Skaðabótaskylda er fantasía.

 

Segir góðlátlegi maðurinn með gráa skeggið.

Þýðir þetta sem sagt að fjármálaráðuneyti geti sent Ferskum kjötvörum fantasíu peninga til að greiða skaðabæturnar sem fyrirtækinu voru dæmdar vegna þess að ESA/EFTA dómurinn taldi skýr íslensk lög um sjúkdómavarnir og lýðheilsu vera markaðshindrun??

Það var ekki ESB sem kærði, það var einkaaðili.

 

Og það eru einkaaðilar að undirbúa sæstreng til landsins, fyrir utan Landsvirkjun og Landsnet.

Þessir einkaaðilar eru þegar búnir að kaupa hlut í HS Orku, og þeir munu sækja sinn rétt.

Eða er góðlátlegi maðurinn að halda því fram að þetta séu skátafélög í góðgerðastarfsemi??

 

Tilgangur laganna er að tryggja hindrunarlaust flæði orku yfir landamæri, og Ísland verður ekki undanskilin eftir að það hefur samþykkt reglur þar um.

Að halda öðru fram, án þess að sýna fram á dæmi um hvernig einstök aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins hafi komist upp með einhliða fyrirvara, er ekki fræðimennska, heldur bullfræði.

Og það er sorglegt að skattpeningum þjóðarinnar sé sóað í slíka hluti.

 

Lærðu menn ekkert af ICEsave deilunni þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir fékk mann, mæltan á útlensku, í fínum jakkafötum, til að segja okkur að við yrðum að semja því við myndum tapa dómsmáli fyrir EFTA dóminum.

Sem gat alveg verið rétt, ef fyrir því áliti hefðu verið færð rök, ekki álit.

Af hverju þarf að endurtaka þessa vitleysu??

 

Síðan má spyrja, af hverju þolir innihald orkupakka 3 ekki umræðu á sínum forsendum??

Hann er um ákveðna hluti, sem hafa ákveðnar afleiðingar.

Sem hafa kosti og galla.

 

Það er stutt síðan að einhver prófessor emeritus kom fram í Silfrinu og sagði að við hefðum allan hag af því selja raforkuna á evrópskum samkeppnismarkaði, og hvatti til þess að lagður yrði sæstrengur hið fyrsta.

Færði fyrir því rök, rök sem hægt er að leggja mat á og ræða.

Hann laug ekki, hann blekkti ekki.

 

Hvernig væri að stjórnvöld myndu prófa slíkt hið sama.

Orkupakkinn getur ekki verið það slæmur að ekki megi ræða hann á eigin forsendum.

Víti ríkisstjórnar Jóhönnu er til að varast, ekki til að endurtaka.

 

Höfum það í huga.

Kveðja að austan.


mbl.is Skaðabótaskylda eintóm fantasía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Carl Baudenbacher var forseti EFTA-dómstólsins þegar hann kvað upp dóm sinn í Icesave-deilu Íslands við bresk og hollensk stjórnvöld." cool

Þorsteinn Briem, 10.5.2019 kl. 03:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

En nú er karlinn sem sagt "bullfræðingur" vegna þess að hann er ekki sammála Miðfótarflokknum og Fokki fólsins. cool

Þorsteinn Briem, 10.5.2019 kl. 03:58

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini og takk fyrir að virða umgengisreglur, allt annað og upplífgandi að fá svona hressileg innslög sem hægt er að lesa án þess að þau drukna í fjöldanum.

Og já, maður sem er fræðingur, og bullar, hann er bullfræðingur.

Er þetta samsetta orð ekki bara góð og gild íslenska?

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband