28.4.2019 | 13:02
Bláskógabyggð segir Nei við orkupakka 3.
Eða réttara sagt, öll rökin fyrir að hafna samþykkt pakkans koma fram, en heykst er á að segja hlutina hreint út.
Enda grænmetisfólkið í uppsveitum Suðulands langtum því eins mikil hraustmenni og hrossafólkið í Skagafirði, eða hefur einhver séð hrausta grænmetisætu??
Samt eru fá sveitarfélög á landinu, nema vera skyldi Fjarðabyggð og Akranes, sem eiga meira undir að hindra þessa aðför að orkuauðlindum þjóðarinnar.
Samt skjálfa sveitarstjórnarmenn og þora ekki gegn þingmönnum sínum.
Hvað er undir, halda þeir að þeir verði flengdir á næsta fundi eða hvað??
Af hverju er þingmaður sem gengur erinda auðmanna sem ásælast orkuauðlindir þjóðarinnar, ógnvænlegri en kjósendur sem eiga allt sitt undir að þessi ásælni auðmanna verði stöðvuð í fæðingu?
Því ekki verður hún stöðvuð eftir að orkupakkinn verður samþykktur, þá snýst spurningin aðeins um hvenær, ekki hvort eins og í dag.
Skagfirðingar sögðu hlutina hreint út.
Bláskógabyggðarmenn tala undir rós.
Fjarðabyggð og Akranes þegja.
Af þessu má draga þann lærdóm að til að þjóðin haldi sjálfstæði sínu, borði menn sem mest hrossakjöt, sem minnst grænmeti og fiskmeti í hófi.
Síðan má álykta um heljartök þingmanna á fólki sem er kosið til gæta hagsmuna byggðar sinnar, en kýs fylgispektina við valdið fyrir sunnan fram yfir þá hagsmuni.
Hvort sem menn væla eða þegja, skiptir litlu, heljartökin erum meinsemd þegar fulltrúar byggðanna tala ekki máli síns fólks.
Vonandi ber íbúum Bláskógabyggðar gæfa til að hundskamma sitt fólk og sjái til þess að á næsta fundi sveitarstjórnar verði ný ályktun samin.
Á mannamáli.
Það er ekki svo flókið að segja Nei.
Það er ekki svo flókið að verja byggð sína.
Það er ekki svo flókið að verja land sitt fyrir ásælni auðsins.
Kjarkur, manndómur.
Það eina sem þarf.
Hitt gerist svo að sjálfu sér.
Kveðja að austan.
Vald verði ekki framselt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 3
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 1412864
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eina sem þarf er að elska land sitt og þjóð
og segja Nei við þriðja orkupakkanum.
Það er það eina sem þarf.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 13:55
Sæll Ómar sem jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar !
Við skulum segja: (með fyrirvara um framvindu / að Skagfirðingar tali hreint út) en ég er sammála þér um, að 1/2 gerð hálfvelgja fylgi þessarri orðsendingu Bysupstungnamanna frænda minna, og nágranna þeirra (annarra: í svo kallaðri Bláskógabyggð).
Þessi mannskapur - í uppsveitum Árnessýslu sem og annarrs staðar á landinu þarf að fara að gera sér ljóst, að einskonar HUNDAHREINSUN þarf að fara að eiga sér stað í samfélaginu, eigi ekki enn verr að fara, en orðið er.
Engeyinga- hyskið: þarf að gera ÚTLÆGT héðan (öll: sem 1 / ásamt áhangendum þeirra úr öðrum flokkum ýmsum) ég gizka á, að um væri að ræða cirka 6500 - 7000 manns, sem við þyrftum að losa okkur við til að byrja með, og I. skyldi telja skraut- fíflið suður á Bessastöðum:: Guðna þennan Th. Jóhannesson, en hann ber stjórnsýslulega meginábyrgð á ástandinu í landinu, Ómar !
Þó svo: þyrfti að kalla eftir Færeyskri:: já, eða Taíwanskri og Suður- Kóreanskri aðstoð jafnvel, til að koma hlutum aftur í lag, hér á landi.
Símon Pétur frá Hákoti !
Hvernig í Andskotanum dettur þér í hug: - frábæri drengur, að hægt sé að elska þetta veðravíti (Ísland), sem óbyggilegt má kalla 1/2 árið, en raunar orðið ÓBYGGILEGT allt árið, sökum uppivöðzlu og þjófnaða Engeyinganna, og lýðsins, sem dragnazt á eftir þeim í gripdeildunum, Símon minn ?
Þarf ekki eitthvað STÓRT að gerast: áður en draumsýn þín, sem margra annarra ærlegra og heiðarlegra næði að rætast, ágæti drengur ?
Sbr. það - sem ég kom inná, í þeim hluta athugasemdarinnar, sem að Ómari vini okkar hinum Austfirzka snéri / og snýr:: viðvíkjandi hans smellnu grein, sem hér er til umræðunnnar, að þessu sinni ?
Hinar beztu kveðjur: engu að síður sem oftar, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 14:45
Vitaskuld lítur margt ógæfulega út, sem þú bendir réttilega á Óskar Helgi, en vart skrifaðir þú af svo miklum eldmóði nema vegna væntumþykju þinnar á landi okkar og þjóð, þrátt fyrir allt ágæti drengur, og hreinskiptni.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 16:41
Þau heyra vonandi til þín.
Aðalmenn í sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 17:55
Það er gustur hérna félagar, en því miður Esja held ég að hann skili sér ekki til þeirra sem kjarkinn skorti.
En það er kannski hæpin forsenda hjá mér að tengja það hrossakjötsáti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2019 kl. 18:43
Hvað er til ráða þegar glæpalíður sem að hefur verið kjörinn á þing sameinast um að arðræna þjóð sína með valdi sem að þessi sama þjóð treisti þeim fyrir. Þetta er valdarán!!!
Óskar Kristinsson, 28.4.2019 kl. 19:03
Sveitafélög á Akranesi og Fjarðabyggð þurfa líka hafa áhyggjur ef rafstrengur með ESB regluverki sér til halds og traust verði settur í land og tengdur við landnetið á Fróni því verksmiðjur sem hafa afsláttarverð í dag við Landvirkjun með aðkomu alþingis er ríkisstyktur samningur sem heldur ekki þegar og ef ESB tekur yfir hér á landi forræðið í raforkumálunum framtíðarinar sem gerist við orkupakka 3.
Ég vil leyfa mér að bætta því til að fá það inn í myndina að það er annað sem við þurfum að óttast sértstaklega fyrir einstaklinga eins og mig sem er myrkfælin og ekki ratvís undir áhrifum áfengis að það verður slökkt á ljósastaurunum yfir nóttina til að spara því sveitafélög verða ekki tilbúin að hafa ekki getu til að fjármagna lýsingu á fullu verði eða hákarlaverðinu. Þegar ég var ný fluttur til Hanstholm í Danmörku sept. 1993 fór ég á barinn í bænum um kl.00.30 um klukkan 03.00 um nóttina þegar ég ætlaði að fara að leggja af stað heim sé ég að það er allt slökkvt allt í svartamyrkri Ég hálffullur spurði danina hvað væri í gangi þeir sögðu mér að bíða til kl.05.00 þá myndu ljósastaurarnir vakna eÉg beið ekki eftir því heldur lagði af stað út í myrkið skjálfandi á beinunum af hræðslu og hóf le. it hvar ég ætti heima. Það passaði að ég fann húsið mitt um það leitið sem kveit var á ljósastaurunum það hafði tekið mig um 2 tíma að finna heimilið mitt.
Í sveitastjórnakosningum eftir að ég var kominn í Hanstholm var eitt framboð sem lofaði að hafa ljós á ljósastaurunum alla nóttina ef þeir kæmust til valda það gerðist og þeir stóðu við sitt en mikið var lýsingin dimm rétt gliti í stauranna og gerir en yfir nóttina!!!
Ég er hættur að drekka áfengi hætti fyrir 22 árum hef alltaf síðan fundið hvar ég á heima hvort sem það er ljós eða ei:):)
Kveðja, Baldvin Nielsen
P.S.Lýsing á ljósastaurum eins og við þekkjum hana á Íslandi miðað við hvernig lýsingin er í Evrópu er ekki hægt að leggja saman við þá ESB staura þvílík lífsgæði eins og þetta er á Lýðveldinu Íslandi!!
B.N. (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 20:06
Komið þið sæl - á ný !
Ómar !
Gusturinn: gæti átt það til, að breytast í Hvirfilbyl, haldi fram sem horfir - að óbreyttu.
Og - ekki væri það að ófyrirsynju, Austfirðingur mæti.
Símon Pétur frá Hákoti !
Jú: jú, örltlar mætur hefi ég á miðunum (Sjómiðunum og landgrunninu) sem og á landinu, að hluta, en fremur þverr væntumþykja mín til samlandanna:: nái þeir ekki að öðlazt frekari kjark / sem þor, til þess að rísa ALEMENNILEGA upp, gegn þjófagrenjum I. II. og III. Orkupakka gengisins og annarra óþrifa þeirra, Símon minn !
Með sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 20:37
Takk fyrir að deila þessari sögu Baldvin, bros fyrir svefn gerir ekkert annað en að bæta hann.
Óskar Helgi, það er eiginlega það sem ég óttast, finnst einhvern veginn að þrýstingurinn í hann sé að magnast allt í kringum, og þá ekki bara hérna hjá okkur Mörlandanum.
Óskar, ég skil alveg reiði þína og gremju, en þetta fólk sem þú kallar glæpalýð, telur sig vera að gera rétt, jæja, við teljum það ekki.
En ég ítreka enn einu sinni, ef við ætlum að standa ístaðið gegn því, þá þurfum við að stjórna orðum okkar.
Annað er greiði til þeirra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2019 kl. 22:58
.... Ómar !
Þakka þér fyrir eindrægnina: sem oftar, jú, jú Síkileyjar- Mafían, sem og aðrar erlendar, telja sig líka vera að gera rétt Ómar minn en, ... héðan í frá þýðir ekkert að fara neinum mildum höndum né orðum um þetta Ræningja lið INNFÆDDRA Skúrka (já:: innfæddra, vel að merkja) því betur er að falla dauður til jarðar Ómar, fremur en að lifa við yfirgang og ofríki STIG- magnaðra þjófa gengja:: stýrðum (mestanpart) sunnan úr Reykjavíkur skíri og nágrenni þess, fornvinur mæti.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 23:16
Óskar minn Helgi, það eru fleiri en þú sem bera þetta ágæta nafn Óskar.
Ekki ætla ég að temja orðkynngi þitt, ég held að það sé aðeins á færi guðanna líkt og að temja Sleipni á sínum tíma.
Einu mörkin sem ég hef beðið þig að virða, er ekki að tengja skammir þínar við nafngreindar persónur, tel þann bjarnargreiða ekki vera háttur skynsamra stríðsmanna af Mongólakyni.
En ég er kannski aðeins ákveðnari gagnvart öðrum sem ekki rekja kyn sitt til hinna miklu stríðsmanna sléttunnar.
Til dæmis þekkir Símon Pétur frá Hákoti alveg þá umræðu af minni hendi.
Svo í guðanna bænum farðu ekki að falla dauður til jarðar, við höfum verk að vinna, og erfitt að vinna sum þeirra úr gröfunni.
Og það er lítið gaman að stríða einn.
Með bestum kveðjum suður á land, jafnvel alveg til Reykjavíkur skíri ef þú dvelur þar nú um stundir.
Að sjálfsögðu að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2019 kl. 23:28
.... Ómar !
Óskari Kristinssyni: má ekki síður þakka, hans ágæta innlegg, fremur en Símoni Pétri o.fl.
Dauðinn aftur á móti - sækir þau okkar heim, sem ekki höfum þanþol til biðar á þeirri Hreingerningu samfélagsins / sem knýjanDi er:: fyrr heldur en síðar, svo ekki verði orð mín misskilin, hann gæti átt það til að grúfa sig yfir okkur, án nokkurrar mögulegrar viðspyrnu af okkar hálfu, sem tilbúin erum í slaginn við Myrkraöflin hérlendu, hvenær sem er.
Svo: fram komi, einnig.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 23:39
Já það er rétt Óskar, en vil samt ekki að þú farir í gröfina af mínum völdum.
Enn sem fyrr er það kveðjan,
Að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2019 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.