Frjálshyggjufólkið á þingi.

 

Mætir hneykslað í ræðustól og kvartar yfir biðlistum.

Segir þá hneisu sem er rétt, og segir að það eigi að skipta við einkaaðila til að leysa vandann. Sem getur alveg líka verið rétt, allavega ekki gáfulegt að senda fólk um langan veg til útlanda, ef það er hægt að framkvæma sömu aðgerð í næstu götu, innanlands.

Held í raun að enginn deili um það þó tregðulögmálið hafi ekki séð ljósið.

 

En hvers er ábyrgðin að hafa fjársvelt heilbrigðiskerfið um langt árabil??

Og hvaða hugmyndafræði liggur að baki að skemma innviði til að hampa einkarekstri??

 

Ekki að einkarekstur sé slæmur, alls ekki hann hlýtur að vera nauðsynleg viðbót til að fá fjölbreytni og snerpu í kerfið.

En hið skipulagða fjársvelti til að skemma innviðina er hins vegar glæpsamlegt.

 

Fjármálaráðherra bendir réttilega á flöskuhálsa en þeir urðu ekki til að sjálfur sér.

Ítrekaðar hagræðingarkröfur hafa búið þá til og í raun snúist uppí faðirvor andskotans, það sem átti að spara, stórjók kostnað ásamt lakari nýtingu þeirra fjármuna sem þó eru settir í heilbrigðiskerfið.

Fagfólk varaði ítrekað við þessari meintu hagræðingu, að fækkun rúma, lokanir deilda, lokanir stofnana eins og Landakosts eða Sankti Jósefsspítalans myndu aðeins auka vanda, skapa flöskuhálsa og að lokum sprengja Landsspítalann.

Og allt gekk eftir.

 

Samt kemur þetta fólk, sem hundsaði aðvaranirnar, í ræðustól og skammast, samt með þeim undirliggjandi tón að nú sé lag að láta einkaaðila fá peninga sem ekki var hægt að finna handa hinu opinbera kerfi.

Og á undan þessu fólki var annað fólk sem hagaði sér eins.

Skar niður í nafni hagræðingar, og sólundaði þannig fjármunum skattgreiðanda, stórskemmdi heilbrigðiskerfið og gerði allt kerfið óskilvirkara.

 

Af hverju kemst þetta fólk upp með þessi vinnubrögð??

Af hverju látum við bjóða okkur þetta??

 

Það eru jú við sem borgum og blæðum.

Og það bauð sig ekki sjálft á þing.

 

Það erum jú við sem kjósum það.

Aftur og aftur.

Og allt við það sama.

 

Og þó ekki, núna ætlar það að afhenda vinum sínum orkuauðlindir þjóðarinnar.

Sbr, mikið vill alltaf allt.

 

Og samt kjósum við það.

Er það einleikið??

 

Oft hefur verið spurt af minna tilefni.

Kveðja að austan.


mbl.is Þjáningunum verði að linna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta gerist vegna þess að kerfið er rekið af bjánum.  Þú veist, fólki sem þú kaust?

Hvers vegna gerðir þú það?

Ásgrímur Hartmannsson, 2.5.2019 kl. 22:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Ásgrímur.

En ég vil nú frekar vera kallaður kommatittur en frjálshyggjumaður, og fyrr myndi ég frjósa í helvíti en að kjósa Viðreisn eða skoðanabræður þeirra.

Og það er bara þannig að ég er ekki Sjálfstæðismaður, en ég þekki hins vegar marga góða slíka.

Þannig að ég verð að svara neitandi, en tilraun þín engu að síður góð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2019 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 767
  • Sl. viku: 5560
  • Frá upphafi: 1400317

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 4777
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband