Jæja, þá eru sótraftarnir dregnir á flot.

 

Reyndar látið ósagt hver er taxtinn hjá mönnum í praxís fyrir keypt álít.

Því þessum fyrri forseti EFTA dómsins er ekki fræðimaður sem slíkur, heldur selur ráðgjöf sína hæstbjóðanda.

Og hver trúir því í eina einustu sekúndu að Guðlaugur Þór biðji um hlutlaust fræðilegt álít.

Sá hinn sami gefi sig fram, svoleiðis fólk er rannsakað í mannfræðideild Háskóla Íslands.

 

Fyrirsögnin vísar samt í ekki í persónu þessa manns, hann er örugglega alveg ágætis náungi.

Hún vísar í sömu vinnubrögð og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir ástundaði í aðdraganda ICEsave þjóðaratkvæðisins, og naut til þess stuðnings úr Valhöll þegar sú seinni var undir.

Alls konar menn, með allskonar fullyrðingar, sem reyndar allar höfðu sömu niðurstöðu, en forsendur oft ólíkar, og allar áttu það sameiginlegt að hvergi var minnst á taxtann.

Hvað kostar eitt stykki álit með fyrirframgefinni niðurstöðu verkkaupandans??

 

Það er hollt að rifja þetta upp því líkindin eru óhugnanleg.

Gegn skýru lagaáliti helsta sérfræðings þjóðarinnar í Evrópurétti, sem var rökstutt með tilvísan í lagatexta og dóma, komu álit og skoðanir þar sem var fullyrt, án þess að vísa í nokkur rök eða lög hvað þá dómafordæmi, en niðurstöðurnar slegnar upp í stærsta letri fyrirsagnanna.

Sem er náttúrulega einkenni á keyptum áróðri.

Og þegar fólk lét sér ekki segjast, þá var bætt í.

Dómsdagsspár og hótanir, hver man ekki Kúbu norðursins eða Norður Kóreu einangrunarinnar.

 

Hollt að rifja upp því allir vita hvernig fór.

Blekkingar og rangfærslur urðu ekki réttar þó Jóhanna og Steingrímur borguðu sífellt hærri upphæðir af skattpeningum þjóðarinnar til að fá hin keyptu álit.

Rök Stefáns Más Stefánssonar stóðust, því það er bara svo að það sem er rétt sbr að tveir plúss tveir eru fjórir, er rétt, en hins vegar geta pólitískir dómar dæmt á annan veg.

Við sjáum í dag dæmi þess í Tyrklandi, og Carl Baudenbacher játaði að það væri ekki sjálfgefið að EFTA dómur dæmdi eftir lögum, í raun hrósvert þegar það gerðist.

 

Guðlaugur Þór er í nauðvörn.

Það er eins og það sé farið að hvarfla að honum að Bjarni og Katrín ætli að fórna honum í þennan forarpytt rangfærslna og blekkinga, og þau munu fresta málinu, og reyna að ná sáttum við þjóðina.

Hann í skítnum, en þó huggun að varla verður hann ærulausari fyrir vikið, því slíkt er erfitt í hans tilviki.

 

Þess vegna dregur hann þetta tromp fram, illa duldar hótanir, og ennþá verra að fræðin að baki eru engin.

Gildismat hins keypta breytir ekki lögum, reglum, hvað þá skýrum ákvæðum í milliríkjasamningi.

Það er ekki svo að embættismannakerfi geti selt orkuauðlindir þjóðar, það er alltaf neyðarhemill í öllum samningum gagnvart hinu ófyrirséða.

 

Ísland má og á að virkja þann neyðarhemil þegar grundvallarhagsmunir eru undir.

Því EES samningurinn er gagnkvæmur, skrifaður á lagamáli en ekki þeirri pólitík heimtufrekjunnar sem þessi fyrrum forseti EFTA dómsins lét Guðlaug Þór borga sér fyrir að fullyrða.

Það er bara svo, og bull og kjaftæði fær engu þar um breytt.

 

Enda er ekki tekist á við Stefán Má með rökum.

Á sínum tíma kallaði Jón Baldvin hann sveitalögfræðing, eins og fólk í sveitum sé ekki læst á texta. 

Núna segir almannatengillinn að það eigi að þagga hann, að kaupa þekkt nöfn til að fabúlera um allt annað en innihald EES samningsins.

Svo segir almannatengillinn að litlu börnin eigi að stíga í ræðustól á Alþingi og saka hann um blekkingar og rangfærslur.

 

Það er nú svo.

Samkeppnin við þau Steingrím og Jóhönnu, um hvor málatilbúnaðurinn sé aumari, er hörð, og vart hægt að mæla hvor leggst lægra.

 

En það afsakar samt ekki Morgunblaðið að vitna án þess að vitna um leið í staðreyndir.

Slíkt er alltaf angi af falsfrétt og áróðri.

Í anda Erdogans og þeirra einræðisherra álfunnar sem er gegnir.

 

Já og í anda Ruv.

Lægra er líklegast ekki hægt að leggjast.

 

Vonandi var taxtinn hár.

Kveðja að austan.


mbl.is Gæti teflt EES-aðildinni í tvísýnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Carl Baudenbacher var forseti EFTA-dómstólsins þegar hann kvað upp dóm sinn í Icesave-deilu Íslands við bresk og hollensk stjórnvöld." cool

Þorsteinn Briem, 9.5.2019 kl. 13:07

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku Steini minn, takk takk takk, það er örugglega einhver þarna úti sem hefur ekki hugmynd um það.

Og nú áttu 2 innslög eftir, nýttu þau vel.

Keðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2019 kl. 13:17

3 identicon

"Gæti" ... Sjálfstæð og fullvalda þjóð á að láta á það reyna.  Það er hin eina rétta lögfræðilega leið hefur Stefán Már Stefánsson sagt.  Stefán Már Stefánsson hafði einnig rétt fyrir sér varðandi Icesave.  Dómur EFTA dómstólsins dæmdi að lokum Íslandi í vil, rétt eins og Stefán hafði sagt að myndi verða.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 13:25

4 Smámynd: Freysteinn Guðmundur Jónsson

Þett er eins og "Hótum um eitthvað verra ef þú haga þér ekki eins og ég vil" aðferðin.

Freysteinn Guðmundur Jónsson, 9.5.2019 kl. 13:45

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Auðvita á ekki að þurfa ræða málið út frá forsendum þess sem er keyptur til að hræða, hræðsluáróður er bara hræðsluáróður, en ég sá spjallinu á Orku síðunni að mjög margir láta glepjast. 

EES samningurinn er skýr, og aðildarríki hans láta reyna á hann út frá sínum hagsmunum, ekki hagsmunum annarra, hvað þá hjarðhegðun eins og ein af röksemdum Carls er.

Verði þetta til þess að Norðmenn kjósi að segja upp EES samstarfinu, þá er það bara svo.

Við ættum alveg að geta samið tvíhliða eins og þeir, sem og það má aldrei gleyma að í EES samningnum er skýrt ákvæði um að áunnin réttindi haldist. 

Þetta voru ekki einhverjir fábjánar sem sömdu einhvern einhliða kúgunarsamning við Evrópusambandið.  Þó núverandi þingmenn séu mjög margir bernskir, og illa menntaðir, látum gáfurnar liggja milli hluta, þá má ekki láta þá komast upp með að yfirfæra þeirra andlegu takmarkanir á gjörðir genginna kynslóða, fólk var ekkert vitlaust í gamla daga þó það hafi ekki átt Iphón, það þarf nú ekki annað en að bera saman málflutning Jóns Baldvins við málflutning þeirra Guðlaugs og Þórdísar, eða Ögmundar og krakkans.

EES samningurinn er skýr um hvernig það á að tækla svona uppákomur þar sem einstök aðildarríki vilja ekki samþykkja tilskipanir nema að hluta og þá með fyrirvörum, eða samþykkja alls ekki ef um það er að ræða.

Reiknað var náttúrulega með að vitiborið fólk kæmist að samkomulagi, sem báðir aðilar mættu við una.

Kjósi norsk stjórnvöld hins vegar að taka Erdogan á þetta, þá þau um það. En þau gera það aldrei, því það yrði banabiti EES samstafsins því það er svo naumur meirihluti sem er hlynntur því í Noregi.

Það semja auðvita allir, annað er bara fíflagangur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2019 kl. 13:45

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Freysteinn.

Eins og ég árétta í pistli mínum, og síðan í andsvari mínu hér að ofan, þá er þetta aðeins keyptur hræðsluáróður.

Segir eiginlega aðeins um þá fjölmiðla sem birta svona athugasemdarlaust án þess að tengja við raunveruleikann.

Þetta væri svona svipað eins og að við myndum senda öll okkar fiskiskip til Norður Kóreu því Kim-inn vildi fá þau, annars myndi hann senda á okkur langdræga kjarnorkuflaug.  Og birta með hótuninni myndband af einni sem sprakk yfir Japanshafi.

Auðvitað myndum við ekki gera það því vandfundið væri það fífl sem tryði slíkri hótun.  Og enginn fjölmiðill myndi birta myndbandið án skýringa, skýringa sem tengjast raunveruleikanum.

Látum Ruv liggja milli hluta, en að Mogginn skuli ekki hærri standard, það er sorglegt.

Ég held að það sé skruðningur í kirkjugörðum þessa dagana, ekki bara hjá gegnum Moggamönnum, heldur líka hjá blaðamönnum Þjóðviljans og Tímans, það var tekist á, en báru virðingu fyrir vitsmunum samkeppnisaðilans.

Blettur á einn hefði verið blettur á þá alla.

En þeir áttu jú ekki Ifón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2019 kl. 13:52

7 identicon

Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Ég átti gagnlegt spjall við Björn Leví í hádeginu í dag (9. Maí): hvar ég kom inn á þá ósvinnu stórs hluta Píratanna, að fylgja III. Orku pakkanum að málum / bað Björn mig um greinargerð, sem ég sendi honum rétt áðan, í 9 liðum, og gott væri, hringdir þú í mig, í Gsm: 618 5748, til þess að gefa mér upp netfang þitt, svo ég gæti sent þér afrit þess meginmáls, sem okkur Birni fór á milli, að nokkru.

Steini (Þorsteinn Briem) !

Vitaskuld: áttu þeir Landsbankamenn að verða í straff settir, sem Icesave´s ábyrgðina báru - það var EKKI LANDSMANNA ALLRA að bera ábyrgð á sprikli Björgólfs Guðmundssonar og félaga þeirra, eins:: og margoft er búið að uppfræða þig, sem aðra EFTA/ESB velunnara, Steini minn.

Ég hélt þig muna - og vita betur en svo.

Pétur Örn og Freysteinn Guðmundur !

Hárréttar ályktanir: af ykkar hálfu: beggja.

Með beztu kveðjum: sem endranær, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 14:10

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, það varð náttúrulega að fá erlendan speking til að segja þetta um EES samninginn því fram að þessu hefur 3. orkupakkinn verið galla laus í alla staði. 

Svo þetta "gæti" er náttúrulega keypt innflutt orð. Og gæti því verið hugsað sem hin nýja Kúba norðursins.

Hef reyndar trú á að krakkarnir í dúkkulísu deild Valhallar muni ná meiri árangri á instagram en gamall aðkeyptur EFTA dómari þó svo að hann hafi dæmt sjálfan icesave, þ.a.e.a.s. ef það er meiningin að hafa áhrif á skoðanakannanir. 

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 9.5.2019 kl. 14:24

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Carl Baudenbacher játaði að það væri ekki sjálfgefið að EFTA dómur dæmdi eftir lögum" - Nei, þar átti hann við Evrópudómstólinn.

Ummælin í heild eru á þá leið að Icesave málið hefði getað farið á annan veg ef það hefði farið fyrir Evrópudómstólinn frekar en EFTA dómstólinn (sem dæmdi málið lögum samkvæmt).

Reyndar er þetta ekki hans persónulega skoðun sérstaklega, heldur var hann að vísa til skrifa fræðimannanna Damian Chalmers, Gareth Davies og Giorgio Monti.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2019 kl. 14:47

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta "álit hans" að höfnun orkupakkans hefði neikvæð áhrif á EES samninginn hel ég að sé AKKÚRAT ÖFUGT, ég held að það komi til með að hafa MJÖG NEIKVÆÐ ÁHRIF á EES samninginn VERÐI ORKUPAKKI ÞRJÚ SAMÞYKKTUR.......

Jóhann Elíasson, 9.5.2019 kl. 15:25

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er reyndar mjög blásið upp af fjölmiðlum, í áliti sínu fullyrðir Baudenbacher ekkert um neikvæð áhrif heldur vísar til þess að þar sem engin fordæmi séu fyrir virkjun 102. gr. EES-samningsins myndi taka við óvissa um hvernig það virki (svipað og um 50. gr. sáttmála ESB um útgöngu sbr. Brexit). Þetta er ekki alveg heiðarleg framsetning því staðreyndin er sú að það eru a.m.k. tvö fordæmi fyrir því að ESB hafi sjálft virkjað 102. gr. EES samningsins, en þá hrundu himnarnir ekki heldur fannst einfaldlega lausn sem allir aðilar féllust á. Það er leiðinlegt að sjá svona virtan og góðan fræðimann dregin út í pólitískan forarpytt pantaðra álita af hálfu ríkisstjórnar Íslands. Gerum ekki spillinguna að útflutningsvöru!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2019 kl. 15:45

12 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Ómar! þú léttir manni lífið með skrifum þínum!!! Mig dreimdi draum fyrir nokkrum vikum síðan.

Eg var í mjög stóru húsi sem eg átti sjálfur Inn til mín komu menn 2til 3

og þeir sögðu mér að þetta ætti eg ekki lengur,og síðan fóru þeir að taka allt dótið mitt og settu það í haug á gólfinu,og vöruðu mig við að skipta mér  af þeim.

svo sögðu þeir mér að nú færum við út og fórum við eftir undirgöngum út.

'A leiðinni út stoppaði sá sem gekk á undan mér og rétti að mér stóran göngustaf,sagði eg honum að eg notaði aldrei staf, en hann sagði mér að gott væri að hafa hann ef eg mætti úlfunum.

næst fannst mér eg standa á fjallsbrún og horfa niður í djúpan og mikinn dal,hann var gróður laus en mér fannst kannski best að fara samt niður í hann.

en er eg ætlaði á stað niður fannst mér dalurinn vera að fillast af myrkri.Og held að eg hafi ekki lagt af stað niður.

Kannski viltu segja mér álit. er mjög berdreiminn.

Óskar Kristinsson, 9.5.2019 kl. 16:33

13 identicon

Ég velti fyrir mér hvort geti verið að afstaða margra Íslendinga, einkum af eldri gerðinni, gagnvart orkumálum og ESB, litist af einangrunarhyggju sem kemur til af því að Ísland er eyja í miðju Atlantshafi sem á engin nálæg nágrannaríki. Meginland Evrópu samanstendur af þjóðum sem eru vegna landfræðilegrar legu vanari að þurfa að miðla málum og deila hagsmunum sínum með öðrum, þannig varð jú ESB til.

Kannski er það ákveðinn þroski að geta tekið sameiginlega hagsmuni fram yfir sína eigin? Nú þegar hamrað er á loftslagsvá Jarðarinnar dugar Íslendingum ekki að hreinsa sína strandlengju og kasta ekki sorpi í sjó, ef aðrar fjarlægar þjóðir dæla eitri og plasti í þennan sama sjó sem svo hafstraumar færa til okkar og hafa áhrif á lífríki sjávar og skemma þar með fiskimið við landið.

Eygló (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 17:02

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Smá tímaþröng kæra fólk og því aðeins um álitaefni.

Guðmundur, mig minnir að hann hafi verið að ræða um sinn eigin dóm, og held að ég hafi það seifað, en sá sem gerir ágreining, mætti alveg sanna, því annars geri ég ekkert annað en að rökstyðja hverja einustu setningu.

Varðandi álit Carls, þá vona ég að blaðamenn hafi rétt eftir, varla telur þú að þeir skáldi þessi orð??

"Ekki væri hægt að úti­loka það að höfnuðu Íslend­ing­ar þriðja orkupakk­an­um myndi Nor­eg­ur að lok­um ákveða að semja tví­hliða við Evr­ópu­sam­bandið um orku­mál. Þar með gæti aðild Íslands að EES-samn­ingn­um til lengri tíma verið í upp­námi. Bau­den­bacher seg­ir að Ísland hafi skyldu til þess að sýna Nor­egi og Liechten­stein holl­ustu í EES-sam­starf­inu.

„Nú þegar Liechten­stein og Nor­eg­ur hafa aflétt stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vör­um þá ætl­ast rík­in til þess að Ísland geri slíkt hið sama,“ seg­ir Bau­den­bacher og minn­ir á að öll þrjú EFTA/​EES-rík­in verði að tala einni rödd í EES-sam­starf­inu. Þar af leiðandi taki þriðji orkupakk­inn ekki gildi fyr­ir þau komi til þess að Ísland segi nei.

Bau­den­bacher seg­ist telja litl­ar lík­ur á að Ísland fengi und­anþágu frá þriðja orkupakk­an­um ef málið færi aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar í kjöl­far þess að Ísland hafnaði því að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af hon­um.".

Þetta er pólitík og ef það er rétt hjá þér, að Guðlaugur, því ekki er það Mogginn því Ruv er samhljóða, hafi túlkað álit Carls, þá er við að upplifa alvarlegri stjórnsýsluspillingu en hér hefur sést áður.

Svo þú verður að færa rök fyrir máli þínu Guðmundur, annars ertu að gera heiðarlega tilraun til að plata mig.

Sem er eiginlega það eina sem gerir mig fúlan, miklu fúlari en þegar einhver spyr mig hvort mér sé alvara með öllu því sem ég segi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2019 kl. 17:03

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Og Eygló????

Þýðir það markaðsvæðingu orkuauðlinda okkar á samevrópskum samkeppnismarkaðu undir regluverki ESB??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2019 kl. 17:04

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Fyrirsögn þín Ómar, vekur mann til umhugsunar á hvaða vegferð umræðan er komin. Ekki að ég sé ósammála henni heldur röksemdarfátækt þeirra trúgjörnu EES og ESB sinna, sem eru til í að selja ömmu sína fyrir nánast hvað sem er.

Þurfa stjórnvöld að kaupa álit fyrirmanna þjóðarinnar?

Eru öll rök stjórnvalda að leysast upp í reyk (eða vind)?

Hvað segja vinnuveitendur þeirra, sem leggja til að raforkuverð hækki til fyrirtækis, sem viðkomandi vinnur hjá, vegna markaðsáhrifa?

Ef EES og ESB samningar eru ekki haldbetri en haldið er fram af sumum, mega þeir missa sig mín vegna.

Benedikt V. Warén, 9.5.2019 kl. 17:42

17 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eygló afgreiðir orkupakkann með nýrri merkingu á; "í Jesú nafni amen."

Á meðan við sem eldri erum vitum að almanna hagsmunir á Íslandi voru voru látnir nægja til að afgreiða náttúruspjöll orkustofnunnar ríkisins; "í Jesú nafni amen."

Það er þetta bil kynslóðanna sem dúkkulísu deildin er látin gera útá á samfélagsmiðlum, sem "landsliðið í kúlu" treystir nú á að muni ráða úrslitum.

Magnús Sigurðsson, 9.5.2019 kl. 19:00

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar. Ég fullvisa þig um að mér gengur það ekki til að reyna að plata þig og biðst afsökunar á ónákvæmni í fyrri athugasemd minni.

Eftir nánari skoðun sé ég að það kemur reyndar fram í áliti Baudenbachers umfjöllun um þau tvö fordæmi sem eru fyrir því að 102. gr. EES samningsins hafi verið virkjuð en í báðum tilvikum hafi tekist að leysa úr því. Aftur á móti hafa íslenskir aðilar, þar á meðal sumir fjölmiðlar, hamast við að berja óvissutrommuna og gefa í skyn að það geti haft einhverjar hræðilegar en óskilgreindar afleiðingar í för með sér. Hvað Guðlaug utanríkisráðherra varðar, hef ég ekki getað fylgst með hverju einasta orði sem hann segir og fullyrði því ekki hvort hann sé í þessum hópi.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2019 kl. 19:53

19 identicon

Komið þið sæl - að nýju !

Eygló !

Lestu betur Þýzkalandssögu: áður en þú ferð að treysta vinnubrögðum ESB eitthvað frekar, ágæta kona.

Minni þig - sem marga aðra á, að þegar Alexander Nevský Hersir af Novgorord og Rússlandsprinz átti í stórstyrjöld við langfrændur mína Mongóla og Kazakha í austri / réðust Þjóðverjar:: með dyggum Baltneskum leppum sínum (Eistlendingum - Lettum og Litháum) að Rússum að vestan en urðu að lúta í lægra haldi, ekki síður en þeir Asízku.

Svona: þér og öðrum, til lítilsháttar fróðleiks.

Frægur er - bardaginn á ísnum á Ladoga vatni, þann 5. Apríl 1242, t.d.

Ómar !

Sendi þér - greinargerð mína, sem ég sendi þeim Birni Leví Gunnars syni og öðrum Pírötum gærdegis (9. Maí), tímanlega fyrir kvöldfund þann, sem fyrirhugaður var, af þeirra hálfu, s.d. :

III. Orkupakki; Engeyinga og EES/ESB

 

 

 

 

Óskar Helgi Helgason <oskarhelgi1958@gmail.com>

fim., 9. maí, 13:54 (fyrir 10 klukkustundum)

 

 

til Björnjonthorhalldoramthorhildursunnahelgihrafnsmarim

 

 

 

Sæll Björn Leví; og þakka þér fyrir símasamtalið, í dag.

 

Meginástæður höfnunar III. Orkupakkans, grundvallazt á eftirfarandi :

 

I. Fullkomin óvissa er um; hvernig fjárglæfralið Engeyinganna (hér á landi sem erlendis) spilaði úr þeim spilum Vatns- Hita - Vind- og Sjávarfalla orkunnar í landinu / tilbúinnar til afhendingar sem og óunninnar - í dag, og á komandi árum og áratugum.

 

II. Allrahandanna Lukkuriddarar; bíða á hliðarlínum sínum eftir, að alþingi álpizt til, að lauma þessu í gegnum þingið / með:: eða án aðkomu Guðna Th. Jóhannessonar.

 

III. Orkupakkar I og II urðu valdandi; stökkbreyttum Rafmagnsreikningum heimila og fyrirtækja í landinu (upp á við)  með tilurð Orkusölunnar, árin 2005 - 2006, og síðan.

 

IIII.  Sæstrengur; milli Íslands og Bretlandseyja, fengi hljómgrunn þeirra, sem vilja braska með íslenzkt Rafmagn austan hafs enn frekar, t.d.

 

V. Píratar sem aðrir; ættu að minnazt þeirrar niðurlægingar, sem Árni Oddsson skóp sjálfum sér og öðrum landsmönnum, með undirskrift sinni Friðriki III. Danakonungi til handa, á Kópavogsfundinum árið 1662.

 

VI. Með samtakamætti ykkar Pírata; til algjörrar höfnunar á þessum brask pakka Bjarna Benediktssonar og illræðis liðssveita hans, má ganga að því gefnu, að liðsstyrkur Pírata myndi eflazt, svo Tugum Prósenta skipti, á landsvísu, á komandi misserum og árum.

 

VII. Fái III. Orkupakkinn brautargengi í gegnum þingið, mun ég persónulega beita mér fyrir því, að þeir þingmenn / sem og Guðni Th. Jóhannesson einnig, sem létu ginnazt til fylgis við þetta plagg, yrðu handteknir, þegar í stað, með Borgaralegri liðveizlu, dygði ekki aðkoma Lögreglu - Tollheimtumanna (Tollgæzlu), svo og Landhelgisgæzlu !!!

 

VIII. Ykkur Pírötum er frjálst; að birta þessa áskorun mína, í öllum þeim fjölmiðlum, sem þið kysuð - í dag, og héðan í frá.

 

IX. Heildarhagsmunir; núlifandi kynslóða, sem þeirra komandi, eru í húfi !!!

 

 

Með kveðjum; engu að síður, af Suðurlandi, og von um góðar undirtektir Pírata hreyfingarinnar og liðsfólks hennar, við mínu máli /

 

Efra- Ölfusi (Hveragerði)  9. Maí 2019

 

Óskar Helgi Helgason

Sölumaður sérhæfðra verkfæra fyrir Málmiðnað; til Sjávar og sveita

 

Gsm:  618 5748 

 

Mbkv. / sem áður og fyrri -

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2019 kl. 00:53

20 identicon

....

Myndaniðurstaða fyrir alexander nevsky

St. Alexander Nevsky (13. Maí 1221 - 14. Nóvember 1263)

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2019 kl. 01:43

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur, er engu nær svo ég peista bara aftur.

"Ekki væri hægt að úti­loka það að höfnuðu Íslend­ing­ar þriðja orkupakk­an­um myndi Nor­eg­ur að lok­um ákveða að semja tví­hliða við Evr­ópu­sam­bandið um orku­mál. Þar með gæti aðild Íslands að EES-samn­ingn­um til lengri tíma verið í upp­námi. Bau­den­bacher seg­ir að Ísland hafi skyldu til þess að sýna Nor­egi og Liechten­stein holl­ustu í EES-sam­starf­inu.

Bau­den­bacher seg­ist telja litl­ar lík­ur á að Ísland fengi und­anþágu frá þriðja orkupakk­an­um ef málið færi aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar í kjöl­far þess að Ísland hafnaði því að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af hon­um.

Þrátt fyr­ir að Ísland hafi rétt til þess að neita því að samþykkja þriðja orkupakk­ann tel­ur Bau­den­bacher ekki að um­rætt mál rétt­læti það að grípa í slík­an neyðar­hem­il. Ísland hafi haft næg tæki­færi til þess að gera at­huga­semd­ir áður en orkupakk­inn var tek­inn upp í EES-samn­ing­inn af sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni en ekki gert það.".

Ef þú getur sagt mér hvar fræðimennskan er í þessu þá þætti mér gaman að vita það, og ég spurði þig hvort þú teldir að þarna væri ekki rétt haft eftir Carl.  Og þá ef svo er, var þá leikari á fundi utanríkismálanefndar??

Með von um að fá botn og skilning.

Með kveðju að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 08:17

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ég held að þetta útspil Guðlaugs sé fyrst og fremst hugsað til að ná stjórn á fjölmiðlaumræðunni og að getað vísað í utanaðkomandi stimpil um að geta sagt; "sögðum við ekki!". 

Svona gamla trixið að ef þú hefur engan innlendan í Stefán Má, fáðu þá einn að utan.

Ég veit það ekki, í besta falli er þetta tvíeggjað sverð, hver er málstaðurinn ef þú getur ekki rökstutt hann sjálfur? Er það vegna þess að hann er svo hæpinn, eða ert þú svona takmarkaður??

Við vitum vissulega að krakkarnir glíma við takmarkanir bernskunnar, en er enginn fullorðinn maður á þingi fyrir flokkinn??  Ef ekki, það er enginn með sannfæringu fyrir þessu máli, er þá ekki hægt að kalla Vilhjálm fjárfesta aftur inn??, hann kanna allavega að koma fyrir sig orði án þess að lesa frasa upp af blaði.

Svo er þetta rauð dula fyrir eldri borgaranna, það er eins og menn gleymi að þetta er sjálfstætt fólk, og svona vinnubrögð er eitur í þess beinum.

En fjölmiðlafólkið kastar sig á svona útlensku, maður sá það í ICEsave stríðunum hvað það algjörlega hundsaði þá innlendu fræðimenn sem töluðu máli þjóðarinnar, og sá halli hlýtur að hafa áhrif á umræðuna.

Veit ekki, en ein spurning finnst mér að eigi að vera spurð.

Borgar Valhöll kostnaðinn við komu Carls, eða erum það við skattgreiðendur þessa lands??

Eða er hann kostaður af hinum tilvonandi orkugreifum??

Allavega ef þjóðin borgar áróður Valhallar, þá er það spilling á hæsta stigi.

Því þó þeir haldi annað, þá eru þeir fyrst og fremst trúnaðarfólk almennings.

Og þeir eiga ekki ríkissjóð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 08:47

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Ég er alveg sammála þér og ef sjálf orkan væri ekki undir, þá myndi ég fagna þeim afglöpum að samþykkja valdaafsalið til Brussel.

Því eftir ICEsave vil ég þennan samning burt, það er eitthvað virkilega rotið þarna í Brussel og við eigum ekki að koma nálægt því. 

Svona einhliða ákvörðunum með tilheyrandi hótunum á bara eftir að fjölga, það er svo langt síðan að þetta hætti að vera viðskiptasamningur eða einhver milliríkjasamningur, þetta er aðlögunarsamningur.

En það verður að slást á öllum stigum málsins, það er uppgjör framundan.

Það gengur ekki að þjóðinni sé komið bakdyrameginn inní Evrópusambandið án þess að vera spurð álits.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 08:55

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þú segir það Óskar, það er allavega gott að ég létti einhverjum lífið.

Ég er ekki draumaráðningarmaður, en mér finnst undirliggjandi stefið í draumi þínum vera áhyggjur og ónot yfir þróun mála, svona svipað eins og þegar ég geng út í Urðir, að þá hef ég eftir atburðarrásina haustið 2008, séð kólgubakka við sjóndeildarhringinn, líka í blanka logni og heiðskýru.

Það eru öfl í heiminum sem eru í fullri alvöru að reyna knésetja mennskuna. Ég kenni þau við þann í neðra og hugmyndafræði hans en það er svona túlkun sem sækir í hugmyndaheiminn um baráttu góðs og ills.

Veit það ekki, en eftir ég átti afkvæmin þá fannst mér ég ekki getað setið þegjandi hjá og öll þessi skrif hófust, og eitthvað er gagnið í þeim.  Því þegar vegið er að hinu smáa og fagra, sem er lífið sem við ólum, þá er það hið smáa sem mun verja okkur. 

Við sjálf, enginn annar.

Þetta er svona hugrenningarnar sem ég fékk þegar ég las draum þinn, en þessi túlkun er náttúrulega frá því sem ég sjálfur er að hugsa.

Sem er bara eins og það er.

En takk fyrir innlitið Óskar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 09:04

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Ég skil allavega reiði Styrmis yfir þessu.  Það er ekki gaman að sjá að forystufólkið ræður ekki lengur við rökræðuna og sigar almannatenglum á sína eigin flokksmenn.

Þó þetta sé kannski nútíminn og menn eins og Styrmir orðnir úreltir, þá breytir það því ekki að sá hluti hans kynslóðar sem er lifandi, er hryggjarstykkið í kjósendahópi flokksins.

Og þetta er ekki leiðin til að ná sáttum við það, það eitt er víst.

En þú komst með góðan punkt;

"Hvað segja vinnuveitendur þeirra, sem leggja til að raforkuverð hækki til fyrirtækis, sem viðkomandi vinnur hjá, vegna markaðsáhrifa?".

Hin meinta samkeppni mun líklegast gagnast stórfyrirtækjum, það er reynslan erlendis frá, en það á kostnað okkur hinna, einstaklinga og fyrirtækja hans.

Og obbinn af íslenskum fyrirtækjum eru lítil og meðalstór og þau fá hlutfallslegri hærri rafmagnsreikning, það er bara staðreynd sem reynslan að utan kennir.

Síðan þegar landið tengist evrópska skortsölumarkaðnum, þá verða mikil ruðningsáhrif hér á Íslandi, reyndar ekki á fjármálafyrirtækin en allflest önnur.

Þess vegna er það ótrúlegt að fulltrúar þessara fyrirtækja skuli ekki standa í lappirnar, fyrr má nú vera þjónkunin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 09:14

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Takk fyrir þinn skörulega málflutning, það er gott að einhver haldi Pírötum við efnið.

Hef samband.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 662
  • Sl. viku: 5316
  • Frá upphafi: 1326862

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 4716
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband