17.8.2019 | 15:40
Málaliðar hagsmunanna.
Vendipunktur var í umræðunni um Orkupakka 3 í gær þegar Evrópusinnar á þingi beittu fáheyrðum dónaskap til að þagga niður í borgara sem hafði verið boðaður á fund utanríkismálanefndar til að tjá sig um reglugerðina og þær afleiðingar sem innleiðing hans gætu haft fyrir íslenskan almenning.
Glæpur borgarans var að segja satt og rétt eftir bestu samvisku út frá þeirri þekkingu sem hann hefur í lögum og rétti. Og á hann var öskrað og æpt. Líkt og á skrílsamkomu væri að ræða.
Skilaboðin skýr, ef þú getur ekki tjáð þig í þágu hagsmuna, þá skaltu þegja.
Síðan var ríkisútvarpið fengið til að negla viðkomandi á krossinn á Valhúsahæð, viðtal við borgarann þar sem hann útskýrði varnaðarorð sín var klippt inn í viðtal við dósent í Háskóla í Reykjavík.
Áður en lengra er haldið skulum við rifja upp að þegar Ruv á sínum tíma fullyrti í fréttatíma eftir fréttatíma að fjárkúgun breta kennd við ICEsave reikninga einkabanka, væri skuldbinding íslensku þjóðarinnar, að þá var sú fullyrðing oft studd viðtölum við kennara lagadeildar Háskólans í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavik er ekki beint akademískur skóli, hann er hagsmunatengdur, og álíka óháður og háskólinn í Pjongjang.
Íslenskir auðmenn og hagsmunasamtök viðskiptalífsins studdu bresku fjárkúgunina með ráðum og dáðum, og því var einskis annars að vænta frá HR annað en lögfræðileg froða í þeirra þágu.
Svipað og við upplifum í dag.
En víkjum að orðum dósentsins og aulahúmors hans.
"Hann sagði sönnunarkröfuna fyrir skaðabótum þess sem ekki fengi að leggja sæstreng vera mjög mikla. Hann sagðist ekki vita hvernig mönnum tækist að sýna fram á það tjón þegar ekki væri eitt snifsi fyrir hendi þegar gerðir þriðja orkupakkans voru samþykktar til að byggja slíka bótakröfu á. Hér erum við komin í einhvers konar lögfræðilega vísindaskáldsögu sem er svo erfitt að halda áfram með að það er orðið einhvers konar leikhús fáránleikans að taka þátt í þessari umræðu.".
Hlutlaus fréttamaður hefði spurt hann í kjölfarið af hverju Ferskar kjötvörur hefðu fengið dæmdar háar skaðabætur vegna meints tjóns vegna banns við innflutning á fersku kjöti, ekki benda skattaskýrslur til að það sé svona mikil arðsemi í kjötbransanum.
Og hann hefði spurt hann hvort sá hluti regluverksins sem snýr að forsendum nýrra tenginga milli ríkja séu vísindaskáldskapur. Og á hvaða blaðsíðu er þá sá hluti sem snýr að kerfisáætlun um lagningu nýrra tenginga, Projects of Common Interests. Um það má lesa á vef EU;
"Every two years, the EU draws up a list of Projects of Common Interest (PCIs). The chosen projects can take advantage of a number of benefits including faster permitting procedures and the right to apply for funding from the Connecting Europe Facility (CEF) the EU's 30 billion fund for boosting energy, transport, and digital infrastructure between 2014 and 2020.
On 24 November 2017 the Commission published, as part of the third state of the energy union report, its third list of PCIs, which contains 173 projects; 106 electricity transmission and storage, 4 smart grid deployment. 1.13 Interconnection between Iceland and United Kingdom [currently known as Ice Link] ".
ICElink er þar á lista og útfrá regluverkinu hefur breskt einkafyrirtæki lögmætar ástæður til að halda að það fái leyfi til að leggja sæstreng og hefur nú þegar eytt milljörðum í undirbúningi þar um, í góðri samvinnu við Landsvirkjun og íslenska stjórnvöld.
Að skauta framhjá þessum staðreyndum er fyrir neðan virðingu fræðimanns sem og þess sem hlýðir á svona bull athugasemdarlaust.
Þjóðin er nýbrennd á þeirri fullyrðingu ráðamanna að evrópska regluverkið gildi ekki hér á landi og þegar varað er við sömu vinnubrögðunum þá eiga málaliðar hagsmuna ekki komast upp með svona fullyrðingar án ítarlegra röksemda.
Að rök mæti rökum.
Þegar síðan augljóslega er farið rangt með staðreyndir eins og dósentinn geri í sömu frétt á Ruv þegar hann segir þetta um hlutverk ACER; "Heimildir ACER snúa ekki að orkunýtingu eða tengivirkjum heldur aðeins að ágreiningi eftirlitsaðila", þá er ljóst að það er verið að blekkja, ekki fræða.
Til að átta sig betur á tilgangi regluverksins og hlutverki ACER til að ná markmiðum þess, er gott að hafa lesa hvað EU segir um stofnunina;
"The Agency for the Cooperation of Energy Regulators (ACER).
Given the challenges ahead for the EU electricity market and the changes made in the other parts of the Clean energy for all Europeans package the role of ACER in the energy market and in the area of security of supply has been enhanced.
Established under the Third energy package, ACER's main role was originally confined to coordination, advising and monitoring. As the new market design rules foresee much more cross-border cooperation, the lack of regional, cross-border oversight was seen as a potential problem, with the risk of diverging decisions and unnecessary delays.
In addition to coordinating the action of national energy regulators, ACER has therefore been granted additional competences in those areas where fragmented national decisions of cross-border relevance are likely to lead to problems for the internal Energy Market. For example, ACER will have oversight on the future regional entities ("Regional Coordination Centers") where TSOs (Transmission System Operators) will be able to decide on those issues where fragmented and uncoordinated national actions could negatively affect the market and consumers. The proposed approach will also streamline regulatory procedures (by introducing direct approval by ACER instead of separate approvals by all national regulators). National regulators, deciding within ACER on those issues through majority voting, will remain fully involved in the process.".
Það er skerpt á valdsviði ACER í fjórða orkupakkanum og fjórði orkupakkinn er framhald af þeim þriðja, menn samþykkja ekki þann þriðja en hafna þeim fjórða. Þetta veit dósentinn og bara af þessari ástæðu smækka menn ekki svona hlutverk ACER eins og hann gerir í orðum sínum.
En í þeim þriðja er hlutverk ACER ekki bara að skera úr um ágreining vegna millilandatenginga, stofnunin mótar orkustefnu sambandsins og tryggir virkni hennar.
Í því sambandi þarf að huga að hlutverki Orkustofnunar eftir samþykkt orkupakkans;
"Eftirlits- og reglusetningarstofnun ESB á orkusviði, ACER (Orkustofnun ESB), er með skrifstofustjóra á sínum vegum í hverju aðildarríki, og svo verður einnig í EFTA-löndunum þremur, sem aðild eiga að EES, eftir samþykkt OP#3, nema þar verður ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) milliliður fyrir samskipti við skrifstofustjórann, sem hefur verið nefndur Landsreglari á íslenzku (National Energy Authority).
Þessi æðsti valdsmaður raforkumála á Íslandi eftir innleiðingu OP#3, sem verður algerlega óháður íslenzkum stjórnvöldum, en skyldugur til að framfylgja stefnu ESB í orkumálum, mun samkvæmt þessum orkulagabálki ESB (tilskipanir og reglugerðir OP#3) fá 2 meginverkefni: a) að stuðla að myndun vel virks raforkumarkaðar, sem sé samhæfanlegur við raforkumarkaði ESB. b) að ryðja öllum hindrunum úr vegi tengingar Íslands við hinn sameiginlega innri raforkumarkað ESB um aflsæstreng.".
Þessi texti er tekinn úr pistli Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings og Bjarni telur upp nokkuð að því sem Landsreglari gerir. Læt það fylgja með í athugasemdarkerfinu.
Þarna er valdaafsalið, Landsreglarinn er æðsta valdið, og hann lýtur ACER þar sem ESA er milliliður að nafninu til, án nokkurra áhrifa á stefnumótun ACER.
Þetta veit dósentinn, þetta vita málaliðarnir, en þeir bara þegja.
Og sá sem segir satt, er síðan krossfestur.
Líkt og við séum stödd í Istanbúl dagsins í dag.
Þar sem lýðræðið er aðeins að nafninu til.
Er það það sem við viljum.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 341
- Sl. sólarhring: 769
- Sl. viku: 6072
- Frá upphafi: 1399240
Annað
- Innlit í dag: 290
- Innlit sl. viku: 5145
- Gestir í dag: 272
- IP-tölur í dag: 270
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Landsreglari (National Energy Regulator) verður æðsti maður raforkumála á Íslandi, óháður íslenzkum stjórnvöldum,
Hvert verður fyrirsjáanlega hlutverk Landsreglara ? Verkefnum hans er lýst í Raforkumarkaðstilskipuninni 2009/72/EB, sem er hluti af Orkumarkaðslagabálki #3. Hér verður drepið á fáein atriði varðandi flutning og dreifingu raforku úr þessari tilskipun, og fleiri atriði tíunduð við tækifæri:
1 a) ákvarða eða samþykkja, á grundvelli skýrra skilmála, raforkuflutningsgjaldskrár og raforkudreifingargjaldskrár eða aðferðirnar, sem útreikningar þeirra eru grundvallaðar á.
Landsnet hefur hingað til samið sínar gjaldskrár, og rafmagnsdreifingarfyrirtækin sínar, og fyrirtækin hafa síðan lagt þær fyrir Orkustofnun til rýni og samþykktar. Orkumálastjóri hefur starfað í umboði ráðherra, en verður, ef "pakkinn" gengur eftir, starfandi í umboði ESB. Á bara að taka þessu sem hverju öðru hundsbiti ?
1 b) tryggja, að rekstraraðilar flutnings- og dreifikerfanna, og, eins og við á, eigendur þessara kerfa, auk allra fyrirtækja í raforkugeiranum, standi við skuldbindingar sínar samkvæmt þessari tilskipun og öðrum viðeigandi Evrópusambandsreglum, að meðtöldu því, sem varðar millilandatengingar.
Raforkugeirinn í heild sinni skal sýna regluverki Evrópusambandsins hollustu framar öllu öðru. Íslenzk orkulög og íslenzk orkustefna verða að vera í samræmi við gildandi regluverk ESB á hverjum tíma á sviði orkumála, ekki einvörðungu þess hluta, sem fólginn er í Þriðja orkupakkanum. Er þetta ekki of stór biti að kyngja fyrir þjóð, sem stendur ekki í neinum raforkuviðskiptum við ESB og kærir sig ekki um það, eftir því sem bezt er vitað ?
Í kafla 6 er tekið til við að lýsa hlutverkum Landsreglarans við tengingu inn á þessi kerfi:
6 Landsreglarinn skal bera ábyrgð á að ákvarða eða samþykkja, tímanlega fyrir gildistöku, a.m.k. aðferðirnar, sem nota á til að reikna eða ákvarða skilmálana fyrir:
a) tengingu og aðgang að landskerfi, þ.m.t. flutnings- og dreifingargjaldskrár, eða aðferðirnar, sem leggja skal til grundvallar útreikningunum. Þessar gjaldskrár eða aðferðir eiga að vera þannig, að tekjur af þeim standi undir nauðsynlegum fjárfestingum í kerfunum fyrir viðgang þeirra.
Landsreglarinn ákveður þannig tengigjöldin fyrir nýja birgja, t.d. vindorkuver, og notendur raforku. Það er líklegt, að hann muni fá leiðbeiningar frá ACER um þetta, svo að samræmis við ESB-löndin verði gætt. Með þessu fyrirkomulagi getur hvorki Alþingi né ráðherra haft áhrif á hvetjandi og letjandi þætti þessara gjaldskráa.
b) viðskipti með jöfnunarorku.
Allir kaupendur á heildsölumarkaði raforku í landinu senda með minnst sólarhrings fyrirvara inn áætlun um orkukaup sín á hverri klukkustund til síns orkubirgis og þurfa að greiða honum fyrir mismun raunverulegrar notkunar og áætlunar utan vissra marka. Orkubirgjarnir senda jafnframt inn tilboð um að láta þessa jöfnunarorku í té. Þessi jöfnunarorkumarkaður hefur virkað vel, síðan honum var komið á hérlendis. Samkvæmt Orkupakka #3 verður hann settur undir stjórn Landsreglara. Nú stjórnar Landsnet þessum markaði. Ólíklegt er, að til bóta verði að færa stjórn þessa markaðar lengra frá mörkinni, persónum og leikendum.
c) aðgang að innviðum á milli landa, þar með aðferðarfræði við úthlutun flutningsgetu og meðhöndlun yfirálags.
Landsreglarinn mótar regluverkið um það, hvernig orkuvinnslufyrirtækjum og vinnslugetu þeirra verður á hverjum tíma raðað inn á sæstrenginn eða sæstrengina. Þarna munu áreiðanlega samræmdar reglur ACER gilda í þessum efnum. Til þessara kasta kemur sérstaklega, ef strengurinn er fulllestaður. Landsreglarinn ræður því líka, hvaða orkubirgi er kastað fyrst út eða dregið úr flutningi frá, ef mannvirkin verða yfirlestuð. Hér kunna að koma upp hagsmunaárekstrar á milli orkuseljenda og orkukaupenda. Verður sá úrskurður þjóðhagslega hagstæður Íslandi ?
Ómar Geirsson, 17.8.2019 kl. 15:42
Takk fyrir þessa samantekt Ómar.
Hef svolítið verið að reyna að glugga í op4 og þar rakst ég á nokkuð merkilega setningu um að loftlagsmarkið skuli æðri staðbundinni náttúruvernd.
Það er því lítið gagn af brölti Gumma, þar sem hann nú djöflast við að friða heilu árnar fyrir virkjanaframkvæmdum. Þær friðanir munu fara fyrir lítið eftir op4 og meir en það, allar okkar náttúruperlur, hvort heldur er í fossum, háhitasvæðum og landslagi munu lagðar að veði.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 17.8.2019 kl. 20:36
Blessaður Gunnar.
Evrópusambandið hefur sett sér háleit markmið varðandi endurnýjanlega orkugjafa, en þeir hafa flestir þann galla að ganga á umhverfið.
Og ef það ætlar að ná markmiðum sínum, þá þarf umhverfið að víkja.
Síðan má bæta við að í köldu markaðskerfi þar sem samfélagið hefur engin ítök, þar lætur umhverfið alltaf undan, það vantar örugglega ekki reglurnar í Brasilíu, það er bara ekki farið eftir þeim.
Stjórnsýslan er vissulega á hærra stigi í Evrópu, en tilhneigingin er alltaf sú sama.,
Það er ekki að ástæðulausu sem menn fundu upp hið blandaða hagkerfi þó menn hafi deilt um blönduna. Markaðsöfl þurfa bönd samfélagsins, samfélagið þarf dýnamík markaðarins.
Það er hin kalda markaðshyggja sem fékk mig til að rumska um vegferð Evrópusambandsins, og mér finnst það dálítið fyndið að flestir samherjar mínir bæði í ICEsave sem og í baráttunni við orkupakkadýkið skuli vera hægrisinnað borgarlegt fólk. En helstu meðreiðarsveinar Friedmanistana skuli vera fólk sem skilgreinir sig til vinstri.
Ég vona að það rumski af martröð sinni áður en það verður of seint fyrir þjóðina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.8.2019 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.