Einu sinni einu sinni enn.

 

Núna er komið að því að mennirnir sem sögðu að við ættum að borga ICEsave, því slíkt væri skýrt samkvæmt tilskipunum ESB, mæta á þing og segja að okkur beri skylda til að innleiða orkutilskipun ESB, og afsala okkur þar með yfirráðum yfir orkuauðlindum landsins til yfirþjóðlegrar stofnunar. ACER.

Þó EFTA dómurinn hafi dæmt þá fávita, þá róa þeir áfram í sömu knérum.

 

Einn slíkur mætti á fund utanríkismálanefndar Alþingis, dósent við lagadeild Háskóla íslands.

Eitt af því mörgu sem hann segir er að orkutilskipunin fari ekki gegn stjórnarskránni því " að framsal valds til evr­ópskra stofn­ana í gegn­um þriðja orkupakk­ann væri „býsna vel“ skil­greint og ekki of íþyngj­andi"

 

Í lagaáliti sínu sýnir Stefán Már Stefánsson prófessor, ekki dósent, með skýrum rökum að

"Með hliðsjón af framansögðu er torvelt að líta svo á að framsal ríkisvalds samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 sé vel afmarkað og skilgreint. Virðist fremur verða að líta svo á að valdheimildir ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar yrðu óljósar og háðar túlkun á þeim hugtökum sem að framan greinir.

Ekki er með góðu móti unnt að átta sig á því hvernig ESA muni skýra valdheimildir sínar samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar, en væntanlega mun túlkun ACER á samsvarandi valdheimildum þeirrar stofnunar gagnvart ESB-ríkjunum hafa þar afgerandi áhrif, ásamt fyrrgreindum viðmiðunarreglum framkvæmdastjórnar ESB. Í það minnsta verður ekki litið svo á að afmörkun og skilgreining valdframsals til ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar uppfylli þær ríku kröfur sem gera verður til valdframsals af þeim toga sem hér um ræðir.

Í því sambandi er einkum til þess að líta að ákvarðanir ESA á grundvelli 8. gr. reglugerðarinnar beinast ekki einungis að hérlendum eftirlitsyfirvöldum, heldur varða þær í raun beint og óbeint mikilvæga hagsmuni einstaklinga og lögaðila, og einnig ríka almannahagsmuni tengda raforkukerfinu og nýtingu þess, eins og fyrr segir.".

 

Rök annars vegar, fullyrðing hinsvegar.

Í þessu samhengi má ekki gleyma að Stefán Már Stefánsson var eini fræðimaðurinn við lagadeild Háskóla Íslands sem þorði að tala gegn fjárkúgun breta, með skýrum rökum, og rök hans voru rétt, fullyrðingar hinna sem margmættu fyrir nefndir Alþingis voru rangar.

Þeir voru dæmdir, Stefán var staðfestur.

 

Annað er eftir því hjá dósentnum, hann telur að "skil­yrði um jafn­ræði og gagn­kvæmi upp­fyllt." þegar staðreyndir er sú eins og Stefán Már Stefánsson bendir réttilega á, að

"Umfjöllun kaflans miðast við að ESA fari með vald til að taka ákvarðanir á grundvelli reglugerðar nr. 713/2009, þ.e. gagnvart EES/EFTA-ríkjunum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017. Þrátt fyrir að valdið sé þannig formlega hjá ESA er ljóst að ACER mun hafa mikið að segja um efni ákvarðana sem ESA tekur á grundvelli reglugerðarinnar, enda semur ACER drög að ákvörðunum og leggur þau fyrir ESA. Það má því velta fyrir sér hvort ákvörðunarvaldið sé í raun hjá ACER57 og að hlutverk ESA sé aðallega formlegs eðlis í því skyni að fyrirkomulag reglugerðarinnar samræmist betur tveggja stoða kerfinu. Færa má rök fyrir því að í raun sé ákvörðunarvaldið að hluta til framselt stofnun sem heyrir undir Evrópusambandið og stendur utan EFTA-stoðarinnar, þ.e. ACER.".

 

Það eru öfugmæli að halda því fram að það sé jafnræði í fyrirkomulagi þar sem annar aðilinn setur reglurnar, og hinn þarf að hlíta þeim án þess að hafa nokkuð að segja með innhald þeirra eða fyrirmæli.

Álíka fávitagangur ein og þegar íslenskir fræðimenn innan gæsalappa héldu því fram að Not, í merkingunni EKKI í ábyrgð, þýddi þveröfugt, að aðildarríki væru í ábyrgð fyrir innlánstryggingasjóði sína. 

Og gleymum því aldrei, að þeir voru síðan dæmdir fávitar.

 

Síðan eru engar lagalegar útskýringar af hverju við sem þjóð þurfum að innleiða þessa orkutilskipun, aðeins sagt "telja inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans nauðsyn­lega vegna alþjóðasam­starfs sem Ísland tæki þátt í og vísaði þar til EES-samn­ings­ins."

Í EES samningnum stendur það skýrum stöfum að samningurinn sé gagnkvæmur og ef einstök aðildarríki EES telji eitthvað í reglugerðum framtíðarinnar íþyngjandi þá geti þau hafnað innleiðingu og vísað til sameiginlegu EES nefndarinnar.  Eða eins og höfundur samningsins, Jón Baldvin Hannibalsson útskýrði;

""„EES-samn­ing­ur­inn trygg­ir aðild­ar­ríkj­un­um óvé­fengj­an­leg­an rétt til að hafna inn­leiðingu lög­gjaf­ar á til­teknu mála­sviði, ef hún á ekki við eða þjón­ar ekki hags­mun­um viðkom­andi rík­is. Fyr­ir þessu eru mörg for­dæmi. Höfn­un inn­leiðing­ar hef­ur ekki í för með sér nein viður­lög. Af­leiðing­in er sú, að mál­inu er vísað til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar, þar sem samið er um málið. Þar með fást þeir einu fyr­ir­var­ar, sem ör­uggt hald er í. Þessi ótví­ræði rétt­ur aðild­ar­ríkja EES-samn­ings­ins til þess að hafna inn­leiðingu lög­gjaf­ar út frá eig­in þjóðar­hags­mun­um, án viður­laga, var frá upp­hafi ein meg­in­rök­semd­in fyr­ir því, að framsal valds skv. samn­ingn­um væri inn­an marka þess sem sam­rýmd­ist óbreyttri stjórn­ar­skrá.“"."

Þetta er svo skýrt í samningum, að halda öðru fram án þess að færa fyrir því rök, er pólitík í anda fullyrðinga um Kúbu norðursins.

 

En í pólitíska rökstuðningnum kemur fram brosleg mótsögn.

Evrópusambandið ætlast til þess að ríki fari eftir reglugerðum sínum.

".... að mark­miðið hjá Evr­ópu­sam­band­inu væri að það hefði ein­hverj­ar nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir viðkom­andi EFTA/​EES-ríki tæki það slíka ákvörðun, það er að þjóðþing þess nýtti heim­ild EES-samn­ings­ins og hafnaði því að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna lög­gjaf­ar frá sam­band­inu, með það fyr­ir aug­um að standa fyr­ir utan þá lög­gjöf sam­bands­ins sem ríkið vildi ekki taka upp.".

Orkupakkar Evrópusambandsins fjalla um markaðsvæðingu raforkunnar og í orkupakka 3 er aðildarríkjum efnahagssvæðisins gert að skylt að innleiða markaðskerfi að hætti ESB með frjálsri samkeppni á heildsölu- og smásölumarkaði með rafmagn, en það er valfrjálst núna. Og hann fjallar um  millilandaviðskipti með raforku, en OP#2 fjallar um innanlandsviðskipti með hana. Og þessi ákvæði verða tekin upp í íslenskri löggjöf, og íslenskum stjórnvöldum ber skylda að fara eftir þeim.

Í ljósi þessa er það hrein barnaskapur að hafna að "eitt­hvað í þriðja orkupakk­an­um skyldaði ís­lensk stjórn­völd til þess að samþykkja lagn­ingu sæ­strengs til Evr­ópu." þegar meginmarkmiðið er að stuðla að slíkum viðskiptum.

Öll dómafordæmi hjá ESB eru í þá vegu að ríki aflétti öllum hömlum á viðskiptum, og fari eftir efni og anda tilskipana sambandsins.

 

Að vísa í íslensk lög er ennþá meiri barnaskapur, þau þurfa að víkja þegar bindandi tilskipun er annars vegar. 

Skemmst er að minnast þegar áratuga gömul lög sem banna að gefnu tilefni innflutning á hráu kjöti, voru dæmd ólögleg af EFTA dóminum.

Þeir sem halda öðru fram verða þá að sýna fram á undantekningarnar, hvar innlend lög halda gegn tilskipunum sambandsins.  Þá væri til dæmis hægt að snúa við þessum dómi EFTA dómsins varðandi frjálsan innflutning á sýklum.

 

Í ICEsave deilunni upplifðum við svona fræðimennsku.

Fullyrðingar á fullyrðingar ofan, allar litaðar af pólitískri skoðunum viðkomandi fræðimanna.

Eða það sem ætti að vera augljósara, greiðslurnar sem þeir fengu fyrir að tala gegn skýrum lögum og reglum.  Eða þeim öfugmælum að óbærilegar skuldir væru í þágu efnahags og velmegunar almennings.

En þegar vel er borgað þá segja menn margt, þekkt er að á ákveðnum tímabili, áður en bandarísk stjórnvöld gripu inní, að þá héldu yfirmenn í mexíkósku lögreglunni því fram kinnroðalaust að erlend burðardýr bæru meginábyrgð á flutningi eiturlyfja til og frá landinu.  Allavega voru ekki aðrir handteknir og dæmdir fyrir þann verknað.

 

En það gripu engin bandarísk stjórnvöld inní hjá okkur.

Við sitjum uppi með sömu fræðimennina.

Sömu fullyrðingarnar.

Sömu landsöluna.

 

Því það var aldrei skúrað út.

Mútuþegarnir héldu embættum sínum.

 

Það eru  hundruð milljarða undir þegar kemur að því að einkavinavæða nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar.

Hluti af þeim er þegar byrjað að streyma um samfélagið.

Í fjölmiðla, til almannatengla, og til hinna svokölluðu álitsgjafa.

Að ekki sé minnst á hið meinta fræðasamfélag.

 

Eða hvað annað skýrir heimskuna?

Ég bara spyr.

Varla meðfædd heimska.

 

Gleymum því ekki hverjir voru dæmdir fávitar á sínum tíma.

Bæði á Alþingi sem og í Háskólanum.

 

Þetta fólk er ennþá að, og það hefur ekkert breyst.

Kveðja að austan.


mbl.is „Neikvæðar afleiðingar“ markmið ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Mútuþegar segirðu, líklega þarf sannanir til að halda slíku fram en auðvitað freistandi ályktun. 

Ég held nú samt að þetta séu meira nytsamir sakleysingjar, en hreint ekki svo saklausir þó og náttúrulega eingöngu nytsamir hinum ranga málstað. 

Gamalt og gott íslenskt orð yfir þessa menn er þó til  en það er AULAR já og andskotans fífl. 

Takk annars fyrir góðan pistil og pistla um orkupakkavitleysuna. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 29.4.2019 kl. 20:09

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mexíkanarnir sögðu eitthvað svipað á sínum tíma, eða þar til að USA  krafði þá um aðgerðir.

En eins og sænski skatturinn veit, þá er mútur margskonar, ef ég man rétt þá lenti sænskur ráðherra í honum þegar hann taldi ekki fram til skatts skólavist sonar sína í Bandaríkjunum, sem hann fékk fyrir slikk.  Hann koma ofan af fjöllum, þekkti ekki sín eigin lög, en skatturinn benti á að hlunnindi sem væru ígildi peninga, væru peningar sem slíkir.

Eru það mútur að meðlimir framkvæmdaráðs ESB geta treyst því að fá stjórnarembætti hjá evrópskum stórfyrirtækjum þegar þeir hætta í framkvæmdarráðin??, eða eitthvað sem bara gerist því þeir hafa öðlast svo mikla reynslu??

Ragnar Árnason prófessor gekk um í slitnum flauelsjakka og keyrði um á druslu þar til daginn sem hann tók kvótakerfið uppá sína arma.  Þá komu vellaunuðu sporslurnar, ofaná sömu launin fyrir kennsluna og fræðistörfin.  Hefði haldið áfram að rannsaka þjóðhagsreikninga eða þróun sovésku 5 ára áætlunar, þá er ansi líklegt að  einhver bið hefði verið á nýjum bíl eða Boss jakkafötum.

Eins og skatturinn veit, þá er það ekki aurinn sem skiptir öllu, og eins bandarísk yfirvöld bentu Mexíkönum kurteislega á, þá er ekki til neitt sem heitir nytsamur sakleysingi þegar menn hafa náð svona langt á frambrautinni.

Þá er heimskan áunnin, ekki meðfædd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2019 kl. 20:55

3 identicon

Hættulegastir fullveldi hverrar þjóðar

eru ætíð þeir sem eru innlendir leppar

og/eða landshöfðingjar, þ.e.a.s. þeir

sem innleiða reglugerðir og setja lög

skv. forskrift erlendra valdastofnana

til að ræna þjóð sína og einkavæða grunnviði

og hækka svo gjaldskrá þeirra, að eigin vild.

(Um þetta skrifar Gunnar Rögnvaldsson stórgóðan pistil í dag)

Samtrygging/samsekt flokkanna á þingi var tryggð haustið 2016, þegar Bjarni fékk vin sinn, Jónas Þór Guðmundsson, til að hækka laun þingmanna og ráðherra og æðstu embættismenn langt umfram aðra.

Meginhluti Háskólagengisins, mennta-og menningarelítunnar, og fjölmiðlamenn höfðu selt sálu sína miklu fyrr, vegna styrkja frá ESB og vegna frírra ferða og uppihalds í Brussel.  Hvað eru nokkrir fossar og lækjarsprænur í huga þeirra sem þekkja ekkert annað en glasaglauminn í höllu Goðmundar Juncker.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.4.2019 kl. 21:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þetta eru mútuþegar Símon, hið svarta fjármagn vissi sínu viti þegar það falbauð akademíuna uppúr 1970, smitið þaðan leitaði smán saman út í samfélagið og úr varð  horror frjálshyggjunnar, hið frjálsa flæði og globalisminn eða öðru nafni kapítalismi andskotans.

Ég elska að lesa Gunnar þessa dagana, það kætir mig mjög sjá íhaldsmann lemja frjálshyggjuna eða liberalið eins og hann kallar það.

Það fyndna er að ég sagði honum fyrir nokkrum árum síðan að hann ætti eftir að gera þetta, því íhaldið myndi fella frjálshyggjuna líkt og forðum.

Og hann trúði mér ekki. 

Ég held ennþá uppá þá umræðu, vissi að þarna yrði ég spámaður.

Sem og varð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2019 kl. 22:32

5 identicon

Takk Ómar, og það enn og aftur, fyrir skarplega skrifaðan og greinargóðan pistil um spillinguna sem hér ríkir, eða öllu heldur siðleysið gagnvart landi og þjóð.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2019 kl. 22:36

6 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Stórgódur Ómar.

Hef aldrei skilid af hverju thessir hraedismenn (fraedimenn) fengu

ad halda sinni vinnu eftir ad hafa vegid ad thjód sinni med thvilikum

lygum og rógi. Thad átti ad setja thá alla af, en i stadin erum vid sem thjód

ad blaeda fyrir thetta rusl lid svo árum skiptir. Út med thatta pakk sem fyrst.

Er ekki ad gagnast sinni thjód í einu né neinu. Stórhaettulegt fólk.

Svo einfallt er thad.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.4.2019 kl. 22:44

7 identicon

Já, og pistill Gunnars er snilld, þar segir m.a. og er það kjarni málsins:

"Réttnefnið á þessu er ESB-einkavæðingarpakki-3 á sviði orkumála. Það er það heiti sem málið fékk í Danmörku, þar sem eingöngu er talað um það sem einkavæðingu (d. liberalisering/privatisering af el/energimarkedet). Og það er einmitt það sem það er. Munið það: ESB-einkavæðingarpakki-3 á sviði orkumála

Taka á það sem er grunnþjónusta í eigu og undir stjórn þjóðfélagsins og umturna því yfir í vöru, til þess að Evrópusambandið fái fullt vald yfir henni undir því sem kallað er "fjórfrelsi" (en sem of oft er hórfrelsi)

Og til að hrifsa þessar eigur úr höndum þjóðarinnar þá ætla íslenskir stjórnmálamenn að sækja sér vald til útlanda (Brussel), til að ná þessum eigum úr höndum þjóðarinnar, með erlendum lögum. Annars væri það nefnilega ekki hægt. Með EES-samninginn að vopni sækja þeir sér erlendan verndara valda sinna

Og þeir reyna að matreiða málið þannig að ekkert sé hægt að gera; Sorrý þetta er ekki lengur á okkar höndum. Þetta er á þeirra höndum. Þeir þarna úti ráða þessu. Þetta "þetta" er komið yfir til Brusselveldisins og þeir ráða þessu um "þetta" og við getum ekki annað en hlýtt."

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.4.2019 kl. 23:16

8 identicon

Og enn skulum við súmma nánar á kjarna pistils Gunnars;

"Og til að hrifsa þessar eigur úr höndum þjóðarinnar þá ætla íslenskir stjórnmálamenn að sækja sér vald til útlanda (Brussel), til að ná þessum eigum úr höndum þjóðarinnar, með erlendum lögum.  Annars væri það nefnilega ekki hægt. Með EES-samninginn að vopni sækja þeir sér erlendan verndara valda sinna

Og þeir reyna að matreiða málið þannig að ekkert sé hægt að gera; Sorrý þetta er ekki lengur á okkar höndum. Þetta er á þeirra höndum. Þeir þarna úti ráða þessu. Þetta "þetta" er komið yfir til Brusselveldisins og þeir ráða þessu um "þetta" og við getum ekki annað en hlýtt."

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.4.2019 kl. 23:19

9 identicon

Og nú beint í hinn glóandi kjarna málsins:

"Og til að hrifsa þessar eigur úr höndum þjóðarinnar þá ætla íslenskir stjórnmálamenn

að sækja sér vald til útlanda (Brussel), til að ná þessum eigum úr höndum þjóðarinnar,

með erlendum lögum.  Annars væri það nefnilega ekki hægt.

Með EES-samninginn að vopni sækja þeir sér erlendan verndara valda sinna."

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.4.2019 kl. 23:21

10 identicon

Og veigra sér ekki við að brjóta um leið

Sjórnarskrá íslenska lýðveldisins.

Til þess nota þeir reyndar pólitíska fyrirvar sem standast ekki, þegar á mun reyna.  En þeim er drullusama, því þá hafa þeir rænt því sem þeir ætluðu sér.  Hversu fyrirlitlegir eru þeir!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.4.2019 kl. 00:05

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er í Evrópu og á Evrópska efnahagssvæðinu. cool

Og þar með er Ísland de facto í Evrópusambandinu en án atkvæðisréttar í sambandinu.

Einungis Miðfótarflokkurinn og Flokkur fólsins eru á móti Orkupakkanum á Alþingi. cool

Enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, er hins vegar á móti aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Og nær eingöngu öfgahægrikarlar gapa nú hér á Moggablogginu.

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 00:54

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 00:55

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bráðum springa mörlenskir þjóðernissinnar, múslíma- og hommahatarar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að sviðakjammar, súrsaðir hrútspungar, lundabaggar og döndlar Miðfótarflokksins og Fokks fólsins dreifast yfir heimsbyggðina. cool

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 01:03

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peningarnir sem þið hægriöfgakarlarnir lifið á koma að langmestu leyti frá Evrópusambandsríkjunum en þið haldið náttúrlega að þið lifið á að selja hver öðrum fisk. cool

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 01:06

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.

Meirihlutinn af erlendum ferðamönnum sem dvelja hér á Íslandi eru búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu en á því svæði eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Lífskjör hér á Íslandi myndu einfaldlega hrynja strax ef við Íslendingar gætum ekki lengur selt sjávarafurðir til Evrópusambandsríkjanna og þar að auki greiða þau hæsta verðið fyrir íslenskar sjávarafurðir.

Í Evrópusambandsríkjunum býr um hálfur milljarður manna sem neytir árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Þar að auki eru lágir tollar á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum, eða 650 milljónir íslenskra króna árið 2008.

Um 65% af öllum innflutningi okkar Íslendinga var keyptur frá Evrópska efnahagssvæðinu árið 2009 og þá voru um 84% af öllum útflutningi okkar seld þangað.

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 01:08

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 01:09

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"BJARGVÆTTURIN":

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Stórglæpamaðurinn Sigurður Einarsson einn af helstu samstarfsmönnum Ólafs Ragnars Grímssonar

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 01:10

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir aldarfjórðungi.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 01:16

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 01:18

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 01:19

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 01:21

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á Evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.

Þorsteinn Briem, 30.4.2019 kl. 01:22

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, góður Ómar, verulega góður.

Og rétt: EFTA dómurinn hafði dæmt þá fávita!

Samt halda þeir áfram -- og enn í þágu Brusselvaldsins!

Ég hef bara verið svo upptekinn í dag og í hörkutörn í kvöld gegn orkupakkanum (enn ósýnileg niðurstaða) og of þreyttur til að fara í gegnum allt hér hjá þér, ágæti félagi, að meðtaldri þessari miklu umræðu --- og síðan áráttuhegðun Steina Briem í kannski 25 raðinnleggjum? -- nei, ekki nema 12 í þetta sinn, og það er nú meiri pedantinn!

Kveð þig innvirðulega, en kasta glófanum á ESB-kvikindið.

Jón Valur Jensson, 30.4.2019 kl. 02:11

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nánar tiltekið: ESB-skriðdýrið.

Jón Valur Jensson, 30.4.2019 kl. 02:13

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini karlinn: "Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu."

En Íslenska þjóðfylkingin hafnar bæði EES-samningnum og Schengen!

"Og hvað með það?" Fengu þeir ekki 0,2% atkvæða?"

Jú, eitthvað til í því, en það sama fekk Vox í spnsku kosningunum fyrir þremur árum, 2016, 0,20%, en hvað fengu þeir í fyrradag? Rúmlega 50 sinnum meira, 10,3% og 24 þingsæti!

Það verður gaman að sjá kvabbið í Steina ESB-skriðdýri belong to history.

Jón Valur Jensson, 30.4.2019 kl. 02:31

27 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini á það til að "raðlegga" inn hér og þar þegar sá gállinn er á honum.  Renndi aðeins yfir þessi hér að ofan - og verð að segja að ég óttast að hann hafi rétt fyrir sér!

Kolbrún Hilmars, 30.4.2019 kl. 03:28

28 identicon

Það er vinsælt meðal þeirra sem hafa lítið vit og veikan málstað að verja að gera andstæðingum sínum upp skoðanir í öðrum málum. Þeir endurtaka einnig í sífellu sömu afsönnuðu fullyrðingarnar og forðast rökræður. Segja svo andstæðingana hafa verið fylgjandi því að borga Icesave, stuðningsmenn útrásarvíkingsanna, stefna að því að afhenda ESB landi og þjóð, á móti öldruðum og fylgjandi óheftum innflutningi múslima. Láta svo gjarnan fylgja með að andstæðingarnir þiggi greiðslur frá einhverjum erlendum öflum og endurtekningu á þvælu sem margoft hefur verið hrakin.

Vagn (IP-tala skráð) 30.4.2019 kl. 08:05

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skrifaðu undir nafni, Vagn ruglari!

Jón Valur Jensson, 30.4.2019 kl. 09:11

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Ég er aðeins upptekinn og mun mæta betur seinna.

En Jón Valur, munurinn á Steina vini okkar og Vagni er sá, að Steini er af holdi og blóði.

Vagn er róbóti, þar sem eina spurningin er, hefur hann vitund eður ei, og þá hvernig lýtur sú vitund út.

Tæknin er bara eins og hún er, en við ráðum hvort við rífumst við hana.

Persónulega finnst mér það eina sem skiptir máli með róbótinn sem kennir sig við Vagn, er hvernig hann upplifir sjálfsmynd sína.

En hann vill ekki upplýsa það, er líklegast ekki forritaður til þess.

Að öðru  leiti er hann ekki issjú í umræðunni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.4.2019 kl. 09:54

31 identicon

Og auðvitað verður nauðsynlegt, hjá þeim sem hafa málstað sem ekki neitt vit er í, að vita nöfn allra sem gagnrýna bullið. Þegar rök skortir er ekki hægt að ráðast á manninn með góðu móti nema vita hver hann er. Og sé það ekki hægt þá má afvegleiða umræðuna með því að segja þann sem ekki gleypir ruglið hrátt tölvuforrit ofurtölvu með sjálfsvitund studda af hundruðum sérfræðinga, því ekkert minna útskýrir hvers vegna þeir eru rökþrota og hafa sleppt boltanum til að fara í manninn.

Vagn (IP-tala skráð) 30.4.2019 kl. 11:00

32 Smámynd: Ómar Geirsson

Úhummm, árás robóta fæ ég að upplifa á gamals aldri, ný hættur að horfa á Blade Runners og Aliens.

Að ekki sé minnst á hann Arnold.

Svo kemur þú, eins og engin saga sé til, eins og engin samskipti séu til

Aðeins dróni og árás hans.

Varðar þetta ekki við lög Vagn??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.4.2019 kl. 12:14

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð ágæta fólk hér að ofan.

Steini, ég hélt að þú værir dauður, en sé samt hér að ofan sprell sem aldrei fyrr.  En málið er, eins og ég hef sagt þér áður, mörkin er 3 spam í einu, en eins og Kolbrún bendir á, þá hefur þú oft verið meiri bjáni en í gærkvöldi, svo ég læt þetta standa án þess að þurrka umfram spamið út.

Takk fyrir innlitið Kolbrún, athugasemd þín er réttmæt eins og svo mjög oft áður.

Jón Valur, láttu ekki algoritma trufla þig, þetta er bara tækni dagsins í dag, reyndar ófullkomin, það þurfti ekki nema 2-3 innlegg til að sjá endurtekningu orða og frasa.  Jafnvel ungur Heimdellingur er ekki svona navý.

Hins vegar eigum við margar nálganir sem við erum ekki alveg sammála um, líkt og gengur og gerist.

Ég ætla bara að benda þér á að góð bók hefur reynst sannspár í ákveðnum undirkafla um hvað er að gerast, og hvað muni gerast.

Vox eða Þjóðfylkingin er ekki inní þeirri spá, nema ef túlkað er sviðsmyndin um fals eitthvað.

Því það er bara svo Jón Valur, að Hagfræði lífsins og Aðferðafræði lífsins var þegar skráð í þá sömu bók.

Þetta er kannski eyðimerkurganga í dag, en falsspámenn eru ekki svarið því lögmálið er skýrt.

Ef trúaðir sjá það ekki, hverjir sjá það þá??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.4.2019 kl. 13:07

34 identicon

Gott þykir þeim síðan, þegar fokið er í flest skjól og rökleysið allsráðandi í þeirra herbúðum, að endurtaka róbótatilgátuna og sækjast eftir samúð. Kalla andsvör við öllu kjaftæðinu árás og spyrja hvort svona miskunnarleysi sé ekki lögbrot. Það hljóti í það minnst að vera ósanngjarnt að draga hraktar en vel orðaðar fullyrðingar og sniðug slagorð fávíss gamalmennis í efa.

Vagn (IP-tala skráð) 30.4.2019 kl. 13:17

35 Smámynd: Ómar Geirsson

Vá Vagn, er búið að forrita orðaforða þinn???, ef svo er þá var ekki seinna vænna.  Sömu lepparnir komu fyrir aftur og aftur þannig að Kóka kóla auglýsingar virkuðu ferskar í samanburðinum.

Með þeirri nýjung reyndar að ef reikniforritið vill sanna að það sé lifandi, að þá er forveri þess unglingur úr Heimdalli sem fær aukapening að hanga um kvöld og helgar í Valhöll, og endurtaka frasa og meintar meitlaðar athugasemdir sem almannatengillinn sem stjórnar áróðrinum hefur sett á blað.

Þess vega er sett inn samúðarfrasinn, "fávíst gamalmenni".

Sem á víst að vera andstæðan við gáfaðan Heimdelling.

Er ekki hægt að gera betur??, og þá er ég ekki að spyrja þig Vagn, þú ert víst ófær um að svara spurningum, en slíkt hélt ég að væri aðeins tenging á gagnaskrá sem tækist á við spurningar.  Þó vissulega megi ætla að kannski var ekki fyrirfram hægt að reikna með að spammið lenti á síðu þar sem síðuhafi er forfallin áhugamaður um Arnold og Willis, það er þegar þeir lemja geimverur og róbóta.  Og fróðleikurinn fælist í því að spyrja um lúkkið á reikniforritinu.

Samt var hægt að gera betur, en að þegja, eða eftir ítarlega leit á veraldarvefnum, að finna svar sem höfðaði til elliglapa, sem væri svo sem alveg í lagi, ef andstaðan við landsöluna væri öll á Grund.

En svona er þetta Vagn, þú ert ekki heppinn með forritara þína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.4.2019 kl. 13:57

36 identicon

Undarlegt að segja sig á gamals aldri og móðgast svo við að vera kallaður gamalmenni. Alzheimer eða heilabilun, sennilega heilabilun miðað við annað.

Vagn (IP-tala skráð) 30.4.2019 kl. 15:07

37 Smámynd: Ómar Geirsson

Persónulega held ég að þetta sé reiknivilla.

Ef þú telur annað, þá er það þitt að sanna að svo sé.

Frá fyrsta degi, með undantekningum þó, þá er ófriðurinn valinn, ef valkostur er.  Kalla það átakablogg eða áróðursblogg, því margt má segja um pistla mína, en sjaldnast að þeir séu sanngjarnir gagnvart þeim sem ég beini spjótum að.

Margir hafa snúist til varnar, og sérstaklega hef ég þurft að ástunda lúsarhreinsun, það er þeir nafnleysingjar sem mæta með bull og óhróður, eins og þeim sé borgað fyrir það.  Slíkt kemur rökum málsins aldrei við.

Ein að gæfum þessarar bloggsíðu er fjöldinn sem hefur mætt með andstæð sjónarmið, og tekið slaginn.

Þú ert sá fyrsti Vagn minn sem minnir mig á róbóta, sem er eitthvað sem lúsarhreinsarar útí hinum stóra heimi þurfa að kljást við.

Og Ísland er ekki eyland.

Hafi ég rangt fyrir mér, þá er það þitt að sýna mér fram á það.

Eða sætta þig við mat mitt.

Ef þú heldur að þú sért sá skarpasti eða sá erfiðasti og því hafir þú vakið upp þessi hugrenningartengsl, þá er það stór misskilningur.

En ég skal játa að reikniforrit geti haft vitund eða gamlir menn geti orðið sárir.

En það breytir því ekki sem ég les, og hvernig fólk vill að ég upplifi það.

Og heilabilun hefur ekkert með það að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.4.2019 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 442
  • Sl. sólarhring: 714
  • Sl. viku: 6026
  • Frá upphafi: 1399965

Annað

  • Innlit í dag: 399
  • Innlit sl. viku: 5163
  • Gestir í dag: 387
  • IP-tölur í dag: 383

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband