með titlinum Dómsmálaráðherra m.a., og hún handtekin fyrir LYGAR og SVIGURMÆLI gagnvart okkur greiðendum til Orkusölu afmánarinnar (hver til varð: fyrir Orkupakka nr. I og II 2003 - 2007), sem rukkar Rafmagns gjöld AUKALEGA og mánðarlega af heimilum og fyrirtækjum í landinu, í skjóli RARIK.

Þó ekki væri: nema fyrir þær ásakanir Þórdísar Kolbrúnar í garð okkar heiðarlegra og grandvarra gjaldenda til Orkusölu EES/ESB og ACER samsteypunnar, hvar Þórdís:: þessi illa innrætta kvensnipt og lymskunni umvafin, sakar okkur andstæðinga Orkupakka III, um lýðskrum, m.a, verðskulda hún / sem og annað lagsfólk hennar, í svo kallaðri ríkisstjórn landsins ekkert annað en harðræði og aftengingu valda sinna, fyrir framkomu sína, á flestum sviðum reyndar, síðuhafi góður ! 

Tími til kominn - að láta hart mæta hörðu, gott fólk !!!

Með: eindregnum baráttukveðjum af Suðurlandi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2019 kl. 12:44

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og svo gleðja þeir (stjórnarflokkarnir) um leið Viðreisn,Pírata og ekki síst Samfylkinguna sem hlæja núna alveg út í eitt. 

Sigurður I B Guðmundsson, 28.8.2019 kl. 15:34

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég hef nú meiri áhuga á að senda þá í skammarkrókinn í lifanda lífi, og helst mun fyrr en seinna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.8.2019 kl. 21:13

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Jón Valur, og sömuleiðis, þú hefur staðið þessa vakt frá því allavega snemma árs 2009, þegar leiðir okkar í netheimum lágu fyrst saman vegna sameiginlegrar andúðar okkar á ICESave fjárkúgun breta.  Eljan þín öll í því varnarstríði verður seint þökkuð og aldrei ofmetin.

Í dag er atlagan annars eðlis, hún kemur innan frá í stað hins erlenda kúgara sem hægt var að sameina fólk gegn.

Fyrrum þurfti ekki nema einn til að eitra brunn eða opna borgarhlið, til að borgin félli og engum var eirt.  Þess vegna urðu lög um svik og landráð svona hörð, sjálf tilveran var undir í grimmum heimi þar sem ofríkið mótaði samskipti ríkja. 

Á mánudaginn ætla rúmlega 50 einstaklingar að opna borgarhlið okkar fyrir erlendri ásælni.  Sem verður upphaf af endi okkar sem sjálfstæðrar þjóðar, spurning hvað það helst lengi að nafninu til.

Ekki síður er eitrið í vatnsbólið, sú hugsun og sú sátt, sem var meitluð í árdaga sjálfsstjórnar okkar, og Jón Þorláksson hafði forgöngu um, að hitinn og orkan væri allra, á sem sanngjörnustu verði, henni er úthýst með þessu regluverki.

Og vegna þess að ógnin er innan frá, þá snýst þjóðin ekki til varnar, það verður að segjast eins og er.  Vald stjórnmálaflokkanna og þeirra hagsmuna sem tengjast þeim, sem og þeir tengjast, er það mikið að of margir kjósa að þegja, eða styðja opinberlega þvert gegn innri sannfæringu.

Við verðum segja þeir eins og Vichy liðar forðum daga.

Skömm og smán varð þeirra hlutskipti, skömm og smán verður hlutskipti allra sem gátu andæft, en gerðu ekki.

Á landráðana þarf ekki að eyða orðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.8.2019 kl. 21:30

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Sigurður, þeir hlæja eins og marbendill forðum daga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.8.2019 kl. 21:31

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Ef þú hefðir hamið stílinn aðeins, og látið það kjurt liggja sem þú veist að er sleggjudómur; " þessi illa innrætta kvensnipt og lymskunni umvafin,", þá hefði þessi ádrepa þín alveg getað staðið sem pistill á virðulegri bloggsíðu.

En hvað sagði formaðurinn??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.8.2019 kl. 21:49

10 identicon

Sæll Ómar, rétt eins og paradís getur verið í lifandi lífi, þá getur helvíti það líka.  Og líkast til er skammarkrókur sá sem þú óskar þeim, þeirra helvíti en okkur til paradísar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.8.2019 kl. 22:36

11 identicon

.... 

Ómar !

Þakka þér ábendinguna: en, ................... svo andskoti rotinborulegt getur sumt fólk verið / eða hefur orðið (sbr. Þórdísi Kolbrúnu), að fátt annað getur hæft því, en orðaval af KALDRANALEGUSTU gerð, síðuhafi mæti.

Formaðurinn aftur á móti - varð mjög alvarlegur í bragði, við réttilegum varnaðarorðum mínum, gagnvart sí-versnandi stjórnarháttum í landinu, en í grundvallar atriðum fyllilega sammála mér um, að til aðgerða þurfi að grípa, þó ekki reifuðum við þær neitt frekar að þessu sinni, enda símtal okkar í styttra lagi á Mánudaginn, en Snorri Magnússon er með þeim viðræðubetri mönnum í opinberri stjórnsýsslu, sem ég hefi hitt til þessa:: en fyrst hittumst við á skrifstofu Landsambandsins árið 2017 yfir vænum Kaffisopa, vegna baráttu minnar við Lífeysissjóða þjófabælin (í almennna kerfinu), sem hvergi nærri er lokið enn, af minni hálfu: reyndar.

ÓHH    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2019 kl. 23:54

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Kannski Símon Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2019 kl. 06:45

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Það sem var birtingarhæft á virðulegustu bloggsíðum, jafnvel Styrmir gamli hefði getað endurunnið með litlum breytingum, var allt af kaldranalegustu gerð.

En það sem ég benti á, hins vegar ekki.

Ég er í stríði Óskar, þó hljótt fari, og ef heilsan leyfir, þá mun ég standa yfir höfuðsverði þess frjálshyggjuóskapnaðar sem kennt er við bókstafina þrjá, EES.

Það verða nefnilega öll griðabönd rofin, milli auðs og þjóðar, næst komandi mánudag, eftir það verða það bara stálin stinn, ekki samtal og samræður.

Í því stríði sendum við ekki búmerang til óvinarins til þess eins að rota okkur sjálf.  Þá er alveg eins hægt að ganga til liðs við þær stöllur, Þórdísi og Þorgerði.

Ég er ánægður að heyra að formaðurinn skynji alvöru málsins þó hans hlutverk sé að verja lög og reglu, sem og stjórnvald hvers tíma.

Okkar hlutverk er hins vegar að skipta því út sem ver ekki þjóð sína fyrir ásælni auðsins.

Þar er verk að vinna Óskar, og vinnum það verk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2019 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 453
  • Frá upphafi: 1412815

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband