25.5.2019 | 16:04
Táknræn mynd af fólkinu.
Sem er samhent í að afsala til Evrópusambandsins forræði þjóðarinnar yfir orkuauðlindum hennar.
Samhent í að innleiða regluverk sem kveður á um markaðsvæðingu orkunnar, og sölu hennar á samevrópskum samkeppnismarkaði.
Á 90 ára afmæli flokks sem var stofnaður úr rótum sjálfstæðisbaráttunnar og ber nafn hennar.
Flokkur sjálfstæðis og sjálfstæðissinna.
Er lengra hægt að komast frá rótum sínum og arfleið??
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 591
- Sl. sólarhring: 640
- Sl. viku: 6322
- Frá upphafi: 1399490
Annað
- Innlit í dag: 506
- Innlit sl. viku: 5361
- Gestir í dag: 462
- IP-tölur í dag: 456
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála Ómar! Skelfileg staðreynd :(
Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 25.5.2019 kl. 17:56
Takk fyrir innlitið Egill.
Þau eru eitthvað svo brosmild og innilega sammála, eins og ein ásýnd um eina stefnu, sem er uppgjöf gagnvart regluverki fjölþjóðaríkisins kennt við Evrópu.
Ætli menn hafi verið svona glaðhlakkalegir á Kópavogsfundinu á sínum tíma??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.5.2019 kl. 18:00
Skoðun <> staðreind
X (IP-tala skráð) 25.5.2019 kl. 18:50
Jamm þú segir það kæri X, mér finnst ég sé kominn í þátt með Smart spæjara, þar var mikið um svona frumleg dulnefni auk annars sem var frumlegt.
Núna er bara X mættur á svæðið, en hvar er Y??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.5.2019 kl. 19:42
Það er spilað og dansað í Valhöll á 90 ára afmæli sjálfstæðisflokksins á meðan Miðflokksmenn berjast fyrir sjálfstæði íslendinga í raforkumálum.
Þetta mynnir á söguna þegar Nero spilaði á fiðlu sína á meðan Róm var að brenna.
Eggert Guðmundsson, 26.5.2019 kl. 11:52
Og betri getur samlíkingin ekki verið Eggert.
Takk fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2019 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.