6.5.2019 | 10:05
Hráa kjötið og ábyrgðin.
Jón Bjarnason skrifar ágæta grein í Morgunblaðið í dag um stóra kjötmálið þar sem hann færir rök fyrir að fyrst dómur hefði fallið gegn stjórnvöldum vegna bannsins á innflutningi á fersku hráu kjöti, að þá sé öll löggjöfin um innflutning á landbúnaðarvörum í húfi.
Það er þegar einn hluti löggjafarinnar er dæmdur ólöglegur, þá falli heildarlöggjöfin um sjálfa sig því hún hefði verið heildstæð út frá ákveðnum forsendum um lýðheilsu og verndun búfjárstofna.
Enda heitir grein Jóns Hráa kjötið og sjálfstæði Alþingis.
Það er náttúrulega borin von að Alþingi virði sitt eigið sjálfstæði, til þess þarf fullorðið fólk og mörgu slíku er ekki til að dreifa á Alþingi Íslendinga í dag.
En það ágætis fólk ætti að íhuga þessi orð Jóns; "Hæstiréttur hefur síðan staðfest að ekki er hægt að samþykkja innleiðingu frá ESB með fyrirvara".
Vegna þess að það ætlar að samþykkja orkutilskipun Evrópusambandsins með þeim fyrirvara að efni hennar gildi ekki á Íslandi, og ætlar að setja lög þar um.
En af hverju ætti sá fyrirvari að halda þegar fyrirvari Jóns Bjarnason sem hann setti inní innleiðingu matvælakafla Evrópusambandsins??
Svarið er augljóslega, hann gerir það ekki, en alþingismenn halda öðru fram.
Meðal annars vegna þess að hafi þeir rangt fyrir sér, og valda þar með landsmönnum stórtjóni, að þá sæta þeir engri ábyrgð.
Alþingismenn mega nefnilega valda öðrum vísvitandi tjóni ef þeir gera það í gegnum löggjöf sína þó þeir megi ekki frekar en við hin rústa börum eða áreita veika kynið.
Nærtækasta dæmið þar um er verðfall húsnæðis á landsbyggðinni í kjölfar setningu laga um kvótakerfið án þess að það hvarflaði að nokkrum þingmanni að setja hluta af meintum ávinningi í sjóð til að bæta saklausu fólki tjónið.
Eins er það með innflutning á hráu kjöti.
Hver ber það tjón ef alvarlegur smitsjúkdómur breiðist út í innlendum búfénaði og leggur restina af landbúnaðinum í rúst??
Ekki innflytjandinn, hann hirðir bara gróðann, það er borin von að hann þurfi að leggja fram tryggingu sem gæti bætt slíkt tjón.
Og ekki alþingismenn, þeir hlæja bara.
En hvað með samþykkt Orkupakka 3??
Í greinargerðinni með frumvarpinu viðurkenna embættismenn að tenging við hinn samevrópska orkumarkað muni hafa hækkun raforkuverðs í för með sér. Eitthvað sem gæti riðið fólki í helgreipum vaxtaokursins að fullu, því það erum svo margir sem ná ekki endum saman, það eru svo mörg fyrirtæki sem berjast i bökkum við erlenda samkeppni láglaunalanda.
Fyrir utan að hækkun á raforkuverði vegna þess eins að Alþingi innleiðir reglugerð þar um, er alltaf tjón í sjálfu sér af völdum ábyrgðarlausra alþingismanna.
Þessir sömu alþingismenn segja að það komi aldrei til að Hæstiréttur eftir úrskurð ESA, felli upp þann dóm að "að ekki er hægt að samþykkja innleiðingu frá ESB með fyrirvara" án þess að vísa í nokkur dómafordæmi þar um.
En væru þeir jafn einbeittir í þessum ásetningi sínum ef þeir vissu að þeir persónulega þyrftu að bæta samborgurum sínum það tjón sem af hlytist ef þeir hefðu rangt fyrir sér??
Ef þeir eru svona fullvissir, myndu þeir fríviljugir stofna sjóð þar sem eignir þeirra væru að veði og í þennan sjóð gæti fólk sótt skaðabætur vegna þess tjóns sem hækkun raforkuverðs myndi valda því.
Væru menn tilbúnir að skaða aðra ef sá skaði væri líka þeirra??
Hefði Boeing leynt upplýsingum um galla í hugbúnaði ef menn þar innandyra vissu að þeir yrðu ákærðir fyrir fjöldamorð þegar flugvélar færust??
Myndu heildsalar vera jafn viljugir að flytja inn hrátt kjöt ef örvingluð móðir sem hefði misst barn sitt vegna fjölónæmra baktería gæti ákært þá fyrir manndráp?? Það er ekki ómerkilegri maður en yfirlæknir á Landsspítalanum sem telur slíkt raunverulega hættu. Og ef menn fullyrða að slíkt sé bara bull og vitleysa, þá hljóta menn sætta sig við slíka ábyrgð í löggjöfinni, að innflytjendur sem heild séu þá sannarlega ábyrgir og sekir ef þeir hafa rangt fyrir sér og yfirlæknirinn, sérfræðingurinn rétt. Annars er málið bara dautt, það reynir aldrei á fyrirvarann um ábyrgð.
Og fyrst það er engin áhætta við innflutning á hráu kjöti, þvert á álit til dæmis Margrétar Guðnadóttir prófessor og veirufræðings, sem sagði að hún tryði ekki þeim aumingjaskap uppá þingmenn að þeir stæðu ekki gegn slíkum innflutningi, að þá hljóta viðskiptabankar innflytjendanna að vera tilbúnir að leggja fram ábyrgð, segjum til dæmis uppá 100-200 milljarða vegna meints tjóns af búfjársjúkdómum. Mæti þess vegna vera billjón því ef áhættan er engin, þá kemur ekki til þess að slík ábyrgð falli.
Það er nefnilega svona sem afhjúpar alvörun á bak við fullyrðingar.
Eru menn tilbúnir að axla ábyrgðina af tjóninu hafi þeir rangt fyrir sér??
En þar setja margir af stuðningsmönnum hins frjálsa markaðar mörkin, þeir hafa ekkert á móti ábyrgð á meðan aðrir sæta henni.
Líkt og þeir eru tilbúnir að hirða gróðann á meðan aðrir bera tjónið.
En þeir eru ekki tilbúnir að axla hana sjálfir, ekki frekar en útrásarvíkingarnir okkar sem höfðu tapið allt á sér kennitölu.
Af hverju halda menn að skúffufyrirtæki eigi hitt og þetta??, varla vegna þess að það eru svo mikil verðmæti í skúffunni?
Þetta er svona, en á ekki að vera svona.
Ekki í siðuðu samfélagi.
En það er okkar að breyta.
Það eru jú við sem að lokum sitjum uppi með tjónið, og ábyrgðina.
Þess vegna skiptir svo miklu máli að stjórnmálamenn okkar sæti ábyrgð ef þeir samþykkja Orkupakka 3.
Ekki bara vegna þess að orkuauðlindir okkar eru í húfi, heldur vegna þess að við þurfum að takast á við meinsemd.
Meinsemd ábyrgðarleysisins.
Áður en við verðum svipt öllu.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 10
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 139
- Frá upphafi: 1412837
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir enn einn góðan og þarfan pistil Ómar.
Ég er viss um að þú hefur hér rétt fyrir þér um að fyrirvararnir muni ekki halda. Að þeir séu einungis "kanínur úr pípuhatti" þeirra sem eeu staðfastir í því að nota þá að stunda ábyrgðarlausan loddaraleik, en slíkt er algjörlega óboðlegt að kjörnir fulltrúar kjósenda ástundi slíkan leik, án ábyrgðar. Og ekki bætir það úr skák að kjörnir fulltrúar fari þar beinlínis gegn vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.5.2019 kl. 11:14
Takk fyrir það Pétur.
En ég var svona meira að velta því fyrir mér hvort kjörnir fulltrúar hegðuðu sér eins ef þeir þyrftu að horfast í augun á afleiðingar gjörða sinna.
Og af hverju leysa menn ekki Stóra kjötmálið með því einu að láta þá sem vilja ólmir flytja inn, kaupa tryggingu fyrir hugsanlegu tjóni, því svoleiðis trygging er svona sannleiksmælir á innri trú manna á þeim áróðri sem þeir fjármagna til að tryggja gróðabrall sitt.
Þetta er ekki málið ef þeir telja þetta öruggt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.5.2019 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.