27.4.2019 | 09:06
Svona mæla Sjálfstæðismenn.
Svona mæla Framsóknarmenn, svona mæla menn allra flokka.
"Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar áréttar að orkuauðlindin er ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu. Mikilvægi þess að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga er því ótvírætt, segir ennfremur í ályktuninni. Minnt er á að skorður séu settar í stjórnarskránni varðandi framsal valds til erlendra stofnana. Aðstæður Íslands í orkumálum eru gjörólíkar þeim sem liggja til grundvallar orkulöggjöf ESB og því er óskynsamlegt að innleiða það regluverk hér. Ísland hefur í dag enga tengingu við orkumarkað ESB og telur sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Sveitarstjórn telur því rétt að Alþingi og ríkisstjórn skuli leita eftir undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans.".
Í sjálfur sér á ekki að þurfa að ræða þetta meir því svona ályktanir eiga að koma frá hverju sveitarfélagi, þar sem þvert á flokka samþykkja menn einróma að árétta hagsmuni íslensku þjóðarinnar gagnvart skrifræðinu í Brussel.
Svona ályktanir eiga að koma frá öllum samtökum í atvinnulífinu, nema kannski hugsanlega samtökum fjármálafyrirtæka, frá öllum verkalýðsfélögum, frá öllum sjálfstæðum flokksfélögum stjórnmálaflokkanna, frá kvenfélögum, íþróttafélögum, átthagafélögum.
Frá öllum.
Því öll notum við rafmang og hita, öll skiljum við þessi einföldu rök; "... að orkuauðlindin er ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu. Mikilvægi þess að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga er því ótvírætt,".
Öll munum við gjalda þess þegar forræðið er farið og óhjákvæmt einkavæðingarferli hefst í kjölfarið og orkuauðlind okkar verður leikvangur fjárfesta og spekúlanta.
Öll munum við skjálfa í okkar stórum húsum þegar hið evrópska markaðsverð verður orkuverð okkar, því lögmálið er skýrt, ein regla, einn markaður, eitt verð.
Og sum okkar, alltaf náungi okkar, mun finna þetta á eigin skinni þegar innlend fyrirtæki sem treysta á lága orku til að vera samkeppnishæf við hinn stóra heim, leggja upp laupana.
En þær eru ekki komnar þessar ályktanir.
Hvað veldur??
Eru heljartök flokksforystunnar svo mikil að menn þora ekki að standa með hagsmunum íbúa sinna, með hagsmunum fyrirtækja sinna??
Af hverju er sveitarfélagið Fjarðabyggð ekki búið að senda frá sér 5 harðorðar ályktanir á dag því fá eða engin sveitarfélög eiga eins mikið undir að regluóskapnaðurinn verði ekki að veruleika??
Hvað veldur??
Þingmaðurinn í maganum, ótti eða er reisn okkar Austfirðinga aðeins hálf á við hestafólkið í Skagafirði??
Hvernig er hægt að þegja þegar allt er undir??
Eina hugsanlega skýringin er sú að landpósturinn sé ekki ennþá kominn með tíðindin að sunnan, að hann hafi dvalist við að finna vað yfir árnar.
Því menn standa með fólki sínu og fyrirtækjum.
Menn standa ekki gegn fólki sínu og fyrirtækjum til að geta staðið með þingmönnum sínum og flokksforingjum.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
Vilja undanþágu frá orkupakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 17
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 146
- Frá upphafi: 1412844
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 125
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki hægt að fá undanþágu í það fyrsta og rökin að það þurfi ekki að samþykkja orkupakka 3 að því það er engin rafstrengur frá Íslandi til Evrópu heldur ekki heldur því það fer engin í risafjárfestingu til að setja rafstreng í sjó og það yfir Atlandshafið án þess að hafa það fast í hendi hvað á að gera við annan endan Bakkabræðrasögurnar ætla aldrei að taka enda á Fróni sjá umfjöllun um Sandeyjahöfn ;)
Með bestu kveðjum, Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 09:30
Blessaður Baldvin, þú ert bara kominn í tröllasögurnar, þá held ég að sögurnar af bræðrunum frá Bakka séu bæði þjóðlegri og skemmtilegri.
En leitt þykir mér að sjá góðan baráttumann kominn í hundskjaftinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 09:53
Hér fyrir neðan er linkur á pistil eftir Bjarna Jónsson verkfræðing, sem allir ættu að lesa, bæði þeir sem eru með og á móti markaðsvæðingu orkuauðlindar okkar.
Þeir sem eru á móti ættu sérstaklega að kynna sér rök Bjarna,og prófa að svara þeim með rökum, ekki fullyrðingavaðal eða einhverjum tröllasögum.
Því hafi menn ekki rökin, þá hafa menn aðeins þjónkun, undirlægjuháttinn.
Handhafi sannleikans um þróun raforkuverðs.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 10:47
Sæll aftur
Já ég sé núna að það er hægt að lesa að ég sé sammála orkupakkanum það er alls ekki svo vildi bara koma þessu að svona til að sjá stílinn á rökunum sem vilja samþykkja orkupakka 3. Ég tel mig vera en þá baráttuhund og ætla mér ekki að lenda í hundskjaftinn þeirra fáu útvöldu en það getur verið að ég beiti og komi til með að beita eftir atvikum tangarsókn til að reyna ná markmiðum mínum að berjast fyrir land og þjóð ef ég tel það nauðsynlegt. Það er gott að hafa mann eins og þig sem er alltaf á vaktinni fyrir þjóðarhagsmunum almennings!!
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 12:39
Heyrðu, ef ég á að segja þér eins og er, að þá brá mér við fyrri athugasemd þína, sem ég geri eiginlega aldrei, en mér létti mjög þegar ég las þá seinni.
Látum landsölufólkið um hundskjaftinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.