Aulahúmor unga fólksins.

 

Sú árátta að halda að velmegun sé sjálfsögð og hún hafi sprottið út úr engu, kemur skýrt fram í þessum aumkunarverðum tístum sem Mogginn skemmtir þjóðinni á þessu gleðidegi sem uppstigningardagurinn er, það er tilefni hans er gleðilegt.

Fullveldi þjóðarinnar, forræði hennar yfir eigin málum, skýrir að hér er velmegun og velferð, og gnógt tækifæra fyrir ungt fólk, sem engin þekkt dæmi er um á öðrum jaðarsvæðum og útkjálkum í allri veraldarsögunni.

Þetta hafðist ekki að sjálfu sér, þrotlaust starf og barátta kynslóðanna liggur að baki.

Sú þrjóska að við værum sjálfstætt fólk í sjálfstæðu landi, síðan var allt byggt úr engu.

 

Velmegun og ríkdæmi er ekki óþekkt fyrirbrigði í veraldarsögunni en fall þeirra er oft tengt úrkynjun þeirra sem ofgnóttarinnar nutu.

Mér er alltaf minnistætt í þeim stórskemmtilegu þáttum um valdabaráttuna í Róm í aðdraganda stofnunar keisaraveldisins, kennda við Róm, að þar voru handritahöfundar ekki að skafa af því þegar þeir lýstu úrkynjun hirðar Kleópötru í Alexandríu, og þeir fífluðu hana, gerðu hana hjákátlega.

Ef þeir hefðu haft Tvitter, það er í þáttunum, þá hefði þeir ekki þurft að semja sum tístin, þeim hefði nægt að taka nokkur upp úr þessari frétt, eða leit á vit frumheimildanna.

Fyndnir, sjálfsupphafnir krakkar í gerviveröld.

Sem endar alltaf illa þegar villidýrin eru allt um kring.

 

Það endaði ekki vel hjá þeim í Róm, það var víst ekki eins gaman í sigurgöngu Ágústusar og það var í gerviheimi hinnar duglausu hirðar.

Og það er lítt gaman fyrir ungt fólk að taka sín fyrstu skref, eða ala upp börn sín í samfélagi markaðsvæðingarinnar, þar sem öll grunnþjónusta er gróðavettvangur fjármagnsins.

Það er ekki að ástæðulausu að ASÍ varar við orkupakka 3.

 

En gervi vinstra og félagshyggjufólkið hlær bara.

Ennþá.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þetta málþóf er stórkostlegt „comedy““
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Ég var reyndar að glugga í bók Jóns Gíslasonar fv. skólastjóra, Cicero og samtíð hans. Þótti mér þar margt sláandi líkt með samtíð okkar. 

Hörður Þormar, 30.5.2019 kl. 15:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þú segir Hörður, ég ætti að finna þessa bók á bókasafninu og lesa, það má nefnilega læra margt af sögunni.

Hún er einn mesti fróðleiksbrunnur sem til er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.5.2019 kl. 15:52

3 identicon

Steingrímur er með böggum hildar yfir því að þjóðin eigi að ráða yfir þingræðið. Nú ætlar hann líka að hundsa þingræðið. Þetta er aumkunarvert.cry

Þjóðólfur í Orkuböggli (IP-tala skráð) 30.5.2019 kl. 16:37

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað var Steingrímur nú að gera af sér Þjóðólfur góður??

Er hann ekki ennþá grátandi eftir að fjórflokkurinn hinn nýji snérist gegn honum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.5.2019 kl. 16:57

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mér sýnist þetta vera mest megnið kynslóðin sem "á það svo mikið skilið", sú sem fór í vaskinn með feðraorlofinu.

Magnús Sigurðsson, 30.5.2019 kl. 19:33

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þú segir það Magnús, ég brosti og hló með sjálfum mér þegar ég las þessa athugasemd þína.

En það er verra að hún eiginlega örlög sín skilið, það er ef gamla fólkið kemur henni ekki til bjargar með því að taka slaginn við auðinn.

Það er nefnilega alltaf mistök að blanda sjálfstæði og forræði þjóðarinnar yfir eigin málum, inní svona gróðaplott, því það er eins og rauð dula framan í hið friðsælasta naut.

Svo reyndar á engin þau örlög skilið að missa allt og glutra öllu, þó missirinn sé klæddur í silkiklæði fyrir suma, því það sem þessi börn eru að missa, er það sem gerir það að fólki.

Svo það þarf víst að passa uppá þau.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.5.2019 kl. 23:23

7 identicon

Það eina sem er algjör komedía, komma xD í a er best líst með þessari

snilldar lýsingu Þorsteins Sæmundssonar á Sjálfstæðisflokknum á 90 ára afmæli þess áður glæsta flokks:

Alþing: laugardagur, 25. maí 2019 kl. 02:07:03
Þorsteinn Sæmundsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gefa flokksmönnum pakka í afmælisgjöf í dag: Orkupakka3.

Segir að hann átti ekki von á því

að dagurinn myndi marka samruna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna yfir í Samfylkingu eins og hún var fyrir 10 árum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.5.2019 kl. 23:33

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, en það þarf vit í svona lýsingu.

Og ég var að fjalla um aulahúmor yngra fólksins.

En það vonandi þroskast að lokum, fyrir sextugt eða svo.

Eða þegar raunveruleikinn gefur því kjaftshöggið.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 30.5.2019 kl. 23:48

9 identicon

 

 

 

    • Já, það er vitaskuld algjör kómedía, algjörlega bilaður og sturlaður farsi,

    • að blessuð börnin og smartlandslið mbl.is  þar með talið, skuli ekki sjá 

    • þann farsa sem meirhluti þjóðarinnar sér og hlær að:

     

     

      • Að horfa nú upp á þingmenn 90 ára flokksins þramma

       

       

        • sem fótgönguliðar í hinni miklu göngu

         

         

          • til allsherjarföðurs Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar,

          • setjast þar við skör föðursins mikla gapandi yfir speki hans

          • sem reyndar gengur út á það að segja að allir misskilji hann 

           

           

            • en keppast samt sem allra mest við að verða að ESB Samfylkingunni fyrir 10 árum,

             

             

              • á tímum ESB helferðar Jóhönnu og Össurar.

               

               

                • Enginn sjálfstæðismaður getur kosið þessa aula lengur.

                Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.5.2019 kl. 00:24

                Bæta við athugasemd

                Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                Um bloggið

                Ómar Geirsson

                Höfundur

                Ómar Geirsson
                Ómar Geirsson
                Nóv. 2024
                S M Þ M F F L
                          1 2
                3 4 5 6 7 8 9
                10 11 12 13 14 15 16
                17 18 19 20 21 22 23
                24 25 26 27 28 29 30

                Nýjustu myndir

                • Screenshot (49)
                • Screenshot (49)
                • ...img_0104a

                Heimsóknir

                Flettingar

                • Í dag (22.11.): 3
                • Sl. sólarhring: 622
                • Sl. viku: 5587
                • Frá upphafi: 1399526

                Annað

                • Innlit í dag: 3
                • Innlit sl. viku: 4767
                • Gestir í dag: 3
                • IP-tölur í dag: 3

                Uppfært á 3 mín. fresti.
                Skýringar

                Innskráning

                Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                Hafðu samband