Hvað gerist þegar lygi er endurtekin nógu oft??

 

Hugsanlega ferðu að trúa henni, en þú situr uppi með gott íslenskt orð, sem endar á hlaupur.

 

Sigurður Ingi segir; "Með orkupakka þrjú mun ekk­ert breyt­ast nema að eft­ir­lit Orku­stofn­un­ar verður betra og hags­mun­ir neyt­enda bet­ur tryggðir,".

Evrópusambandið segir að sá hluti orkupakkans sem fjallar um raforkumarkaðinn (hinn hlutinn fjallar um gasmarkaðinn) fjalli um tengingar milli landa þar sem markmiðið er einn sameiginlegur raforkumarkaður og um yfirþjóðlega stofnun, ACER sem mun framfylgja markmiðum bandalagsins í þeim efnum.

 

Evrópusambandið gæti verið raðlygari, sem kallast á góðri íslensku lygahlaupur, en þá trúir það sinni eigin lygi, því bæði er hún í texta regluverksins og endurtekin í öllu kynningarefni sambandsins.  Svona til upprifjunar; "one on conditions for access to the network for cross-border exchange of electricity ((EC) No 714/2009) and one on the establishment of the Agency for the Cooperation of Energy Regulators ACER ((EC) No 713/2009).".

Og öll aðildarríki sambandsins hafa staðfest þessa meintu lygi og eins 2 af 3 EES ríkjunum, það er Noregur og Liechtenstein.

Svo það er ekki mjög sannfærandi að halda því fram að ESB ljúgi og Sigurður Ingi segi satt.

 

Sem vekur upp þá óþægilegu spurningu, trúir samgönguráðherra sinni eigin lygi, eða er hann vísvitandi að ljúga að flokksfélögum sínum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins.

Það fyrra gæti einfaldlega hugsast ef hann er einfeldningur, en hver vill fullyrða slíkt um samgönguráðherra þjóðarinnar, og formann Framsóknarflokksins??

Nærtækara og rökréttara er að ætla að hann sé vísvitandi að ljúga að flokksmönnum sínum.

 

Því hvernig sem þessi lýsing ESB á markmiðum sínum með regluverkinu kennt við þriðja orkupakkann; "The aim is to make the energy market fully effective and to create a single EU .. electricity market. ... one on conditions for access to the network for cross-border exchange of electricity .. and one on the establishment of the Agency for the Cooperation of Energy Regulators ACER .." er teygð og toguð þá er hvergi minnst á að sjálfstæði íslensku Orkustofnunarinnar verði aukið, og neytendavernd gerð betri. 

En vissulegan eykst sjálfstæði Orkustofnunar gagnvart íslenskum stjórnvöldum, það liggur í hlutarins eðli með stofnun og hlutverki ACER og vissulega er allt þetta regluverk hugsað til að bæta hag neytenda í Evrópu, allavega þeirra sem búa við hátt rafmagnsverð í dag, en það er afleiðing.

En ekki regluverkið sjálft eða markmið þess.

 

Hugsanlegur möguleiki er að samgönguráðherra þjóðarinnar skilji ekki enska tungu, og einhver í ráðuneytinu hafi vegna einhverra annarlegra hagsmuna þýtt textann fyrir hann á þann hátt að innihaldi regluverksins sé sleppt, sem reyndar er skrýtið að sjá auðar blaðsíður þar sem flókinn lagatexti á að standa, en í lokaorðum sé minnst á aukið sjálfstæði íslensku Orkustofnunarinnar og markmiðið sé ekki einn sameiginlegur orkumarkaður, heldur að tryggja betur hagsmuni neytenda.  Sem reyndar líka er frekar skrýtið, af hverju ættu önnur lönd að samþykkja að sjálfstæði íslensku Orkustofnunarinnar sé aukið, og punktur?

Trúum þessu samt, en það lesa allir í stjórnmálum Moggann, og þar er nýlegt viðtal við Arnar Þór Jónsson þar sem þetta er sagt; "en með þriðja orkupakk­an­um kem­ur reglu­verk sem fjall­ar sér­stak­lega um teng­ing­ar á milli landa. Þannig sé inn­gang­ur til­skip­un­ar 2009/​72/​EC, sem er hluti af þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, skýr hvað þetta varðar sem og mark­mið og skuld­bind­ing­ar ríkja sem und­ir­gang­ist hana.".

Og ef samgönguráðherra þykist ekki heldur skilja móðurmál sitt, þá er eitthvað mikið að.

Þannig að það er betra að sætta sig við að hann ljúgi, það er bara skömminni skárra.

 

En fólkinu sem lætur ljúga í sig, hvað gengur því til??

Af hverju hlustar fólk á svona og klappar.

Heldur það kannski að það sé statt í ævintýrinu um nakta keisarann og það sé þá að bíða eftir litlu stúlkunni sem stendur upp og segir, "en samgönguráðherra, þetta er lygi, orkupakki 3 fjallar um tengingu milli landa til að tryggja hindrunarlaus raforkuviðskipti á einum sameiginlegum markaði". 

Og þar sem engin lítil stúlka var á fundinum, og það í miðju ævintýri, þá var eina leiðin að klappa??

 

Á hvaða vegferð eru íslensk stjórnmál ef rugl er orðið viðtekið, staðleysur endurteknar eins og um staðreyndir sé að ræða, og trúnaðarfólk flokkanna segir ekkert.

Bara klappar.

Eins og enginn sé morgundagurinn, eins og engin sé ábyrgðin gagnvart þjóðinni.

Meira að segja ICEsave skrípaleikurinn og allar blekkingarinnar kringum samþykkt Svavarssamningsins virkar hjáróma spaug miðað við þennan skrípaleik.

 

Því það þarf tvo til, þann sem lýgur, og þann sem, nei ekki sem trúir, heldur þann sem gerir honum kleyft að ljúga.

Og það er ekki bara hin klappandi hjörð, ábyrgð fjölmiðla er ómæld í þeim skrípaleik.

 

Lærðu þeir ekkert þegar þeir bergmáluðu allar blekkingarnar í ICEsave fjárkúgun breta, og urðu svo hissa þegar dómur féll þar um. Sem dæmdi fjárkúgunina ólöglega.

Þóttust ekki vita, samt höfðu lagasérfræðingar þjóðarinnar, það er þeir sem voru ekki keyptir eða gættu annarlega sjónarmiða, skrifað lærðar greinar um að fjárkúgun væri ólögleg. 

Sama sagan endurtekur sig í dag nema Sigurður Líndal er ekki þáttakandi í dag, yngri menn teknir við.

 

Morgunblaðið er þó að reyna, en hvað er að Ríkisútvarpinu eða Stöð 2??

Af hverju eru þessir fjölmiðlar bullandi samsekir einu sinni enn??

 

Þetta er meinið.

Þetta er málið.

 

Þeir sem gera lygina mögulega.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þér er ekki boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér virðist að hatur Sigurðar Inga sé svo ógurlegt í garð Sigmundar Davíðs að það blindi hann gjörsamlega.  Auk þess sem það þjónar vel helmingaskiptamönnunum Ólafi Ólafssyni og Finni Ingólfssyni.  Það er mikill sori sem leynist undir pilsfaldi Framsóknarmaddömunnar.  Hluti þess sem þú hefur nefnt djúpríkið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.6.2019 kl. 00:47

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Vísvitandi lýgur formaðurinn að flokksfélögum sínum. Sennilega í miðri geldingu, en geldir sjálfan sig, í stað folans, í umpólunarvímu sinni.

 Hvað ætli valdi? Hvað getur hugsanlega valdið því að formenn allra ríkisstjórnarflokkanna virðast slefa eftir afsali fullveldisins? Hvur fjandinn er eiginlega í gangi?

 Þakka góðan pistil.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.6.2019 kl. 01:04

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Göbbels vann svona. Erum við að sogast inn í fjórða ríkið? Í þetta skiptið eru það engin vopn. Aðeins endurtekin lygi og nógu andskotans margir bjúrókratar og kúvendingar, í sjálfhverfu embættismannakerfi andskotans. Kerfis sem snýst um það eitt að halda sjáldu sér við og auka til himinhæða. Almenningur skiptir engu, meðan bjúrókratið fær sitt. Djöfullinn að horfa upp á þetta!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.6.2019 kl. 01:19

4 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður 'Omar! og góðir gestir Halldór og Símon.

Eg segi nú líka Hvað er í gangi?

Þetta er forherðing í djöfulskapnum, er þetta landráðalandsölulið allt á spítti?

Skítt með að þetta lið selji sinn eigin pung og pjásur, en mér er djöfullega við að það díli mið MINN.

Það verður að komast til botns í þessu máli hvað gengur öllu þessu fólki til? áður en stórslys hlíst af.

KV af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 8.6.2019 kl. 11:04

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Það er svo sem skiljanlegt, Sigmundur Davíð sagði satt um hann, það er ekki stórmannlegt að reka rýting í bakið á manni sem þú lofaðir að styðja. 

Svo er Sigmundur Davíð að brjóta þau helgu vé að samtryggingin stendur saman, líka þegar hún er í stjórnarandstöðu.

Gleymd er sú staðreynd að það er Sigmundi Davíð að þakka að flokkurinn þurrkaðist ekki út, spillingarfenið var að kæfa hann, og aðeins nýir kraftmiklir vendir gátu bjargað flokknum.

Sigurður Ingi er ekki slíkur vöndur, en samt um margt ágætur kallinn.

Sorglegt að enda sem síðasti formaður flokks sem er aldagamall.

Vorkenni honum samt ekki, en vorkenni þessum gamla flokki sem þrátt fyrir allt hefur lagt margt gott til mála, og á heiður skilið fyrir varðstöðu sína fyrir sveitir landsins og hinar minni byggðir.

En óþarfi að gráta of mikið, það verður kannski hallarbylting.

Í táraflóði.

Var hún annars ekki að æfa sig þarna um daginn hún Alfreðsdóttir??

Tjái hún efasemdir í þessu máli, segist vera blekkt, þá á hún flokkinn.

Þannig að kötturinn hættir kannski að eiga metið í fjölda lífa.

Sjáum til.

Kveða að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2019 kl. 11:41

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Sammála, Já, djöfullinn að horfa uppá þetta.

Ég var svo bláeygður fram eftir aldri að ég hélt að lýðræðið væri komið til að vera, og umræðan yrði aðeins upplýstari með aukinni menntun og þekkingu.

Látum ICEsave liggja milli hluta, maður hélt að það væri bara tilfallandi, þrýstingurinn var þrátt fyrir allt óbærilegur á íslensk stjórnvöld að láta undan fjárkúguninni og það er ekki gaman að stýra gjaldþrota landi sem sætir hafnbanni fjármálaviðskipta. 

En það er engin afsökun í þessu máli, og kannski það sem mér svíður mest, þá er það heimskan í málflutningnum, eins og kannski skín í gegnum pistla mína.  Ég er ekki vanur að tala um börn eða raðlygara, og þegar ég nota slík orð, þá er það vegna þess að það er það skásta, eða mildast orðalag sem ég get valið til að lýsa fáráðunum.

Eigum við bara ekki að segja að þeir voru kannski ekki svo vitlausir jarðmiðju fylgjendurnir í réttarhöldunum yfir Galíleo.  Þeir vissu betur, en rökin þeirra voru svo þekkt, og viðurkennd af mörgum.  Þú varst ekki algjör vitleysingur þó segðir á 16 öldinni að jörðin væri flöt, þó þú sért það í dag.

Sigurður Ingi mætti mín vegna halda því fram að jörðin væri flöt, hann ylli þó alla vega ekki þjóðinni skaða með slíkum málflutningi, þó hann gerði sig að fífli.

O nei, það er ekki logið uppá þetta fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2019 kl. 11:52

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Allt mikið rétt, en það þarf ekki spítt til, því miður.

Það á sér enga afsökun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2019 kl. 11:53

8 identicon

Rétt Ómar, það er ekki stórmannlegt að standa aftan við einhvern og reka rýting í bak hans.

Og það í bak þess sem kom flokknum til meiri vegs og virðingar en hann hafði áður notið.

Sigmundur Davíð náði flokknum upp vegna hetjulegrar framgöngu sinnar í Icesave málinu.

Ekkert annað en sturluð afbrýðisemi smámennisins Sigurðar Inga getur skýrt rýtingsstungu hans.

Lágt liggja þeir sem í flórnum telja sig breiða, lægra er ekki hægt að liggja.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.6.2019 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 19
  • Sl. sólarhring: 627
  • Sl. viku: 5603
  • Frá upphafi: 1399542

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 4776
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband