" Seinni umræða um þriðja orkupakk­ann er enn ekki lokið. "

 

Og mun ekki ljúka á meðan ennþá er fólk á þingi sem getur sagt satt orð, og staðið vörð um fullveldi þjóðarinnar, um stjórnarskrána og um hag almennings í því gríðarlega mikilvæga máli sem kennt er við orkupakka 3.

Mikilvægt fyrir þá sem sjá milljarðana inná Tortillureikninga sína þegar allt sem viðkemur nýtingu orkunnar hefur verið markaðsvætt, eignarhald og sala hennar á single market eins og segir í tilskipuninni.

Mikilvægt fyrir almenning að verði aldrei samþykkt.

 

Munum lygarnar, "Þetta er tæknilegt framhald af fyrsta og öðrum orkapakka,sem eykur neytendavernd, eykur aðhald á fyrirtæki sem selja raforku og eykur upplýsingaskyldu þessara fyrirtækja, það er í eðli sínu mjög fínt finnst mér." (Þórdís Kolbrún í útvarpsviðtali).

Og staðreyndirnar, núna ætla ég að vitna í hlutlausan aðila, sem á engra hagsmuna að gæta, nema að gæta sannleikans í þessu máli.

"„Með þriðja orkupakk­an­um verður ekki bet­ur séð en að við séum að játa okk­ur und­ir það og festa það í sessi að raf­orka, eins og hver önn­ur vara, flæði óheft á milli landa. Frjálsa flæðið á vör­um er fyr­ir hendi, skil­grein­ing á raf­orku sem vöru er fyr­ir hendi, en með þriðja orkupakk­an­um kem­ur reglu­verk sem fjall­ar sér­stak­lega um teng­ing­ar á milli landa. Þannig sé inn­gang­ur til­skip­un­ar 2009/​72/​EC, sem er hluti af þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, skýr hvað þetta varðar sem og mark­mið og skuld­bind­ing­ar ríkja sem und­ir­gang­ist hana.

„Gegn­um­gang­andi í text­an­um er áhersla á að ríki skuld­bindi sig til að ryðja úr vegi hindr­un­um í þessu sam­bandi. Mark­miðið er sömu­leiðis krist­al­tært, það er að auka sam­keppni á þessu sviði milli landa. Komi til þess að Alþingi maldi á síðari stig­um í mó­inn munu ráðamenn í Brus­sel spyrja sömu spurn­ing­ar og ég spyr nú: Til hvers voru Íslend­ing­ar eig­in­lega að samþykkja þriðja orkupakk­ann ef þeir vilja síðan ekki flytja raf­orku til annarra landa?“". (Arnar Þór Jónsson)

 

Staðreyndirnar tala sínu máli.

Orkupakki 3 fjallar um tengingar milli landa, ásamt regluverki um yfirþjóðlega stofnun, ACER.

Vilji menn ekki gangast undir það regluverk, þá þarf að semja um það fyrirfram, og gera það á þann hátt að fyrirvarinn haldi.

Og á meðan stjórnvöld halda öðru fram, þá mun umræðunni ekki ljúka.

 

Eina spurningin er, hvenær fatta stjórnvöld það.

Þá er samið.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Greiða atkvæði um 14 frumvörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 471
  • Sl. viku: 5511
  • Frá upphafi: 1327335

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 4921
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband