1.5.2019 | 22:05
Katrín og sjálfbærnin.
Katrín Jakobsdóttir er vel máli farinn og talar oft um hugðarefni sín þegar hún fer til útlanda þá er henni tíðrætt um tískuorð nútímans, sjálfbærni og velsældarhagkerfið.
Sjálfbærni er til dæmis að nýta okkar grænu vistvæna orku til að framleiða holl og góð matvæli líkt og gert í gróðurhúsum þjóðarinnar og við gætum gert miklu meira af ef stjórnvöldum bæri gæfa til að semja við garðyrkjubændur sem eina heild um kaup á raforku á svipuðum kjörum og hún er seld til stóriðju.
Á þessi er samt einn hængur, markaðsregluverk Evrópusambandsins bannar allar slíkar tilfærslur, þær geta skekkt samkeppni innflutningsins við innlenda framleiðslu.
Velsældarhagkerfið er síðan eitthvað þar sem venjulegt fólk hefur í sig og á, og það geti sinnt öllum sínum grunnþörfum eins og að ráða við að kaupa hollan mat, haft efni á heilsugæslu og húsnæði, og já efni á að lýsa og kynda þessi hús sín.
Þar stöndum við Íslendingar nokkuð vel að vígi, sérstaklega ef við náum að draga úr innlendum kostnaði við matvælaframleiðslu, en enn og aftur, regluverk Evrópusambandsins magnar upp slíkan kostnað eins og hin meinta samkeppni á raforkumarkaði fólst öll í að hækka rafmagn til bænda og búaliðs.
Það er nefnilega þannig að það er svo auðvelt að tala í útlöndum, og sérstaklega brosa án þess að segja svo mikið.
Erfiðara er fara gegn hagsmunaöflum markaðarins sem þola ekki sjálfbærni og velsæld fjöldans.
Allt á að markaðsvæða, allt á að selja á markaðsverði þar sem brask og tilbúinn skortur knýja verð uppúr öllu valdi.
Katrín Jakobsdóttir fékk sinn prófsstein sem var orkutilskipun ESB um markaðsvæðingu orkunnar og sölu hennar á samkeppnismarkaði.
Tilskipun sem vinnur algjörlega gegn öllum hennar fallegu orðum, og ef hún meinti eitt orð, þá væri hún í dag að berjast gegn þessari tilskipun á öllum vígstöðum því argari frjálshyggja hefur ekki skolað á land við Íslandsstrendur frá því að land byggðist.
En baráttan er öll á hinn veginn, með frjálshyggju, með hagsmunum fámennrar auðstéttar, gegn þjóð og fyrrum hugsjónum vinstri manna.
Hugsjónum sem kváðu á um að auðlindir væru sameign þjóðar, sameign fólksins í landinu, og ættu að vera nýttar í þess þágu.
Þetta er ekki einu sinni frammistaða uppá 0,0, þetta er ekki frammistaða.
Þetta eru svik við helg vé.
Við lífsskoðanir og hugsjónir genginna vinstrimanna sem töldu einmitt daginn í dag, heilagan dag í baráttu þeirra fyrir jöfnuði og réttlæti.
Manna sem hefðu nýtt þennan dag til að hamra á mikilvægi þess að berjast gegn ásókn markaðsafla í grunnundirstöður samfélagsins því þeirra augun er grunnundirstaða aðeins féþúfa sem má nýta til að arðræna fólk og samfélög.
En Katrín er bara í útlöndum og brosir.
Engar eru brýningarnar, aðeins innantómir frasar i samræðum við annað fólk sem er ekki í neinu sambandi við þá hörðu lífsbaráttu sem venjulegt launafólk háir á hverjum degi til að hafa í sig og á.
Í samfélögum sem eru búin að hafna félagslegum lausnum en markaðsvæða allt sem snýr að grunnþörfum fólks.
Og þetta sama frasafólk skilur ekkert í af hverju kjósendur eru að hafna því í hverju landinu á fætur öðru, skilur ekki fyrirlitninguna sem venjulegt fólk hefur á því og fílabeinsturni þess.
Kjósendur, sem upplifa frjálshyggju hins frjálsa flæðis og samkeppnina við þrælabúðir glóbalvæðingarinnar á hverju degi í verri lífskjörum, í atvinnumissi, í félagslegum undirboðum, í markaðsvæðingu sem aðeins gagnast hinu ofurríku.
Þessi firring endar aðeins á einn veg.
Með algjöru vantrausti kjósenda og í kjölfarið upplausn hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka.
Og maður hlýtur að spyrja sig, er þjónkunin við regluveldi frjálshyggjunnar svona mikils virði??
Að bæði flokk og þjóð sé fórnað??
Það er allavega ekki mikil sjálfbærni í því.
Það er fyrir flokkinn.
En kannski bíður feitur bitlingur einhvers staðar?
Hver veit.
En er það þess virði??
Kveðja að austan.
Katrín fundaði með Corbyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 7
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 136
- Frá upphafi: 1412834
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 116
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll sem endranær Ómar: sem aðrir gestir, þínir !
Ómar !
Þér - Bjarna Jónssyni Rafmagnsverkfræðingi, Hrólfi Hraundal Vél fræðingi, Gunnari Rögnvaldsyni fræðaþul í Borgarfirði, Jóhanni Elíassyni Stýrimanni og að ógleymdum Halldóri Jónssyni Verkfræðingi, svo aðeins fá einir séu nefndir, mun SEINT þökkuð varðstaðan gagnvart þessu Forynju liði, sem:: einmitt téð Katrín Jakobsdóttir fer fyrir, í atlögunni að ALMANNAHAGSMUNUM leynt, og ljóst - og í víðara samhengi reyndar, en sem að Rafmagninu lýtur - 1 og sér.
Eða: hvenær skyldi sá dagur upp renna, að þau Katrín / Bjarni og Sigurður Ingi, ásamt þeim Þórdísi Kobrúnu og Guðlaugi Þór myndu viðurkenna Tuga og Hundraða Prósenta hækkanir á Rafmagninu, sem Valgerður Sverrisdóttir fór framarlega í flokki fyrir, með tilurð Orkusölu ónefnunnar, á árunum 2005 - 2006, eftir samþykkt þáverandi óstjórnar í landinu (Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar) á Orku pökkunum nr. I og II, síðuhafi knái ?
Með beztu kveðjum austur í fjörðu, sem oftar, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 23:00
Takk fyrir þetta Óskar, við Norðfirðingar megum vera ánægðir með þessa upptalningu þína, því við könnumst ekkert við annað en að Hrólfur sé Norðfirðingur þó hann hafi á stundu búið á fjarlægari stöðum.
Fyrr munu steinar tala en að þau viðurkenni raunveruleikann, en að etja saman dreifbýli og þéttbýli er frjálshyggjumannaháttur, eyðileggja þannig samstöðu og eindrægni þjóðarinnar.
En við vitum þetta, og við gleymum þessi ekki.
Gott væri samt að bændur og búalið myndu líka muna þetta.
Og láta í sér heyra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.5.2019 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.