Hver sinnir barninu??

 

Skattgreiðendur eða Freyja?

Eða má ekki spyrja þessarar spurningar því Freyja er fræg, og er í Flokki góða fólksins?

 

Þessum flokki þarna sem sérhæfir sig í að selja þjóðina erlendu skrifræðisvaldi, styður erlenda fjárkúgara svo skatttekjurnar fari til þeirra í stað þess að sinna til dæmis málefnum fatlaðra.  Að ekki sé minnst á nýjasta óhæfuverkið, að berjast fyrir markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar.

Ekki að það skipti máli í þessu samhengi, en það er samt alltí lagi að benda á samhengið við kröfuhörkuna, að þjóð sem er í fjötrum fjárkúgara eða þjóðarauðinn í vasa Örfárra, hún sinnir fáu nema því allra brýnasta, eða hefur enginn komið til Grikklands nýlega??

 

Aðalatriðið málsins er samt, hvar fara réttindi eins að skerða réttindi annarra??

Það er ekki svo mörg ár síðan að tekið var viðtöl við konu sem hafði áhyggjur af tveimur fötluðum sonum sínum því þeir fengu ekki inní sambýli fatlaðra sökum þess að eftirspurn var langt umfram framboð.

Og áhyggjur hennar snérust um það að hún var orðin öldruð, og farinn að missa heilsu og óttaðist hvað yrði um þá þegar hennar nyti ekki lengur við.

 

Þessi kona var ekki fræg, ekki í Flokki góða fólksins, og hefði sannarlega orðið eitt af fyrstu fórnarlömbum ICEsave fjárkúgunarinnar hefði hún gengið eftir.  Og hún var örugglega fórnarlamb þess niðurskurðar sem varð í kjölfar fjármálahrunsins þegar reikningur auðmanna var sendur þjóðinni, og þá þar sem höggið yrði sem mest.

Þess vegna fékk hún þetta eina viðtal og gleymdist svo.

 

Hún var sem sagt ekki poppuð upp í fjölmiðlum líkt og þúsundir annarra í hennar sporum.

Enda bað hún ekki um slíkt, hún bað bara um úrræði.

Sem því miður kostar fjármuni.

 

Það má vel vera að líkami fatlaðra kvenna ógni kerfisköllum af öllum kynjum en ég tel málið flóknara en svo.

Það hefur gífurlega áunnist í réttindamálum fatlaðra, ætli maður hafi ekki séð það gleggst hér í heimabyggð minni þegar opnað var hér sambýli fatlaðra, og rekið svo sómi er að.  En þegar maður var krakki, einhvern tímann uppúr miðri síðustu öld, þá fóru öll fötluð börn suður sem ekki var hægt að sinna í heimabyggð.

En þau eru samt á þeim stað að frumþörfum margra er ekki sinnt, og þá verður að spyrja, hvort er mikilvægara að sinna þeim þörfum, eða hefja hana á nýtt svið sem má kalla lúxusbaráttu miðað við allavega það sem áður var.

 

Það er ekkert sjálfgefið í þessu máli, og guð hjálpi mér, sem faðir á gamals aldri, þá skil ég vel þessa þrá að vilja vera foreldri.

Og það er rosalega mikið til af börnum sem vantar ást og umhyggju, og það tækifæri að fá að alast upp við gott atlæti.

Sem ég efa ekki að yrði í þessu tilviki.

 

En þetta snýst ekki um ógn sem stafar af líkama fatlaðra kvenna.

Þetta snýst eiginlega um allt annað en það.

 

En ég skil samt Freyju.

Kveðja að austan.


mbl.is Mál Freyju fer fyrir Hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband