9.6.2019 | 17:48
Hver er neyðarhemill lýðræðisins??
Það er ef stjórnvöld eða meirihluti Alþingis bregðast skyldum sínum til dæmis vegna spillingar, hagsmunatengsla, gerræðislegra vinnubragða, afsala gæðum og gögnum landsins til erlends valds, eða annað sem telst óeðlilegt en þjóðin hefur engin tök á að bregðast við sökum þess að viðkomandi einstaklingar hafa stjórn á framkvæmdavaldinu og löggjafarþinginu.
Í gegnum tíðina hafa borist fréttar utan frá hinum stóra heimi þar sem forsetar hafa verið settir af að skipan stjórnlagadómsstóla, hæstaréttar eða annarra apparat sem fylgja sjálfstæði dómsvaldsins.
Eins hafa forsetar leyst upp ríkisstjórnir, rofið þing og boðað til kosninga.
En ef valdaklíkan á Íslandi ræður bæði ríkisstjórn og Alþingi, hefur tangarhald á fjölmiðlum (mjög algengt að þetta fari saman í spillingar og einræðisríkjum) þá getur hún gert ýmsan skandal milli kosninga, suma jafnvel óafturkræfa.
Stjórnarskráin er enginn hemill, við sjáum það í orkupakkamálinu, hún er einskis nýtt plagg á meðan ekkert vald verndar hana.
Lýðræði byggist á trausti, að menn virði leikreglur, virði sjálfstæði dómsstóla, virði lögin og svo framvegis.
En hvað gerist þegar þetta traust er rofið??
Þegar þáverandi dómsmálaráðherra kaus að skipa hluta af dómurum Landsréttar eftir geðþótta, en ekki gildandi lögum, þá braut hún lög, og vanvirti sjálfstæði dómsstólsins, og vegna pólitískra refja hélt hún embætti sínu. Eftir sat lamað dómskerfi, því enginn vissi hvaða hagsmunum hinir ólöglegu skipuðu dómarar voru háðir, og það þurfti dóm að utan til gerræðið sætti afleiðingu.
Ekkert afl innanlands stöðvaði gerræðið og þessa vanvirðingu á leikreglum lýðræðisins.
Þessi spurning verður ennþá áleitnari þegar mikill meirihluti þingmanna ætlar fullum fetum að innleiða regluverk frá Evrópusambandinu sem endanlega markaðsvæðir raforkuna okkar, og þrýstir henni inn á sameiginlegan raforkumarkað Evrópu undir boðvaldi yfirþjóðlegrar stofnunar, Orkustofnunar Evrópu ACER.
Afleiðingarnar af þessu eru skýrar. Stórhækkun raforkuverðs að meðaltali, gífurleg hækkun á álagstoppum eins og í kuldaköstum, fjöldagjaldþrot í þeim atvinnugreinum sem treysta á stöðugt framboð á ódýrri innlendri orku, einkavæðing orkufyrirtækja og ekki hvað síst, stóraukinn þrýsting á allskonar virkjanir því innlent regluverk vegur einskis gagnvart hinu yfirþjóðlega. Svo eitthvað sé nefnt.
Ekkert af þessu hefur verið rætt í aðdraganda kosninga, hvorki fyrir þær síðustu, þar síðustu eða þegar hinir orkupakkarnir voru samþykktir.
Samt er slík samræða við þjóðina, að setja fram skýra stefnumörkun um grunnmál samfélagsins, líklegast mikilvægasta óskráða regla lýðræðisins, sé hún ekki virt, þá er nær að tala um gerræði en ekki lýðræði.
Og ef menn tala mannamál, venjulega íslensku alþýðufólks, þá er slíkt í raun valdarán, völdum er rænt frá þjóðinni í nafni milliríkjasamnings sem þjóðin hefur aldrei á nokkrum tímapunkti fengið tækifæri til að greiða atkvæði um.
Í þessu samhengi öllu skiptir ekki máli hvort þetta er til hagsældar fyrir þjóðina eða ekki, það felst í lýðræði að ræða svona mál, gera grein fyrir stefnu sinni, og láta reyna á fylgi hennar í kosningum.
Það litla sem menn þó vissu um afstöðu allra núverandi stjórnarflokka, var að þeir voru á móti þessu regluverki, það er markaðsvæðingu orkunnar og hinu yfirþjóðlegu forræði.
Þegar á reynir eftir kosningar, er algjörlega skipt um skoðun, og slíkt er andlýðræðislegt í grundvallaratriðum. Er í raun fals og blekking, eins og það sé þegjandi samkomulag stjórnmálaflokkanna að sumir segist vera með, aðrir á móti, atkvæði skiptast eftir skoðunum kjósenda, en síðan skipta þau í reynd engu máli, það er þegar búið að ákveða að regluverkið verði samþykkt.
Í reynd er kosningar gerðar marklausar, í raun er aðeins kosið um andlit og nöfn, hinir undirliggjandi þræðir valdsins hafa þegar ákveðið allt sem máli skiptir.
Þó þetta allt sem rakið er hér að ofan er dregið saman, þá er kannski ekki víst að þörf sé á neyðarhemil, óneitanlega eru þetta áður þekkt vinnubrögð, og í reynd hefur þróun vestræns lýðræðis verið í þessa áttina.
Eins og Arnar Þór Jónsson orðaði það svo vel í blaðaviðtali þar sem hann lýsir þróun Evrópusambandsins "Lýðræðisleg vinnubrögð hafi þannig til að mynda vikið fyrir valboði ofan frá. Dómstólar og eftirlitsstofnanir taka ákvarðanirnar og stýra ferlinu, en ekki kjósendur og lýðræðislega kjörin löggjafarþing".
Það væri frekar þörf á neyðarhemil ef upp kæmi það ástand ef upp kæmist að landið væri orðið útbú glæpasamtaka sem hefðu gert það að miðstöð peningaþvættis eða eiturlyfjasölu líkt og var í Panama á sínum tíma áður en Bandaríkin gripu inní. Eða þegar stjórnmálastéttin tók ákvörðun að selja landsmenn í skuldaþrældóm breta þarna um árið.
Og þá var gripið inní, neyðarhemillinn reyndist vera forsetinn á Bessastöðum, en reyndar var þá ekki brúða í forsetasætinu.
En þessi hugsun um neyðarhemilinn hefur samt leitað æ sterkar á mig síðustu daga, og það var ekki fyrr en Sigurður Ingi samgönguráðherra hélt sína frægu ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins og uppskar mikið klapp, sem ég skyldi hvað var að angra mig.
Til upprifjunar enn og einu sinni hvað ESB segir að sé í þriðja orkupakkanum; "The aim is to make the energy market fully effective and to create a single EU .. electricity market. ... one on conditions for access to the network for cross-border exchange of electricity .. and one on the establishment of the Agency for the Cooperation of Energy Regulators ACER ..".
Endursögn Sigurðar Inga er svohljóðandi; "Með orkupakka þrjú mun ekkert breytast nema að eftirlit Orkustofnunar verður betra og hagsmunir neytenda betur tryggðir,".
Þetta er ekkert grín, hann sagði þetta.
Hann minnist ekki á að markmiðið sé einn orkumarkaður (single electricity market), reglur um aðgang að tengingum milli landa (cross-border exchange) kallar hann reglur um tryggja betur hagsmuni neytenda og Orkustofnun Evrópu ACER kallar hann Orkustofnun Íslands. Og að regluverkið um ACER fjalli þá um hvernig eftirlit Orkustofnunar verði betra.
Allt í einu kom uppí huga mér Sýn úr einni myndinni um Ástrík og Steinrík, þar sem Sjóðríkur hafði bruggað seið sem gerði þá sem drukku, bernska, og þeir böbluðu.
Böbluðu svona barnamál, eða bernskumál.
Og að mér lagðist hræðilegur grunur, er þetta raunin??
Það var alltaf óskiljanlegt hvernig fullorðið fólk talaði eins og krakkar í þessu máli, og þó maður hafi skrifað það á ungan aldur bæði iðnaðarráðherra og formanns utanríkismálanefndar, þá var það samt aðeins tilraun til að skýra hið óskýranlega. Báðir þessir einstaklingar eru jú um og yfir þrítugt, og vart hægt að tala um krakka lengur.
Og hvernig sem er litið á Sigurð Inga, þá er ekkert barnalegt við útlit hans eða talsmáta.
Samt talar hann bernskumál þannig að útskýring hans um orkupakka 3 er með öllu óskiljanleg, nema vegna þess að maður veit um hvað hann er að tala. Svona eins og þegar eins og hálfs árs gamall frændi minn sýndi mér hest, og sagði "ho ho". Þá sagði ég, "a ha, hestur".
Þetta gæti alveg verið plott í Bond mynd, sérstaklega á meðan Blofeld var og hét.
Hann var það djöfullegur að hann hefði alveg getað ákveðið að bernska ríkisstjórn Íslands til að græða nokkra milljarða á einkavæðingu Landsvirkjunar, það var nefnilega mikill misskilningur að hann hafi alltaf verið annað hvort að leggja undir sig heiminn eða starta þriðju heimsstyrjöldinni.
En í raunveruleikanum?????????
Allavega aldrei gerst áður.
En hvað ef þetta er skýring á hinu óskiljanlegu tali ráðamanna um orkupakkann.
Að nútímatækni hafi verið notuð á einhvern hátt til að ná valdi yfir ríkisstjórn og þingi.
Hvað er þá til ráða, hver er neyðarhemillinn??
Síðan má spyrja hvort það skipti einhverju máli hvort ytra afl hafi náð að bernska ráðafólk okkar, eða það hafi sjálft kosið að bernska sig, til að geta látið alla þá vitleysu út úr sér sem það hefur gert í þessu máli?
Skiptir skýringin máli, er ekki aðalatriði málsins það að einhver mörk eiga að vera á árásum á staðreyndir í grundvallarmálum eins og þessu, og ef þau mörk eru rofin, að þá grípi sjálfkrafa neyðarhemill inní??
Og ef fólki finnst engin mörk vera á slíku, að stjórnmálamenn megi ljúga og blekkja eins og mikið og ímyndunarafl almannatengla leyfir þeim, að það sé hluti af lýðræðinu, er þá samt ekki einhver mörk á bablinu.
Á hinu óskiljanlegu bernskumáli sem notað er til að lýsa orkupakka 3, svona í ljósi þess um hvað hann er.
Svo ég spyr enn og aftur, hvar eru mörkin, og hvar er neyðarhemillinn??
Því við erum ekki í bíómynd.
Hvað þá teiknimynd.
Við erum í raunveruleikanum.
Og hann á ekki að vera eins og bíómynd, hvað þá teiknimynd.
Jafnvel þó einhverjir telji sig geta grætt milljarða á slíkum farsa.
Þá er bara slíkt ekki í lagi.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 60
- Sl. sólarhring: 612
- Sl. viku: 5644
- Frá upphafi: 1399583
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 4815
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skiptir ekki máli hvort hin andlýðræðislegu vinnubrögð séu til hagsældar eður ei sagði ég hér að ofan.
Hér er stutt klausa tekin af síður Orkunnar okkar, baráttuhóps sem lýsir raunveruleikanum í Danmörku. Sendandi er Þórir Kjartansson;
"Fólk sem býr á Sjálandi er í heimsókn hjá mér. Spurði þau út í hvað þau væru að greiða fyrir mánaðarlega rafmagnsnotkun. Miðað við núverandi gengi á DK eru þau að borga 85þús; íslenskar á mánuði, heimilisnotkun og kynding. Húsið þeirra er mjög svipað mínu í rúmmetrum talið en ég borga nálægt 27þús. á mánuði í rafmagn og hita. (er á köldu svæði). Þegar rafveitan þar var einkavædd fyrir nokkrum árum hækkaði rafmagnsreikningurinn um c.a. helming. Þau geta valið um nokkur fyrirtæki til að kaupa af orkuna en verðmunurinn er svo lítill að það tekur því ekki að eltast við það. Þarna er hin dásamlega framtíðarsýn orkupakkasinna í hnotskurn.".
Þetta er hin meinta neytendavernd; "Þau geta valið um nokkur fyrirtæki til að kaupa af orkuna en verðmunurinn er svo lítill að það tekur því ekki að eltast við það".
Íslensk orka gæti hugsanlega lækkað eitthvað orkuna í Danmörku, svona 0,00eitthvað prómil, en hjá okkur leitaði hún í hið danska verð.
Það liggur í eðli fákeppninnar að leita í hið hæsta verð, þeir sem fá hærri rafmagnsreikning, þeir geta ekkert farið.
Að halda öðru fram er klár blekking.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.6.2019 kl. 18:32
Sæll Ómar, þessi pistill þinn fær ísaldarleirinn til að renna til á mill eyrnanna.
Formaðurinn opnaði formlega Norðurstrandarleiðina í gær, eða The Arctic Coast Way. Þetta var gert með álíka hátíðlegri borðaklippingu og þegar Hringvegurinn var opnaður. Ekkert hefur komið fram um að það hafi verið lagður svo mikið sem metri af nýlegum þjóðvegi á leiðinni, nema að átt sé við endurbæturnar á vegarkaflanum frá Dettifossi að vestanverðu niður í Öxarfjörð. En það voru víst sett upp nokkrir tugir rauðra umferðaskilta með grænum og bláum flækjustrikum á hvítum fleti sem eiga að sýna að þú ert staddur á þessari nýju norðurleið sem nýtur víst gífurlegrar athygli hjá Lonely Planet sem þriðji besti áfangastaður í Evrópu.
Það voru einhver mestu skaðræðiskvikindi síðustu ártuga sem voru með skærin á lofti sitt hvoru megin við The Arctic Coast Way, annar hokin af reynslu með sultardropann niður úr nefinu í nepjunni austur í eyðilegum Bakkafirði og hinn með bringuna þanda upp í vindinn vestur á Hvammstanga. Þú veist það væntanlega jafnvel og ég með því að aka þjóðvegina að viðhald þeirra eru ekki alveg sem skildi. En sjaldan hefur maður heyrt jafn fjálglega talað um "innviðauppbyggingu" og hjá núverandi ríkisstjórnarflokkum. Splunkunýja fimm ára fjármálaáætlunin er samt því miður í molum þó svo að það eigi ekki að koma niður á neinu og alls ekki þeim þjóðvegum sem á að innviðuppbyggja samkvæmt 12 ára vegaáætlun eftir 2030. Það á bara að nýta fjármunina betur.
Það er annaðhvort best að taka strútinn á þessa rugludalla, líkt og söfnuður framsóknar gerði þegar maddaman sagði "þér er ekki boðið", eða hreinlega reikna með að þetta lið geri alltaf hið gagnstæða við það sem sagt er fyrir kosningar. Það virðist hreinlega vera liðin tíð að hægt sé að reikna með því að flest kosningaloforðin séu endurnýtt í þrjú kjörtímabil í röð eins og með mörg menningarhúsin. Að vísu eru orkupakkarnir orðnir 1 og 2 og nú stefnir í þann þriðja og alltaf hefur þeim verið laumað inn sem eftirá kosningaloforðum samkvæmt EES samningnum og þá án þess að kjósendur hafi nokkurntíma verið spurðir um hvað þá EES samninginn. Svona hagar sér náttúrulega ekki háttvirtir þingmenn í umboði kjósenda sinna, heldur bölvað hyski.
Takk fyrir nöturlega upprifjun með kveðju að ofan.
Magnús Sigurðsson, 9.6.2019 kl. 20:44
'Omar Góðar þakkir fyrir þennan magnaða pistil!!!
Þetta eru ekkert annað en samantekin ráð ráðamanna um að fremja glæpsamlegt athæfi á Íslendsku þjóðinni.
Það er kannski málið að búa til neyðarhemilinn?
Kv af Suðurlandi
Óskar Kristinsson, 9.6.2019 kl. 20:52
Það er ljóst að strengjabrúðan, núverandi forseti, er ekki neyðarhemillinn.
Eini neyðarhemillinn mun verða uppsögn EES samningsins.
En hverniog á að knýja það í gegn, þegar forsetinn er strengjabrúða?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.6.2019 kl. 21:53
Neyðarhemillinn getur einnig verið að kæra löggjafarþingið fyrir stjórnarskrárbrot.
Það er einfaldasta leiðin.
Og löngu kominn tími til, varðandi ítrekaða brotastarfsemi þingsins
hvað varðar fullveldisafsal vegna EES samningsins gagnvart stjórnarskránni.
Á einhverjum tímapunkti mun verða látið á það reyna.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.6.2019 kl. 22:08
Sæll Ómar, mér finnst vert að benda á að í nýlegu fréttaviðtali RÚV (31.5.2019) við Svan Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði, Engin ákvæði í stjórnarskrá um framsal valds, segir svo:
Svanur sagði á Morgunvaktinni að öfugt við Ísland hafi Norðmenn gert breytingar á sinni stjórnarskrá við inngönguna í EES, þar sem kveðið var á um framsal valds. Engar slíkar breytingar hafi verið gerðar á íslensku stjórnarskránni á sínum tíma, þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir um að EES samningurinn bryti gegn stjórnarskrá. Hér á landi var skipuð nefnd til að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um hvort samningurinn fæli í sér brot gegn stjórnarskrá eða ekki. Meðal nefndarmanna var hæstaréttardómarinn Þór Vilhjálmsson. „Haldið þið að það gerist í öðru vestrænu ríki að hæstaréttardómari sitji til þess að gefa ríkisstjórninni ráðgjöf hvort eitthvað brjóti gegn stjórnarskránni eða ekki?“ spurði Svanur á Morgunvaktinni.
Hann sagði marga komna á þá skoðun að ef EES samningurinn hafi ekki brotið gegn stjórnarskrá í upphafi, þá geri hann það núna. Ekki aðeins vegna þriðja orkupakkans, heldur fjölda annarra mála.
Það sem stendur eftir að mati Svans er tortryggnin á að ekki sé verið að fara eftir réttum leikreglum. Enn og aftur sé verið að framselja valdið. Hann sagði Norðmenn vera komna á þá skoðun að það sé meira framsal valds fólgið í því að vera í EES en í Evrópusambandinu. Þess vegna vilji margir þar berjast fyrir því að fara úr EES. „Ég treysti mér alveg til að rökstyðja það að það að vera í EES er meira framsal á fullveldinu heldur en að vera í Evrópusambandinu, því hér sitja menn áhrifalausir og taka við öllu sem Evrópusambandið kemur með. Meðal annars orkupakkanum,“ sagði Svanur á Morgunvaktinni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.6.2019 kl. 22:24
Enda þótt ég sé andvígur aðild Ísland að ESB, ólíkt Svani,
þá er þetta hárrétt athugað hjá honum að við svo búið má ekki lengur standa, að löggjafarþingið margbrjóti stjórnarskrána.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.6.2019 kl. 22:27
Því tel ég það einboðið, að neyðarheimillinn verði, sem Símon nafni frá Hákoti bendir á, að kæra löggjafarþingið fyrir stjórnarskrárbrot.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.6.2019 kl. 22:30
Blessaður Magnús.
Á bak við skrumið er sá napri veruleiki að þjóðin hefur ekki nýtt sitt mesta góðæri í nokkra vitræna uppbyggingu eða endurnýjun, og ef hægt er að toppa heimsku orkupakkans, þá er það umræðan og shóvið um eitthvað sem kallað er fjármálaáætlun og fjallar um meinta úthlutun gæða næstu 5 ára.
Eins og menn viti ekki að gæði eru afleiðing, uppskeran fer eftir því hvernig þú hlúir að akri þínum, hvernig þú berð á hann, hvort nýting þín sé í samræmi við það sem hann gefur sjálfbært af sér, og ef þú vilt meiri uppskeru, þá stækkar þú akurinn, bætir útsæðið, að það er það sem þú sáir í víðustu merkingu þess orðs, sem ræður því sem þú uppskerð.
Í mörg mörg ár hefur allt tal snúist um gjaldmiðil, að viðhalda verðgildi hans, um stöðugleika, og á meðan eru forsendurnar smátt og smátt að gliðna, að grotna. Eftir áratuga uppbyggingu höfum við ekki náð í sögulegu góðæri að halda í horfinu, og alveg eins og stór hluti hjúkrunarstéttarinnar eða kennarastéttarinnar er kominn á seinni hluta starfsferils síns, þá eru innviðir víða í það að fara á eftirlaun, eða komnir fram yfir síðasta nýtingardag. Flugvellir, vegir, sjúkrahús, þetta er allt að hverfa eins og kynslóðin sem byggði þetta.
En það er alltí lagi, einhver erlend síða hrósar, ráðamenn klippa borða, og einhver örþreyttur embættismaður fór í smiðju Potemkins ráðgjafa Katrínar miklu, og fann nokkur skilti til að telja trúgjörnum í trú um að eitthvað nýtt hefði litið dagsins ljós.
Það ætti frekar að varða við lög að vísa ferðamönnum á þessa vegi.
Þetta er bara eitt dæmi af mörgum, en í þessu orkupakkamáli hefur heimskan og skammsýnin náð áður óþekktum hæðum, og það var kveikjan af þessari pistlaröð minni þar sem fóðrið var ræða Sigurðs Inga, en eitthvað sem ég var búinn að melta með mér í smá tíma.
Allt er þegar þrennt er Magnús, og ég er ánægður með að föstum lesendum hafi líkað, eða skulum við segja allflestum því það er víst ekki öllum sem líkar skotin.
Ég ætti eiginlega að þakka Sigurði Inga fyrir innblásturinn, ég held að ég hafi náð að festa eitthvað niður á blað sem þeir sem nenna lesa, skilji hvert ég er að fara. Og aldrei þessu vant er ég frekar ánægður en hitt.
Þó ekki eins ánægður og þegar ég las Reykjavíkurbréfið, þar var stríðshanskanum kastað, og atburðarrásin er farin að minna mig á glaðhlakkalegu forystuna, að Geir Harde undanskildum, sem mætti á landsfund og taldi það öruggt að flokkurinn myndi samþykkja aðildarumsókn að ESB. Á móti var aðeins Styrmir gamli, og nokkur gamalmenni með honum.
Þá mætti Davíð á fund, og allir vita hvernig þetta fór.
Ég lít á þessa þrenningu sem búbót við það, þar sem þessi pistill er endapunkturinn.
Og já, þessi barátta fer meira fram á við en aftur á bak.
Spyrjum að leikslokum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.6.2019 kl. 23:45
Takk fyrir það Óskar.
Voru þeir í Krossinum ekki að afhomma fólk hérna um árið.
Þeir gætu kannski tekið að sér í verktöku að afbernska ráðamenn okkar.
Það væri strax skárra að hlusta á þá tala eins og fullorðið fólk.
Annar væri það spurning hvort einhver eldri fóstra með reynslu væri á lausu.
Hvað skyldi Nanny McPhee vera gera þessa dagana??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.6.2019 kl. 23:49
Blessaður Símon Pétur.
Lestu þetta í rólegheitum aftur, blasir svarið þá ekki við?
Skoðaðu hvernig ég byggi upp greinina, hvernig ég leiði umræðuna áfram, frá kannski almennum sannindum sem við þekkjum, og höfum líklegast kyngt fram að þessu. Enda ekkert sérfyrirbrigði hér á landi.
En þegar menn fara yfir þann þjófabálk að ráðast á staðreyndir, eins og þær hafa eitthvað gert þeim, og gera það á þann hátt að heilbrigð skynsemi lítur undan, hún skammast sín svo, og líklegast verðum við að sætta okkur við að skýringar er hvorki að leita hjá nútíma seiðkörlum, eða klassískum illmennum eins og Blofeld, að hvað er þá eftir??
Ég benti vissulega á að Ólafur hefði ekki verið brúða, en jafnvel þó núverandi forseti hefði styrk Ólafs, þá er vandséð hvernig lög leyfa honum að bregðast við??
Réttast væri að prófa fyrst að senda fóstrur í þinghúsið við Austurvöll og athuga hvort þær geti eitthvað gert fyrir þetta fólk í sjálfskaparvíti þess, því þessi bernska hlýtur að koma innan frá. En ef fagfólk getur ekki hjálpað, þá sé ég ekki alveg rökin fyrir forsetann að rjúfa þing með tilvísun í að fólk á þingi sé gengið í barndóm. Ég held að það sé engin lagastoð í því, og það er ekki barist við andlýðræði með andlýðræði.
Svo hvert er þá svarið??
Núna er ég búinn að leiða þig áfram Símon minn, og er bráðum að fara að sofa.
Þú vonandi líka, en nóttin er gjöful til að finna lausnir sem blasa við.
Heyrumst með rísandi sól í fyrramálið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2019 kl. 00:04
Blessaður Pétur Örn.
Alveg ágætis innlegg hjá Svani, en hann stígur ekkert skref annað en það að ef einhver vill bjóða honum á fund, þá skuli hann tala.
Hef aldrei áttað mig á Svani. Virkar oft á mig sem gamall kommi sem gafst upp fyrir frjálshyggjunni, og oftast þegar hann opnar munninn þegar sótt er að almenningi, þá finnst mér nálgun hans í besta falli vera skaðlaus.
Hann hefur ekki stigið hið heiðarlega skref sem Stefán Ólafsson gerði, að gera upp við þann viðbjóð sem Evrópusambandið og hið frjálsa flæði er. Þetta verkfæri stórfyrirtækja á arðráni almennings.
Og varðandi orkupakka umræðuna gerir þetta lítið gagn, þó mér fyndist alveg ástæða til að læka á þetta á Orku síðunni.
Rökin varðandi fullveldið og stjórnarskrána eru komin, þau eru skýr í greinargerð Stefán Más og svo sem ekki mikið meir um það að segja. Svanur kannski riðlar Samfylkingarliðinu, en ekki meir. Og ég reyndar held að því sé slétt sama, þetta eru trúarbrögð, ekki pólitísk afstaða.
Og í grunninn Pétur Örn erum við ekki á móti orkupakkanum vegna þess að hann brjóti gegn stjórnarskránni. Við erum á móti honum vegna innihald hans, frá a til ö. O
Og við værum það þrátt fyrir að hann stæðist stjórnarskrána, það er ef við hefðum breytt henni eins og Norðmenn gerðu á sínum tíma. Og það var allt vitað áður en Svanur opnaði munninn.
En ég lækaði þetta vegna þess að ég sé rök hans sem vopn í næstu lotu þessa stríðs, það er þegar tekist verður á um EES samninginn.
Veistu samt Pétur, ég er farinn að efast að stjórnin nái að landa þessu máli.
Hæðni mín hér að ofan, þó hún sé viss Búbót, þá er hún samt kurteisishjal miðað við flengingu Davíðs á Bjarna Benediktssyni í Reykjavíkurbréfinu.
Hvorki fyrr eða síðar ef Bjarni nær að verjast þessari atlögu Davíðs og knýja orkupakkann í gegn. Því þá verður ekkert síðar hjá þessum flokki, Örendi hans mun sameinast Viðreisn.
Og Bjarni svarar þessu ekki með hjali í Fréttablaðinu, það eitt er víst. Þau mistök hans á 90 ára afmæli flokksins, að skrifa til flokksmanna í málgagni Evrópusinnanna í Viðreisn og Samfylkingunni, er það heimskulegasta sem honum gat dottið í hug. Það er ekki að skjóta sig í fótinn, það er verra en að sarga þá báða af með bitlausri sög.
Fyrst hann er svo firrtur dómgreind, sé ég ekki hjá honum burði til að mæta réttmætri gagnrýni Davíðs.
Og þó hann felldi Hönnu Birnu með krókadílatárum, þá grenjar hann sig ekki út úr þessu.
Núna þegar Davíð er hættur að tala um Trump, og er farinn að tala um flokkinn sinn.
Já, ég er farinn að efast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2019 kl. 00:28
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er æðstu lög Íslands sem önnur lög landsins verða að hlíta.
Neyðarhemillinn er því stjórnarskráin.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.6.2019 kl. 00:29
Góða nótt Símon minn.
Ég tók það skýrt fram að hún er ekki slíkur hemill þar sem ekkert óháð vald ver hana.
Þig dreymir ljósið, það er ljósið sem kemur á peruna þegar hið augljósa svar blasir við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2019 kl. 00:32
Sæll Ómar, takk fyrir mjög gott svar.
Eins illa og þetta leit út fyrir okkur andstæðinga pakkans um tíma, þá er ég sammála þér að þetta er núna farið að leika fylgjendur 3. Orkupakkans afar grátt. Þeir þegja, þeir eru rúnir trausti þjóðarinnar, þeir eru flúnir í bönkerana. Þeir eru orðnir að athlægi.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.6.2019 kl. 00:40
Nákvæmlega Pétur.
Þeir eru orðnir að athlægi.
Og svo ég svari Símoni mínum hér að ofan, þá lýðræðið í raun engan annan neyðarhemil en fólkið sjálft, og heilbrigða skynsemi þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2019 kl. 10:09
Lýðræðið er fólksins en ekki valdsins. Þess vegna ver valdið ekki lýðræðið heldur er það fólksins að verja það.
Verja Íslendingar lýðræðið?
Um heilbrigða skynsemi þá er hún kannski ekki svo almenn, eða hvað?
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 10.6.2019 kl. 10:47
Blessaður Esja minn.
Takk fyrir að blanda þér í umræðu okkar Símon, karlinn er greinilega morgunsvæfur og því ekki mættur með ljósið.
Mikið rétt, lýðræðið er fólksins og það er fólksins að verja það þegar valdið vanvirðir það.
En ekki skaltu vanmeta náungann í næsta húsi, hann er eins og hann er, alveg eins og þú og ég.
En þegar á reynir þá vildi ég ekki egna hann og satt að segja er marklaust bull ein besta leiðin til þess, kannski ekki eins öflug eins og afskipti breta, en allt að því.
Núna er mínu hlutverki lokið í bili, ég náði að setja þetta vopn okkar í samhengi rökræðunnar, þó liðsforingjar Orkunnar okkar séu flestir við aldur, og margir ekki neitt sérstaklega taktískir herforingjar, þá ætti þeim að nýtast þessi klausa;
" "The aim is to make the energy market fully effective and to create a single EU .. electricity market. ... one on conditions for access to the network for cross-border exchange of electricity .. and one on the establishment of the Agency for the Cooperation of Energy Regulators ACER ..".
Endursögn Sigurðar Inga er svohljóðandi; "Með orkupakka þrjú mun ekkert breytast nema að eftirlit Orkustofnunar verður betra og hagsmunir neytenda betur tryggðir,"."
Það þarf bara vel raddaðan þul til að lesa upp enska textann og síðan láta Sigurð Inga lesa upp þýðingu sína, ræðan hans hlýtur að vera til á bandi.
Trúðu mér, heilbrigð skynsemi er almenn, og fólk með heilbrigða skynsemi hristir hausinn þegar það áttar sig á hvernig það átti að blekkja það.
Auðvitað er venjulegt fólk ekki að kynna sér svona mál, það fylgist kannski með umræðunni með öðru eyranu, en almennt þá treystir það kjörnum fulltrúum að sigla skútunni skammlaust.
En þegar þeir sem það treystir launa traustið með því að fífla það í svona máli, það er talar til þess eins og venjulegt fólk sé fífl sem megi segja hvað sem er, þá er úti um það traust.
Síðan sér Davíð svo um hinn almenna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2019 kl. 11:13
Símon hefur kannski í nógu að snúast í Hákoti eins og aðrir bændur.
Ómar, þú segir "að ekki skuli vanmeta náugann í næsta húsi" og að þú "viljir ekki egna hann." En skýtur þá ekki skökku við þegar þú segir heilbrigða skynsemi vera almenna? Ef fólk er almennt í góðu sambandi við sína heilbrigðu skynsemi ætti það þá ekki að hafa nú þegar áttað sig á blekkingunum, en ekki síðar, eins og mér virðist þú telja að það muni gera? Hversu skynsamlegt er það að vakna of seint?
Um formann xB er gott að hafa færri orð en fleiri, hann þarf ekki aðstoð við að losa sig við trúverðugleika. Þú ert kannski að lýsa honum í síðustu efnisgreininni í aths. 18?
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 10.6.2019 kl. 11:36
Löngu vaknaður, verst að aðrir sofa.
Það má vel vera að athlægið verði mikið, en hverju breytir það um einbeittan brotavilja þingsins að innleiða 3. orkupakkann?
Er ekki nokkuð seint að hlæja og fíflast þegar einkavæddir orkureikningar til almennings munu hafa hækkað hér á landi í stíl við dæmið sem þú vísar til í fyrstu athugasemdinni sem sá ágæti maður Þórir Kjartansson sagði frá? Viðlíka hrylling hefur Gunnar Rögnvaldsson sagt frá Danmörku einnig um bilaðar hækkanir orkureikninga til heimila.
Og er það þá þitt eina svar við því að vér skulum hlæja?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.6.2019 kl. 12:08
Blessaður Símon Pétur minn.
Biðst forláts að telja þig sofandi.
Sé að þú hefur lagst undir feld til að finna flöt á að snúa út úr og ekki get ég sagt að þér hafi tekist vel uppí þetta sinni.
Þar sem það er dottið úr tísku að víggirða þröngar götur, þó reyndar R-listinn hafi tekið upp þá iðju í öðrum tilgangi, þá snýst baráttan við valdið um að ná eyrum almennings. Þess vegna voru ekki til þau samtök á árum áður sem ekki gáfu út snepil af einhverju tagi. Og síðustu ár hefur þessi barátta farið yfir í netheima, sem og ljósvakamiðla ýmiskonar.
Og það er er nú bara svo Símon minn kæri að hlægilegur valdhafi virkar aldrei mjög trúverðugur. Þekkt staðreynd í gegnum tíðina, enda til dæmis grínið beitt vopn um hylli lýðsins í Aþenu hinni fornu. Og ég var varla kominn með skeggrót þegar ég furðaði mig á af hverju Sabatini lét lögreglur Loðvíks elta spéfugla um trissur Parísar, þeirra eina sök að standa að útgáfu rita sem fékk fólk til að hlæja, reyndar að yfirvöldum.
Já Símon minn, hláturinn hefur alltaf verið öflugt vopn, og hæðni þeim mun meiri. Og þar liggur sérhæfing okkar Davíðs í, nema hann býr að því að vera miklu betri penni, og lesinn eftir því.
Ég einbeiti mér hins vegar að smáfuglunum, og tekst bara ágætlega upp.
Því miður sýnist mér við ekki upplifa róstur um EES samninginn í þessu máli.
Blaðran er spurning.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2019 kl. 13:02
Blessaður Esja.
Þetta er allt spurning um teningar, þó ekki yfir landamæri.
Heldur svona að ná eyrum fólks.
Það eru mörg skref á þeirri vegferð, erfiðast er alltaf að vera enginn, eða fáir, og hafa allt á móti sér, það er allt sem valdið getur töfrað fram úr ermi sinni. Fjölmiðla, álitsgjafa, meinta sérfræðinga, akademíuna, jafnvel öldunga eins og Vigdís blessuð lét misnota sig í ICEsave deilunni sem og náttúrulega stjórnmálamennina sjálfa.
Það hlustar enginn á þig, það er ekki flóknara en það, enda annað í raun óeðlilegt.
Þó veistu að í grundvallarmáli, þá ert ekki einn um þá skoðun að eitthvað sé þess virði að verja, eins og sjálfstæði lands þíns, eða halda uppi vörnum gegn erlendum fjárkúgurum og innlendum leppum þeirra. En það er ekki öllum gefið að halda uppi málflutningi gegn ægivaldinu, venjulegt fólk telur sig vita hvað er rétt, en þegar það blandar sér í umræðuna, þá kæfa handhafar hins opinbera sannleika flest sem frá því kemur.
Það er á því stigi þar sem menn eins og ég eru mikilvægir, það er ekkert í eðli mínu að vera svona ögrandi og ósvífinn, þetta er aðeins baráttutaktík til að draga að mér viðbrögð, fá rökræðuna, og sýna þeim sem lesa, að þetta er hægt, að kjarninn, kjarni staðreynda og sannleikans það er þess sem er rétt, er okkar. Smátt og smátt þora fleiri að tjá sig í athugasemdarkerfinu, með greinum eða pistlum, og það lærir að verja skoðanir sínar. Umræðan skapar af sér rök sem er hægt að vitna í.
Sjáðu til dæmis til að ef maður ætlaði að lesa allt um það sem hægt væri að nota gegn manni, það er andstæð rök, þá gerði maður ekki annað, en að erta gott fólk sem þráir fátt heitar en að stinga uppí þig, það gefur manni rökin á færibandi. Þessum rökum ásamt gagnrökum er svo deilt um umræðuna og smán saman síast þetta lengra og lengra út í samfélagið.
Það var á þessu leveli sem valdið tapaði ICEsave stríðinu, jarðvegurinn var okkar sem voru í þessari skítvinnu.
Hins vegar dugar þetta ekki til, of margir taka afstöðu í málum sem eru flókin og yfirgripsmikil eftir hinni opinberri orðræðu, og þar skiptir öllu máli að þekktir einstaklingar innan gæsalappa tjái sig svo eftir er tekið. Til dæmis var okkar besti fræðimaður ítrekað búinn að skrifa greinar í félagi við annan í Morgunblaðið þar sem rök stjórnvalda í ICEsave voru hrakin, en þegar Sigurður Líndal, tók undir, þá fengu hin fyrri orð meira vægi í umræðunni. Síðan þegar Eva Joly fékk vin sinn í regluveldinu til að segja frá hugsuninni á bak við lagasetninguna, þá sá maður margar grímur renna af fólki vinstra megin við miðju.
Þetta leiddi eitt af öðru, Davíð varð sterkari með hverjum mánuðinum, Karl Ágúst í Spaugstofunni náði að þagga niður í aumum samfylkingarhúmor Pálma, svo Spaugstofan var beinskeytt í stjórnarandstöðu sinni, svo koll af kolli.
Þar til á einhverjum tímapunkti, náunginn varð beintengdur, hann skildi að hann var blekktur, og hann mætti á kjörstað og felldi ICEsave í tvígang. Seinni atkvæðagreiðslan var miklu erfiðari því þar var samflokkurinn með samningnum, og enginn vissi hvað grasrótin í Sjálfstæðisflokknum myndi gera. Gleymi aldrei pistli hjá Páli Vilhjálmssyni á kjördag þar sem hann sagði að þetta væri komið, hann hefði heyrt tal tveggja manna í vinnufötum, greinilega iðnaðarmenn sem kusu á móti. Það að þeir skyldu leggja á sig að taka sér frí frá verkefnum, og létu ekki blekkjast, það sagði allt um náungann í næsta húsi. Reyndar um hinn vinnandi mann sagði Páll en það er önnur saga.
Það er nefnilega svo Esja minn að ég hef gert þetta áður, og ég er klár í því sem ég er að gera. Ekki vegna þess að ég er góður penni, það er ég sannarlega ekki, heldur vegna þess að ég er góður í að meta aðstæður, vera skrefinu á undan, hvort sem það er í vörn eða sókn.
Ég lærði snemma að vanmeta ekki heilbrigða skynsemi fólks, það bara flengdi unglinginn með orðum ef þess þurfti. Og eftir að ég jók við þekkingu mína, og þroskaði rökfærslu mína, þá finn ég það ennþá sterkar, að fátt slær við brjóstviti hins venjulega, svona þegar hann kýs að ná í það og spyrja það ráða.
Og það er heimskra manna ráð að gera slíkt, og ég þakka guðunum, næstum öllum nema Mammon, á hverjum degi að fólkið sem við erum að glíma við í þessari atlögu að landinu okkar, er ekki gáfað.
Það má stundum blessa forheimskuna, og nei Esja, ég var ekki að lýsa Sigurði Inga sem slíkum, var þegar búinn að því. "Samt talar hann bernskumál þannig að útskýring hans um orkupakka 3 er með öllu óskiljanleg, nema vegna þess að maður veit um hvað hann er að tala. Svona eins og þegar eins og hálfs árs gamall frændi minn sýndi mér hest, og sagði "ho ho". Þá sagði ég, "a ha, hestur".".
Ég þarf ekki að eyða fleiri orðum á hann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2019 kl. 13:41
þegar þáverandi dómsmálaráðherra kaus að skipa hluta af dómurum Landsréttar eftir geðþótta, en ekki gildandi lögum, þá braut hún lög, og vanvirti sjálfstæði dómsstólsins, og vegna pólitískra refja hélt hún embætti sínu. Eftir sat lamað dómskerfi, því enginn vissi hvaða hagsmunum hinir ólöglegu skipuðu dómarar voru háðir, og það þurfti dóm að utan til gerræðið sætti afleiðingu.
Ekkert afl innanlands stöðvaði gerræðið og þessa vanvirðingu á leikreglum lýðræðisins.
Þetta eru rangfærslur. Hún jók við listann og Alþingi samþykkti tillögu hennar. Hún var í eions miklum, rétti og hún gat verið. Hún hefði átt að hafa varamenn á listanum hugsanlega.
Ferlegast var þegar Hæstiréttur úrskurðaði mönnum bætur fyrir að' hafa ekki fengið embættiþ Algert klúður finnst mér.
En sannaðu til, hún verður sýknuð og fær embættið aftur enda sú besta sem völ var í í íhaldinu.
Halldór Jónsson, 10.6.2019 kl. 13:52
Magnús sigurðsson segir:
En sjaldan hefur maður heyrt jafn fjálglega talað um "innviðauppbyggingu" og hjá núverandi ríkisstjórnarflokkum. Splunkunýja fimm ára fjármálaáætlunin er samt því miður í molum þó svo að það eigi ekki að koma niður á neinu og alls ekki þeim þjóðvegum sem á að innviðuppbyggja samkvæmt 12 ára vegaáætlun eftir 2030. Það á bara að nýta fjármunina betur.
Hvað með þennan þjóðarsjóð? Er eitthvað aukreitis eftir í hann?
Vegagjöldin í Vaðlaheiðargöngum svínvirka. Af hverju ekki að beita þeim á ómalbikaða kafla og klára þá?
Halldór Jónsson, 10.6.2019 kl. 13:57
Hverju skilaði íslensk fyndni íslenskri alþýðu í 600 ár? Engu Ómar minn. Hér réðu leppar erlends valds og níddu niður íslenskan almenning.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.6.2019 kl. 16:22
Halldór; það getur varla kallast að nýta fjármunina betur. Ætli það kallist ekki frekar að snúa meira út úr almenningi. En það kæmi svo sem ekki á óvart að það yrði gert.
En hvort það verður notað í vegina frekar en þeir peningar sem þeim hafa verið eyrnamerktir þeim hingað til er vafamál. Best gæti ég trúað að þeir hyrfu ofan í sömu vasana og hingað til, með kararáðs aðferðum.
En Halldór, veist þú um einhvern sjóð á Íslandi sem ekki hefur verið stolið?
Magnús Sigurðsson, 10.6.2019 kl. 16:25
Blessaður Símon minn.
Þér heftur oft tekist betur upp í útúrsnúningum.
Ræddi stöðu mála við kollega þinn Esja frá Kjalarnesi, hvernig tengingum er komið á við innra eyra fólks. Lestu það bara í rólegheitum, og reyndu að skilja hugsunina sem að baki býr.
"I am not a crook" er frægasta vanmat á vitsmunum almennings, og það var sjálfsmark.
En það var mikil vinna að koma Nixon í þá stöðu, jafnvel nokkru mánuðum fyrr hefði hann mátt segja þetta án þess að því hefði verið veitt mikil eftirtekt.
Ríkisstjórn er komin í þessa stöðu í dag, en hún kemur sér ekki sjálf í snöruna.
Og mér virðist að þú sért ekki heldur sérstaklega áfjáður að hjálpa henni þangað.
En ég treysti Davíð til þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2019 kl. 18:53
Er ekki tími til kominn að þú svarir, hreint og beint, hver neyðarhemillinn er. Í stuttu og hnitmiðuðu máli. Hvrrnig má koma í veg fyrir að 3. orkupakkinn verði innleiddur af þingfíflunum?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.6.2019 kl. 20:16
Blessaður Halldór.
Það er góð regla að þegar maður sakar annan um rangfærslur, að færa rök fyrir sínu máli, svo allavega sé hægt að leiðrétta þær. En það gerir þú ekki, vegna þess að þú getur það ekki.
Það er fátt aumara fyrir lýðræðið en þegar dómsmálaráðherra sjálfur brýtur lög sem hún sjálf kaus að endurskoða nokkrum mánuðum áður, nema ef vera skyldi að hún skuli komast upp með að gefa það upp sem skýringu að hún hafi vilja lagfæra kynjahalla, í ljósi þess að hún sjálf skaut í kaf hugmyndir í þá veru. Auk þess að vanvirða sín eigin lög, þá var hún staðin að geðþótta, það voru engar rökréttar skýringar á brottfalli þeirra sem féllu út, og þær skýringar sem hún gaf upp fyrir breytingunni frá lista hæfnisnefndar, gátu aðeins skýrt skipan tveggja af fjórum hinna nýju dómara. Alvarleiki brota ráðherra var síðan ennþá meiri þegar upp komst að hún hafði hundsað aðvaranir sérfræðinga sinna sem bentu henni á hvernig hún yrði að standa að skipan nýrra dómara, ef hún kysi að fara ekki eftir tillögum hinnar lögbundnu hæfnisnefndar. Það var enginn ágreiningur um að samkvæmt lögunum þá mátti hún það, en hún varð að standa rétt að sinni skipan samkvæmt lögum þar um.
Þetta eru staðreyndir Halldór, og það eina sem vitið fær er sár við að lemja staðreyndir, þó heimskan skynji ekki þau sár.
Ósjálfstæði Hæstaréttar fólst í því að þó hann benti á lögbrot dómsmálaráðherra, og dæmdi fórnarlömbum hennar skaðabætur, að þá taldi hana sjálfa skipunin lögmæta því Alþingi hefði samþykkt. Brást sem sagt sem neyðarhemill gagnvart ólögum og yfirgangi þingheims. Og eins og svo oft áður í sögu þjóðarinnar, þá kom réttlætið að utan, og það skiptir engu máli hvort yfirelítan í Strassborg standi með sínu fólki, smánin er þegar blettur á Landsrétti. Auk óvissunnar, við vitum ekki hverjum þessir fjórir eru trúir.
Og Halldór, gæði eða ætterni lögbrjóta breyta engu þegar lögbrot er metið.
Hins vegar er það plagsiður í íslenskri pólitík hvernig hinn almenni ver sitt fólk fram yfir rauðan, og slík smán loðir ennþá við íslenskt vinstrifólk eftir að lygar Jóhönnustjórnarinnar í ICEsave málinu komu í ljós. Eftir á að reyna á staðfestu ykkar sjálfstæðismanna í undirlægjuhættinum gagnvart Brussel valdinu.
Ég vona bara að fyrrum formaður ykkar hafi talað það skýrt mannamál í síðasta Reykjavíkurbréfi sínu, að þið látið af þeim plagsið.
Las þetta á bloggi þínu;
"Hvað orkupakkamálið varðar gat enginn ætlað annað. Landsfundur flokksins hafði lagt línuna: "Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.“
Nú reyna menn með einkar aumu og satt best að segja algjörlega óboðlegu yfirklóri, langt fyrir neðan sína virðingu, að láta eins og almennt hjal, sem verið hefur í almennum yfirlýsingum fundarins og einskis getið við afgreiðslu þess hafi eytt fyrrnefndri ákvörðun með göldrum.
Þessir klaufalegu kollhnísar hófust þó ekki fyrr en á lokametrunum. En sjálfstæðismenn töldu ekki ástæðu til að óttast.
Landsfundarákvörðunin lá fyrir og sjálfur formaður flokksins hafði í áheyrn alþjóðar úr ræðustól Alþingis tekið af öll tvímæli vorið 2018 og aldrei gefið til kynna að hann myndi snúast í sams konar hring og hann gerði í Icesave forðum, svo flokksmenn undruðust og horfðu hryggir á.
Bjarni Benediktsson sagði: „Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana? […] Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra? […]
Hérna erum við með kristaltært dæmi um það, raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál.“
Ári síðar öllum að óvörum lagðist hann svo þvert á sín sjónarmið og Sjálfstæðisflokksins án þess að geta um hvað hefði hrakið hann frá afstöðu sem hafði verið óbreytt í heilt ár! Allan þann tíma hafði Morgunblaðið ástæðu til að vera í góðri trú. Ekki einn einasti þingmaður hefur gert sér ferð á ritstjórnarskrifstofur blaðsins þar sem þeim hefði verið tekið opnum örmum og fengið kaffi og kruðerí.".
Davíð er nefnilega maður.
Það sterkur maður að hann gæti jafnvel fellt drauginn Glám og drauginn Plagsið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2019 kl. 22:49
Símon minn, ég sagði það í spjalli mínu við Pétur Örn í morgun, ég hélt að þú fylgdist með athugasemdarkerfinu, hvernig vissir þú annars að ég var að spá í að þú værir morgunsvæfur í dag??
Eða af hverju þú fórst að tala um íslenska fyndni eins og einhver sem vaknar seint og síðar, grútfull með hausverk, og heldur þá að fúllyndi sé fyndið, og ef það slær ekki í gegn, fer að lesa uppúr íslenskri fyndni?
En ég get alveg peistað þessu svar, það er stutt og skorinort eins og mín er von og vísa, það er þegar ég greini frá niðurstöðunni.
"Og svo ég svari Símoni mínum hér að ofan, þá á lýðræðið í raun engan annan neyðarhemil en fólkið sjálft, og heilbrigða skynsemi þess.".
Það ver enginn lýðræðið nema við sjálf Símon minn.
Og því miður held ég að málið sé komið á þann stað eins og ég reyndi að útskýra fyrir þér hér að ofan, þó það hafi allt farið öfugt ofaní þig, en eitthvað snúist aftur við ef þú last hugleiðingar mína við Esja um hvernig við sem erum ekkert, getum hafið varnir og fengið aðra til að gera slíkt hið sama, og í kjölfarið hvað þyrfti að gerast til að valdinu yrði ógnað eða brotið á bak aftur, að það verða ekki róstur í sumar.
Svo ég segi þetta aftur án aukasetninganna sem liggja út og suður, þá held ég því miður að málið sé komið á þann stað að það verða ekki róstur í sumar. Já, ég veit að fórnarkostnaðurinn við rósturnar var reglugerðin, en útilokað var að rafmagnið hækkaði um leið, slíkt ferli tekur lengri tíma, 5-10 ár þar til kuldaboli færi að bíta., atvinnuleysisboli þó kannski fyrr líkt og Vilhjálmur Birgisson hefur áhyggjur af fyrir hönd umbjóðenda sinna.
Já rósturnar, alveg rétt. Rósturnar um EES samninginn, þar sem menn næðu í framhlaðninga og færu að blumma á það voðamannannaverk.
Því eins og hinn gamli vopnabróðir minn úr ICEsavestríðunum las út úr pistlaröð minni, ráðherrarnir eru búnir að gera sig að athlægi.
Ég veit ekki hvar þú dvaldir manninn hér á árum áður Símon, en við Pétur stóðum vaktina í ICEsave og upplifðum þá Ögurstund þegar Ólafur var gerður að athlægi í áramótaskaupinu 2009, og þá var öllum ljóst, sem vita vildu, að hann myndi vísa ICEsave samningnum í þjóðaratkvæði, aðra valkosti hefði hann ekki til að endurheima æru sína.
Auðvitað skipti það máli hvað var búið að gera fram að því, það knúði atburðarrásina áfram, en það var ekki fjöldinn sem skrifaði undir kröfuna um þjóðaratkvæði, eða mótmælin við þinghúsið, Ólafur vildi einfaldlega ekki að hann yrði forsetinn sem var aðhlátursefni þjóðar sinnar, það var ekki flóknara en það.
Ég er því miður ekki það lesinn að einhver muni á morgunn eða hinn ganga upp að Sigurði Inga og sýna honum litla fígúru af hesti, og spyrja, hvað er þetta??, og engin Spaugstofa er núna að verki, aðeins meðhlæjendur, misfyndnir.
En ég hef gott stöðumat, og fyrst að ég gat klambrað saman svona pistli, og komist upp með það, þá veit ég að aðrir mér færari munu gera slíkt.
Nú er komið að þeim.
Ég hef sinnt minni vinnu.
Og ef ég skyldi hafa rangt fyrir mér, þá mæti ég einhvern tímann seinna eftir að Alþingi hefur sagt upp sjálfstæði þjóðarinnar, og þá verða róstur Símon minn.
Þá verður gripið í neyðarhemilinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2019 kl. 23:19
Þakka fyrir svarið sem ég beið eftir frá þér.
Er ekki eins bjartsýnn og þú á mátt Davíðs.
En mbkv.
Símon Pétur frá Hákoti.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.6.2019 kl. 23:47
Það var þarna allan tímann Símon minn kæri.
En þú meinar svartsýnn ef þú ert að vísa í mig, ég vil slátra skepnunni sem kennt er við EES, en sýnist að mér verði ekki að ósk minni. Það óféti hefur svo marg oft rofið griðinn, og flest hervirki gerð í þess nafni.
Eini kostur hennar er að hún afhjúpar, til dæmis varðandi innflutning á hráu kjöti, illvilja og svartar sálir baráttumanna skammsýnarinnar og gróða. Hún hefur afhjúpað duglausa kerfiskarla sem hafa leyft mannsali og níðingsskap gagnvart fátæku erlendu vinnuafli blómstra, að ekki sé minnst á það innlenda pakk sem finnst sjálfsagt að útlenskir auðmenn kaupi upp landið okkar. Svo fátt eitt sé nefnt.
Svo eru þeir einhverjir aðrir líka, og á undir liðnum, aðrir sammála um að séu jákvæðir, en ég nenni ekki að telja þá upp.
Það er reyndar rétt ef þú horftir á þetta þröngt, þá hefur Davíð einn og sér ekki máttinn, enda skilst mér að mátturinn sé alheimslegur, eða allavega í einhverju stjörnukerfi far far away.
Enda er svona ferli sjaldnast eins manns verk.
En ég reyndi að orða eina hlið fílsins við Esja hérna áðan, hvernig svona skriðu er hrint af stað, og hvernig hún vindur uppá sig.
Í Sjálfstæðisflokknum er hún orðin óstöðvandi, bara spurningin hverjir kjósa að verða undir. Í því samhengi er samþykkt orkupakkans aukaatriði, það flýtir þá fyrir uppgjörinu og ég fæ stríðið um EES.
Í Framsóknarflokknum má hópurinn í kringum Guðna vera aumur í taktík ef hann nýtir sér ekki afglöp og fávisku Sigurðar Inga, og ég sé ekki hvernig Katrín nái að sigla VG í land í þessu máli. Og þá vísa ég í að uppgjör, eða undanhald í hinum stjórnarflokkunum hlýtur að skila undiröldu inní VG.
En þetta er allt mat Símon minn, líkt og ég met hlutverk mitt og tilgang, um hvað ég skrifa, og hvaða flötur er á þeim skrifum. Núna er innlegg Arnars Þórs þurrausið, og skrif um málþófið líka. Sem reyndar minnir mig á að forsenda þessara pælinga er að Miðflokkurinn haldi út í málþófinu. Svo ég segi bara eins og Churchill gamli, sjaldan hafa eins margir átt eins fáum jafn mikið að fatta.
Sem aftur minnir mig á að svona mál afhjúpa, enn og aftur hefur Stundin sýnt sitt rétta eðli í samstuði sínu við auð og völd. En það er víst málaliðaháttur að leita þangað þar sem borgunar er von.
Svo ég segi bara að lokum, keep on running, þetta fer allt einhvern veginn.
Og almenningur mun rísa upp.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.6.2019 kl. 07:07
Það er reyndar orðið augljóst að þeir einir sem þora opinberlega að rísa upp gegn Davíð, af eldri þingmönnum og valdamönnum andheitisflokksins, eru Engeyingarnir Björn Bjarnason og Halldór Blöndal.
Svo mikill er alla vega máttur Davíðs að hann mun taka þá báða sem hvolpa tvo og snýta þeim.
Það lofar góðu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.6.2019 kl. 11:21
Já, ég held að þetta Reykjavíkurbréf sé eins og eftir flóðbylgjuna miklu, þá gerði enginn sér grein í fyrstu hvurslagar hörmungar þetta voru.
Ég held að fólk sé ekki ennþá búið að átta sig á þeim tíðindum sem urðu um þessa Hvítasunnuhelgi, þetta er meira fíaskó fyrir flokksforystuna en þegar hann reis upp á landsfundinum og sendi tillögu hennar um aðildarumsóknina aftur heim til föðurhúsa Samfylkingarinnar.
Það eina sem getur bjargað leyfunum af pólitískum trúðverðugleika Bjarna er að ná einhverri sátt í þessu orkupakkamáli, og vandséð er hvernig sú sátt sé nema að málinu sé vísað til sameiginlegu EES nefndarinnar. Frestun fram á haust, í þeim tilgangi annaðhvort að semja um svik við Miðflokkinn eða reyna þá að þreyta hann til hlýðni, það er ekki frestun á forystuvanda Sjálfstæðisflokksins, heldur gröf sem margir munu verða grafnir í.
Þegar fyrrverandi formaður flokksins, sá öflugasti frá því að tvíeykið, Ólafur og Bjarni eldri stjórnuðu, segir hreint út, og skiptir engu þó annar sé hafður fyrir því, að betra sé að forystan víki, en flokkurinn, þá er slíkt ekki hummað fram af sér. Öll eldri kynslóðin eins og leggur sig er sammála þessu mati, og aðeins tryggðin ein skýrir ennþá stuðninginn við flokkinn. En þetta er eins og í Bretlandi, á meðan íhaldsfólk hafði ekki annan valkost, þá kaus það sinn gamla flokk með hangandi hendi, en um leið og valkostur bauðst, þá hvarf fylgið eins og döggin í morgun þegar sólin byrjaði að skína.
Og ætla menn að láta reyna á þetta??
Veistu, ég trúi þeirri heimsku upp á þá, því aðeins heimskan skýrir hvernig haldið hefur verið á málum í flokknum í þó nokkurn tíma. Ég veit að flokkurinn er að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með því að taka upp stefnu 21. aldarinnar, en það er bara ekki stefna eldra fólksins, og það er það sem er hryggjarstykkið í fylginu í dag, ekki yngra fólkið sem talar eins og það haldi að Viðreisn sé bara flokksfélag uppí Breiðholti. Það þarf forystuhæfileika til að ná að höndla nýja tíma, án þess að segja skilið við þá gömlu, og það hefur Bjarna algjörlega mistekist. Þó er hann þeirra sterki maður, þannig að núna er það að duga eða drepast.
Og hann dugir ekki nema hann nái sátt við Davíð, hvernig sem hann fer að því.
Að hundsa hann í annað sinn er banabiti flokksins, og eins og ég sagði hér að ofan, Örendið mun sameinast Viðreisn í þröngan flokk atvinnurekanda.
Það er útilokað eftir Reykjavíkurbréfið að Davíð leggi niður skottið og haldi gjammandi á flótta við að helga sér næstu vikur og mánuði að skamma demókrata fyrir að vera vondir við Trump, þá verður hann að því athlægi sem tannlausir hundar eru ætíð.
Sérstaklega í ljósi þess að hann þyrfti ekki nema aðra höndina í að snúa þá báða niður, Bjarna og Björn, Björn er sterkur, en orkupakkamálið og fylgispektin við Samfylkinguna í því máli, hefur gengið frá pólitískum trúverðugleika hans dauðum. Það var algjör óþarfi að eftir að Samfylkingin sat uppi með forystu sem getur ekki tjáð sig, nema í besta falli í einhverju bulli, að Björn beitti rökvísi sinni til að draga hennar hjartans mál að landi.
Það vita það allir að ef þessir orkupakkar nást inní löggjöfina, þá er það aðeins formsatriði að þjóðin gangi í ESB, því EES er bæði búið að slátra landbúnaðinum, og markaðsvæða orkunna undir stjórn búrókrata Brussel, skiptir engu þó einhver málpípa sé með skrifborð í húsi Orkustofnunar, valdið og fyrirmælin koma að utan. Skömminni skárra er þó að vera í ESB og hafa öráhrif sem og aðgang að ölmusustyrkjum handa rústum landbúnaðarins, en að sitja áhrifalaus uppi með brunarústirnar eingöngu.
Þetta er það sem Björn er að gera, koma þjóðinni í ESB, eftir að Samfylkingin varð að algjörum brandara.
Nei, þessir menn standa ekki í Davíð, það er eitt sem öruggt er.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.6.2019 kl. 12:06
Eftir þessa athugasemd þína, kæri Ómar, get ég ekkert sagt nema svo sannarlega, já svo sannarlega
Amen.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.6.2019 kl. 12:17
Fulltrúar fólksins - kjósenda - hafa samið nýja stjórnarskrá sem bíður fullnustugerðar.
Þar tel ég að sé að finna þann neyðarhemil lýðræðisins sem þú spyrð um Ómar Geirsson
Árni Gunnarsson, 11.6.2019 kl. 21:28
Blessaður Árni, ég hef enga trú á því.
Svona í fyrsta lagi þá yrði hún aldrei hemill á þessu máli, jafnvel þó hún hefði þegar verið samþykkt, en sem drög hamlar hún náttúrulega ekkert.
Í öðru lagi þá var hún ekki samin af fulltrúum fólksins, það voru þarna fulltrúar fólksins, en þeir voru í vasanum á vinnumönnum hagsmuna og auðs.
Í þriðja lagi þó hið skítuga fjármagn hefði ekki verið þarna með stjórnarputtana, þá er ég alfarið á móti flækjum í stjórnarskrá, vil hafa sem minnst í henni, en ekki mest.
Ef við sleppum þriðja laginu, en íhugum fyrstu tvö, þá er ljóst að umræðan um nýju stjórnarskrána er til að skemmta skrattanum, til að reka fleyg inní raðir orkupakkaandstæðinga. Þó vissulega slæðist gott fólk með, þá hafa skemmtanastjórarnir fyrst og síðast verið fólk með tengsl við Pírata, sem eru aumkunarverðustu viðrinin í þessu máli, og Samfylkinguna. Fólk sem er fylgjandi þessum orkupakka, en bæði treystir á auðtrúa í okkar röðum, að þeir taki undir þetta, sem og að deilurnar sem þeir ná að kveikja, í hóp sem er ansi sundurleitur, þar sem margir taka þrasgirni Kelta á þetta, muni skaða hópinn innanfrá.
Og tekst það því þetta eru engir stríðsmenn sem stjórna Orkunni okkar.
En þig þekki ég ekki annað en að heilindum Árni í baráttunni við hið skítuga fjármagn svo ég reikna með að þú sért að vísa í að þú teljir að óháð þessu máli, að til lengri tíma litið ef þessi drög verði að nýrri stjórnarskrá, þá sé kominn sá neyðarhemill sem ég lýsi eftir.
Þá komum við að þriðja liðnum, og þar sem ég er að fara í rúmið eftir að hafa lesið fótboltafréttirnar, þá ætla ég að peista í næsta athugasemd umræðu sem ég átti við góða og gegna konu, sem alls ekki virkaði sem flugumaður í umræðunni, sem spannst á síðu Orkunnar okkar um blessaða Nýju, og hún kom inn með athugsemd nokkrum dögum eftir að umræðunni var lokið af minni hálfu.
Þetta er engin vísindaritgerð en svona í fljótheitum milli anna hér í athugasemdarkerfinu, þá henti ég inn athugasemdum við athugasemdir hennar.
Ef þú lest þá getur þú allavega séð af hverju við erum ósammála.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.6.2019 kl. 00:01
Blessaður aftur Árni.
Kjarni minnar afstöðu er sá að ég er ekki fæddur í gær, og ég hef tekið slaginn við þetta fólk. En hér er umræðan milli mín og Elínar.
Síðan er það mín persónuleg skoðun, og byggi það á reynslu minni í eldlínunni í ICEsave baráttunni, að í raun þjóni hún þeim eina tilgangi að setja inn ákvæðið að ekki sé greitt atkvæði um eitthvað sem snýr að þjóðréttarlegum skuldbindingum. Ég er ekki fæddur í gær og veit hvernig valdið vinnur. Hefði verið búið að breyta stjórnarskránni í þessa veru áður en ICEsave fjárkúgun breta kom til, þá hefði örugglega ekki komið til þjóðaratkvæðis um ICEsave samninginn. Hvað þá að það væri minnsti möguleiki að koma þessu regluverki í þjóðaratkvæði.
Valdið veit sínu viti.
Það eru jú þeir sem hafa efni á lögfræðingunum, ekki við.
Og þeir sem blekktu fólk upphaflega, þetta voru allt menn í vinnu hjá fjármagninu, þeir töldu því í trú um að góð lagsetning, um hin og þessi sjálfsögðu réttindi, þyrfti að fara í gegnum stjórnarskrá. Valdið hefur aldrei virt stjórnarskrána, það beygir hana eftir sínum þörfum. Hins vegar er hún skálkaskjól þess gagnvart fulltrúum almennings sem á einhvern hátt ætla að skerða forréttindi fjármagns og auðs.
Stjórnarskráin hefur aðeins einu sinni haldið í þágu almennings, og það var þegar Ólafur nýtti fornt ákvæði hennar um málsskotsrétt forseta, og spáðu í það Elín, því ég efa ekki góðan vilja þinn, hver urðu fyrstu viðbrögð valdsins??? Spáðu í það.
Jú, að skipta út stjórnarskránni sem flæktist fyrir. Eins og ég sagði þér hér að ofan, ég er ekki fæddur í gær, og ég hef tekið slaginn við þetta fólk.
Ómar Geirsson, 12.6.2019 kl. 00:05
Neyðarhemillin er í stjórnarskránni sem að sjallar vildu ekki samþykkja á sínum tíma. Í þessari stöðu er það kaldhæðni örlaganna.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 12.6.2019 kl. 01:02
Blessaður Sigþór.
Þetta er rangt. Vísa annars í umræðuna hér að ofan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.6.2019 kl. 06:58
Sæll Ómar
65. gr. Málskot til þjóðarinnar
Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.
Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.
66. gr. Þingmál að frumkvæði kjósenda
Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.
Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.
Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því málið hefur verið afhent Alþingi.
Heimild: http://www.stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 16:56
Hængurinn er Sigþór, að undantekningin er vegna mála sem varða þjóðréttarlegar skuldbindingar.
Lærdómur elítunnar af ICEsave.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2019 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.