Birgittu fórnað.

 

Fjármagn og fjárfestar eiga mikið undir að orkupakki 3 sé samþykktur á komandi aukaþingi.

Varnir þjóðarinnar gagnvart einkavæðingu orkufyrirtækja og lagningu sæstrengs sem mun sjálfkrafa kalla á mun hærra orkuverð, gufa upp við samþykkt þessarar reglugerðar Evrópusambandsins.

Þess vegna var ættarvitinn til í Sjálfstæðisflokknum, þess vegna hafnar keypt fólk Birgittu.

Leiðtogans sem gerði Pírata að trúverðugu stjórnmálaafli.

 

Vegna þess að ólíkt Helga, Birni og öllum hinum, þá var sál Birgittu ekki til sölu í þessu grundvallarmáli sem mun marka endalok sjálfstæðis þjóðarinnar ef keyptir stjórnmálamenn fá frítt spil um að véla um fjöregg þjóðarinnar.

Pólitískur dauðadómur Birgittu innan Pírata var færsla á Feisbók þar sem hún benti á að þrátt fyrir hærra matvælaverð, og ýmsan annan kostnað, þá vægi ódýra orka þar uppá móti, að Ísland væri þrátt fyrir allt ekki svo dýrt land.

Hún sagði satt og fyrir það var hún veginn.

Viðrini umræðunnar þola ekki slíkt tal.

 

Eftir stendur það aumkunarverða fólk sem þykist vera á móti hinu og þessu og segist síðan kjósa Pírata.

Heldur ekki vatni þegar siðanefnd Alþingis setur ofaní hina keyptu vegna kjafthátts þegar einstaklingur er þjófkenndur, vegna þess að hann nýtti sér götótt regluverk.  Það er svo auðvelt að hrópa spilling og þjófkenna, í stað þess að takast á við reglur sem í raun þingmenn Pírata hafa ekki síður nýtt sér eins og aðrir þingmenn á löggjafar þingi okkar.

Upphrópanir lýðskrumsins stjórnað úr vasa fjármagnsins.

 

Þess fjármagns sem kaupir upp land okkar.

Þess fjármagns sem knýr áfram samþykkt Orkupakka 3.

 

Spilar á tilfinningar fólks.

Gerir út á heimsku þess.

 

Snurðulaust ef það væri ekki til fólk eins og Birgitta.

Þess vegna er henni fórnað.

 

Það má jú ekki ógna fíflunum.

Kveðja að austan.


mbl.is Nýtur ekki almenns trausts innan flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru margir keyptu þingmennirnir.

Ætla ekki 54 þeirra að segja já við innleiðingu þriðja orkupakkans.

En vitaskuld var atlaga þingmanna Pírata að Birgittu engin tilviljun.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.7.2019 kl. 20:50

2 identicon

Líkast til þora t.d. engir þingmenn "Sjálfstæðisflokksins" að segja nei við þriðja orkupakkanum af ótta við forystu flokksins.

Ætli slíkt hið sama gildi ekki einnig um kolabrennsluflokk Steingríms J.?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.7.2019 kl. 22:18

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Hvað fær dindla til að ná í löngu spjótin og vega þann sem gaf þeim rödd og vettvang??

Af hverju er fortíð Boris Johnsson ryksuguð þessa dagana og allt týnt til sem gæti skaðað framboð hans??

Jú, það renna öll vötn til Dýrafjarðar, í svo stríðum straumi að allir vegir liggja til Rómar.  Í hið miðstýrða stórríki þar sem unnið er hörðum höndum að gera almenning að þrælum auðsins.

Við upplifum sjálfstæðisbaráttuna hina nýju Símon, svo sterkt að núna þurfa öll bök að snúa saman, hvaða búk sem þau annars tilheyra, aðeins sameinuð náum við að verja land okkar og þjóð. 

Og við þurfum að þekkja óvininn, og vinnubrögð hans.  Þessi pistill var innlegg í það þó annars ætti að þegja fram að haustnóttum.

En þú verður að lesa Moggann í dag, þar var ráðist að þeirri mýtu að stuðningur við stjórnlyndi Brussel væri merki um frjálslyndi.  Mýta sem viðreisnarliðið innan Sjálfstæðisflokksins og útibúinu frá atvinnurekendum hamrar á í nauðvörn sinni eftir að lygar þeirra um orkupakkann voru afhjúpaðar. 

Ráðstjórn er ekki frjálslyndi, og á það bendir Arnar Þór Jónsson réttlega í magnaðri grein.

Heyrumst Símon, núna er það Reycup og enn og aftur blessa ég það að eiga tvíbura, annar en núna út á spítala í myndatöku eftir æfingu gærdagsins, líklegast annað árið í röð þar sem  mótið er í hættu vegna meiðsla.  Á meðan hinn helst heill, þá fæ ég mitt mót.

Það er sem betur ennþá gleði og sorg í þessum heimi sem bjúrókratið hefur ekki ennþá náð að eyðileggja með tollahliðum sínum, markaðsvæðingu, einkavinavæðingu, ofurreglum eða öðru sem þetta skrímsli notar til að mygla og sverta heiminn eða það sem við köllum líf hins venjulega manns.

Og verður ekki á meðan einhverjir telja lífið þess virði að verja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.7.2019 kl. 08:53

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll ætla❄️D skoða óbyggða setrið í dag og rifja upp gamla daga,þegar Ísland var norma!

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2019 kl. 13:33

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Òbyggðasetrið en nú er eg kölluð í mat.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2019 kl. 13:34

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Það hefur örugglega verið gaman og fróðlegt Helga, ég kom þangað þegar það var verið að koma því á legg, og lenti í ágætu spjalli við fólkið sem var að vinna í því. 

Mér skilst að hugsýn þess hafi orðið að veruleika.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.7.2019 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 1601
  • Frá upphafi: 1321493

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1361
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband