25.4.2019 | 16:54
EES samningurinn er lýðræðislegur.
Í honum er hvergi að finna hótun um að ef einstök aðildarríki EES treysti sér ekki til að innleiða regluverk Evrópusambandsins að óbreyttu, að þá sé samningurinn sem slíkur í uppnámi eins og utanríkisráðherra og iðnaðar og nýsköpunarráðherra halda fram.
Þvert á móti segir Jón Baldvin að;
"EES-samningurinn tryggir aðildarríkjunum óvéfengjanlegan rétt til að hafna innleiðingu löggjafar á tilteknu málasviði, ef hún á ekki við eða þjónar ekki hagsmunum viðkomandi ríkis. Fyrir þessu eru mörg fordæmi. Höfnun innleiðingar hefur ekki í för með sér nein viðurlög. Afleiðingin er sú, að málinu er vísað til sameiginlegu EES-nefndarinnar, þar sem samið er um málið. Þar með fást þeir einu fyrirvarar, sem öruggt hald er í. Þessi ótvíræði réttur aðildarríkja EES-samningsins til þess að hafna innleiðingu löggjafar út frá eigin þjóðarhagsmunum, án viðurlaga, var frá upphafi ein meginröksemdin fyrir því, að framsal valds skv. samningnum væri innan marka þess sem samrýmdist óbreyttri stjórnarskrá.".
Og hvor aðilinn skyldi vita betur um málið, fyrrverandi utanríkisráðherra sem samdi við Evrópusambandið og hefur enga annarlega hagsmuna að gæta í dag, eða núverandi utanríkisráðherra sem fullyrðir kinnroðalaust að þeir sem vara við samþykkt orkutilskipunar Evrópusambandsins séu undir áhrifum "erlendrar einangrunarhyggju".
Enda ættu allir að sjá hversu fáránlegt það er að saka höfund EES samningsins, manninn sem lagði pólitískt líf sitt að veði til að samningurinn yrði samþykktur, um einhvern illvilja við að" vilja grafa undan EES-samningnum á því sem eru í besta falli illa ígrundaðar forsendur ef ekki af hreinum ásetningi.".
Rök Jón Baldvins eru skýr, og þeim þarf að svara með rökum, ekki skítkasti og gífuryrðum. En málið er að kannski að Guðlaugur Þór á þau rök ekki til
"Hins vegar verða að teljast verulegar líkur á því, að ótímabær lögleiðing orkupakka 3 og ófyrirséðar og óhagstæðar afleiðingar, öndverðar íslenskum þjóðarhagsmunum, muni grafa undan trausti á og efla andstöðu með þjóðinni við EES-samninginn, eins og reynslan sýnir frá Noregi. Þegar af þeirri ástæðu er óráðlegt að flana að fyrirhugaðri löggjöf nú, segir Jón Baldvin hins vegar. Öllum beri þannig saman um að löggjöf um tengingu íslensks raforkumarkaðar við þann evrópska muni hafa margvísleg áhrif hér á landi.
Gefur hann lítið fyrir þá fyrirvara sem Guðlaugur Þór hefur kynnt vegna málsins. "Löggjafanum ber skylda til að greina þessi margvíslegu áhrif" út frá íslenskum þjóðarhagsmunum og hagsmunum neytenda, áður en lagt er upp í þessa óvissuferð. M.a. vegna þess að yfirgnæfandi líkur eru á því, að meintir fyrirvarar reynist haldlitlir vegna þessara margvíslegu áhrifa". [...] Framsal valds til fjölþjóðlegra stofnana réttlætist jafnan af því, að það þjóni þjóðarhagsmunum betur en óbreytt ástand. Þessa þjóðhagslegu greiningu skortir gersamlega. Hún þarf að liggja fyrir, áður en lengra er haldið. Það er ekki nóg að vísa í fyrirvara, sem vafasamt er að haldi, þegar á reynir.".
Hversvegna skyldi kostum og göllum ekki hafa verið stillt upp??
Er það vegna þess að hinn sameiginlegi markaður muni þrýsta verði á Íslandi uppúr öllu valdi??
Fyrir því færir Jón Baldvin rök, og þau eru ekki illa ígrundið eins og Guðlaugur Þór vogar sér að fullyrða, án þess að koma með nein rök á móti.
"Jón Baldvin bendir á að meginreglur innri markaðar Evrópusambandsins snúa að grunnreglum fjórfrelsisins um jafnræði keppinauta á samkeppnismörkuðum. Ráðandi markaðshlutdeild ríkisfyrirtækja, eins og Landsvirkjunar, samrýmist ekki þeim reglum. Ríkisstyrkir í formi niðurgreiðslu orkuverðs, til að mynda vegna nýtingar orku til uppbyggingar grænmetisræktunar í gróðurhúsum, samrýmist ekki þessum reglum. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar sé viðurkennt að verð til neytenda muni hækka við tengingu við orkumarkað Evrópusambandsins. Reynsla Norðmanna staðfesti það.".
Kílóvattið fór úr 25 aurum í 75 aura í Noregi, og það kalla Guðlaugur og Þórdís Kolbrún neytendavernd.
En Jón Baldvin er á öðru máli."Þeir sem halda því fram, að fyrirhuguð löggjöf snúist aðallega um neytendavernd, þurfa að lesa sér betur til. Íslenskir neytendur búa við miklu lægra verð en neytendur á sameiginlega markaðnum og hafa meiri áhrif á verðlagninguna, sem sætir lýðræðislegum aga kjósenda.".
Lágt orkuverð og blómstrandi mannlíf, það er neytendavernd, það er þjóðarhagur.
Jón Baldvin afgreiðir rök ráðherra ríkisstjórnarinnar af þekkingu og rökfestu þannig að ekki finnst steinvarða í málflutningi þeirra.
Eitthvað annað en rök málsins, eða hagsmunir almennings skýrir málflutning þeirra.
Kannski er það bara undirlægjuhátturinn gagnvart erlendu valdi, líkt og var drifkraftur uppgjafar Jóhönnu og Steingríms í ICEsave fjárkúguninni, en þá væri ekki þessi heift í gangi, heldur aðeins þreyta og andvörp; "ahhh við verðum bara að gera þetta, þau ráða".
Undiralda þessa máls hefur nefnilega verið lengi í umræðunni, nema fyrstu angarnir voru meintar tilraunir til að krossfesta fyrirfram helstu andstæðinga orkupakkans.
Hve langt gekk ekki níðið um Jón Baldvin og fjölskyldu þar til þorri landsmanna áttaði sig á hvaða klikkun bjó þar að baki?
Og þjóðhetjan hún Bára var aðeins fátæk manneskja sem var gerð út á örkina til að festa í rafeindir meint hneykslismál á fyllerís samkundum. Sem tókst, með tilheyrandi eftirmálum.
En hvorugt var tilviljun, miklir hagsmunir kyntu upp allt það fár, og heldur engin tilviljun að sömu fjölmiðlar og fjölmiðlamenn ríða nú röftum fyrir sömu hagsmuni í orkupakkamálinu.
Því eins og Jón bendir réttilega á, þá líður evrópska regluverkið ekki ráðandi ríkisfyrirtæki á markaði, það er óhjákvæmilegt, hvort sem verður lagður sæstrengur eða ei, að íslenska ríkið verði knúið til að hluta Landsvirkjun upp og setja á markað. Reyndar rangt að segja knúið, því innst inni eru margir ráðherrar hlynntir slíkri gjörð, hún er í samræmi við hugmyndafræði þeirra og lífsskoðanir. Og þeir munu ekki verða hindrun þegar þar að kemur.
Orkupakkinn er konfektkassi auðmanna og það skýrir ofurkappið, og skurðgröftinn útí samfélaginu gagnvart þeim sem tala gegn hagsmunum þeirra.
Auðvitað eru einhverjir sakleysingjar með í föruneytinu, og það er bara staðreynd að íslenskir Evrópusinnar vilja lúta Brussel, og myndu gefa upp sjálfstæði þjóðarinnar á morgun, hefðu þeir til þess vald.
En það skýrir ekki heiftina, lygarnar eða rangfærslurnar.
Aðeins miklir fjármunir geta tryggt slíku líf í þjóðmálaumræðunni, til þess þarf her fjölmiðlamanna, álitsgjafa, almannatengla og að sjálfsögðu, stjórnmálamanna.
Þetta blasir við.
Óþarfi að neita því.
En við sem þjóð þurfum ekki að sætta okkur við.
Kveðja að austan.
Viljum við taka þessa áhættu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 14
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 143
- Frá upphafi: 1412841
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 122
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef til maður mæti á morgun og spyrji ráðherra út í fullyrðingar þína Ómar
Vörður fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík stendur fyrir opnum málfundi um þriðja orkupakkann næstkomandi föstudag, 26. apríl, kl. 12:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Frummælendur verða Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, dómsmálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þau munu fara yfir stöðu málsins og gera grein fyrir sínum sjónarmiðum.
Fundarstjóri: Kristín Edwald lögmaður og fyrrum formaður Varðar.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.
Grímur (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 18:29
Takk Ómar fyrir enn einn glimrandi góðan pistil.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 22:11
Blessaður Grímur.
Endilega mættu og spyrðu spurninga, en vertu ekki að hafa mig fyrir þeim.
Ég gerði nú fátt annað í þessum pistli en að draga fram andstæðurnar annars vegar í sterkri rökræðu Jóns Baldvins og hins vegar frasa og fullyrðingar Guðlaugs Þórs, þó Þórdísi hafi eitthvað verið blandað inní málið.
Reyndar legg ég hér og þar út frá þessu, og kannski hæpin fullyrðing, það er hún er nær alhæfingu, þegar ég segi að ESB sinnar myndu selja okkur Brussel á morgun ef þeir gætu. Held samt að þeir myndu ekki neitt sérstaklega selja ömmu sína eina og sér, heldur meir svona hóppakka, það er eina þjóð og eitt sjálfstæði.
Eins set ég þekktar staðreyndir umræðunnar frá því fyrr í vetur, í samhengi við þekkt vinnubrögð hákarla fjármagnsins, kölluðu sumir sem unnu fyrir þá sig ekki; "hitman"? Þetta væri allavega augljóst í útlöndum, þó við séum kannski eins og kettlingurinn sem sér flugu í fyrsta sinn, og telur hana eitt af undrum alheimsins, nema að hann þekkir ekki það hugtak.
Við erum kannski svo bernsk að við þekkjum þetta ekki heldur svo ég myndi ekkert hafa hátt um það sem þú last hér undir lokin. Eða sagði skáldið ekki að ef maður kallaði "að hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól, og öllum er ljóst að þessi maður er galinn". Þetta er svona álíka, og ef menn vilja verða álitnir galnir, þá er langbest vinna sér inn það álit hér á Moggablogginu. Því hér er fólk eins og það er og eina sem er bannað er rétttrúnaður, eiginlega allt annað leyft.
Vitnaðu því í Jón, það mun kveikja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2019 kl. 22:36
Baráttan gegn þriðja orkupakkanum
er barátta fyrir sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.
Baráttan gegn þriðja orkupakkanum
er barátta gegn innlendum sjálfgræðgismönnum
sem hafa plantað sér í helstu ríkisstofnanir,
þ.m.t. lagavaldsins, framkvæmda- og dómsvaldsins
svo þeir geti innleitt pakkana frá Brussel
til eigin hagsbóta en ekki þjóðarinnar.
Fjölmiðla hafa þeir nær alla keypt upp.
Háskólana hafa þeir gert að sýndarveruleikaiðnaði
og lyfjafabrikku, þar þrífst ekki lengir
akademískt frelsi, einungis rétttrúnaður þeirra.
Slíkir menn eru ekki sjálfstæðismenn.
Slíkir menn eru vargar í véum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 22:41
Blessaður Pétur Örn.
Það er nú Jón Baldvin sem er maðurinn, ég er eiginlega bara svona skrásetjari sem skrifa athugasemdir á spássíuna.
Helv. var kallinn annars góður.
Það var ekki von þó það væri reynt að myrða hann fyrirfram í umræðunni.
En það tókst ekki, enda Jón kominn af rammefldum heljarmönnum að vestan, sumum göldróttum í þokkabót.
Svo ég ítreka bara, hvor skyldi vita betur, sá sem samdi textann í EES, eða sá sem segir búgísögur frá eigin brjósti til hræða fólk, og ber EES samninginn fyrir þeim sögum?
Jafnvel launaður fjölmiðlamaður veit svarið, svo augljóst er það.
Veit reyndar ekki um þann vitgranna, en hann talaði líka alltaf um ICEsave sem skuldbindingar þjóðarinnar, jafnvel eftir að EFTA dómurinn hrakti endanlega fjárkúgunarkröfu breta.
Það verður fróðlegt að hlusta á morgunútvarpið í fyrramálið.
Tekst einhverjum að þykjast ekki skilja, eða tekst einhverjum að snúa út úr.
Eða verður jafnvel talað við Jón Baldvin??
Sjáum til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2019 kl. 22:46
Og amen eftir því Símon Pétur.
Þú ert farinn að minna mig kraftaskáld nokkurt sem ég las ljóð eftir í óbirtri ljóðabók.
Það var kynngimagnað svo ekki er leiðum að líkjast.
Vargar í véum, mikið rétt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2019 kl. 22:49
:-)
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 22:54
Ekki þið skáldin, heldur börnin þarna á þingi.
Ég skil auðinn, þetta er bara bissness eins og venjulega hjá honum, en ég skil ekki krakkana sem þjóna honum, og þau eru því miður ekki bara í Sjálfstæðisflokknum.
Því svo er, þá hefði ég engar áhyggjur, því drekinn rumskar, og ekki vildi ég verða fyrir reiði hans.
En það dugar ekki til, þegar svikin eru svona víðtæk.
Eða barnaskapurinn svona algjör.
Vargar í véum.
Svo sannarlega.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2019 kl. 23:06
Íslendingar! Guð minn góður þakka þér.
Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2019 kl. 05:43
Takk fyrir innlitið Helga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.4.2019 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.