13.5.2019 | 12:12
Hvað tefur landsöluna.
Og þau landráð að fela erlendu valdi yfirráð yfir orkuauðlindum þjóðarinnar.
Það er vitað að þriðjungur þingheims vill selja þjóðina, þessir flokkar studdu ICEsave fjárkúgun breta af hugsjónarástæðum, þeir styðja þessa landsölu líka af hugsjónarástæðum.
Þeirri hugsjón að landið sé hjánýlenda skrifræðisvaldsins í Brussel.
Píratar, Viðreisn, Samfylkingin, landsala er samofin stefnu þeirra, að afsala sjálfstæði þjóðarinnar er hugsjón þeirra.
Í hinum stuðningsflokkunum þremur eru sterk öfl sem vilja að landið sé hluti af Evrópusambandinu.
Síðan eru ennþá sterkari öfl sem þjóna þeim sem sjá hagnað í markaðsvæðingu orkunnar.
Hið vanheilaga bandalag þeirra við landsölu flokkanna mun tryggja þessum landráðum brautargengi.
Þess vegna má spyrja, hvað tefur, hvað dvelur??
Óttinn.
Við réttláta reiði þeirra sem voru seldir.
Það er réttmætur ótti.
Kveðja að austan.
Málsmeðferðin með öllu óboðleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sannarlega góð hugvekja til Íslendinga, samherji!
Jón Valur Jensson, 13.5.2019 kl. 15:03
Takk fyrir það Jón Valur.
Það er alltí lagi að minna á landráðakafla hegningarlaganna sem bannar samtarf við erlend öfl sem vilja ná yfirráðum yfir meðal annars auðlindum landsins.
Ef menn eru ósáttir við þá áminningu, þá geta þeir alveg breitt lögunum áður en þeir brjóta þau.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.5.2019 kl. 15:29
Rétt hjá þér! En það á EKKI að breyta landráðalögunum, heldur draga þjóðsvikara og landsölumenn til ábyrgðar.
Jón Valur Jensson, 13.5.2019 kl. 16:13
Það er alveg sjónarmið Jón Valur, en ég er aðeins minna á að lög gilda þar til þeim er breytt,.
Jafnvel sá sem sagði; "Ríkið er ég", hann þurfti að virða lög.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.5.2019 kl. 16:21
Ég var einmitt að segja, að ég vil hafa landráðalögin áfram í gildi.
Þeir, sem verðskulda það að vera sagðir stjórna að geðþótta (eins og sólkonungurinn), eru einmitt þeir, sem vilja bara breyta lögum (og fella niður varnarákvæði fyrir þjóðina) til þess að þeir geti svo komið fram vilja sínum. Þannig er ESB-liðið t.d. farið að tala um "nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni", til þess að fullveldisframsalið megi ná fram að ganga "smoothly" og snyrtilega, án þess að andstæðingarnir geti varizt.
Jón Valur Jensson, 13.5.2019 kl. 23:15
Og eru þessi kvikindi ekki einmitt byrjuð upp á nýtt að tala um "nauðsyn stjórnarskrárbreytinga", t.d. ráðfrúin Kata litla síðast í gær eða í dag?!
Jón Valur Jensson, 13.5.2019 kl. 23:17
Komið þið sælir - sem oftar !
Jón Valur !
Er ekki: óþarft af þinni hálfu, sem og reyndar annarra líka, að titla Katrínu Jakobsdóttur, sem einhverja sérstaka ráðfrú ?
Stelpu himpi gimpi - sem leggur sig í líma við, að storka landsmönnum, með alls lags geiflum og grettum, alla daga:: fyrir nú utan, hversu hún á erfiðara með, að fela svika- og pretta slóð sína.
Það er morgunljóst Jón Valur: að takist þessu EFTA/EES/ESB liði, að lauma III. Orkupakka ACER óskapnaðarins í gegnum þingið, með eða án aðkomu Guðna Th. Jóhannessonar, verður það ígildi þess, að Úlfa hjörð yrði sigað inn í tiltölulega stórt Hænsnabú, afleiðingar slíks, þarf ekkert að fjölyrða um.
Orkupakkar I og II - (2005 - 2006) stuðluðu að lævísu rukkunar apparati, sem gengur undir gerfi- nafninu Orkusalan, og erum við hér á Suðurlandi, auk fjölda annarra, búin að fá rækilegan Smjörþefinn af því.
Við vissum ekki betur: en að nokkurrs konar sátt ríkti um RARIK reikningana, þó svo að þeir hefðu mátt / og mættu enn, vera Gróður húsabændum og nokkrum fleirrum hagstæðari, reyndar.
Það er Borgaraleg skylda okkar - í þágu komandi kynslóða, sem og núlifandi, afkomenda okkar og annarra, að þeir þingmenn, sem samþykkja III. Orkupakkann, skuli ákærðir fyrir valdníðzlu og fullkomna árás á almannahagsmuni, á þeim Lögreglustöðvum, sem næstar okkur standa - hverju og einu, okkar !!!
Með beztu kveðjum: engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 23:56
Snöfurmannlega mælt, Óskar vinur minn Helgi.
Jón Valur Jensson, 14.5.2019 kl. 01:17
Blessaður Jón Valur.
Og ég er að benda á að þau eru í gildi þar til þeim er breytt.
Sem þeim láðist að gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.5.2019 kl. 08:00
Mælstu heilastur Óskar Helgi.
"Það er Borgaraleg skylda okkar - í þágu komandi kynslóða, sem og núlifandi, afkomenda okkar og annarra, að þeir þingmenn, sem samþykkja III. Orkupakkann, skuli ákærðir fyrir valdníðzlu og fullkomna árás á almannahagsmuni, á þeim Lögreglustöðvum, sem næstar okkur standa - hverju og einu, okkar !!!".
Uppgjöf er val.
Ósigur er val.
Það val sem felst í því að taka ekki á móti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.5.2019 kl. 08:02
Tek undir orð þín, Ómar landvarnarmaður!
En verði orkupakkinn samþykktur á Alþingi (jafnvel í kvöld) -- og fer svo brátt, innan 3ja ára,, að sýna skaðsemisáhrif sín -- þá er einboðið, að allir föðurlandsvinir verða að berjast fyrir uppsögn EES-samningsins til að losa okkur við hann og alla aðra ónytja-ESB-laga-innsetningu hér á landi.
Jón Valur Jensson, 14.5.2019 kl. 14:25
Og skömm sé Birni kvikindinu!
Jón Valur Jensson, 14.5.2019 kl. 14:26
Þess vegna henti ég inn nýju pistli þar sem fram kemur meðal annars þetta;
"En núna þegar landsalan er komin á það skrið að það á að afhenda erlendu valdi regluvald yfir orkuauðlindum þjóðarinnar ásamt því að hluti af orkumálum þjóðarinnar lítur beint forræði yfirþjóðlegrar stofnunar, þá er ekki lengur hægt að líta framhjá að stjórnmálastéttin er að vinna fyrir einhverja aðra en þjóðina.
Og fyrst að hún hefur ekki haft vit á því að breyta lögunum sem banna þetta atferli, þá á að virkja þau lög.
Í því er varnarbarátta þjóðarinnar fólgin næstu daga og vikur.
Að láta hart mæta hörðu.
Að nýta þó þau lög sem við höfum okkur til varnar.
Áður en allt verður framselt til Brussel, áður en allt sem við eigum verður komið í einkaeign einkavinanna.".
Vissulega kusu margir Norðmenn að sitja hnípnir við eldhúsborðið eftir flótta konungs, aðrir tóku sér byssu í hönd og börðust með Þjóðverjum á austurvígstöðvunum.
Fámennasti hópurinn hélt tryggð við land og konung og hóf skipulagða andspyrnu gegn hinu erlendu ofríkisvaldi.
Andstaða fer ekki eftir þeim sem sitja Jón Valur, heldur eftir þeim sem standa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.5.2019 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.