26.4.2019 | 07:04
Önnur höndin gefur.
Hin tekur og notar til þess stóra skóflu sem heitir Orkupakki 3.
Þú semur ekki um lífskjör og ógnar síðan þessum sömu lífskjörum með því að innleiða regluverk ESB sem hefur þann eina tilgang að markaðsvæða orkuauðlindir þjóðarinnar.
Þú semur ekki um að ná niður kostnað og vinnur síðan hörðum höndum að því magna upp þann sama kostnað fyrir heimili og fyrirtæki.
Augljóst mál, en ekki alveg eins augljóst að skilja af hverju verkalýðshreyfingin sem ein heild hefur ekki sent frá sér harðorða ályktun þar um.
En leiðtogarnir sem eru ekki í vasanum á einhverjum öðrum hafa loks tjáð sig með afgerandi hætti.
Þetta segir Ragnar Ingólfsson á feisbókar síðu sinni;
"Getum við treyst kjörnum fulltrúum okkar í að taka svo stórar ákvarðanir sem snúa að orkumálum þjóðarinnar? Svona miðað við allt sem á undan er gengið? Hin ofsafengnu viðbrögð þekktra hagsmunaafla við réttmætum spurningum og gagnrýni gefa svo sannarlega tilefni til að staldra við. Getum við gert þá kröfu að tekin verði afstaða í svo umdeildu máli í þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin tekið upplýsta ákvörðun út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir og þeirri reynslu sem við höfum á markaðsvæðingu innviða?
Ragnar Þór bendir á, að í nýjum lífskjarasamningi sem samþykktur var af stórum hluta verkalýðshreyfingarinnar hafi áhersla verið lögð á að ná kostnaði niður og auka þannig kaupmátt í bland við launahækkanir. Og að félagsmenn okkar þurfi ekki að hafa áhyggjur af grunnþörfum eins og rafmagni, vatni eða húshitun. Að kostnaði við að lifa verði haldið í lágmarki og bæta þannig lífskjör til skemmri og lengri tíma, fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Þetta orkupakka mál lyktar óneitanlega af sérhagsmunapoti.
Það er mikið undir fyrir félagsmenn okkar og fyrirtækin. Hærri orka þýðir hærra vöruverð og lægri kaupmátt og lakari samkeppnishæfni. Hærri orkuverð dregur úr möguleikum okkar til meiri sjálfbærni. Það er einfaldlega of mikið undir. Sagan hefur því miður kennt okkur allt annað en lobbíistar sérhagsmunaafla keppast við að sannfæra okkur um. Við erum kynslóðin sem hófum einkavæðingu innviða. Verum kynslóðin sem steig niður fæti! Ég treysti því að forsetinn okkar standi undir nafni og vísi þessari ákvörðun til þjóðarinnar verði málið rekið áfram í gegnum þingið í óbreyttri mynd,".
Allt réttmætt og skynsamt nema kannski þetta síðasta með traustið á forsetanum en það kemur í ljós.
Svona tala leiðtogar og annar leiðtogi, varaformaður ASÍ skefur heldur ekkert af hlutunum;
"Það er mat mitt að dýrmætasta eign þessara þjóðar eru orkuauðlindirnar okkar og því ber okkur skylda til að tryggja ávallt full yfirráð yfir orkuauðlindum okkar og að Landsvirkjun verði ætíð í eigi þjóðarinnar, segir hann. Ég er sannfærður um að þessir orkupakkar eru vegvísar að því að við sem þjóð missum hægt og bítandi yfirráðarétti okkar yfir okkar mikilvægustu auðlind sem eru orkuauðlindirnar, bætir hann við.".
Það er af sem áður var þegar ASÍ talaði bara fyrir verðtryggingu og sérhagsmunum.
Verkalýðshreyfingin getur ekki þagað í svona grundvallarmáli og þó einhverjir séu í vasanum á einhverjum, þá verða hinir sömu að yfirgefa það skjól og láta í sér heyra í þágu launafólks og þjóðar.
VG styður orkupakkann því hann er gjald valdanna og flokkurinn treystir á að komast upp með þann stuðning því fyrirséð var að andstaðan væri að mestu bundinn við eldri menn sem muna þá tíma þegar þjóðin var einhuga í að standa vörð um sjálfstæði sitt og full samstaða var í öllum stjórnmálaflokkum að byggja upp innviði og nýta auðlindir hennar til atvinnusköpunar og auka þannig velmegun og velferð þjóðarinnar.
En ef verkalýðshreyfingin tekur af skarið þá er fokið í mörg skjól fyrir VinstriGræna, og flokkurinn mun þá lúkka eins og enn ein deildin í Viðreisn, flokki auðs og atvinnurekenda.
Eitthvað sem ég held að jafnvel Katrín geti ekki brosað sig út úr.
Við lifum þá tíma þar sem fólk þarf að taka af skarið og sýna með hverjum það stendur.
Þjóð eða auð.
Vonandi falla þær Drífa og Sólveig ekki á því prófi.
Kveðja að austan.
Fundað um framkvæmd aðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:35 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 70
- Sl. sólarhring: 597
- Sl. viku: 5654
- Frá upphafi: 1399593
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 4824
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá Ragnari Þór og Skaga Villa. Það vekur hins vegar eftirtekt að fyrrum VG liðarnir, Drífa og Sólveig Anna, hafa enn ekki tjáð sig um þriðja orkupakkann. Vonandi er Drífa ekki byrjuð að "éta skít" aftur úr hendi VG?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 09:02
Blessaður Símon.
Það er ekkert leyndarmál að Drífa var kosinn sem málamiðlun milli þess gamla, þar sem hún var hluti af kerfi sem var skúffa í einhverju skrifborði hjá Samtökum atvinnulífsins, og þess nýja þar sem verkalýðshreyfingin fór aftur í verkalýðsbaráttu.
Það má segja að þeir gömlu hafi gefið eftir fyrir róttækninni með því skilyrði að einn úr þeirra hópi fengi forsetastólinn, og Drífa var valinn út af kynfærum sínum. Engu öðru.
Hún sýndi hug sinn með hverjum hún stendur þegar bretar reyndu að skuldaþrælka almenning með fjárkúguninni kennda við ICEsave, og nutu til þess harðfylgni VG liða. Mundu að hún fór ekki úr VG vegna þeirra svika, eða vegna þess að skjaldborg var slegin um auðmenn en ekki heimili, hún fór vegna þess að VG var ekki nógu femínískur fyrir hana.
Segir allt sem segja þarf um forseta ASÍ í dag.
Sólveig Anna er hins vegar spurningamerki, í hvaða vasa er hún?
Maður hélt að flokkur sem kennir sig við róttækni og samfélagslegra lausna í atvinnumálum, myndi nota svona fyrirhuguð einkavinavæðingaráform og atlögu að lífskjörum almennings, sem stórtækifæri til sóknar gegn auði og auðvaldi.
En heyrir þú múkk??
Ég heyrði í mentornum þegar atlagan stóð sem hæst að Miðflokknum, þá grunaði manni svo sem hvað klukkan sló. Húsbóndinn hefði kallað á rakkann sinn og ef þú ert með hálsól sem gefur straum þegar þú átt að gelta, þá er það allt saman skiljanlegt.
En ég vissi ekki að Sólveig Anna eða stelpan í borgarstjórn væri með svona hálsband.
Skýrist á næstu dögum, en þögnin segir þegar margt.
En mikið er ég glaður með hann Ragnar, með þessu áframhaldi getur hann orðið fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins sem kemur úr verkalýðsarmi flokksins.
Hann er leiðtogi, hann er ekkert annað.
Og það er þjóðargæfa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.4.2019 kl. 09:24
Algjörlega sammála, Ragnar Þór er alvöru leiðtogi og alvöru sjálfstæðismaður. Það er gæfuleg og væn blanda.
Varðandi "mentor" Sólveigar, býst ég við að þú eigir við Gunnar Smára. Vonum að hún sé sjálfstæðari í skoðunum en að hún bíði leiðsagnar hans. En meðan hún þegir, þá vaknar efinn.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 10:21
Sæll Ómar
Það var vissulega tími kominn til að fulltrúar stéttarfélaga færu að láta til sín heyra um orkupakkann. Hélt um tíma að það ætlaði ekki að gerast.
En hvað með önnur hagsmunasamtök? Jú bændasamtökin hafa mótmælt, en hvað með samtök iðnaðarins? Það er sama hvaða hug menn bera til stóriðjunnar, hún skaffar hér þúsundir starfa og klárt mál að hún mun ekki getað endurnýjað raforkusamninga þegar þeir renna út. Hvað með önnur fyrirtæki? Eru þau í stakk búin til að takast á við hækkað raforkuverð?
Og hvað með sjávarútveginn, bræðslurnar? Þar hefur verið kastað til miklum fjármunum í rafvæðingu. Geta þau keyrt á mun dýrara rafmagni en nú býðst?
Umhverfissamtök eru ótrúlega þögul. Einungis Ómar Ragnarsson sem tjáir sig af þeim væng og þó hann sé vissulega sterkur penni væri honum hjálp ef fleiri tækju undir með honum. Hvað með umhverfisráðherra, sem allt vill skattleggja er snýr að bílum. Hvernig sér hann fyrir sér orkuskipti þar, ef raforkuverð rýkur hér upp úr öllu valdi, eða það sem verra er, verður af mjög skornum skammti?
Af hverju heyrist ekkert frá þessum aðilum?
Áður en norska stórþingið samþykkti tilskipun ESB um orkupakka 3 voru það þessi samtök, samtök stéttarfélaga, samtök fyrirtækja og umhverfissamtök, sem mest mótmæltu. Hér á landi heyrist næsta lítið frá þessum aðilum. Hvort þeir hafi verið keyptir, hvort þeir hafi ekki kynnt sér málið, eða hvort þarna spili pólitík inn í, skiptir ekki máli, þetta er þessum aðilum öllum til skammar.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 26.4.2019 kl. 20:12
Blessaður Gunnar.
Alveg allt hárrétt, gjörsamlega allt.
En ég játa ég er ekki hissa, frekar þegar einhver þorir gegn valdinu, flokknum sínum.
Við sáum þetta svo sterkt í ICEsave, þar fór eiginlega enginn öldungur þjóðarinnar gegn fárkúguninni eins og fólk óttaðist að vera úthrópað.
Í daga hafa þó öldungarnir risið upp, já og Bændablaðið, bakarar og gróðurhúsaeigendur eða eitthvað, man ekki alveg titilinn.
Aðrir þegja.
Þar til í gær, það er að Ragnar tók af skarið í gær, Vilhjálmur hefur verið heill frá fyrsta degi.
Síðan náttúrulega grasrót Sjálfstæðisflokksins, segi náttúrulega því ég skynjaði það snemma í baráttunni gegn ICEsave, að þar var von þjóðarinnar, sem er skýring þess að ég kaus Moggabloggið sem minn vettvang.
Hún brást ekki þá, og ég vissi að hún myndi ekki bregðast núna.
Svo er eiginlega fátt annað, nema hinn þögli meirihluti þjóðarinnar, hann bregst ekki heldur.
Þetta ætti ekki að duga, nema þá vegna þess að Bjarni hugsi sinn gang. Hvað sem við vælum og skælum, þá er hann sá langsterkasti á þingi í dag, og veit sínu viti.
Er þetta nógu mikilvægt til að ríkja yfir rjúkandi rústum, þar sem aðeins vottur af leiðtogahæfileikum, er ógn við hann vegna þess að flestir almennir hugsa honum þegjandi þörfina??
Hef náttúrulega ekki hugmynd um niðurstöðuna, en ólga grasrótarinnar er í raun það eina sem ég sé að geti breytt fyrirfram ákveðinni niðurstöðu.
Því allflestir aðrir þegja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.4.2019 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.