Glæpamenn í teinóttum jakkafötum.

 

Stjórna globalhagkerfinu.

Drifkraftur þeirra er skefjalaus græðgi, hugmyndafræði þeirra af ætt siðblindu og mannhaturs.

Þrælkaðu, umhverfissóðaðu, virtu hvorki lög guðs eða manna.

Nú eru þrælabúðir Asíu ekki nógu arðbærar, nú á að sækja á Afríkumið þar sem engar kröfur eða kvaðir eru.

 

Það er hlálegt að það eru ekki hinir meintu mannvinir góða fólksins sem hafa sagt þessum viðskiptum stríð á hendur, heldur er það þeir sem góða sjálfbæra fólkið kallar hægri populista.

Þar er fremstur í flokki Donald Trump forseti bandaríkjanna.

 

Gegn honum eru taglhnýtingar glæpamannanna í teinóttu jakkafötunum og góða fólkið, báðir aðilar kalla það trend að brjóta niður atvinnu og lífskjör vinnandi fólks á Vesturlöndum, frjáls alþjóðleg viðskipti.

Síðan kemur þriggja klukkustundar fyrirlestur hjá góða fólkinu um mikilvægi sjálfbærni á tímum loftslagsbreytinga, og hún næst með hækkun skatta á orku og framleiðslu, veldisaukningu reglugerða svo öruggt sé að globalistarnir yfirtaki alla framleiðslu heimsins.

Sjálfbærnin felst sem sagt í því að framleiða þar sem engar kröfur eru gerðar um mengunarvarnir, umhverfisvernd, eða kaup og aðbúnað, og hún sé síðan helst flutt þrjá hringi um hnöttinn þar til hún kemst í búðir í hinum vestræna heimi.

 

Við sjáum þetta vanheilaga bandalag globalistanna og góða fólksins hér á Íslandi, þegar globalistarnir horfðu glottandi á góða fólkið margfalda kostnað í landabúnaði undir yfirskini neytendaverndar og dýravelferðar.

Síðan var evrópska regluverkið virkjað til að aflétta innflutningshömlum á hráu kjötmeti og auðnin ein blasir við innan ekki svo skamms tíma í íslenskum landbúnaði.

Svipuð auðn og er í Evrópu þar sem hefðbundinn landbúnaður er í dauðateygjum, lútandi í gras fyrir verksmiðjubúum globalistanna. Verksmiðjubúum ómennskunnar sem eru tifandi tímasprengja gagnvart lýðheilsu heimsins, að ekki sé minnst á þá sjálfbærni að flytja mat um sem lengstan veg.

 

Og hið vanheilaga bandalag vinnur núna að því hörðum höndum að rústa því góða sem við þó höfum fengið að hafa í friði fyrir græðginni og siðblindunni.

Orkuauðlindirnar okkar á að markaðsvæða og koma í vasa globalistanna.

Sjálfbærnin felst í að flytja orkuna úr landi og bæta við auðnina með gjaldþroti innlendra framleiðslu sem á tilveru sína undir hagstæðu orkuverði.

Flytja út óunnið, flytja inn unnið, það er svo sjálfbært.

 

Froðusnakkið er umbúðir um grímulausan ræningjakapítalisma sem ógnar tilveru okkar sem þjóðar og er angi af helstu ógn mannkyns í dag.

Því frumskógarlögmál villimennskunnar elur alltaf af sér villimennsku, brýtur ekki bara niður velmegun og velferð, heldur sjálfa siðmenninguna.

Tækni og þekking eiga að byggja upp og bæta ekki að brjóta niður og eyða.

Þrælabúðir og þrælahagkerfi fornaldarinnar eiga ekkert erindi á 21. öldinni, glæpamennirnir í teinóttu jakkafötunum eiga ekki að komast upp með að þurrka út 2.000 ára þróun siðmenningarinnar.

 

Angi af þeirri baráttu er núna háð við Íslandsstrendur.

Undir er ekki bara orkan, heldur sá heimur sem við teljum góðan til að ala upp börnin okkar.

Við sjáum glitta í dýrið og heimur þess er heimur auðnar og ösku.

Ef við mætum því ekki núna heldur seinna þegar grámyglan hefur kæft gróskuna, þá mun okkur ætíð iðrast þess.

 

Því við munum þurfa að mæta því.

Við munum þurfa að taka slaginn við glæpamennina í teinóttu jakkafötunum og taglhnýtinga þeirra.

Þar höfum við ekkert val.

 

Þeir geta rofið grið í dag.

Hafa til þess valdið því stjórnmálastéttin er þeirra.

Þeir geta líka boðið sættir og haldið þannig friðinn.

 

Þeirra er völin og kvölin.

Ekki okkar.

Því við eigum líf sem þarf að verja.

 

Þar er ekkert val.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Enn ódýrara vinnuafl en áður þekktist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

MATVÆLAÖRYGGI BJARTS Í SUMARHÚSUM NÚ OG ÞÁ: cool

Meirihlutinn af fatnaði og matvörum sem seldur er í verslunum hérlendis er erlendur.

Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis
eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.

"Íslensk" fiskiskip hafa langflest verið smíðuð í öðrum löndum og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar innflutta ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.

Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?!

Kexverksmiðjan Frón
notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en formaður Miðfótarflokksins heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum. cool

Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur 
"íslenskur" landbúnaður einnig af.

Þorsteinn Briem, 14.5.2019 kl. 08:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm og jæja Steini minn, það fyllir mig alltaf stolti þegar mætir menn lesa en hvað kemur þetta efni málsins við?

Er ekki miklu rökréttara að ef þú vilt vera út úr kú, að þá haldir þig við eitthvað grænt, lesir til dæmis upp úr bókinni Um grasnytjar á Íslandi, mér skilst að hún sé skemmtileg lesning.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 14.5.2019 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband