7.5.2019 | 16:41
Endurunnin áróður.
Þegar skoðanakannanir sögðu að það stóð tæpt hvort ICEsavesamningur 3 yrði samþykktur í þjóðaratkvæði, þá var því mjög haldið á lofti af stuðningsfólki bresku fjárkúgunarinnar að betur menntaði hluti þjóðarinnar styddi uppgjafarsamninginn.
Og gáfu það góðfúslega í skyn að illa menntað heimskt fólk stæði á móti.
Svo kom dómur um að hinir svokölluðu betur menntuðu höfðu trúað einhliða áróðri og ekki haft dómgreind til að skilja einföldustu staðreyndir, sem er að Not þýðir Ekki.
Fréttablaðið keypti skoðanakönnun og þó það sé stórlega hægt að efast um hlutleysi blaðsins og öllu því efni sem frá blaðinu kemur, að þá efar maður ekki að blaðinu er full alvara með framsetningu sinni um að hinir upplýstu styðji orkupakkann.
Því frumleikinn er það fyrsta sem hverfur hjá fólki sem hefur selt sálu sína.
En hvað felst í því að vera upplýstur í þessu máli??
Felst það í því að trúa að tilskipun sem fjallar um hindrunarlaus orkuviðskipti milli landamæra sé í raun um neytendavernd og gagnsæi upplýsinga líkt og Áslaug Arna og hennar fólk heldur fram??
Felst það í því að trúa að einhliða fyrirvarar haldi þegar ljóst er að þeir hafa aldrei haldið í öllum dómum sem hafa verið felldir um slík mál á evrópska efnahagssvæðinu?
Felst það í að trúa að ACER, Orkustofnun Evrópu, hafi alls staðar yfirþjóðlegt vald yfir orkumálum ríkja evrópska efnahagssvæðisins nema á Íslandi þó slíkt sé ekki getið í tilskipuninni sem á að innleiða?
Eða felst það í að trúa að markaðsvæðing orkunnar á samevrópskum samkeppnismarkaði þýði óbreytt fyrirkomulag á orkumálum Íslendinga þar sem nýting orkuauðlindarinnar er að mestu leiti í höndunum á almenningsfyrirtækjum?
Felst upplýsingagjöfin í að trúa blekkingum og rangfærslum Áslaugar og hennar fólks, eða sá fólk í gegnum þær og vill þessa orkutilskipun á þeim forsendum sem hún er samin, það er hindrunarlaus viðskipti orkunnar milli landamæra á samkeppnismarkaði??
Það síðara er heiðvirð afstaða og í sjálfu sér ekkert um það að segja.
Þá er það bara svo.
En stjórnvöld hafa ekki hjálpað fólki að komast að þeirri niðurstöðu því þau hafa logið og blekkt frá fyrsta degi.
Þess vegna er það broslegt að þeir sem slík vinnubrögð ástunda, saki aðra um rangfærslur.
Eða eigum við að ætla að barnaskapurinn sé svo mikill að þau trúi sínum eigin orðum.
Það skyldi þó varla vera?
Kveðja að austan.
Mikið fjárhagslegt bakland andstæðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 205
- Frá upphafi: 1412824
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 171
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun skiptast þeir sem taka afstöðu hér um bil í 60% NEI og 40% JÁ, eða svipuð hlutföll og í Icesave III þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Enn í dag finnst mér jafn ótrúlegt og á kjördag hve margir vildu þá brjóta EES samninginn, ekki síst í ljósi þess að flestir þeirra voru yfirlýstir Evrópusinnar.
Margir af þeim sömu aðilum og þar fóru fremst í flokki færa svo núna þau rök fyrir stuðningi við orkupakkann að ekki mega setja EES samninginn "í uppnám".
Þessar þversagnir í málfutningi þeirra eru svo æpandi og afhjúpandi að það sætir mikilli furðu að hvergi skuli vera fjallað um þær.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2019 kl. 20:36
Mikið sammála þér Guðmundur.
Þú ert með kjarnann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2019 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.