Vitið sigraði að lokum.

 

En endurheimti þjóðin sína von??

 

Sjaldan hafa eins fáir skilað eins miklu og hetjurnar í Miðflokknum sem hafa ekki bognað undan skefjalausum óhróðri og illmælgi taglhnýtinga fjárfestanna sem sjá gull í markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar.

Mannorðsníðingar og mannorðsþjófar hafa setið um þá hverja mínútu málþófsins líkt og þeir væru á vöktum að finna eitthvað sem má matreiða ofaní trúgjarna.

Svo mikið er undir að jafnvel ríkisútvarpið hefur verið innlimað inní þá herferð alla eins og nefgjöld þessara örfáu auðmanna og vinnumanna þeirra vegi þyngra í tekjuöflun stofnunarinnar en nefgjöld fórnarlamba markaðsvæðingarinnar, almennings.

Núna síðast reyndi Inga Snædal að finna æru sem hún gæti svo reitt af sér þegar hún sagði að "mál sem gagn­ist fá­tæku fólki tefjast vegna málþófs Miðflokks­ins um þriðja orkupakk­ann".  Eins og fátækt fólk sé ekki það fyrsta sem finnur það bókstaflega á eigin skinni þegar húsin kólna vegna þess að raforka þjóðarinnar verður send með sæstreng á hinn samevrópska samkeppnismarkað.

 

En Miðflokkurinn hefur staðist áhlaup rógsins og núna er fyrsta uppgjöf taglhnýtinganna í augsýn, smán þeirra vegna orkupakkans er næg þó þeir eyðileggi ekki önnur þingstörf með stuðningi sínum við þetta ógæfumál.

Vandséð er eftir þessa ályktun að Steingrímur Joð geti mætt í kvöldfréttirnar og talið Jóhönnu Vigdísi í trú um að Miðflokkurinn fari ennþá með dagskrávald þingsins.  Ekki að Jóhann myndi ekki brosa og birta, heldur gæti sá biti staðið illa í þeim sem á heyra.

Því á öllu rugli er takmörk, og þeim mörkum er náð núna eftir þessa yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna.

 

Og kannski eru þetta veðrabrigði.

Kannski er undanhaldið hafið og þá mun fljótt bresta flótti í lið taglhnýtinga því þeir vita eins og er að allir geta ekki fengið sporslur eftir næstu kosningar, sumir sitja útí kuldanum atvinnulausir, og til hvers er þá leikurinn gerður??

 

Von hefur allavega kviknað af minna tilefni.

Kveðja að austan.


mbl.is Leggja til frestun orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Orð að sönnu.

Benedikt Halldórsson, 29.5.2019 kl. 18:32

2 identicon

Hinni eineggja fréttastofu RÚV og fréttastofu Baugsmiðilsins, sem tengdasonur Björns Bjarnasonar stýrir nú

mistókst að gera Miðflokkinn að blóraböggli í þessu máli, enda þótt þeir reyndu öll trixin og notuðu til þess orðfæri Steingríms Joð,

helsta átrúnaðargoðs Engeyinga,

að um aðför að þinginu væri að ræða.

Miðflokkurinn á hrós skilið fyrir sína hetjulegu varnarbaráttu,

sem er að skila þeim sigri í þessari lotu. 

Og þeim mun fjölga, enda hefur þessi lota

afhjúpað sviksemi annarra flokka, sviksemi þeirra flokka gegn þjóðarhagsmunum.

Berstrípaðistir eru ríkissjórnarflokkarnir sem gera sig út fyrir að vera andsnúnir ESB aðild,

en nú velkjist enginn lengur í vafa um sviksemi þeirra.  Eftirmálin munu verða þeim dýrkeypt.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 18:53

3 identicon

Steingrímur Joð gerði sig að fífli í kvöldfréttum Jóhönnu Vigdísar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 19:10

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi tillaga snýst ekki um að draga málið til baka, heldur að klára önnur mál og leyfa svo Miðflokksmönnum að dunda sér við málþófið fram eftir sumri. En aðrir þingmenn geta þá farið í sólbað á meðan, þangað til þeir nenna ekki að skjalla hver annan lengur.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.5.2019 kl. 19:13

5 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður og sæll Gæskur Ómar!!!

Takk innilega þína vöktun og varnarbaráttu, ykkar sem lagt hafa mest af mörkum í þessu stríði verður lengi mynnst.

Vonandi örlar á einhverju vitrænu á þessu stjórnarheimili.

KV af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 29.5.2019 kl. 19:42

6 identicon

Mér virðist að verði ekkert af þessu.

En Miðflokkurinn eflist með hverjum degi.

Eftir því sem andlit foringja stjórnarflokkanna 

birtist æ oftar sem Steingrímur Joð, þeim mun

meira vex andúð þjóðarinnar gegn stjórnarflokkunum

og almest hinum margklofna Sjálfstæðisflokks.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 19:53

7 identicon

Ég ítreka því, það sem ég sagði í athugasemd við fyrri pistil þinn Ómar um þetta mál,

að mér finnst það áhugaverðasta við þetta allt, að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG

skuli nú fela sig á bakvið Steingrím Jóhann Sigfússon, allsherjarráðherra skjaldborgarstjórnarinnar

sem gerði ekkert til að fyrirbyggja aðför hrægamma og vogunarsjóða að heimilum 10.000 fjölskyldna hér á landi.

Allir fela þeir sig nú á bakvið fyrrum allsherjarráðherra helferðarstjórnarinnar. 

Miðflokkurinn á hrós skilið fyrir sína hetjulegu varnarbaráttu,

sem er að skila þeim sigri í þessari lotu. 

Og þeim mun fjölga, enda hefur þessi lota

afhjúpað sviksemi annarra flokka, sviksemi þeirra flokka gegn þjóðarhagsmunum.

Berstrípaðistir eru ríkissjórnarflokkarnir sem gera sig út fyrir að vera andsnúnir ESB aðild,

en nú velkjist enginn lengur í vafa um sviksemi þeirra.  Eftirmálin munu verða þeim dýrkeypt.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 20:09

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Óskar, það er langt síðan ég hef verið ávarpaður gæskur, Siggi heitinn Hall var Sandvíkingur og hann notaði þetta ávarp alltaf þegar hann talaði við okkur strákana.  En nágranni minn á bíl sem hefur einkanúmerið Gæska og er það tilvísun í konu hans.

Þorsteinn, það var svo sem enginn að láta sér detta annað í hug, þess vegna var seinni hluti fyrirsagnarinnar útúrsnúningur á textanum, "bankinn endurheimti sitt fé".

Þetta voru bara nokkrir miðaldra karlmenn eða þaðan af eldri, og það tókst ekki að þreyta þá til hlýðni, og það er svo í svona slag, að fyrsta eftirgjöfin er oft ávísun á aðra.  En góður punktur þetta með sólbaðið, vildi óska að þið senduð einhverja glætu hingað austur.  Sjáum svo til hvað úr verður.

Símon Pétur, við höldum bara áfram okkar striki, treystum á að þetta undanhald samkvæmt áætlun breytist í fjöldaflótta.

Og já það er rétt, Steingrímur Joð er gott andlit fyrir baráttu okkar.

Annars er það bara góða nóttin.

Með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 30.5.2019 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 622
  • Sl. viku: 5587
  • Frá upphafi: 1399526

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 4767
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband