Sannleikanum verður hver sárreiðastur

 

En það er óþarfi að missa sig þó fólk sé með allt niðrum sig, svikið stefnu sína, kjósendur, lífsskoðanir líkt og það virðist vera plagsiður VinstriGrænna þegar þeir sitja í ríkisstjórn.

 

Af hverju eru þeir að taka þátt í að innleiða regluverk sem festir endanlega í sessi markaðsvæðingu raforkumarkaðarins eftir forskrift Friedmans um að almannavald megi ekki skipta sér að markaðnum og ákvörðunum hans??

Af hverju eru þeir að samþykkja regluverk um tengingar milli landa þegar ljóst er að ef til slíkrar tengingar kemur þá mun það þýða stórhækkun á rafmagni og að fjöldi fólks mun missa atvinnu sína. 

Af hverju eru þeir að samþykkja regluverk sem Evrópusambandinu og stofnun þess, ACER forræði yfir raforkumálum þjóðarinnar þegar til lengri tíma er litið.

 

Og hví í fjandanum eru þeir svo miklir bjánar að þeir vita ekki hvað þeir eru að samþykkja??

Hrópandi síðan ókvæðisorð að fólki sem í hrekkleysi sínu mætir á fund til að útskýra hvað felst í regluverkinu á eins hópværan og kurteisan máta og hægt er.

Mikil má sárreiði þeirra vera.

 

Sannleikurinn gerir samt fleira en að ergja fólk sem þolir ekki að heyra hann.

Sannleikurinn geri þig líka frjálsan er sagt.

 

Jæja, það er ljóst að VinstriGrænir eru ekki frjálsir.

Þeir eru í fjötrum valdaþorsta síns.

Og vinna að því hörðum höndum að fjötra okkur hin.

 

Á klafa Evrópusambandsins.

Í fjötra samkeppnismarkaðarins.

 

Þeir kusu sína fjötra.

Við kusum ekki okkar.

 

Og munum aldrei sætta okkur við þá.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þetta er bara mjög móðgandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hafa Rósa Björk Og Steinfrímur frá Gunnarsstöðum sagt um neðangreint? Ekki neitt kannski? Of móðgandi spurning staðreynd. Björn Kvoslækjarkappi leitast á heimasíðu sinn við að verja ESB. Fögur VAR Hlíðin...

https://orkanokkar.is/2019/08/06/esb-stefnir-belgiu-vegna-3-orkupakkans/

Þjóðólfur í Örorku (IP-tala skráð) 16.8.2019 kl. 18:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þjóðólfur.

Steingrímur er eiginlega alveg hættur að tjá sig því þá er hann alltaf minntur á fyrri orð en Rósa blessunin, þessi sem þóttist vera radikali og uppreisnarseggur í aðdraganda ríkisstjórnarþátttöku VG, hún segir ekki margt.

Hvort það stafi af móðgunargirni eða vegna þess að hún er follóver, það veit sá sem veit, en ég veit það ekki.

Ég vorkenni hins vegar svona fólki, svikabyrði þess er þung.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2019 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband