13.5.2019 | 10:07
Völin og kvölin.
Sátt eða stríð.
Það er ekki annað í boði.
Kveðja að austan.
Drög að áliti um orkupakkann í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 350
- Sl. sólarhring: 762
- Sl. viku: 6081
- Frá upphafi: 1399249
Annað
- Innlit í dag: 296
- Innlit sl. viku: 5151
- Gestir í dag: 278
- IP-tölur í dag: 275
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það á að keyra þetta í gegn, Það er stríðsyfirlýsing við yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Það þýðir að stjórnvöld lýsa yfir stríði við alla flokka, það þýðir niðurbrot þeirra. Allir þeir sem vilja verja sjálfstæði og fullveldi lands og þjóðar eigs nú einungis einn valkost: Mynda þverpólitískan flokk sjálfstæðissinna til varnar landi og lífi þjóðar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 10:37
Nú tekur þú sterkt til orða Símon Pétur,.
Þriðjungur þjóðarinnar er á þessari línu, og frjálshyggjuflokkarnir þrír heilshugar að baki.
En gamla góða þjóðlega íhaldið okkar í VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokknum er munaðarlaust eftir þessa samþykkt.
Sumt er ekki hægt að svíkja, og ef það er svikið, þá áttu ekki samleið.
En hvort gömlu mennirnir hafi kjarkinn til að stíga það skref er önnur saga.
Kannski býr einhver Churchil í þeim, sjáum til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.5.2019 kl. 11:44
Þeirra er kvölin, eða völin.
Að liggja vælandi út í horni,
eða sameinast í leiftursókn
undir einum gunnfána sjálfstæðissinna
til varnar fullveldi lands og lífi þjóðar.
Það er að gera hið eina rétta og að vilja
yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.
Eina sem nú vantar, er að velja hið rétta
en láta kvölina lönd og leið.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 12:18
Sælir - Ómar og Símon Pétur frá Hákoti / sem og aðrir gestir, Ómars !
Tek undir: með ykkur báðum, ......................... keyri HEIMSKIR og GRÁÐUGIR þingmenn þessa þvælu (III. Orkupakkann) í gegn, og fái skraut Fuglinn á Bessastöðum (Guðna Th. Jóhannesson) til þess að samþykkja þennan óskapnað kallar það jú á 1 / FULLKOMIÐ STRÍÐ almennings gagnvart alþingi og Engeyinga plágunni, Ómar.
Við getum ekki - PERSÓNULEGA:: látið það spyrjast til okkar afkomenda, hinna síðari tíma, að hafa EKKERT aðhafst, til þess að sporna við þeim hryðjuverkum, sem fámenn glæpaklíka suður í Reykjavík hyggst fara af stað með, á næstu dögum, piltar !
Svo einfalt - er það / horfandi til hagsmuna, komandi alda fólksins ! ! !
Með beztu kveðjum: að venju, austur í fjörðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 12:20
.... verðskulda Íslendingar: hina óþrjótandi vináttu Rússa við þá (Íslendinga), í gegnum aldirnar ? ? ?
Samið um fiskveiðar við Rússland
Fundað var í Moskvu í síðustu viku í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands um fiskveiðisamning fyrir árið 2019, svonefndan „Smugusamning“, sem í þessu tilviki snýst um þorskveiðar Íslands í rússneska hluta Barentshafsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Þar segir að samningar hafi tekist á milli þjóðanna. „Samningurinn felur í sér að íslensk fiskiskip gefa veitt 6.592 tonn af þorski í rússneska hluta Barentshafsins 2019 auk allt að 1.978 tonna af öðrum tegundum, en þar af getur þó ýsuafli aldrei orðið meiri en 521 tonn. Jafnframt var samið um svokallaðan sölukvóta sem er um það bil þriðjungur af því magni sem nefnt var hér að framan.“
Rússnesk fiskiskip fái á móti 1.500 tonn af makríl og 2.000 tonn af kolmunna frá Íslandi sem þau geti veitt á alþjóðlegu hafsvæði. Þessar aflaheimildir séu teknar af þeim heildarafla sem Ísland hafi ákveðið í þessum tveimur fisktegundum.
Formaður íslensku samninganefndarinnar var Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en formaður rússnesku sendinefndarinnar var S. Simakov, yfirmaður alþjóðamála hjá Sjávarútvegsstofnun Rússlands.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 12:46
Þingmenn sem ætla að keyra innleiðingu OP3 í gegn með hraði
eru eins og þjófar að næturlagi. Ræflar sem þora ekki að taka slaginn. Gungur og druslur.
Þeir sem hanga sem hengilmænur áfram í flokkum þeirra, verða þá kenndir við þá.
Þeir eiga völina að gera hið rétta, að mynda samsteypuflokk heiðvirðra sjálfstæðissinna.
Allt annað er kvak í horni þjófanna.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 12:47
Sæll Ómar
Svona einfalt er þetta: Sátt, eða stríð.
Sáttin getur ekki verið í boði, þar sem þingmenn flokkanna kasta stríðshanska að almenningi landsins. Brotavilji þingmanna flokkanna er algjör. Þá hlýtur eina ráðið að vera, að hópurinn að baki Orkunnar okkar myndi stjórnmálaafl, flokk sem myndi koma sterkur til þess stríðs sem framundan er. Það er ekki bara OP3, OP4 og OP5 eru á næsta leiti og það eru engir friðarpakkar, heldur stríðspakkar gegn fullveldinu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 13:29
Upphafsorð Bjarna Jónssonar, rafmagnsverkfræðings, í nýjasta pistli hans,
Er einhver kostur við #OP3 og #OP4 í sjónmáli fyrir Ísland, eru þessi:
Það er alveg ljóst, að eftir samþykkt Alþingis á Orkupakka #3 mun fljótlega hefjast umræða um OP#4.
Það er þannig útilokað, að orkupakkaumræða verði ekki við lýði, þegar líður að næstu þingkosningum.
Sá hlær bezt, sem síðast hlær.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 14:37
Það skemmtilega er, að í næstu þingkosningum verður EES-samningurinn og tilheyrandi framtíðar-orkupakkar lagðir undir. Þetta er rétt að byrja.
Júlíus Valsson, 13.5.2019 kl. 15:22
Blessaður Símon Pétur.
Betur líst mér á orðalagið yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar, það heldur til haga að meðal vor er fólk sem selur land sitt og þjóð fyrir hálfan silfurpening eða þaðan af minna. Svo eru ákaflega margir mjög hrifnir af slíku athæfi, og segjast sumir að þeir myndu gera þetta ekki fyrir neitt.
En bíðum og sjáum, það er ennþá von um sátt, annars hefur þetta lið ekkert lært.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.5.2019 kl. 15:32
Blessaður Óskar.
Guðni er ágætur í að heimsækja börn og aðra velmeinandi, skaðar ekki hans glæsilega frú.
En skömmum hann samt í hófi í þessu máli, varnagli var sleginn af landsölufólki að hafa landráðin í formi þingsályktunartillögu svo Guðni þarf ekki að skrifa undir.
Guðni leynir nefnilega á sér.
Og hefur vaxið mjög frá fyrsta degi í embætti.
En hve stór hann er orðinn, hefur ekki enn reynt á.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.5.2019 kl. 15:36
Blessaður Símon Pétur þriðji.
Það er mikið lagt í ef sótt er í orðaforða Steingríms Joð þegar honum er mikið niður fyrir.
Ekki að hann kunni kjarnyrt mál hér á árum áður svo eftir var tekið.
En slökum okkur, Írar unnu ekki orrustu í rúm 300 ár með svona æsingi.
Þeir héldu kannski æru sinni, en engu öðru.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.5.2019 kl. 15:39
Blessaður Pétur Örn.
Vissulega er brotaviljinn algjör ef marka má það sem barnið segir sem virðist ekki hafa þroska til að átta sig á alvarleik málsins.
En ég trúi því að fullorðið fólk sé þarna líka og það átti sig á alvarleikanum.
En hins vegar græt ég ekki þá stöðu að EES samningurinn sé undir.
En því miður held ég að orkupakka 4 til hins óendanlega því hvenær hættir skrifræðið??, verði ekki stríðspakkar á fullveldið því þú ræðst ekki á það sem er farið.
Stríðið er núna, ekki seinna.
Í þessum pakka yfirtekur regluveldið okkur og hagar málum í samráði við einkaframtakið, ekki þjóðina.
Ég veit að þú veist það, en margur sem í hjarta sínu er á móti, en segir já út af flokkstryggði eða vegna þess að hann er átakafælinn, segir, tökum slaginn seinna.
Það er bara ekki í boði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.5.2019 kl. 15:52
Blessaður Júlíus.
Auðvitað losnar stjórnmálastéttin ekki við þessa umræðu, en þegar hún er næstum því öll á einu máli, þá er valkostur óánægjunnar enginn.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá verðum við andstæðingar hjálendu stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu að íhuga þessi orð mín sem komu í fyrsta bloggpistli dagsins;
"Það má vera að peningarnir nái sínu í gegn á þingi í vor, en það verður þeirra Pyrrhosarsigur.
Því sá sigur vinnst á rústum hinna borgaralegu flokka, og rústum þeirra mun myndast afl sem mun endurheimta sjálfstæðið, forræðið og almenning.
Að sverfa til stáls gegn þjóð sem er að vakna af dvala og lýtur leiðsögn fullorðins fólks, er ekki skynsamlegt, krakkaherinn og einfeldningarnir munu lítið hafa í hana að gera.
Og viðrini góða fólksins hafa aðeins vægi á meðan þjóðin sefur.".
Ætli Frosti endi bara ekki sem forsætisráðherra í ráðuneyti þar sem meðalaldur verður um og yfir sjötugt.
Sjáum til, það er núna eða bless Ísland.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.5.2019 kl. 15:57
Sammála því að flokkstryggðin er hér allt lifandi að drepa. Og einnig að baráttan er núna. Og henni er ekki lokið. Hún er rétt að byrja.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.