3.5.2019 | 21:16
Landsnet vill sæstreng.
Og hefur unnið að því í töluverðan tíma.
Svo auðvitað vill fyrirtækið orkupakka 3 sem kveður á um tengingu yfir landamæri og reglur til að koma í veg fyrir allar hindranir þar um.
Auk þess sem markaðsvæðing kerfisins mun skapa þrýsting á lagningu lína þvers og kurrs um landið, og kverúlantar landverndar munu verða skilgreindir sem markaðshindrun af landsreglaranum (sjálfstæð Orkustofnun sem lýtur hvorki innlendum yfirvöldum eða innlendu dómsvaldi) og munu því ekki verða hindrun í veginum.
Svo má ekki gleyma sporslunum, munum hvað laun æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja hækkuðu við það eitt að fyrirtækin urðu ohf-vædd.
Þá geta menn ímyndað sér kaupaukann við einkavinavæðingu orkufyrirtækja.
Það er það eina sem er öruggt á samkeppnismarkaði fákeppninnar, að allt hækkar.
Laun æðstu stjórnenda, arður eiganda og verð þjónustunnar.
Því er það ákaflega eðlilegt að þeir sem sjá gróðatækifærin, fjármagni áróður og kaupi stuðning, að þeir sem sjá framá margföldun launa mæli með sem og að þeir sem borga brúsann séu á móti.
Og þannig er staðan í dag.
Almenningur á móti, hinir uppkeyptu með.
Ekkert fréttmætt við það.
Hinsvegar væri það fréttnæmt ef stjórnendur Landsnets hugsuðu til nágrannans, til samborgara sinna og mæltu gegn orkupakka 3.
Sem og það er fréttnæmt þegar þingmenn þora gegn hagsmunum auðsins og samtryggingarinnar og lýsa yfir andstöðu við orkupakkann líkt og Ásmundur Friðriksson hafði kjark til.
Það er frétt þegar guðfaðir EES samningsins, Jón Baldvin Hannibalsson, mælir gegn tilskipunum Evrópusambandsins.
Það er frétt þegar öldungar Sjálfstæðisflokksins eins og Styrmir Gunnarson og Tómas Ingi Olrich mæla gegn ásetningi forystu flokksins um að afhenda skrifræði Evrópusambandsins yfirstjórn orkuauðlinda þjóðarinnar.
Og það er frétt ef það finnst venjulegt fólk sem er samþykkt þessu valdaafsali og markaðsvæðingu orkunnar.
En það er ekki frétt að sólin komi upp í fyrramálið eða Landsnet vilji flóknari reglur og aukin umsvif.
Þannig gerast bara kaupin á eyrinni og fátt um það að segja.
Embættismannakerfið okkar er fyrir langa löngu gengið í Evrópusambandið.
Kveðja að austan.
Landsnet mælir með orkupakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 65
- Sl. sólarhring: 778
- Sl. viku: 5604
- Frá upphafi: 1400361
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 4817
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, takk fyrir góðan pistil.
"Embættismannakerfið okkar er fyrir langa löngu gengið í Evrópusambandið." Orð að sönnu sem undirstrika magnaðan pistil.
Það má segja að þetta fólk sé hirðfífl tíðarandans í Sturlungu nútímans.
Með kveðju að ofan.
Magnús Sigurðsson, 4.5.2019 kl. 06:20
Takk fyrir það Magnús.
Þó ekkert komi á óvart í afstöðu kerfiskalla, þá má samt halda því á lofti hvað knýr það áfram.
Gróði, græðgi, hóglífi.
Það kú víst vera gott að dveljast í Brussel, þar blómstrar allt sem ríflegir dagpeningar leita í. Veitingahús, neðanmittisþjónusta af ýmsu tagi, því ekki skortir kúnnanna.
Regluveldi sem er stillt á sjálfstýringu og þarf engu að lúta, er bein ávísun á aukin umsvif og völd.
Og þjónkun við hagsmunaöfl leitar alltaf á einn eða annan veg í veskið.
Svo hver er þessi samborgari??, annað en viðfang í reglum og reglugerðum?
Nei, maður á ekki að vera hissa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.5.2019 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.